Morgunblaðið - 20.12.2004, Page 25
hæst baráttuna fyrir húsaleigubótum.
Sú barátta og sá árangur, sem hún
skilaði, er fyrst og fremst verk Jóns
frá Pálmholti.
Ég naut þeirrar fræðslu í mannleg-
um samskiptum, að starfa með Jóni á
skrifstofu Leigjendasamtakanna í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu á síðasta
áratug liðinnar aldar. Það var ekki
alltaf auðvelt, enda maðurinn ein-
þykkur og harla hvöss á honum horn-
in, þegar sá gállinn var á honum. Og
ég víst ekki sveigjanlegasta lipur-
menni landsins, frekar en hann. En
jafnan lánaðist okkur að leysa þann
vanda sem upp kom, þótt stundum
tæki það tímann sinn.
Jón frá Pálmholti hafði þá reglu, að
skammast ekki út í íhaldsmenn í bar-
áttunni gegn fátæktinni. Hann vissi
hvar hann hafði þá og taldi jafnvel, að
hægt væri að leiða þá til góðra verka,
aðeins ef lánast mætti að koma fyrir
þá vitinu. Og það gekk, stundum. Aft-
ur á móti átti hann erfitt með að fyr-
irgefa þeim stjórnmálamönnum, sem
kenna sig við vinstri áttina án þess að
verk þeirra bendi neitt sérstaklega til
þess, að sú skilgreining eigi við rök að
styðjast. Hann gerði kröfur til þess
fólks, sem kennir sig við jafnaðar-
stefnu og framsókn, enda samvinnu-
krati að hugsjón. Því miður gekk hann
stöðugt sjaldnar glaður af fundi þess
fólks.
Jón leit á Leigjendasamtökin sem
hluta verkalýðshreyfingarinnar, sem
þau og eru. Þess nutu ýmsir verka-
lýðsleiðtogar í samskiptum við hann,
meðan aðrir urðu að gjalda þess. Það
stafaði þó ekki af fjandskap hans í
þeirra garð, heldur hinu, að honum
var virðing fyrir verkalýðnum svo
rótgróin, að hann taldi sig geta krafist
mikils af leiðtogum hans í baráttunni
gegn fátæktinni. Það stóðu ekki allir
undir þeim kröfum og stundum hefði
Jóni frá Pálmholti mátt vera ljósara,
að til væru fleiri en ein leið að settu
marki. Það sama á vitanlega við um
okkur, sem með honum störfuðum.
Ég get ekki skilist svo við vin minn
Jón frá Pálmholti, að ekki sé minnst á
Bókmenntafélagið Hringskugga.
Þetta félag stofnuðum við, nokkur
skáld, árið 1990 og var Jón formaður
þess, þann hálfa áratug eða svo, sem
það tórði. Meðal síðustu bóka, sem fé-
lagið gaf út, var úrval af ljóðum Jóns,
Söngvar um lífið, árið 1995. Þá bók má
óhikað ráðleggja unnendum fagurrar
og sannrar ljóðlistar að lesa.
Veri nú kært kvaddur sá hluti vinar
míns Jóns frá Pálmholti, sem leyfði
sér þann munað helstan, að taka ær-
lega í nefið. Skáldið og hugsjónamað-
urinn, sem Steinn Steinarr fylgdi forð-
um tíð á Njálsgötuna, lifir í verkum
sínum.
Pjetur Hafstein Lárusson.
Mánudagurinn 13. des. er mér
minnisstæður því að deginum áður
hafði ég talað við Jón frá Pálmholti og
mælt mér mót við hann um morgun-
inn. Bað hann mig um að koma ekki
fyrr en hann væri búinn í sturtu. Svo
um tíuleytið kem ég heim til hans og
allt er uppljómað, eldhúsglugginn op-
inn og kveikt í eldhúsinu. Ég hringi
bjöllunni eins og ég var svo oft búinn
að gera þegar ég fór heim til Jóns, en
enginn svaraði og ég hringdi í símann
hjá honum og gerði það á u.þ.b.
klukkutíma fresti það sem eftir var
dags. Mér fannst þetta vera eitthvað
einkennilegt, vegna þess að þegar við
Jón mæltum okkur mót og ef eitthvað
breyttist lét hann mig alltaf vita. Svo
um sjöleytið um kvöldið var enn allt
uppljómað hjá Jóni, svo ég fór beint til
lögreglunnar og bað þá um að opna því
ég fann það á mér að hér væri ekki allt
með felldu. Þeir kölluðu til lásasmið og
létu opna íbúðina og þar sat Jón í sóf-
anum látinn. Og hafði látist deginum
áður.
