Frjáls þjóð - 27.10.1952, Síða 1

Frjáls þjóð - 27.10.1952, Síða 1
FRJALS ÞJÓÐ 1. árg. Mánudaginn 27. október 1952. 8. tbl. Bátagjaldeyrisálag hraðfrystihús- anna 1951 var algjörlega óþarft Hraðfrystihúsaeigendur hafa sópað til sín ofsagróða í skjóli þessa fyrirkomulags FRJÁLS ÞJÖÐ heíur aflað sér upplýsinga um þao, að álagið, sem ríkisstjórn og Alþingi hafa á annað ár heimilað harðfrystihúsunum að leggja á útfluttan báta- fisk, er óþarft að mestu eða öllu. Álag þetta, sem á árinu 1951 nam milljónatugum, er því sem næst hreinn gróði hraðfrystihúsanna. Lokun herstöðvanna: Álit sr. Emils Björnssonar i i , Eins og frá var skýrt í síð- asta blaði, hefur FRJÁLS ÞJÓÐ snúið sér til bjónandi presta í Reykjavík og nýkjörnu prest- anna þar og óskað álits þeirra á kröfu blaðsins um að her- stöðvunum verði lokað og her- inn algerlega einangraður. í síðasta blaði var birt svar sr. Árelíusar Níelssonar og hér fer á eftir svar sr. Emils Björnssonar: „Tvíbýlið í landinu veldur hugsandi fólki síauknum á- hyggjum. Ungmennafélag ís- lands, Barnaverndarfélag Rvík- ur og mörg fleiri samtök, sem gegna ábyrgðarhlutverki í þjóðfélaginu, h'afa hvatt til þess almennt og opinberlega að sneiða hjá óþörfum samskiptum við herliðið, og dettur engum heilvita manni í hug framar, að það sé af óvild 1 garð nokkurs, heldur er það aðeins til að forð- ast upplausn og glundroða í þjóðernislegu og siðgæðislegu tilliti. Einnig má nefna, að prestastefnan 1951 samþykkti, „með tilliti til dvalar erlends herliðs í landinu og þeirra al- varlegu tíma, sem fram undan eru“, eins og það var orðað, áskorun um að efla hverja þá starfsemi, er „stuðla mætti að heilbrigðu félagslífi og kristi- legu siðgæði“. Framhald á 4. siðu Ráðherra Tilraunaráð búfjárræktar lét í sumar í samvinnu við til- raunastöð háskólans að Keld- um vinna nokkurt magn af blóðvatni úr fylfullum hryss- um. En í hryssublóði er á vissu skeiði meðgöngutímans allmik- ið magn hormóna, sem eru eft- irsóttir til lyfjaframleiðslu og seldir á svimháu verði. Ekki var fyrr farið að vinna að þess- um tilraunum en Jónas Sveins- son læknir tók að sækja það fast við tilraunaráðið að fá að flytja blóðvatnið út til fulln- aðarvinnslu, en hormónana er ekki hægt að vinna úr blóð- vatninu hér á landi. Tilraunaráðið léði ekki máls á þessu og mun ekki hafa talið sig þurfa á aðstoð Jónasar að halda. Blóðvatnið var geymt í Fiskiðjuveri ríkisins á Granda- garði og beið frekari ráðstaf- ana. En fyrir skömmu bárust Upplýsingar um þetta er að finna í áætlunum frá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, sem hingað til hefur verið haldið leyndum. Þar sem ekki er unnt að gera þessu máli tæmandi skil í einni blaðagrein, verður aðeins stikl- að á stóru og rakinn lauslega aðdragandi að þessum málum til skýringar. Samkvæmt framan- greindum áætlunum er ljóst, að með bátagjaldeyr- isálaginu hafa hraðfrysti- húsin fengið í hreinan á- góða um eða yfir 1000,00 kr. á smálest af útfluttum fiskflökum árið 1951, en á þvi ári nam freðfiskút- flutningurinn rúmum 35 þúsundum smálesta. í ljósi þessara