Morgunblaðið - 20.12.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 20.12.2004, Síða 36
36 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við eru Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin BEN AFFLECK CHATERINE O´HARA CHRISTINA APPLEGATE JAMES GANDOLFINI ÁLFABAKKI kl. 4, 6 og 8 og 10.30. Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Kvikmyndir.is kl. 6 og 8. Ísl. tal. H.J. Mbl.  M.M.J. Kvikmyndir.com  "Hrikalega spennandi og skelfilega átakanleg!" - E.Á., Fréttablaðið H.L. Mbl. . . l. Deildu hlýjunni um jólin Með hinum bráðskemmtilega James Gandolfini úr The Sopranos .Kostuleg gamanmynd s emkemur öllum í gott jólaskap. Jólamyndin 2004 Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA and JULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. OCEAN´S TWELVE GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES Sýnd kl. 5.40, 8.10 og 10.. KRINGLAN kl. 6, 8 og 10.10. OCEAN´S TWELVE Stórstjörnu þjófagengi aldarinnar er mætt aftur og stillir skotmark sitt að þessu sinni á Evrópu Ein stærsta opnun frá upphafi í des í USA. Jólamyndin 2004 Jólamyndin 2004 kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3.30, 5.45, 8 OG 10.30. Jólamyndin 2004 OCEAN´S TWELVE EINNIG SÝND Í SELFOSSBÍÓ OCEAN´S TWELVE EINNIG SÝND Í SELFOSSBÍÓ ✯ ✯ ÞAÐ er nú kannski fulllangt gengið að ætla að fara að velta sér uppúr einhverjum Smile-sam- líkingum, en mikið óskaplega hefur biðin samt verið löng eftir þessum lög- um sem allir unnendur ís- lenska pönksins á öndverð- um 9. áratug síðustu aldar, vissu fyrir víst að hin efni- lega sveit Vonbrigði væri að semja og búa til útgáfu. En svo hætti sveitin – eða fór í langt frí – og brást vonum þeirra sem beðið höfðu svo óþreyjufullir eftir plötunni langþráðu. Nú, 20 árum síðar, hefur hún loksins snúið aftur, brugðist við vonum, með því að senda frá sér sína fyrstu stóru plötu. Inniheldur hún áðurnefnd lög, sem samin voru á árunum1981–1985 og stóð alltaf til að gefa út. Þau bera líka öll merki þess, eru berg- mál hins liðna, bæði lögin og vænisjúkir heims- firrutextarnir, samin í hefð nýbylgjandi pönk- tónlistar og gefa líka til kynna að eftir útgáfu Kakófíníu árið 1983 hafi sveitin hneigst æ meira í áttina að framsæknu og tilraunakenndu kulda- rokki því sem Killing Joke og Þeysarar (heyrið t.d. gítar og trommur í „Misskilningur“) gerði að sínu. Hér eru því á ferð þyngri lagasmíðar og margslungnari útsetningar en frægasta lag sveit- arinnar „Ó Reykjavík“, upphafslag heimildar- myndarinnar Rokk í Reykjavíkur gefur tilefni til að ætla. Drifkrafturinn í þessari kröftugu rokk- tónlist er flókin og mergjaður gítarleikur Árna Kristjánssonar, sem hann hleður á einstaklega áhrifamikinn máta í nokkrum lögum, hvert stefið ofan á annað, svo úr verður hreint afbragðs gítar- haugur. Bara fyrir þátt hans á plötunni verður platan hin merkilegasta hlustun, því þó lögin sjálf séu byggð á heldur hefðbundnum nýbylgjurokk- grunni, þá kemur gítarleikurinn manni sífellt í opna skjöldu, leiðir mann í ófyrirsjáanlegar áttir, nokkuð sem gefur lögunum vitanlega annað og veigameira gildi en ella. Þá sannast og hið forn- kveðna að Tóti bróðir hans – Þórarinn Krist- jánsson, sem hér á árum áður gerði garðinn fræga með Risaeðlunni – er með betri, kraftmestu og það sem mest er um vert, hugmyndaríkustu trommurum sem íslenska rokkið hefur af sér get- ið. Mikil synd að þeir bræður skuli ekki hafa látið meira að sér kveða en raun ber vitni. Þótt þáttur þeirra Árna og Tóta gnæfi hér upp- úr þá verður ekki lítið gert úr þætti þeirra Jó- hanns og Gunnars sem standa fyrir sínu; Jóhann farinn að syngja með dýpri röddu en áður og söngstíllinn minnir mann allt í senn á Bubba rokk- kóng (Egó og Das Kapítal), Peter Murphy úr gotnesku kuldabolunum Bauhaus og jafnvel Úlf Chaka Stjörnukisa. Greinilega hefur verið vandað mjög til verka og reynt að sjá til þess að lögin gömlu fengju allt sem þau ættu skilið eftir að hafa þurft að safna ryki svona lengi. Samt sem áður verður að segjast að það eru einmitt lögin sem veikja annars fína rokk- plötu. Fyrir það fyrsta eru þau einfaldlega of mörg og sýnist manni að 12 laga plata hefði getað