Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 4
Þeir voru ekki upplitsdjarfir leik-menn Grindavíkurliðsins í
körfuknattleik sem gengu af leikvelli
eftir að hafa fengið
ÍR-inga í heimsókn í
gærkvöldi. ÍR-ingar
léku sér að heima-
mönnum eins og
köttur að mús og fögnuðu stórsigri í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Int-
ersportdeildinni, 103:66.
Strax í byrjun náðu leikmenn ÍR-
liðsins frumkvæðinu og voru þeir
sterkari á öllum sviðum körfuknatt-
leiksins. Áberandi var hve áköf vörn-
in þeirra var og viljinn til að fara í öll
fráköst var mikill. Áhorfendur, sem
reiknuðu með því að Páll Axel Vil-
bergsson væri í leikbanni – svo var
ekki, sáu leikmenn Grindavíkurliðs-
ins eiga einn lélegasta leik í mörg ár.
ÍR-ingar voru fremri á öllum sviðum
og að Grindvíkingar skoruðu ekki
nema 19 stig í seinni hálfleik segir
meira en öll orð um leik þeirra. ÍR-
ingar fóru á kostum. Bestur hjá ÍR-
ingum var Theo Dixon, en hjá heima-
mönnum var Terrel Taylor bestur.
Þetta var kærkomið fyrir okkurenda ekki á hverjum degi sem
Grótta/KR vinnur ÍR í Breiðholtinu.
Þó okkur hafi ekki
tekist að tryggja
okkur sæti í a-deild-
inni þá vorum við
staðráðnir í því að
klára leikina eins og menn,“ sagði
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/
KR. „Við vorum einungis með ellefu
leikmenn í kvöld vegna meiðsla en
menn voru tilbúnir til þess að berjast
fyrir stigunum. Mörkin dreifðust vel
hjá okkur og allir fundu sig vel í mínu
liði. Við erum í undanúrslitum í bik-
arkeppninni og það heldur mönnum
jafnframt á tánum, auk þess sem það
verður krefjandi verkefni að leika í
B-deildinni, sem verður að mínu mati
sterkari en á síðustu leiktíð,“ sagði
Ágúst ennfremur. Leikur liðanna var
daufur lengst af enda ekki að miklu
að keppa í þetta sinn. Heimamenn
byrjuðu á sannfærandi hátt og náðu
snemma þriggja marka forskoti en
gestirnir komust inn í leikinn og
höfðu yfir í hálfleik 15:13. Eftir frem-
ur bragðdaufar 45 mínútur fór blóðið
loks að renna í leikmönnum síðasta
stundarfjórðunginn og meira líf
færðist í tuskurnar. Í stöðunni 23:21
fyrir ÍR virtist toppliðið ætla að klára
dæmið að venju en þá komu fjögur
mörk í röð frá Gróttu/KR sem lét
tækifærið sér ekki úr greipum ganga
og landaði sætum sigri, 29:27. Leik-
menn Gróttu/KR voru vel stemmdir í
leiknum og meiri yfirvegun var yfir
sóknarleik þeirra en fyrr í vetur.
Brynjar Hreinsson sýndi sitt rétta
andlit eftir brösuga tíð vegna meiðsla
og var bestur gestanna. Einnig átti
Kristinn Björgúlfsson góða spretti
ásamt Herði Gylfasyni sem sýndi
sjaldséð tilþrif í sókninni. Hjá ÍR var
Fannar Þorbjörnsson bestur í vörn
og sókn, Ólafur Sigurjónsson kom
með nýja vídd í sóknina er hann kom
inná, auk þess sem Ólafur Gíslason
skilaði sínu þokkalega í markinu,
varði til að mynda tvö vítaköst. En
heilt yfir var ekki hátt risið á lyk-
ilmönnum ÍR-inga og virtust þeir
Ingimundur Ingimundarson, Hann-
es Jónsson og Bjarni Fritzon vera
full pirraðir til þess að ná almenni-
legri einbeitingu. Leikmenn Gróttu/
KR virtust hafa meiri áhuga á verk-
efninu og því fór sem fór.
