Morgunblaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Handmálaðir grískir íkonar.
Falleg jólagjöf. Gott verð.
Antikmunir, Klapparstíg 40,
sími 552 7977.
ANTIK HÚSGÖGN OG GJAFA-
VÖRUR
Borðstofusett, stök borð og stól-
ar. Silfurmunir og postulínsstell.
Húsgögn - Listmunir,
Skúlatúni 6 - sími 553 0755.
www.antiksalan.is
Skemmtileg jólagjöf. Persónu-
legar barnabækur þar sem nafn
barnsins og vina er sett inn í
söguþráðinn og verður barnið
þannig aðalpersónan í bókinni.
Upplýsingar í síma 847 9763,
www.barnabok.tk
Veist þú hvert er eitt best varð-
veitta leyndarmál Vestfjarða?
Sumir telja það vera Bækurnar
að vestan.
Vestfirska forlagið, Hrafnseyri.
Sími og fax 456 8181,
jons@snerpa.is
Spákonur Hefur þú nokkurn tíma
farið til spákonu? Í bókinn Yfir
ljósmúrinn má lesa ýmislegt um
spákonur á Íslandi, auk dulrænna
frásagna, einkum að vestan.
Vestf. forl.
Hanna María á héraðsskóla
Vissir þú að sagan af Hönnu
Maríu gerist að stórum hluta á
Héraðsskólanum að Laugum?
Bók fyrir alla gamla og nýja nem-
endur skólans.
Vestfirska forlagið.
Bækurnar að vestan. Bækurnar
að vestan fást í bókaverslunum
um allt land. Vestfirska forlagið,
Hrafnseyri, sími og fax 456 8181.
Netfang: jons@snerpa.is
Bækurnar að vestan Góðir
landsmenn. Vestfirska forlagið á
Hrafnseyri þakkar viðtökurnar á
Bókunum að vestan sem verða
sífellt vinsælli. Lifið heil!
Vestfirska forlagið.
Örlagalínan 908 1800 & 595 2001.
Miðlar, spámiðlar, draumráðning-
ar, tarotlestur. Fáðu svör við
spurningum þínum. Örlagalínu-
fólkið er við frá 18-24 öll kvöld
vikunnar. Vísa Euró, s. 595 2001.
Andleg leiðsögn, miðlun, tarot,
draumráðningar og huglækning-
ar. Er við frá 13-1.
Hanna s. 908 6040.
Merktu gæludýrið. Hunda- og
kattamerki, margir litir. Kr. 990 t.d.
nafn og sími. FANNAR verðlauna-
gripir, Smiðjuvegi 6, 200 Kópav-
ogi, fannar@fannar.is, sími 551
6488.
Hundaföt
Mikið úrval af hundafötum á frá-
bæru verði til jólagjafa.
Dýralíf.is
Dvergshöfða 27, 110 Reykjavík,
sími 567 7477.
Frábært úrval af hunda- og
kattarúmum.
DÝRABÆR - Hlíðasmára 9,
Kóp., s. 553 3062, opið 13-18
mán.-fös., 11-15 laugard.
30% afsláttur í desember! Full
búð af nýjum vörum. 30% afsláttur
af öllu fóðri og gæludýravörum.
Tokyo, Hjallahrauni 4,
Hafnarfirði, sími 565 8444.
20% afsláttur af öllum fiska-,
fugla-, hamstra-, naggrísa- og
kanínubúrum.
Dýralíf.is
Dvergshöfða 27, 110 Reykjavík,
sími 567 7477.
Mjúkur draumur Náttkjólar, nátt-
föt og sloppar. Stærðir S-XXXL.
Meyjarnar, Háaleitisbraut 68,
s. 553 3305.
Heima og heiman! Þægileg
heimadress. Einnig buxur, peysur,
vesti. Meyjarnar,
Háaleitisbraut 68, s. 553 3305.
www.infrarex.com
Infrarex rafeindahitatæki. Eyðir
bólgu og er verkjastillandi f. t.d
liðagigt, slitgigt, vefjagigt, bak-
verk, axlameiðsl, slitna hásin,
tognun. Verð aðeins 6999 kr.
Póstsendi um allt land.
Upplýsingar í síma 865 4015.
NÝTT NÝTT NÝTT
Viltu léttast hratt og örugglega?
Anna Heiða léttist um 35 kg, ég
um 25 kg, Dóra um 15, þú?
www.diet.is-www.diet.is
Hringdu! Margrét s. 699 1060.
Góðir skór - góð jólagjöf! Green
Comfort skór hæfa aumum fótum.
Mýkt og góður stuðningur.
Fótaaðgerðastofa Guðrúnar Al-
freðsdóttur, Listhúsinu v/Engja-
teig, s. 553 3503. Opið 10-17.
www.friskarifaetur.is.