Þetta fékk mikið á mig því við Jón
vorum góðir vinir og höfðum verið það
lengi. Þó svo að 39 ára aldursmunur
væri á milli okkar, hafði það engin
áhrif.
Við Jón vorum búnir að vinna mikið
saman og fara víða í gegnum árin. Og
sló þar aldrei skugga á.
Maður kynnist ekki mörgum á lífs-
leiðinni sem verða mjög nákomnir
manni í þeim skilningi, en við Jón vor-
um bundnir miklum vinaböndum.
Maður kynnist heldur ekki mörgum
sem eru hugsjónamenn alveg fram í
fingurgóma og standa alltaf fast á sínu
hvað svo sem öðrum finnst. En þannig
maður var einmitt Jón, hann stóð allt-
af fastur á sinni meiningu þó svo að
aðrir væru honum ekki alltaf sam-
mála. Jón bar mikla umhyggju fyrir
mér, því þeir sem mig þekkja vita að
ég hef ekki alltaf haft góða heilsu, og
ef ég var á spítala þá kom Jón alltaf
með eitthvað færandi hendi.
Við Jón áttum margar góðar stund-
ir saman, t.d. gaf hann mér alltaf jóla-
gjafir og afmælisgjafir.
Jón mátti ekkert aumt sjá, var hann
þá alltaf tilbúinn til að veita hjálpar-
hönd. Ef margir hefðu haft þá sömu
hugsjón og Jón frá Pálmholti byggjum
við í betri heimi.
Ég hefði getað sagt og skrifað svo
mikið um Jón vin minn frá Pálmholti.
En ég ætla að eiga það í minningunni.
Með Jóni gengnum er fallinn frá
mikill hugsjónamaður og einn minn
besti vinur. Því maður eignast ekki
eins og fyrr segir marga vini sem eru í
raun sannir vinir manns.
Megi Jón Kjartansson frá Pálm-
holti hvíla í friði og megi minningin um
hann lifa í okkar hjörtum sem þekkt-
um hann hvað best. Far þú í friði, kæri
vinur.
Ég vil að lokum votta börnun hans
viðingu mína.
Þórir Karl Jónasson,
formaður Leigjenda-
samtakanna.
Á lífsleiðinni kynnist maður sam-
ferðamönnum sínum. Engir tveir eru
eins, hver með sínum hætti. Fyrir
rúmri hálfri öld bar mér gæfa til að
kynnast Jóni frá Pálmholti. Sú kynn-
ing varð mér strax til mikillar ánægju.
Jón var staðfastur maður, fróður og
skemmtilegur. Maður kom alltaf and-
lega ríkari af hans fundi. Eru mér í
ljúfu minni margar samverustundir
með honum. Jón var mikill hugsjóna-
maður og að sama skapi hjálpsamur
þeim er til hans leituðu. Það var því í
anda Jóns að stofna leigjendasamtök-
in. Jón helgaði þeim krafta sína í
meira en tuttugu og fimm ár, eða allt
til síðustu stundar. Á þessu ári gekk
ég til liðs við Jón í samtökunum. Átt-
um við samskipti nær daglega. Kynnt-
ist ég þá enn betur hugsjónum og
hæfileikum Jóns.
Jóni var einstaklega lagið að sjá og
skilja gang mála og finna lausn á þeim.
Jón vann mikið fyrir samtökin og var
alltaf stærsti máttarstólpi þeirra.
Aldrei þáði Jón neina greiðslu fyrir þá
miklu vinnu sem hann lagði fram fyrir
samtökin. Var það allt gert af hans
stóru hugsjónum og félagslegu sann-
færingu. Aldrei kvartaði Jón um kjör
sín, þó þau hafi ekki alltaf verið sem
best.
