Morgunblaðið - 20.12.2004, Síða 10

Morgunblaðið - 20.12.2004, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vönduð díóðuljós fyrir hlaupara. Lýsir að framan og aftan. Góður ljósstyrkur og löng rafhlöðu- ending. Fást hjá Afreksvörum, Símabæ, Vesturröst. Hlauparaljós Sögulegt handverk  Eini skrifarinn á Íslandi í Daglegu lífi á morgun flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið NIÐURSTÖÐUR rannsókna Ís- lenskrar erfðagreiningar á ættfræði og arfgerðum sýna tengsl á milli átt- haga og erfðabreytileika Íslendinga þótti dregið hafi úr þeim tengslum með þéttbýlismyndun á 20. öldinni. Þetta á í ríkum mæli við þéttbýlustu landbúnaðarsvæðin á Norðurlandi og Suðurlandsundirlendi. Þannig má nefna að 95% af forfeðrum Eyfirð- inga sem fæddir eru á árunum 1850 til 1875 eru frá Norðurlandi og Ey- firðingar sem fæddir eru á árunum 1970 til 1995 rekja enn um 65% af ættum sínum til Norðurlands. Nið- urstöður rannsóknanna voru birtar á heimasíðu hins virta tímarits Nature genetics í gær og munu síðan verða prentaðar í janúarhefti tímaritsins. Hafa mikla þýðingu á fleiri en einu sviði Niðurstöðurnar hafa mikla þýð- ingu fyrir erfðarannsóknir þar sem þær sýna fram á að við rannsóknir þurfi að gæta að því að sjúklinga- og viðmiðunarhópar séu sambærilegir og af svipuðum landfræðilegum upp- runa. Þá eru þessar niðurstöður mjög áhugaverðar fyrir sagnfræðinga og mannfræðinga. Skoðaðar voru ættir allra Íslend- inga sem fæddir eru eftir 1850 og ættir þeirra raktar fimm ættliði aftur þannig að rannsóknin nær í reynd aftur til um 1700 og spannar þannig 300 ára fólksflutningasögu þjóð- arinnar. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar (ÍE), segist telja að þessi 300 ára saga bendi til þess að Íslendingar hafi fæðst, gifst og átt börn á svipuðum slóðum allar götur frá landnámi Íslands. Hann segir suma vafalaust vilja halda því fram að það hefði verið miklu meira um fólksflutninga hér áður fyrr, t.d. á landnámsöld þegar fjöldi fólks hittist á Þingvöllum hvert sumar. „En ef það hefði verið þá hefði ekki verið til þessi erfðafræðilegi munur til þess að viðhalda þannig að það er mjög lík- legt að þessi 300 ára saga end- urspegli söguna frá upphafi,“ segir Kári. Agnar Helgason, sem stýrði rann- sókn ÍE, segir niðurstöðurnar sýna að lengst af virðist fólk hafa fæðst og eignast sín börn í sömu sýslu eða á sama landsvæði. Erfðafræðilegur munur sé á milli svæða og hann hafi viðhaldist miðað við það sem ráða megi af erfðamenginu. Þetta hafi að vísu tekið að breytast verulega þegar fram kom á 20. öldina þegar þétt- býlismyndun hófst og þannig megi segja að Reykjavík sé eins konar suðupottur erfða. Erfðamörk 43 þúsund Íslendinga skoðuð Til að kanna hvort greina mætti að erfðabreytileiki Íslendinga væri mis- munandi eftir landsvæðum voru skoðuð 40 erfðamörk í 43.000 Íslend- ingum og breytileiki í þeim settur í samhengi við fæðingarstað. Í ljós kom að umtalsverður munur var á dreifingu breytileikans eftir fæðing- arstað. Meðal Íslendinga sem fædd- ust á árunum 1895–1935 reyndist tíðni mismunandi gerða allra 40 erfðamarkanna vera mismunandi þegar hún var borin saman á milli sýslna. Agnar segir að eins og búast mátti við hafi þessi mismunur ekki verið jafn áberandi meðal Íslendinga fæddra 1960 til 2000. Kári segir niðurstöðurnar mik- ilvægar. „Í fyrsta lagi vegna þess að þær varpa svolitlu líffræðilegu ljósi á íslenska sögu en umfram allt skipta þær geysilega miklu máli fyrir þá sem eru að leita að mengjunum í ís- lensku samfélagi vegna þess að þetta sýnir fram á að við verðum að vera mjög nákvæmir í því hvernig við velj- um saman annars vegar sjúklingahóp og hins vegar viðmiðunarhóp.“ Agnar segir að hér geti menn rannsakað þessi tengsl í miklum smá- atriðum og brugðist við þeim þannig að vísindamenn ÍE geti passað sig á því hvernig þeir velja rannsókn- arhópa og viðmiðunarhópa þannig að þeir séu sambærilegir. „Annars stað- ar í heiminum geta menn ekki áttað sig á vandamálinu hvað þá leyst það.