orðið mun sterkari. Þá eru þau svolítið keimlík lögin og renna saman, þrátt fyrir blæbrigðaríkar útsetningar. Sum virka jafnvel ókláruð, eins og lokalagið „Stállimir“. En við ítrekaða hlustun stinga þó nokkur upp höfðinu og minna á sig. Upphafslagið „Einhvers- konar karlmennska“ ýtir plötunni til að mynda kröftuglega úr vör, hið Cure-lega „Fótspor í köldu herbergi“ er rólegasta og best samda lagið, þökk sé frábærum gítarstefjum Árna og „Á mörkum hinnar heimspekilegu hvunndagskennda“ – eina lagið sem samið var að hluta til nýlega – gefur til kynna að Vonbrigði hefur alla burði til að halda samstarfinu áfram og gefa út meira efni fyrr en síðar. Annað yrði vonbrigði (…æ, æ). Brugðist við vonum TÓNLIST Íslenskar plötur Plata með hljómsveitinni Vonbrigði. Sveitina skipa Jó- hann Vilhjálmsson söngur, Árni Kristjánsson gítar, hljóðgerflar, Þórarinn Kristjánsson trommur, Gunnar E. Knudsen bassa. Lög og útsetningar Vonbrigði. Aðstoð við útsetningar og hljóðblöndun Hallur Ingólfsson. Hljóðritað 2001–2004. Eigin útgáfa. Vonbrigði – Eðli annarra  Skarphéðinn Guðmundsson ÞAU Anna Pálína Árnadóttir, sem lést svo sviplega fyrir skömmu, og Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson hafa verið iðin við það í gegnum árin að flytja okkur strauma víða að, hafa gefið út plötur með norrænum vís- nadjassi, sálmum og íslenskum sönglögum, ævinlega flutt af smekkvísi og næmri til- finningu. Í íslenskri vísnatónlist hafa þau rutt brautina og um leið endurnýjað formið, gætt það nýju lífi. Á nýrri plötu Önnu Pál- ínu og sænska þjóðlagatríósins Draupner horfa þau aftur í tímann, ef svo má segja, sækja þangað gömul norræn sagnakvæði sem ýmist hafa verið flutt undir dansi eða til almennrar skemmtunar, en eins og Vé- steinn Ólason bendir á í bæklingi plötunnar hafa þau varla verið mikið þulin eða lesin sönglaust – þetta eru kvæði sem lifna þegar þau eru sungin. Gaman hefði verið að fá frekari upplýs- ingar um sagnakvæðin á plötunni, til að mynda um uppruna hvers fyrir sig, aldur og þessháttar og eins hversu sú útgáfa sem sungin er svipar til upprunalegrar gerðar hvað textann varðar. Það er þó enginn ókostur á útgáfunni að hafa slíkt ekki með, kannski verða kvæðin bara nútímalegri fyrir vikið og víst að til- finningarnar sem þau segja frá eiga sér sterka skírskotun í sálarlífi nútímamanns- ins, þó örlögin séu alla jafna ekki eins átakanleg og hjá sögukonunni í „Harma- bótar kvæði“ eða hjá Tristran og Ísodd: „Margur lifir í heim- inum / með minni nauð, / hún Ísodd niður að líki lýtur / og lá þá dauð.“ Útsetningar á lög- unum eru einkar skemmtilegar og sumstaðar hrein snilld, til að mynda í „Tristams kvæði“ sem Anna syngur frábærlega, og í „Draum- kvæði“. Útsetningin á „Kóngssona kvæði“ stingur nokkuð í stúf við annað á skífunni, en eftir því sem ég heyri hana oftar kann ég betur að meta hana. Útsetningi á „Kvæði af Ólafi Liljurós“ er líka skemmti- lega frábrugðin þeirri gerð sem allir þekkja, lagið ýtir vel undir ógnina sem stafar af álfkonunum illúðlegu – merkilegt að álfar séu orðnir indælisgrey á okkar tímum, þvílíkir skaðræðisgripir sem þeir almennt voru taldir fyrr á öldum. Þeir Draupner-félagar standa sig vel í hljóðfæraslætti og hlutur Péturs Grét- arssonar í plötunni er verulegur, hann skreytir einkar vel og smekklega með slag- verki sínu. Stjarna plötunnar er þó Anna Pálína – hún syngur af næmri tilfinningu í „Harmabótar kvæði“ og „Tristams kvæði“, með kímni í sögunni af húfunni dýru, flétt- ar saman spennu og ógn í kvæðinu af Ólafi Liljurós og perlu plötunnar, „Draum- kvæði“, syngur hún einstaklega fallega. Listfengis hennar verður sárt saknað. TÓNLIST Íslenskar plötur Sagnadans; Anna Pálína Árnadóttir og sænska þjólagatríóið Draupner flytja sagnakvæði við lög eftir Önnu og Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Tríóið skipa Tomas Lindberg, sem leikur á gítar, mandólu og bouzouki, Görgen Antonsson leikur á fiðlu og Henning Andersson einnig. Pétur Grétarsson leik- ur á slagverk. Dimma gefur út. Anna Pálína Árnadóttir og Draupner – Sagnadans  Árni Matthíasson Sagnadansar fyrir okkar tíma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.