Morgunblaðið - 20.12.2004, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 20.12.2004, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 7 FRÉTTIR BRESKA leikkonan Vanessa Redgrave og Nína Dögg Filipp- usdóttir hylla hér hvor aðra á sviðinu að lokinni sýningu á Róm- eó og Júlíu í Playhouse-leikhús- inu á West End í Lundúnum í fyrrakvöld. Leikkonan heimskunna var þá sérstakur gestur Vesturports í sýningunni, fór með lokaorðin./34 Vanessa Redgrave og Júlía Ljósmynd/Daniel Sambraus KJARTAN Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagn- rýnir yfirlýsingar fulltrúa R-listans um rekstur spor- vagna í Reykjavík. Kjartan bendir á að skv. skýrslu VSÍ ráðgjafar um kostnað og mat á eftirspurn hugsan- legs reksturs spor- vagna, komi fram að stofnkostnaður við sporvagnakerfi yrði að lágmarki 22–25 milljarðar króna. Til samanburðar sé endur- stofnverð strætisvagnakerfisins um 2,7 milljarðar króna. R-listinn dregur athyglina frá slælegri frammistöðu Kjartan segir að fulltrúar R-listans hafi boðað að þörf sé á lestarsam- göngum í borginni. Hafi tugum millj- óna og miklum tíma verið varið af hálfu borgaryfirvalda til að skoða sporvagna og aðrar sporbundnar samgöngur og m.a. fór samgöngu- nefnd Reykjavíkur ásamt hópi emb- ættismanna í sérstaka ferð til Þýska- lands til að kynna sér sporvagna. Sjálfstæðismenn hafi hins vegar bent á að óraunhæft væri að koma á nýju kerfi sporvagna í borginni. Stofn- kostnaður hlypi á tugum milljarða króna og byggð í borginni væri of dreifð til að kerfið væri raunhæfur valkostur. Kjartan segir að miklu nær væri að styrkja fremur það kerfi almennings- samgangna sem fyrir er í borginni og sé stórlega vannýtt, þ.e. strætisvagn- ana, þar sem sætanýting sé í kringum 10%. „Fyrir vextina af þessari stóru fjárfestingarupphæð sem um væri að ræða með sporvagnakerfi, gætum við keypt tvöfalt fleiri strætisvagna en við erum með í dag, rekið þá árið um kring og tvöfaldað tíðnina,“ segir Kjartan. „R-listinn er að draga athyglina frá slælegri frammistöðu í málefnum al- menningssamgangna síðustu tíu árin með því að láta í veðri vaka að fram- undan sé stórkostlegt átak í þessum málaflokki með uppsetningu spor- vagnakerfis,“ segir hann. Kjartan Magnússon gagnrýnir hugmyndir R-listans um sporvagna Nærtækara að styrkja núverandi kerfi stræt- isvagna Kjartan Magnússon SAMKVÆMT nýrri reglugerð sam- gönguráðuneytisins um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlaga- brota hafa refsingar við því að tala í farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar verið hertar. Auk sekta má nú dæma ökumönnum punkta í ökuferilsskrá vegna brota hvað þetta varðar. Fá menn einn punkt fyrir brot á þessum reglum. Ríkislögreglustjóri og Sam- band íslenskra tryggingafélaga fóru fram á þessa breytingu. Þá hefur tekið gildi ný reglugerð um viðurlög vegna umferðarbrota þar sem kveðið er á um heimild lögreglu- stjóra til að ljúka málum sem varða sektum allt að 300 þúsund krónum án þess málið fari fyrir dóm. Reglugerð- arákvæðið leysir af hólmi ákvæði um að lögreglustjórar verði að senda all- ar sektir yfir 100 þúsund krónum í dómsmeðferð. Tilgangur þessarar breytingar er að auðvelda lögreglu- stjórum, og ökumönnum, sem brotið hafa umferðarlög, að ljúka málinu með lögreglustjórasátt. Refsing hert við farsíma- notkun í bílum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.