Morgunblaðið - 20.12.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.12.2004, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Amerískar Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is lúxus heilsudýnur                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% BAKTERÍAN Salmonella Thompson hefur fund- ist í ítölsku klettasalati í Noregi og Svíþjóð og fólk hefur veikst af þeim sökum. Salat frá tveimur ítölskum framleið- endum var fjarlægt úr verslunum að kröfu heilbrigðisyfirvalda í báðum löndum, að því er m.a. kemur fram á Nettavisen. Salattegundin rucola á víða vinsældum að fagna, m.a. hér á landi. Að sögn Elínar Guðmundsdóttur, forstöðumanns matvælasviðs Umhverfisstofnunar, bárust Um- hverfisstofnun í síðustu viku tilkynningar gegnum Evrópska tilkynninganetið um matvæli, RASFF, um salmonellu í tveimur tegundum af ítölsku rucolasalati. Strax var haft samband við alla sem flytja inn grænmeti og þau svör fengust að ekkert rucolasalat frá Ítalíu hefði verið á markaði hér á landi síðustu vikurnar. Salmonella í klettasalati  MATVÆLI Að halda fyrstu jól eftir dauðsfall eðaannað erfitt áfall, eins og til dæmisskilnað, er alltaf sársaukafullt. JónaLísa Þorsteinsdóttir, prestur á Ak- ureyri, segir að erfitt sé að gefa þeim góð ráð sem halda sín fyrstu jól eftir missi, af því að engir tveir einstaklingar bregðast eins við sorginni og það sama hentar ekki öllum. Jóna Lísa missti mann sinn óvænt fyrir sjö árum og veit því sjálf hvað það er erfitt að taka þátt í gleðinni þegar sorgin býr í hjartanu. Ætlast er til að allir séu glaðir „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þeir sem syrgja hlúi vel að sjálfum sér á þessum árstíma og hlusti á hjarta sitt um það hvernig þeir vilji hafa þetta. En þeir verða líka að hleypa öðrum að og leyfa þeim að hugga sig. Aðventan og jólin eru yndislegur tími sem verður sársaukafullur tími fyrir þá sem hafa ekki lengur þann sem venjan er að njóta gleð- innar með. Jólin eru fjölskylduhátíð þar sem allir eru saman og allir reyna að sýna hver öðr- um kærleika, en þeim sem eru í sorg finnst stundum eins og þeir gleymist og að allir geri ráð fyrir að þeir séu líka glaðir. Syrgjendur hafa líka af því áhyggjur að þeir dragi aðra niður með návist sinni og enginn vill verða til þess að spilla jólagleði annarra.“ Jóna Lísa segist aðeins geta gefið ráð út frá sjálfri sér og sinni reynslu og tekur fram að það sé ekkert víst að hennar aðferðir henti öðrum. „Sumum finnst gott að fara burt og skipta um umhverfi, en maður flýr samt aldrei sorgina eða sjálfan sig. Fyrstu jólin eftir að ég missti manninn minn fór ég til dæmis til Kan- aríeyja með tveimur sonum mínum og konu annars þeirra. Það voru ósköp ljúf jól og við héldum vel hvert utan um annað.“ Önnur jólin segir Jóna Lísa að hafi verið leiða fólk í gegnum þann tíma sem kemur á eftir óvæntum missi. Jóna Lísa leggur áherslu á að bókin sé bæði hugsuð sem stuðningur í gegnum sorgina en ekki síður til að vekja von. Þar deilir hún með lesendum reynslunni af eigin sorg við makamissi en þar hafa sporin tólf og trúin verið hennar haldreipi. „Tólf spora leiðin hefur verið fótfesta fyrir mig og lífsstíl minn í 22 ár og mig langar svo til að fólk viti af þessu verkfæri sem getur hjálp- að og hefur sýnt sig að virkar. Þess vegna fléttaði ég þetta inn í bókina. Þetta snýst um að tileinka sér að lifa einn dag í einu og leggja að morgni grunn að góðum degi. Ég hef lært að vera minn eigin vinur og standa með sjálfri mér og fylgja minni eigin rödd. Allt sem er gott í lífi mínu í dag er að þakka tólf spora kerfinu og það leiddi mig líka aftur til trú- arinnar.“ Jóna Lísa tekur það fram að tólf sporin hjálpi miklu fleirum en alkóhólistum og hún hvetur alla þá sem hafa orðið fyrir áfalli og þurfa að byggja sig upp til að kynna sér hugmyndafræði tólf spora kerfisins, fara á opna AA-fundi og aðra tólf spora fundi, eða reyna að komast inn í tólf spora hóp. miklu erfiðari af því að þá var hún heima hjá sér. „Ég og maðurinn minn vorum nýflutt norður þegar hann dó og við höfðum því aðeins átt ein jól saman á Akureyri, og þess vegna fannst mér ég hvergi „passa inn í“ á að- fangadagskvöld á þessum fyrstu jólum heima eftir að hann dó. Mér fannst ég ekki geta labb- að inn í jólahefðir og líf fólksins míns á Akur- eyri, svo ég ákvað að gera eitthvað nýtt. Ég endurvakti gamla jólahefð í fjölskyldunni og hafði opið hús á Þorláksmessu heima hjá mér og að því hefur minn jólaundirbúningur að- allega beinst síðan.“ Seinna segist Jóna Lísa hafa verið ein eitt aðfangadagskvöld, af því hún var þannig inn- stillt þá og hún gerði allt í sínum takti. „Það var gott og mér leið vel, vegna þess að ég valdi það sjálf en var ekki ein af því ég hafði engan til að vera hjá.“ Nú er venjan sú á jólum að einn eða tveir synir Jónu Lísu eru hjá henni á aðfangadagskvöld og þau hitta síðan fólkið sitt seinna um kvöldið. Mikil hjálp í sporunum tólf Jóna Lísa sendir frá sér um þessi jól bókina Mig mun ekkert bresta, sem er hugleiðinga- bók fyrir manneskjur í sorg, hugsuð til þess að Jólin og sorgin Flestir tengja jólin við gleði og vellíðan, en þau geta verið erfiður tími fyrir þá sem hafa misst ástvin á árinu. Kristín Heiða Kristinsdóttir spurði konu sem sjálf þekkir sorgina um ráð til þeirra sem eiga um sárt að binda. Morgunblaðið/Kristján Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir í kapellu Akureyrarkirkju: Mikilvægt að hlúa að sjálfum sér. khk@mbl.is  TILFINNINGAR Snjórinn HVAÐ ER ÓMISSANDI Á JÓLUM? Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir „Snjórinn, fjölskyldan, ekta jólatré og svo má ekki gleyma möndlugrautnum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.