Andlát Jóns bar að með snöggum
hætti. Ég talaði við hann í síma daginn
áður en hann lést. Banamein Jóns var
hjartabilun á háu stigi. Mun hann án
efa hafa þjáðst af því um langan tíma,
en samt kvartaði hann aldrei. Ég vil
því þakka Jóni fyrir alla þá hlýju og
vináttu er hann sýndi mér. Megi friður
ríkja yfir sálu hans. Ég óska aðstand-
endum hans mína dýpstu samúð.
Vertu með kærleika kvaddur.
Hörður Arinbjarnar.
Jón frá Pálmholti er eftirminnilegur
maður. Þegar ég hugsa til baka eru
þeir sennilega ekki margir samferða-
mennirnir af vettvangi félagsmálanna
sem ég hef haft eins langvarandi sam-
skipti við og Jón frá Pálmholti. Leiðir
okkar lágu fyrst saman í hinu mikla
umróti sem varð í tengslum við hús-
næðismálin upp úr 1980 og þegar ég
var kjörinn formaður BSRB undir lok
níunda áratugarins var Jón í hópi
hinna fyrstu sem ég átti samræður við
og samstarf. Hann var þá í forsvari
fyrir Leigjendasamtökin.
Jón frá Pálmholti var mikill bar-
áttumaður. Hann bar mjög fyrir
brjósti hag þess fólks sem átti í erf-
iðleikum í lífinu og leit á það sem al-
gert grundvallaratriði og mannrétt-
indamál að sérhver maður ætti öruggt
húsaskjól. Þegar Jón setti fram kröfur
fyrir hönd skjólstæðinga sinna var það
að hans mati sjálfsagður hlutur að þær
næðu fram að ganga. Ef fulltrúar ríkis
eða sveitarfélaga, sem hann átti í við-
ræðum við, voru á öðru máli að þessu
leyti, gat þykknað í Jóni. Átti hann oft
í nokkuð hvössum orðaskiptum á op-
inberum vettvangi en hann var sem
kunnugt er hið ágætasta skáld og
vopnfimur vel með penna sinn.
Alla tíð kunni ég vel að meta mann-
kosti Jóns frá Pálmholti og dáðist ég
mjög að baráttuþreki hans sem virtist
vera óþrjótandi. Margir standa í þakk-
arskuld við hann þótt aldrei hefði hann
sjálfur litið svo á.
En nú er hann allur og skarð fyrir
skildi. Ég votta fjölskyldu Jóns frá
Pálmholti innilega samúð vegna frá-
falls hans.
Ögmundur Jónasson.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 25
MINNINGAR
✝ Þórdís Vigfús-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
29. júlí 1912. Hún
lést á Droplaugar-
stöðum 15. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Vigfús Jóns-
son, formaður og
útgerðarmaður í
Holti í Vestmanna-
eyjum, f. 14. júní
1872, d. 26. apríl
1943, og Guðleif
Guðmundsdóttir, f.
10. október 1880, d.
19. ágúst 1922. Systkini Þórdísar
voru: Guðrún, f. 1901, d. 1957;
Sigríður Dagný, f. 1903, d. 1995;
Guðmundur, f. 1906, d. 1997;
Steinn Sigurðsson. Þórdís og
Guðmundur eignuðust einnig
mörg barnabörn og barnabarna-
börn.
Þórdís bjó í Vestmannaeyjum
til tvítugs en þá flutti hún til
Reykjavíkur til þess að læra
saumaskap. Eftir að hún flutti
upp á land starfaði hún um tíma
við umönnun berklaveikra á Far-
sótt og var síðar ráðskona.
Ennfremur starfaði Þórdís í
nokkur ár á saumastofunni
Geysi. Meðan börn hennar og
Guðmundar voru ung var hún
heimavinnandi húsmóðir en vann
síðar við saumaskap hjá 66°
norður. Fyrstu hjúskaparárin
bjuggu Þórdís og Guðmundur á
Óðinsgötu en fluttu síðan í Vest-
urbæ Reykjavíkur þar sem þau
bjuggu lengst af. Síðustu tvö ár-
in dvaldi Þórdís á Droplaugar-
stöðum.
Útför Þórdísar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Jón, f. 1907, d.
1999; Guðlaugur, f.
1916, d. 1989; og
Axel, f. 1918, d.
2001. Hálfsystkini
samfeðra voru:
Guðleif, f. 1926, og
Þorvaldur Örn, f.
1929, d. 2002.