staðreynda verður það skiljanlegt, hvers vegna eitt hraðfrystihús í fremur óhagkvæmu fiskiveri gat afskrifað stofnkostnað sinn um 20% á einu ári, eins og getið var um í blaðaviðtali nýlega. „stelur66 upp að Keldum skrifleg fyrir- mæli landbúnaðarráðherra, Hermanns Jónassonar, um að afhenda Jónasi Sveinssyni blóðvatnið. Var svo gert. Til- raunaráðið fékk ekkert að vita og vaknaði fyrst upp við vond- an draum, þegar búið var að „stela“ af því blóðvatninu. Fékk það að sjálfsögðu ekkert að gert og situr uppi með sárt ennið. Af Jónasi er það aftur á móti að segja, að hann hremmdi ekki aðeins blóðið, heldur fékk hann einnig fé greitt úr ríkissjóði, um 5000 kr., til að standa straum af kostnaði við sölu blóðvatnsins á erlendum mark- aði. Sendi hann Stefán Wathne með blóðið f lugleiðis til London. Fékk Stefán 100 <£ gjaldeyris- yfirfærslu í þessu skyni. Mál þetta þykir næsta dul- arfullt og hinn mikli áhugi Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna gefur rangar upplýsingar. Snemma í september 1947 skipaði þáverandi ríkisstjórn þrjá menn í nefnd, þá Pétur Magnússon, Klemens Tryggva- son og Gylfa Þ. Gíslason, til að „athuga rekstrarafkomu sjáv- arútvegsins, miðað við núver- andi aðstæður", eins og segir í skýrslu nefndarinnar. Meðal annars leitaði nefnd þessi til Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna til að fá upplýs- ingar um framleiðslukostnað á hraðfrystum fiski. í áætlun þeirri, er S. H. sendi nefndinni var talið, að hver smálest af þorskflökum (7 lbs. pökkum fyrir Evrópumarkað) kostaði komin um borð í skip kr. 3,308,00. — Var í þeirri á- ætlun allt talið, þ. á m. af- skriftir, vextir af rekstrarlán- um og fastalánum og 2% um- boðslaun til S. H. Þegar nefndin hafði endur- skoðað þessa áætlun, kom í ljós, að smálestin af þorskflökum í umræddri pökkun kostaði ekki nema 2933,00 kr., komin um borð í skip, og þó ber að draga merablóði landbúnaðarráðherra á því að koma blóðvatninu í hendur Jónasi varla einleikinn. Til- raunaráðið mun telja, að blóð- vatnið sé mjög mikils virði og hér sé um að ræða möguleika til talsverðrar tekjuöflunar fyr- ir bændur. Hafði ráðið mælzt til þess við landbúnaðarráðu- neytið, að það léti gera áætl- anir um hugsanlega möguleika til fullnaðarvinnslu blóðvatns hér. Landbúnaðarráðherra læt- ur sér hins vegar sæma að hundsa tilraunaráðið með því að ráðstafa blóðvatni því, sem þegar hafði verið unnið, í hend- ur einstaklings að því forn- spurðu. Og nú spyrja menn að von- um: Hvað hangir á spýtunni? Hvað er það, sem sameinaði þá Jónas og Hermann um hina flóttalegu meðferð merablóðs- ins frá Keldum? frá þeirri upphæð andvirði seldra beina (í fiskimjölsverk- smiðjur). Endurskoðunin leiddi í ljós, að hráefniskostnaðurinn var kr. 110,00 lægri á smálest af flökum, en S. H. hafði geíið upp, en annar framleiðslu- kostnaður 17,8% lægri en S. H. taldi. Þessum niðurstöðum nefnd- arinnar var ekki mótmælt. En slík var þjóðhollusta og heilindi þeirra manna, sem hér áttu hlut að máli, og á þessum árum heimtuðu styrki og á- byrgðarverð með framleiðslu sinni af