Góðir skór - góð jólagjöf! Dönsku
Green Comfort gæðaskórnir hæfa
fótum sem mikið mæðir á. Li: svart
og hvítt. St. 36-47.
Fótaaðgerðastofa Guðrúnar Al-
freðsdóttur, Listhúsinu v/Engja-
teig, s. 553 3503. Opið 10-17.
www.friskarifaetur.is.
MP3 spilarar & USB disk úr
256mb - Útsala. Útsala: MP3 spil-
ari, útvarp og diktafónn 256MB
9.900 og 512MB 16.900, USB úr
256MB 9.900. usb@simnet.is &
s. 893 6503, simnet.is/usb
Verðlaunahönnun, 3+1+1, ný-
virði 900 þús. Selst á kr. 150 þús.
Svo til ónotað.
Uppl. í síma 661 0344.
Húsgagnaheimilið, Grafarvogi,
sími 586 1000, husgogn.is
Jólagjafir - tækifærisgjafir fyrir
rafvirkjann, píparann, málarann,
úrsmiðinn, smiðinn o.fl. Komið
eða pantið. kristin.hilmarsdott-
ir@internet.is, sími 661 8430.
Jólagjafir - tækifærisgjafir fyrir
golfarann, hestamanninn, keilu-
spilarann, skákmanninn o.fl.
Komið eða pantið. Sími 661 8430
kristin.hilmarsdottir@internet.is
✝ Emil ÓfeigurÁmundason
fæddist í Dalkoti á
Vatnsnesi í V-Húna-
vatnssýslu 24. októ-
ber 1915. Hann lést
á Sjúkrahúsi Akra-
ness 13. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Ásta Margrét
Sigfúsdóttir, f. 6.
maí 1889, d. 18.
október 1960, og
Ámundi Jónsson, f.
26. maí 1885, d. 10.
mars 1971, bóndi í
Dalkoti. Emil var sjöundi í röð
þrettán systkina. Systkini hans
eru: Rögnvaldur Bergmann, f. 3.
september 1906, d. 15. apríl 1979;
Sigríður Ingibjörg, f. 20. septem-
ber 1907, d. 26. júní 1985; Arilíus
Dagbjartur, f. 9. júní 1909, d. 20.
júní 1946; Sveinsína Sigurbjörg, f.
3. mars 1910, d. 19. október 1933;
Hulda Guðrún, f. 17. júní 1912, d.
28. janúar 1985; Ólafur Marz, f.
27. febrúar 1914, d. 9. mars 2003;
Böðvar, f. 1. janúar 1917, d. 24.
janúar 2000; Margrét Ingibjörg, f.
23. júní 1919, d. 14. mars 2000;
14. desember 1956, Sigurður Ari-
líus, f. 22. maí 1950, d. 13. desem-
ber 1952; Hans Gunnar, f. 20.
september 1951. Kona hans er
Guðrún Helga Andrésdóttir, f. 25.
september 1953. Börn þeirra eru:
Þorgerður, f. 16. febrúar 1978,
Þóranna, f. 31. maí 1979, sam-
býlismaður hennar er Magnús
Indriðason, f. 20. janúar 1977, þau
eiga eina dóttur, f. 10. desember
2004, Valgerður, f. 22. febrúar
1981, kærasti hennar er Ingvar
Birgir Jónsson, f. 30. júní 1977.
Fyrir átti Hans Gunnar Rósu Guð-
rúnu, f. 30. mars 1971. Maður
hennar er: Hafþór Hafþórsson, f.
10. febrúar 1969. Börn þeirra eru:
Guðbrandur Emil Sverrisson, f.
11. ágúst 1987, Fanney Margrét,
f. 6. nóvember 1991, Alex Þór, f.
7. desember 1994, Helga Rún, f. 7.
desember 2000; Sigurður Arilíus,
f. 13. mars 1955. Kona hans er:
Sigríður Leifsdóttir, f. 18. júlí
1956. Börn þeirra eru: Emil, f. 2.
apríl 1981, og Sigurður, f. 16. apr-
íl 1991; Valgerður Ásta, f. 23.
mars 1961. Maður hennar er Gil-
bert Elísson, f. 23. september
1958. Börn þeirra eru Sigurður
Bjarni, f. 18. janúar 1993, og Þór-
anna Hlíf, f. 10. ágúst 1998.
Emil átti heima í Borgarnesi
frá 1945.
Útför Emils verður gerð frá
Borgarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Jón Marz, f. 11. októ-
ber 1921, d. 12. júní
2000; Sveinbjörn Sig-
urður Ingvar, f. 12.
mars 1924, d. 5. nóv-
ember 1988; Vigdís, f.