Þórdís giftist ár-
ið 1942 Guðmundi
Benediktssyni, fv.
borgargjaldkera
frá Stóra-Hálsi í
Grafningi. Börn
þeirra eru: Vigfús,
f. 29. nóvember
1942, maki Helga Kristjánsdótt-
ir; Margrét, f. 22. júní 1944,
maki Brynjólfur Kjartansson;
Sjöfn, f. 27. febrúar 1946, maki
Óhætt er að segja að amma Þór-
dís hafi verið lifandi dæmi um að
manneskjan uppskeri eins og hún
sáir. Það var einstaklega vel hugs-
að um hana eftir að hún fór að eld-
ast. Ég efast um að það hafi liðið
dagur án þess að eitthvert barna
hennar eða barnabarna liti inn hjá
henni. Alla þá umhyggju sem hún
veitti fólkinu sínu fékk hún til
baka, margfalt. Það væri leikur
einn að skrifa langa og fallega
minningargrein um ömmu en mig
langar þó fyrst og fremst að minn-
ast hennar fyrir það hvernig hún
og afi Guðmundur studdu mig á
árunum í Flensborgarskóla. Ég
hafði tekið mér frí fyrstu önnina
til að vinna mér inn eitthvað af
peningum. Líklega hafa þau orðið
hrædd um að ég færi ekki aftur í
skólann, allavega hringdi amma í
mig og sagði að hún og afi hefðu
ákveðið að láta mig hafa vasapen-
inga á meðan ég stundaði nám.
Þau lögðu mikla áherslu á að fólk
menntaði sig og vildu vera viss um
að ég héldi áfram í skólanum.
Eins vil ég minnast þess hvernig
amma Þórdís gerði mömmu það
mögulegt að ljúka námi sínu við
Kennaraskólann. Þegar ég fæddist
átti mamma eitt ár eftir af náminu.
Amma og afi ákváðu þá að taka
hana og mig nýfædda inn á heimili
sitt til að amma gæti hugsað um
mig á meðan mamma stundaði
skólann. Þetta var ómetanleg að-
stoð.
Mér er þetta ofarlega í huga
vegna þeirrar umræðu um
menntamál sem átt hefur sér stað
undanfarið.
Ég kveð elsku ömmu mína með
söknuði og þakklæti.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir.
Nú ertu búin að kveðja í síðasta
sinn og þó þinn tími hafi verið
kominn er söknuðurinn samt sár
og margar góðar minningar koma
upp í hugann. Minningar af Greni-
melnum þar sem þið afi bjugguð
stærstan hluta ykkar búskapar og
sem var alltaf fyrir mér sem mitt
annað heimili. Þar sem þú kenndir
mér fyrstu bænina og afi sagði
mér svo margar skemmtilegar
sögur. Heilu sumrin dvaldist þú í
sumarbústaðnum við Þingvallavatn
og þá sátum við oft við arininn og
spiluðum eða fórum niður að klöpp
að veiða. Oft vaknaði ég snemma
morguns við það að þú varst að
fara út að veiða en vissi að þú yrð-
ir komin aftur heim áður en ég
þyrfti að fara á fætur og myndir
kveikja upp í arninum færa mér
hafragraut í rúmið.
Við áttum ótal góðar stundir
saman og þú kenndir mér svo
margt, fyrst sem litlum krakka og
síðar sem fullorðinni manneskju.
Þú hafðir alltaf svo mikið að gefa
og eftir að ég flutti aftur suður og
byrjaði í Háskólanum bjó ég eitt
ár hjá þér á Grenimelnum. Það ár
gaf mér svo mikið og ég man með-
al annars eftir þér að elda pasta
sem þú hafðir varla smakkað áður
en ákvaðst samt að elda því þú
vissir að mér fannst það svo gott.
Eftir að þú fluttir á Aflagrandann
áttum við margar yndislegar
stundir saman þar sem við pönt-
uðum okkur oft pitsu og kók, spil-
uðum marías og stundum manna.
Þú varst mikil keppnismanneskja
og lagðir þig alltaf alla fram í spil-
unum og þó að það hafi verið farið
að draga af þér síðustu árin gastu
alltaf spilað og lagt rétt saman.
Nú ertu farin frá mér en ég mun
áfram búa að öllu því góða sem þú
kenndir mér.