almannafé, að þeir hikuðu ekki við að gefa rang- ar upplýsingar, þegar það var þeim sjálfum í hag. Bátagjaldeyririnn kemur til sögunnar. Fyrir vetrarvertíðina 1951 töldu bátaútgerðarmenn sig ekki geta hafið veiðar, nema verðið á fiskinum slægðum með haus yrði hækkað úr 95 aurum á kg. í 105 aura á kg. Töldu þeir áhrif gengisfelling- arinnar (marz 1950) vera á þann veg, að útgerðin bæri sig ekki með því verði, sem hrað- frystihúsin skömmtuðu þeim fyrir fiskinn. Hraðfrystihúsin (S. H.) lögðu þá fram áætlan- ir, sem ætlað var það hlutverk að sanna það, að þau gætu ekki greitt hærra verð, nema að þeim væri heimilað álag á þann gjaldeyri, sem fengist fyrir fiskinn. Niðurstaðan varð sú, að rík- isstjórn og Alþingi féllust á að heimila hraðfrystihúsunum 60% álag á helming þess gjald- eyris, sem fengist fyrir báta- fiskinn í svokölluðum „frjáls- um gjaldeyri“, en 26% álag á clearing gjaldeyri. Var með þessu komið á hinu svonefnda bátagjaldeyriskerfi, sem víð- frægt er. Síðasta áætlunin, sem S. H. hefur gert til að sanna réttmæti bátagjaldeyrisins, er gerð í október 1951. Er hún nákvæm eftirlíking af áætlun þeirri, sem send var nefndinni 1947, og getið var hér að framan. Til þess að sýna fram á, hver útkoman varð hjá hraðfrysti- húsunum á þessu bátagjald- eyrisbraski, verða nú tekin tvö dæmi úr þessum áætlunum og leiðrétt á sama hátt og 1947, og síðan borin saman við raun- verulegt útflutningsverð 1951 samkvæmt verzlunarskýrslum þess árs. Framhald á 4. síðu. Spillingarbælin blómgast í 2. tbl. FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR var skýrt frá kær- um um fjórtán spillingar- bæli herliðsins í Reykjavík. Var þess sérstaklega getið, að eitt þessara húsa stæði við sömu götu og tveir ung- lingaskólar bæjarins. Lögreglustjóri skýrði blað- inu frá því, að skólastjóri annars skólans hefði kært yfir þessu húsi, og ætti að vera tekið fyrir allan ósóma í því. Skrif FRJÁLSRAR ÞJÓÐ- AR um þessi mál og hreyf- ingin, sem þau vöktu, varð til þess, að í ýmsum þessara „húsa“ var farið gætilegar í sakirnar fyrst á eftir. En nú virðist „atvinnurekstur- inn“ hafa náð sér á strik aftur eftir afsökunarræðu Bjarna Benediktssonar á Al- þingi. Mun mörgum hafa fundizt eftir þá ræðu, að öllu væri óliætt. Þannig er t.d. um húsið við sömu götu og unglingaskólarnir tveir. Laugardaginn 18. þ.m., kl. 3,15, var eins konar „biðröð“ við þetta hús. Þrír dátar voru á tröppunum og tveir fyrir neðan tröppurnar. Hafa þeir væntanlega verið að bíða eftir því, að „pláss“ losnaði. Þetta var, um það leyti, sem skólunum var að ljúka þann daginn, svo að unglingunum hefur gefizt á að líta. — Síðastliðinn mið- vikudag sáust þrír dátar hverfa inn í þetta sama hús. Aðsóknin að því virðist þess vegna standa í sæmileg- um blóma aftur, og væri ekki úr vegi, að lögreglu- stjóri gæfi því frekari gaum. Hersetan rædd á Alþingi Frjáls þjóð veldur ókyrrð í þingsölunum Síðastliðinn miðvikudag var rædd á Alþingi þingsályktun- artillaga þeirra Rannveigar Þorsteinsdóttur og Gísla Guð- mundssonar um takmarkanir á samskiptum herliðsins og ís- lendinga. Var