Morgunblaðið - 20.12.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 20.12.2004, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 37 um komin í jólaskap... ...og bjóðum upp á ilmandi kaffi og piparkökur. Verið velkomin í jólastemninguna. Dagatalið 2005 er komið! Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.30. B.i. 16 ára. RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH ÁLFABAKKI kl. 4, 6 og 8. b.i. 12. Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 ÓTRÚLEGRI FERÐ EN HÆGT ER AÐ ÍMYNDA SÉR I Í Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ísl. tal./ Sýnd kl. 8.10 og 10.20. Enskt tal. ÓTRÚLEGRI FERÐ EN HÆGT ER AÐ ÍMYNDA SÉR I Í HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. OCEAN´S TWELVE GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6.10. Ísl. tal./ Sýnd kl. 4, 6.10, 8.20 og 10.30. Enskt tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.20 og 10.30. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.20. Kvikmyndir.is OCEAN´S TWELVE Jólamyndin 2004 Jólamyndin 2004 KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES Jólamyndin 2004 KEFLAVÍK Sýnd kl. 6 og 8. E F jallaborgin Millau, eða dal- borgin öllu heldur, er þessa dagana frægasta borg í Frakklandi, yfir- skyggð af splunkunýju undri, hæstu brú í heimi yfir djúpan dal. Þetta er sannkölluð loftbrú (nývígð með Chirac forseta fyrir tíu þúsund manna fylkingu) til þess gerð að greiða stórveginn frá París, beint suður í Mið- jarðarhaf. Á leiðinni í bíóið í Millau kom brúin í ljós, ein lína yfir dalinn, með brúar- vængjum úr stálþræði sem eru í formi eins og hálfluktir vængir fugls – lit- urinn líka meira af himni en jörð. Þetta mannvirki er fagurfræðilegt afrek og ofurfínlegt, en þó af þeirri stærð- argráðu í óspilltri náttúrunni að það gæti vakið spurningar um hvað má og ekki má. Sú spurning vaknaði líka við að skoða Síðasta veiðimanninn (Le dern- ier trappeur. Netfang: www.ledern- iertrappeur.com) nýja mynd eftir Nicolas Vanier. Þetta er nokkurs konar heimildarmynd um veiðimanninn Norman á Yukon-svæðinu í Norður- Kanada og indíánakonuna hans. Það eru fáir hans líkar eftir, sem hafa vet- ursetu í fimbulköldum óbyggðunum og veiða stórt og smátt, kjöt og fisk, sér til matar og framfærslu. Reisa bjálkakofa á nýjum stað á hverju hausti, ef því er að skipta. Það var reyndar eitt af at- hyglisverðustu atriðum myndarinnar, hvernig byggja skal bjálkakofa og ein- angra með mosa. Fara svo í margra daga ferð í villtavestursþorp og ná sér í gler fyrir glugga sem kaupmaðurinn í krambúðinni sker. Veiðimaðurinn Norman (sem leikur sjálfan sig) er ekki ánægður með hvernig farið er með náttúruna á hans slóðum. Skóg- arhöggið gangi allt of langt, hvert svæðið á fætur öðru sé lagt undir, og dýrin í skóginum leggi á flótta. Um leið séu veiðimenn eins og hann úr sögunni. Hann predikar að maðurinn verði að lifa með náttúrunni, ekki á móti henni. Fyrir mér voru hann og konan hans hluti af náttúrunni og umhverfinu, og nánast eins og gæslumenn. Mér þótti betra að vita af landinu með þeim en án þeirra – að landinu sé vorkunn þegar þau hætta að eiga heima í því. Þegar vitnunum fækkar og velunnurum nátt- úrunnar á staðnum þá er eftirleikurinn auðveldari; að þrautpína landið þangað til ekkert er eftir annað en lífvana auðn, með örfáum vinjum. Landslagið í myndinni er stór-kostlegt og litirnir óviðjafn-anlegir, jafnt í skógi sem áhimni. Þá eru ferðalögin ótrúleg á hundasleða gegnum vetr- arríkið, þar sem