Takk fyrir allt, amma mín.
Kristín Gunda.
Ég kveð með söknuði elsku
ömmu mína, Þórdísi, sem var alltaf
stór hluti af lífi mínu og ég á svo
margar fallegar minningar um. Al-
veg frá því ég var lítil var ég mikil
ömmustelpa og mér hefur alltaf
þótt það notaleg tilfinning að hún
sá mig fyrst þegar ég var aðeins
hálftíma gömul. Ég var mjög lítil,
rétt farin að tala, þegar ég lærði
símanúmerið hjá afa og ömmu og
hringdi ég oft í ömmu til þess að
spjalla um hina ýmsu hluti. Ég
gisti líka oft hjá þeim og síðan
ömmu eftir að afi lést. Oft fór ég
þá til hennar á laugardagskvöldi
og við borðuðum saman, horfðum á
Cosby Show, spiluðum Marías og
daginn eftir fórum við saman í
Neskirkju. Þegar við systurnar
vorum litlar kom amma oft upp í
Steinasel til að passa okkur. Kom
hún þá alla leið úr Vesturbænum í
strætó og fylgdist ég oftast spennt
með strætisvagninum úr stofu-
glugganum eða beið hennar úti á
stoppustöð. Ég veit að þessar ferð-
ir voru ömmu mikilvægar og oft
þegar við hittumst rifjaði hún þær
upp, nú síðast tveimur vikum áður
en hún lést.
Ferðir í sumarbústaðinn eru
mér líka ofarlega í huga, sérstak-
lega árlega ferðin sem ég, amma,
Guðmundur Þór og Gummi bróðir
ömmu fórum í. Þar dvöldum við í
viku og var venjulegur dagur í
sveitinni á þá leið að amma vakti
okkur með því að færa okkur heit-
an graut í rúmið og síðan var hald-
ið niður á Klöpp til að veiða. Veitt
var allan daginn og spiluð vist á
kvöldin. Þessar ferðir voru mjög
skemmtilegar og ég á svo góðar
minningar úr þeim.
Það eru svo margar fleiri góðar
minningar tengdar ömmu og eru
mér ofarlega í huga öll þau skipti
á síðustu árum sem ég fór til
ömmu á Aflagrandann og við pönt-
uðum mat, spiluðum og áttum
góða stund saman.
Mér er samt enn minnisstæðara
hversu ljúf og góð amma mín var,
hvað henni þótti ofsalega vænt um
fólkið sitt og hversu gott var að
vera með henni. Heimsókn til
ömmu fyllti mig alltaf svo mikilli
vellíðan og öryggi. Ég vil þakka
elsku ömmu minni fyrir allt, það
hefði ekki verið hægt að hugsa sér
betri ömmu.
Guðný.
Margar af bestu minningum
mínum á ég um ömmu Þórdísi.
Hún var alltaf stór þáttur í lífi
okkar og því er sárt að kveðja
hana nú.
Amma setti sig alltaf svo vel inn
í það sem var að gerast hjá okkur
barnabörnunum og hafði mikinn
áhuga á því hvernig gengi í skól-
anum, íþróttunum og öllu því sem
við tókum okkur fyrir hendur.
Meðal þeirra minninga sem
standa upp úr eru þær fjölmörgu
ferðir sem við fórum í bústaðinn
hennar ömmu við Þingvallavatn.
Það var alltaf jafn gaman að koma
þangað. Við frændsystkinin fórum
að veiða niður á klöpp með ömmu,
spiluðum og lékum okkur.
Að koma í heimsókn til ömmu á
Aflagrandann var líka alltaf jafn
notalegt og amma tók alltaf vel á
móti manni. Við spiluðum og
stundum pantaði hún pizzu enda
var hún mjög nútímaleg amma
sem notaði faxtæki og textavarpið.
Minningarnar eru ótalmargar og
þegar ég hugsa um ömmu stendur
eftir mikil hlýja og væntumþykja.
Þín nafna,
Þórdís.
ÞÓRDÍS
VIGFÚSDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningargrein-
ar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið
í fliparöndinni – þá birtist valkostur-
inn „Senda inn minningar/afmæli“
ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count). Ekki
er unnt að senda lengri grein. Hægt
er að senda örstutta kveðju
Minningargreinar