þetta fyrri hluti umræðunnar og tillögunni að því búnu vísað til nefndar. Rannveig fylgdi tillögunni úr hlaði. Kvað hún mikil þjóð- ernisleg og siðferðileg vanda- mál hafa skapazt af dvöl hers- ins í landinu, en mikið mætti draga úr þeim hættum, ef sam- skiptin væru takmörkuð. Einnig kvað hún nauðsyn til bera að reisa skorður við því, að her- menn gætu tekið á leigu hús- næði í Reykjavík til lengri eða skemmri tíma sér til stundar- gamans. Og ekki væri heldur útilokað, að teknar yrðu á leigu og jafnvel keyptar íslenzkar eignir til skemmtanahalds fyrir herliðið, en við því yrði að sjá í tíma. — Þá taldi Rannveig litla bót í reglum þeim, sem nýlega hafa verið birtar um dvöl hermanna utan herstöðv- anna. Væri sérstaklega tor- tryggilegt, að hermönnum skyldi leyft að fara ferða sinna óeinkennisbúnum og erfitt að sjá nokkurn annan tilgang með því en þann, að auðvelda þeitn að sniðganga settar reglur um dvöl utan herstöðvanna. Gylfi Þ. Gíslason lýsti fylgi sínu við grundvallarsjónarmið tillögunnar, en taldi hana hvergi nærri nógu greinilega orðaða eða nægilega ótvíræða. Hann kvað hafa skapazt mikla félagslega, þjóðernislega og siðferðilega hættu af vist hers- ins í landinu. Framkvæmd her- verndarsamningsins hefði farið illa úr hendi og á því bæri ríkisstjórnin ábyrgð — og sú ábyrgð væri þung. Ennfremur tóku til máls Jónas Árnas. og Magnús Kjart- ansson. Lýstu þeir ýmsum af- leiðingum hersetunnar og hætt- um þeim, sem þjóðinni eru búnar af völdum hennar. — Ráðherrarnir þögðu sem fastast við umræðuna og enginn varð til þess að bera blak af þeim. Rannveig og Gísli munu svo væntanlega ekki láta sig henda þá hneisu, að tillaga þeirra verði svæfð í nefnd, heldur knýja fram þinglega afgreiðslu hennar. Og Gylfa Þ. Gíslasyni er að sjálfsögðu innan handar að bera fram breytingartillögur um ótvíræðara orðalag. ★ Tveir þingmenn Sósíalista- flokksins hafa tekið upp kröfu FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR um lokun herstöðvanna og ein- angrun hersins og flytja um það þingsályktunartillögu. Ber að fagna því, að slík tillaga er komin fram. En nokkra furðu hlýtur það að vekja, að þessir sömu þingmenn skyldu ekki flytja slíka tillögu á þinginu ’ fyrra. — FRJÁLS ÞJÓÐ fagnar því, að sú hreyfing, sem blaðið hefur vakið um þessi mál, skuli ná svo greinilega inn í þingsalina sem raun ber vitni. Værðin, sem þar ríkti um þessi mál í fyrra, er úr sögu. Framlag Islands til heimsmálanna í hinum venjulegu sunnu- dags-tilraunum sínum til að siða íslenzku þjóðina, kemst ritstjóri Mbl. svo að orði: — (Reykjavíkurbréf, 19. október. s.l.) „Ég gat þess nýlega hér, hversu íslendingar eru því ó- vanir að skipta sér af nokkru því er snertir heimsmálin. Kyn- slóð fram af kynslóð hefur lifað hér í landinu, með þann hugs- unarhátt, að heimsviðburðirnir komi okkur ekkert við. Eftir því eigum við að geta til eilifs nóns verið hlutlausir áhorfend- ur að öllu því, sem gerist á sviði heimsmála og heims- átaka.“ ★ Fyrir nokkrum árum bjuggu (Framh. á 4. síðu)

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.