leiðin liggur eftir gljúf- urbotnum, um stórskóga, auðnir, yfir frosin vötn, og háskinn alltaf á næsta leiti. En veiðimaðurinn hefur breyst í hálftröll í sambýlinu við erfiða og gjöf- ula náttúruna, hún gengur í lið með honum og ekkert virðist geta grandað honum. Stjörnur myndarinnar eru sleða- hundarnir aðdáunarverðu og þraut- seigu. Einn af hápunktum mynd- arinnar er að sjá þá taka til sín íslenskan jólamat, þegar húsbóndinn kemur af rjúpnaveiðum, og hver þeirra fær fugl í sinn hlut. Fuglar voru líka aðalatriði íbíómatnum sem var borð-aður á La Terrasse í Millau,gamaldags stofnun sem ég mæli strax með fyrir tilvonandi vegfar- endur um loftbrúna. Hér var borðað eftir tveimur nítján evru matseðlum. Forréttur var sulta úr fasana, með svipaðri áferð og sviðasulta, ásamt ör- þunnt skorinni peru með súrsætum keim. Aðalréttur var grillað þunnildi úr önd með skógarsveppasósu, og eftir- réttur sítrónuterta með marens annars vegar og hins vegar peruterta með hindberjasósu. Rauðvín frá Faugeres drukkið með, indælt sveitavín með tað- keim. La Terrasse býður sem sagt upp á gegnheilan og vel úti látinn franskan mat, (þar sem fasaninn og sítrónutert- an voru hápunktar) og notalegheit. Fimmtíu og þrjár evrur fyrir tvo, með kaffi. (Það er ekki vandi að finna stað- inn því hann er merktur með skiltum í bænum, eins og tíðkast í Frakklandi.) Í myrkrinu á heimleið blasti loftbrú- in skáldlega við (Viaduc de Millau), skínandi í upphæðum eins og guð hefði farið á stúfana til að skreyta fyrir jólin hjá sér. Og varðandi spurninguna í upphafi um það hvað má og ekki má þá held ég síður að Guð sé á móti brúnni, enda hróflar hún ekki við sköp- unarverki hans á þann hátt sem er eyðileggjandi og óafturkræft. Kringum loftbrú og sleðahunda B í ó k v ö l d í M i l l a u Eftir Steinunni Sigurðardóttur SVEITIRNAR Slowblow, múm og Stórsveit Sigríðar Níelsdóttur halda tónleika í kvöld kl. 20 í Íslensku óperunni, en tónleikarnir eru haldnir af því tilefni að meðlimir Slowblow og múm eru á leiðinni hver í sína áttina eftir við- burðaríkt ár. Báðar gáfu sveitirnar út hljómplötu á árinu, múm fylgdi eftir plötu sinni Summer Make Good með hljómleikaferð um Evrópu, Asíu og Am- eríku. Slowblow sendi einnig frá sér nýja breið- skífu í sumar, slóst í för með múm og síðan hafa þessar systursveitir leikið saman á tónleikum hér- lendis og erlendis. Þriðja númer kvöldsins er síðan Stórsveit Sigríðar Níelsdóttur, en fyrir fáein- um árum tók kona á átt- ræðisaldri sig til og byrj- aði að unga út plötum upp á sitt eindæmi. Hefur hún hvergi gefið eftir í útgáfunni og er hún nú einhver sérstæðasti og afkastamesti tónlistarmaður Íslendinga; titlarnir nálgast óðfluga töluna fjörutíu, en þrátt fyrir það harðneitar Sigríður Níelsdóttir staðfastlega að koma fram á tónleikum eða flytja svo mikið sem eitt lag opinber- lega. Að sögn meðlima sveitarinnar var ekkert við því að gera nema að stofna Stórsveit Sigríðar Níelsdóttur og kemur sú sveit í fyrsta skipti fram á Íslandi á tónleikunum í kvöld. Lágstemmdir tón- leikar í Óperunni Hljómsveitin múm nýtur aðstoðar mikilla snillinga, þeirra Eiríks Orra trompetleikara og Ólafar Arnalds fiðluleikara, en þau eru bæði afar framsæknir tónlistarmenn. Miðasala á tónleika múm, Slowblow og Stórsveit Sigríðar Níels- dóttur fer fram í 12 tónum við Skólavörðustíg og verslun Smekk- leysu sem nýlega var opnuð á Laugavegi 59. Miðaverð er 2000 kr. og hefjast kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.