10. október 1925, og
Auðbjörg, f. 25. nóv-
ember 1928, d. 5. jan-
úar 2001.
Emil lærði mjólkur-
fræði hér heima og í
Danmörku. Starfaði
við mjólkurbú í
Þýskalandi í tvö ár.
Hann kom síðan heim
og hóf störf við
Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi
og Mjólkursamlag Borgfirðinga.
Emil vann hjá Vegagerð ríkisins í
Borgarnesi frá árinu 1954 til árs-
ins 1990.
Emil kvæntist 4. ágúst 1951
Þórönnu Sigurðardóttur, f. 24.
ágúst 1931, d. 1. júlí 1994. For-
eldrar hennar voru: Valgerður
Kristjánsdóttir, f. 1. maí 1898, d.
27. mars 1976, og Sigurður Krist-
jánsson, f. 9. júní 1902, d. 5. mars
1991, þau bjuggu í Borgarnesi.
Börn Emils og Þórönnu eru Val-
gerður Ásta, f. 9. febrúar 1949, d.
Hann afi minn er dáinn, hann var
ekki bara afi minn heldur einnig góð-
ur vinur minn.
Ég á margar góðar minningar um
afa, hann var alltaf svo lífsglaður og
öllum leið vel í návist hans.
Afi var mjög félagslyndur og hafði
gaman af því að heimsækja fólk og
hafa marga í kringum sig. Hesta-
mennskan átti hug hans allan og
hann stundaði hana nánast alla ævi,
hann hafði mjög gaman af því að
spila, leggja kapal og lesa ljóð. Hann
var duglegur að segja frá ævi sinni
og segja sögur, t.d. þegar hann fór til
Danmerkur að læra mjólkurfræði og
þegar hann var fastur í Þýskalandi í
seinni heimsstyrjöldinni. Hann hafði
gaman af bílum og sagði oft með
stolti að hann hefði verið atvinnubíl-
stjóri. Þegar ég kvartaði yfir færð og
að ekki sæist á milli stika fékk ég oft
sögur af því þegar hann keyrði stóra
trukka og þá voru nú engar stikur og
vegirnir slæmir. Það var svo gott að
eiga þig að, þú varst alltaf svo skýr
og meðvitaður um hvað fólkið þitt
var að gera. Núna í haust þegar þú
fékkst loksins GSM-síma var gaman
að sjá hvað þú varst fljótur að læra á
hann og duglegur að nota hann.
Enda var NMT-síminn löngu úreltur
og alltof þungur í vasann.
Minningarnar um afa og ömmu á
Berugötunni gleymast seint, einnig
sumarbústaðarferðirnar í Ölfus-
borgir og öll þau skipti sem ég fékk
að vera hjá þeim, heimili þeirra var
oft á tíðum mitt annað heimili. Á
hverjum degi í mörg ár fór ég beint
til afa og ömmu, þar var alltaf hlýtt
og notalegt og eitthvað gott að borða.
Erfitt er að kveðja mann sem mað-
ur hefur nánast hitt á hverjum degi
alla ævi. En ég veit að núna ertu
kominn til ömmu og fyrstu barnanna
þinna tveggja og ég mun ávallt
geyma minninguna um þig í hjarta
mínu.
Takk, elsku afi, fyrir allt sem þú
varst mér og gerðir fyrir mig. Þú
hefur alltaf verið til staðar það verð-
ur erfitt að vera til án þín.
Þín
Þorgerður.
Elsku afi minn, margar góðar
minningar streyma um huga minn og
þín verður sárt saknað. Takk fyrir
allt sem þú hefur verið mér og mig
langar að kveðja þig með þessu ljóði:
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leið þín öll. Þú sezt á stein við veginn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt nn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr.)
Þín
Valgerður.
Elsku afi. Þú varst alltaf með á
hreinu hvað var að gerast í lífi okkar,
hringdir reglulega til að athuga
hvernig allt gengi. Við vorum mikið
saman í hestamennskunni á meðan
ég bjó í Borgarnesi. Nú geymi ég
fullt af góðum minningum um sam-
verustundir okkar.
Þú ætlaðir að koma til Reykjavík-
ur og hjálpa okkur með litla langafa-
barnið sem kom í heiminn aðeins
þremur dögum áður en þú fórst frá
okkur. Nú ertu kominn til ömmu og
ég veit að þú fylgist með okkur.
Þín verður sárt saknað af litlu fjöl-
skyldunni.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Takk fyrir allt.
Þóranna, Magnús
og lillan.
EMIL ÓFEIGUR
ÁMUNDASON
Fleiri minningargreinar um Emil
Ó. Ámundason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Inga og Bjarni
(Manni); Elís Jónsson; Sigríður Guð-
björg Bjarnadóttir.