Dramatík í Eyjum
Það var sannarlega dramatík í leikÍBV og Vals, sem Eyjamenn
unnu 24:23. Bæði lið voru örugg upp í
úrvalsdeild eftir ára-
mót og var þetta því
barátta um stigin
sem liðin taka með
sér. Eyjamenn byrj-
uðu leikinn mun betur og komust
þremur mörkum yfir þegar tíu mín-
útur voru liðnar. Þá kom góður leik-
kafli Valsmanna og þeir jöfnuðu á
næstu fimm mínútum. Eftir það
höfðu gestirnir frumkvæðið og þrátt
fyrir stórleik Rolands Eradze í Eyja-
markinu sem varði 17 skot í fyrri
hálfleik leiddu Valsmenn með fjórum
þegar liðin gengu til búningsher-
bergja. Valsmenn hreinlega lokuðu
vörninni hjá sér og komust heima-
menn ekkert áleiðis. Aðeins Roland
kom í veg fyrir að munurinn væri
meiri. Í síðari hálfleik snerist þetta
við, Eyjamenn voru mun ákveðnari
og Roland hélt áfram að verja. Þeim
tókst að jafna þegar tólf mínútur
voru til leiksloka, 19:19, þá kom aftur
frábær kafli Valsmanna varnarlega
séð og Eyjamenn skoruðu ekki
næstu sjö mínútur. Valsmönnum
tókst að setja þrjú og þegar fimm
mínútur voru eftir leiddu Valsmenn
með þremur. Næstu tvö mörk voru
Eyjamanna, fyrst Sigurður Ari Stef-
ánsson og síðan Robert Bognar áður
en Fannar Friðgeirsson skoraði 23.
mark Vals. Robert Bognar skoraði
aftur fyrir Eyjamenn og Valsmönn-
um tókst ekki að nýta sína sókn.
Eyjamenn fengu vítakast og Samúel
Í. Árnason jafnaði leikinn þegar rétt
um mínúta var eftir. Valsmenn
misstu mann af velli og einum færri
lögðu þeir af stað í lokasókn sína.
Heimir Ö. Árnason komst í gegn en
skot hans fór yfir en Valsmenn vildu
meina að brotið hafi verið á honum.
Eyjamenn tóku leikhlé þegar tutt-
ugu sekúndur voru eftir og staðan
jöfn. Þeir spiluðu svo sín á milli þar
til þrjár sekúndur voru eftir að Tite
Kalandanze stökk upp og þrumaði
knettinum í stöngina og inn. Leiktím-
inn rann út og Eyjamenn fögnuðu
gríðarlega. Gestirnir gengu hnípnir
af leikvelli og ósáttir við dómgæsluna
á lokamínútunum. Það er ekki hægt
að ljúka skrifum um þennan leik án
þess að minnast sérstaklega á þátt
Rolands Eradze. Hann sýndi sann-
kallaðan stórleik gegn sínum fyrri fé-
lögum og varði 29 skot og mörg
þeirra voru úr sannkölluðum dauða-
færum og sýndi að enginn er betri í
markinu um þessar mundir.