“ Munur sem markar hvert landsvæði Kári segir það í sjálfu sér alveg ævintýralegt að hingað hafi komið fyrir 1.100 árum kannski 10–20 þús- und manns og sest að á hinum ýmsu landshornum. „Það var greinilega dá- lítill munur á milli þessa fólks og hann viðhelst, að minnsta kosti ef ráða má af því sem sjá má í erfða- menginu. Þessi munur viðhelst og hann markar hvert landsvæði,“ segir Kári. Spurður hvort tengslin milli átt- haga og erfðabreytileika séu sterkari á tilteknum landsvæðum segir Agnar að það gildi vissulega um Eyjafjörð, Skagafjörð og Þingeyjarsýslur þar sem ættleggir virðast vera mjög stað- bundnir. „En síðan gildir það líka um Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Þetta eru langþéttbýlustu svæðin á þeim tíma þegar landbúnaðurinn var sem mestur en þau voru ekki ein- angruð heldur þvert á móti í alfara- leið. „En á strjálbýlissvæðunum virð- ast menn oft hafa farið lengri vegalengdir til þess að finna sér maka. Þannig eru Austfirðirnir skemmtilega blandaðir bæði frá Norðurlandi og svo úr Skaftafells- sýslum, og Vestfirðingar virðast hafa sótt svolítið í Húnavatnssýslu og eins á Vesturland þannig að blöndun þar er meiri þótt þessi svæði séu land- fræðilega einangraðari en t.d. Norð- urland og Suðurlandsundirlendi.“ Niðurstöður rannsókna ÍE á ættfræði og arfgerðum Erfðabreytileiki Íslend- inga tengdur átthögunum Morgunblaðið/Sverrir Agnar Helgason mannfræðingur og Kári Stefánsson, forstjóri ÍE. KONA sem óskaði eftir bótum frá ríkinu vegna nauðgunar sem hún varð fyrir á Spáni fær engar bætur. Bótanefnd á vegum ríkisins taldi að þar sem atvikið átti sér stað erlend- is væri ekki heimilt að greiða henni bætur og með dómi á fimmtudag var sú niðurstaða staðfest. Nefndin hafði einu sinni greitt bætur vegna afbrots erlendis en í því tilviki áttu tveir íslenskir rík- isborgarar í hlut en í þessu máli kom ekkert fram sembenti til þess að árásarmaðurinn væri íslenskur ríkisborgari ekki voru leiddar líkur að því af hálfu konunnar. Konan lýsti atvikum svo fyrir spænsku lögreglunni að á leið sinni frá veitingastað hefði hún þegið bílfar hjá ókunnugum manni. Mað- urinn hefði ekið henni á afvikinn stað þar hefði hann slegið hana hnefahögg í andlitið og síðan tekist að koma fram vilja sínum. Í skýrsl- unni kemur fram að hún var með bletti á hálsinum og stórt glóðar- auga á vinstra auga. Þá var hún marin á ýmsum stöðum. Árásin var gerð í nóvember 2002. Samkvæmt lögum eiga þolendur afbrota rétt á greiðslu úr ríkissjóði ef bætur fást ekki greiddar með öðrum hætti. Í lögunum segir að ríkissjóður greiði bætur vegna tjóns vegna brots á almennum hegningarlögum, enda hafi afbrotið verið framið innanlands. Í sérstök- um tilvikum sé heimilt að greiða bætur fyrir tjón vegna afbrots sem framið er erlendis, enda sé tjónþoli búsettur á Íslandi eða íslenskur rík- isborgari. Fór fram á 600 þúsund Konan fór fram á það við bóta- nefnd að henni yrðu greiddar bæt- ur að fjárhæð 600.000 krónur auk kostnaðar. Því hafnaði nefndin með þeim rökum að heimild til að greiða bætur vegna afbrota erlendis væri bundin því skilyrði að um sérstakt tilvik væri að ræða og auk þess væri um að ræða undantekningarreglu sem bæri að túlka þröngt. Eftir höfnun bótanefndar fór konan í mál við íslenska ríkið og reisti málsóknina m.a. á því að sú mismunun sem kæmi fram í lögun- um væri brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og stjórnsýslu- laga. Í sýknukröfu ríkisins er m.a. vak- in athygli á að konan hafi ekki sóst eftir bótum á Spáni auk þess sem hún hafi ekki lagt fram í heild gögn um rannsókn lögreglu þar í landi. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að kon- an hefði orðið fyrir líkamsmeiðingu en sönnunargögn þóttu ekki næg til að slá því föstu að henni hefði verið nauðgað. Þá er bent á að lögin um bætur úr hendi ríkissjóðs taki ein- ungis til sérstakra afmarkaðra til- fella og væri meginreglan sú að brotið hefði verið framið innan ís- lenska ríkisins. Ekki væri hægt að líta fram hjá því að undantekning- arákvæðið sem varðar brot erlendis bæri að túlka þröngt, það hafi verið skýr vilji löggjafans og kæmi fram í greinagerð með lögunum. Var það álit dómsins að umrætt tilvik væri ekki svo sérstaks eðlis að það ylli því að konan hefði bótarétt á hend- ur ríkinu. Hvorki fælist í því brot á stjórnarskrá eða lögum um EES. Kröfum hennar var því hafnað. Málskostnaður konunnar var greiddur úr ríkissjóði enda um gjaf- sóknarmál að ræða. Lögmaður hennar var Guðni Á. Haraldsson hrl. Helgi I. Jónsson dómstjóri kvað upp dóminn. Guðrún Margrét Árnadóttir hrl. flutti málið f.h. rík- isins. Íslensk kona fær ekki bætur vegna nauðgunar erlendis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.