Morgunblaðið - 20.12.2004, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 9
FRÉTTIR
FALLEGAR
JÓLAGJAFIR
FYRIR
ÞAU
BÆÐI
Kringlunni sími 581 2300
Ásnum, Hraunbæ 119, sími 567 7776
Opið alla daga til jóla
Úrval jólagjafa
fyrir alla fjölskylduna
Nærföt og náttföt
Sparitoppar
Fallegir bolir úr ull/silki og
ull/bómull
Opið í dag frá kl. 10-20
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Ullarkápur með refaskinni
Gjafakortið
í jólapakkann hennar
Pelsar - stuttir og síðir
Leðurjakkar
Leðurkápur
Leðurpils
Mokkakápur
Mokkajakkar
Pelsfóðurkápur
Pelsfóðurjakkar
Loðskinnshúfur
Loðskinnstreflar
Loðskinnshárbönd
Full búð af nýjum vörum
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur
byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa
lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir
sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina.
Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega
hafið samband og ég mun fúslega veita nánari
upplýsingar.
Hákon Svavarsson, lögg.
fasteignasali, sími 898 9396.
Laugavegi 84, sími 551 0756
Svartar betri buxur
Svartar samkvæmisbuxur
gjafavöruverslun,
Frakkastíg 12, sími 511 2760
Opið til kl. 22 öll kvöld
Mikið úrval af gjafavöru,
stórri og smárri á frábæru verði
Vegg- og hurðarkransar á tilboðsverði
Antik trúarmyndir
og stórir krossar
EKKI er eðlilegt að bera saman
hækkun bóta almannatrygginga við
hækkun lægstu launa á undanförn-
um árum þar sem sérstakt sam-
komulag var gert um það árið 1995
að hækka lægstu laun sérstaklega
umfram önnur laun í landinu, að
sögn Einars Odds Kristjánssonar al-
þingismanns.
Þróun bóta almannatrygginga og
lágmarkslauna var borin saman í
fréttaskýringu í Morgunblaðinu ný-
lega og stuðst þar við staðtölur al-
mannatrygginga. Ólafur Ólafsson,
formaður Félags eldri borgara, gerir
þessi málefni að umræðuefni í grein í
Morgunblaðinu á föstudag.
Einar Oddur sagði í samtali við
Morgunblaðið af þessu tilefni að
bætur almannatrygginga hefðu hins
vegar hækkað í takt við almenna
launaþróun í landinu á ofangreindu
tímabili svo sem mælt sé fyrir um í
lögum. Að auki segi í lögunum að ef
hækkun vísitölu neysluverðs sé
meiri en hækkun
launa þannig að
það sé kjara-
skerðing í landinu
skuli bótaþegar
almannatrygg-
inga ekki verða
fyrir kjaraskerð-
ingu. Þannig séu
þeir tryggðir
fyrir kjaraskerð-
ingu sem aðrir
þegnar landsins séu ekki.
Einar Oddur sagði að gert hefði
verið samkomulag um það 1995 að
hækka lágmarkslaun sérstaklega og
umfram það sem önnur laun í land-
inu myndu hækka og þess vegna
hefði verið höggvið á alla sjálfvirkni
sem tengdist lágmarkslaununum og
hafði áður komið í veg fyrir að hægt
væri að hækka þau. Það sé því raun-
ar fals að bera hækkun bóta al-
mannatrygginga við hækkun lág-
markslauna af þessum sökum. Með
sama hætti sé hægt að finna út að
það vanti upp á launaþróunina hjá
iðnaðarmanninum eða fiskvinnslu-
konunni þar sem laun þeirra hafi
ekki hækkað jafnmikið og lágmarks-
launin.
„Þannig gætu allir komið og sagt
miðað við þessa viðmiðun: „Nei það
vantar í hjá mér.“ Ef þú ætlar að
miða við lægstu launin vantar inn á
fiskvinnslutaxtana, það vantar inn á
alla iðnaðartaxtana, það vantar inn á
alla afleidda taxta í launasummu
landsins,“ sagði Einar Oddur.
Hann sagði að vegna breyting-
anna árin 1995 og 1997 risi launa-
kúrfa lægstu launanna miklu hærra
en annarra. Þannig gætu allir með
sama móti sagt að það hefði verið
haft af sér. „Það er varið að falsa
þarna. Það er sagnfræðileg fölsun.
Það hétu allir því að hætta að miða
við þennan taxta og þannig tókst
loks að hækka hann,“ sagði Einar
Oddur ennfremur.
Einar Oddur Kristjánsson um hækkanir bóta TR
Samanburður við lág-
markslaun ekki eðlilegur
Einar Oddur
Kristjánsson
„ÉG VONA að þetta gefi okkur auk-
in tækifæri,“ sagði Jón Björnsson,
forstjóri Haga, sem reka meðal ann-
ars Bónus og Hagkaupsverslanirnar
í samtali við Morgunblaðið aðspurð-
ur hvort kaup Baugs og fleiri aðila á
Big Food Group sköpuðu hugsan-
lega möguleika á því að lækka vöru-
verð hér á landi.
Jón sagði að þetta kæmi að sjálf-
sögðu Högum í tengsl við sterkari
innkaupaaðila í ákveðnum vöru-
flokkum, en því mætti ekki gleyma
að 70% af því sem neytt væri hér á
landi væri íslensk framleiðsluvara og
íslensk búvara. Þessi kaup í Bret-
landi breyttu auðvitað engu um það,
þannig að þetta hefði ef til vill áhrif á
þau 30% sem flutt væru inn.
Jón benti á að tilboðið í BFG væri
nýlega komið fram, þannig að tals-
verður tími liði áður en þetta væri að
fullu gengið í gegn.
Hann bætti því við aðspurður að
það væri jákvætt fyrir íslenskt verð-
lag að komast í snertingu við aðila
sem hefðu meiri innkaupamátt.
Vonandi auk-
in tækifæri
Forstjóri Haga
Fréttir í tölvupósti