Þetta er það sem
áhorfendur vilja
Erlingur Richardsson, þjálfari
ÍBV, var í skýjunum í leikslok. „Þetta
var nauðsynlegt stig fyrir okkur og
það sýndi sig í restina að við vildum
þetta meira. Við náðum okkur ekki á
strik sóknarlega í fyrri hálfleik en
það lagaðist í þeim síðari. Það voru
áherslubreytingar, Davíð kom inn
með hraða og kraft og menn létu
boltann ganga. Ég viðurkenni það að
þetta var algjör stuldur en ég segi þá
að nú er jafnt á milli liðanna því ég vil
meina að þeir hafi stolið sigrinum af
okkur fyrr í vetur þegar við mætt-
umst á Hlíðarenda.“ Erlingur glotti
þegar dramatíkin í lokin var borin
undir hann. „Jú, þetta var drama-
tískt en mér heyrðist þetta vera það
sem áhorfendur vildu.“
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari
Vals, var mjög ósáttur í leikslok og
þá sérstaklega með seinni hálfleikinn
hjá sínum mönnum. „Roland er að
verja allt of mikið. Það gefur augaleið
að hann er besti markvörður okkar í
dag en þetta var bara rugl. Við áttum
að vera átta mörkum yfir í hálfleik en
síðan er annar dómari leiksins hræði-
legur í seinni hálfleik. Af hverju fékk
Heimir ekki fríkast hérna undir lok
leiksins?
Það var ekkert samræmi í þessu
en ég segi, til hamingju, Eyjamenn.
Þeir eru með mjög gott lið, það besta
í mörg ár sem kemur frá Eyjum. Úr-
valsdeildin er byrjuð og nú verðum
við að sigra ÍR í lokaumferðinni,“
sagði Óskar, en hann fékk að líta
rauða spjaldið eftir að leikurinn var
búinn fyrir hávær mótmæli við dóm-
ara leiksins.
Pirraðir ÍR-
ingar töpuðu
Morgunblaðið/Þorkell
Brynjar Hreinsson átti góðan leik með Gróttu/KR gegn ÍR í
Austurbergi og skoraði fimm mörk.
GRÓTTA/KR vann óvæntan
sigur á ÍR, 29:27, í suðurriðli
Íslandsmótsins í handknattleik
karla, DHL-deildinni, er liðin
mættust í Austurbergi í gær-
kvöldi. Þrátt fyrir sigurinn nær
Grótta/KR ekki að tryggja sér
sæti í úrvalsdeild eftir áramót.
Eyjamenn lögðu Valsmenn að
velli í fjörugum leik í Eyjum,
24:23, og Víkingar unnu á Sel-
fossi, 24.23.
Kristján
Jónsson
skrifar
Sigursveinn
Þórðarson
skrifar
BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylf-
ingur úr GKG, er úr leik á Dunhill
mótinu í S-Afríku en hann lék í gær á
2 höggum yfir pari og samtals á 5 yf-
ir pari á 36 holum. Birgir var 3 yfir
pari í gær að loknum fyrri 9 holun-
um, fékk skramba (+2) á 2. braut og
skolla (+1) á 6. braut. Hann lék síð-
ari 9 holurnar á 1 undir pari, fékk
skolla (+1) á 11. og 17., en fugla (-1) á
12., 14 og 18. Samtals 74 högg í gær
en hann var á 75 höggum í fyrradag.
Á mótinu fékk Birgir 21 par, 6 fugla,
7 skolla og 2 skramba.
ÍSLENSKA sveitin í 4x50 metra
skriðsundi kvenna bætti 17 ára gam-
alt Íslandsmet þegar hún synti á
1.46,97 mínútum á EM í sundi í Vín í
gær. Það dugði þó skammt því sveit-
in rak lestina af fjórtán sveitum.
METSVEITINA skipuðu að þessu
sinni þær Kolbrún Ýr Kristjánsdótt-
ir, Erla Dögg Haraldsdóttir, Eva
Hannesdóttir og Anja Ríkey Jak-
obsdóttir.
AUK sveitarinnar varð Kolbrún
Ýr í 31. sæti af 43 keppendum í 50 m
baksundi og Erla Dögg Haralds-
dóttir hafnaði í 26. sæti í 200 m
bringusundi af 31 keppanda á
mótinu í gær. Kolbrún synti á 28,23
sek., en Íslandsmet hennar er 27,54.
Erla Dögg var einnig nokkuð frá
sínu besta, synti á 2.35,62 mínútum.
GORDON Gund eigandi NBA-
liðsins Cleveland Cavaliers er alvar-
lega að íhuga að selja liðið en hefur
átt í óformlegum viðræðum við hugs-
anlega kaupendur að undanförnu.
Hagnaður félagsins á undanförnu ári
var gríðarlegur enda hefur verið
uppselt á alla heimaleiki liðsins frá
því að liðið fékk LeBron James í ný-
liðavali NBA-deildarinnar.
TRACY McGrady, leikmaður
Houston Rockets, tryggði liðinu sig-
ur með 3ja stiga körfu gegn San Ant-
onio Spurs í NBA-deildinni aðfara-
nótt föstudags, 81:80, er 1,7 sek.,
voru eftir af leiknum. En Rockets
var 10 stigum undir er ein mínúta
var eftir og skoraði McGrady 13 stig
á 35 sekúndum. Flestir af rúmlega
16.000 áhorfendum á leiknum í Hou-
ston voru farnir að yfirgefa keppn-
ishöllina er skammt var til leiksloka.
TILÞRIF McGrady þóttu minna á
afrek Reggie Miller, leikmanns Indi-
ana Pacers, sem skoraði 8 stig í röð á
8,9 sekúndum gegn New York
Knicks í undanúrslitum Austur-
deildar árið 1995. Miller tryggði
Pacers sigur 107:105 í þeim leik.
FÓLK
ATLI Eðvaldsson, fyrrverandi
landsliðsþjálfari í knatt-
spyrnu, er einn þeirra sem
koma til greina í þjálfara-
starfið hjá Keflvíkingum.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hafa forráðamenn
Keflavíkurliðsins átt lauslegar
viðræður við Atla og er hann
einn þriggja þjálfara sem eru
inni í myndinni hjá Suður-
nesjaliðinu eftir því sem Morg-
unblaðið kemst næst. Keflvík-
ingar hafa enn ekki gefið
Guðjón Þórðarson upp á bát-
inn en hann hefur verið efstur
á óskalista bikarmeistaranna.
Stjórnarmaður í knattspyrnu-
deild Keflavíkur sagði við
Morgunblaðið í gær að við-
ræðum við Guðjón hefði ekki
verið slitið og meðan svo væri
væri hann enn inni í myndinni.
Keflavík
hefur rætt
við Atla
Stórsigur hjá ÍR
Garðar Páll
Vignisson
skrifar
MILAN Stefán Jankovic er tekinn
við sem þjálfari Grindavíkurliðsins
í knattspyrnu, efstu deild, Lands-
bankadeildinni. Hann skrifaði í
gærkvöldi undir fimm ára samn-
ing við knattspyrnudeild Grinda-
víkur.
„Við erum afar ánægðir með að
þessi mál skuli loksins vera komin
í höfn. Milan var næstbesti kost-
urinn en við þekkjum vel til hans
og erum mjög ánægðir með að fá
hann til starfa að nýju. Næsta
skrefið er að styrkja leik-
mannahópinn fyrir átökin næsta
sumar og þá vonumst við til þess
að bæjaryfirvöld í Grindavík komi
okkur til aðstoðar með því að
bæta aðstöðu okkar knattspyrnu-
manna en hún er ekki góð yfir
vetrarmánuðina,“ sagði Jónas Þór-
hallsson, formaður knatt-
spyrnudeildar Grindavíkur, við
Morgunblaðið í gærkvöld.
Grindvíkingar hafa verið á hött-
unum eftir Guðjóni Þórðarsyni síð-
ustu mánuðina og voru búnir að
ganga frá því að Milan Stefán yrði
honum til aðstoðar en eftir að
Guðjón hóf viðræður við Keflvík-
inga þrýstu Grindvíkingar á Milan
að taka við starfinu. Milan Stefán
hefur þjálfað lið Keflavíkur síð-
ustu tvö árin en var þrjú ár við
stjórnvölinn hjá Grindavík, 1999–
2001.
Milan samdi við Grindavík