Frjáls þjóð - 06.09.1952, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 06.09.1952, Blaðsíða 1
FRIÁLS ÞIÓÐ 1. árg. Laugardaginn 6. september 1952 1. tbl. Orðabelgur Staka. Þér finnst þú lánsamur, landi minn góður, því ló.nin og gjafirnar streyma að þér, en stöðugt þinn metnaðar- mótvirðissjáður og manngildisinnstœðan rýrn- andi fer. Þessa eftirtektarverðu vísu, ■eftir Steingrím Baldvinsson tónda í Nesi í Suður-Þingeyjar- .sýslu, las Karl Kristjánsson al- þingismaður í Ríkisútvarpinu s.l. vor. Þar var hún gripin á lofti og er hér prentuð til þess að fleiri geti lært hana og um boðskap hennar hugsað. „Svarti-Pétur“ í svartapétri ríkisstjórnar- innar, þar sem búnar eru tii ■jöfnur milli stjórnarflokkanna ■úr mannspilum spillingarinnar, og þœr siðan lagðar varlega i spilabunka gleymskunnar, hefur sá einstœði atburður gerzt, að •dómsmálaráðherra hefur lagt „Svarta-Pétur“ sjálfan upp, og neitað að jafna. Þann 1. sept. s.i. tilkynnti dómsmálaráðuneytið nefnilega, ■að loksins hefði verið ákveðin -málshöfðun í „olíumálinu“ svo- nefnda. Almenningur spyr: Hvað hafa ráðherrar Fram- sóknarflokksins nú gert af sér, að ekki skyldi jafnað? FRJÁLS ÞJÓÐ kemur framvegis út á hverj- um mánudegi. Fyrsta blaðið er látið koma út í dag í til- efni af opnun „Iðnsýningar- innar 1952 “ Gerizt áskrifendur að FRJÁLSRI ÞJÓI) Afgreiðsla: Skólavörðustíg 17. Sími 2923. >* Avarp til le§enda BLAÐ ÞETTA, sem nú hefur göngu sína, á að verða helgað þjóðmálum fyrst og fremst, og er gefið út af nokkr- um óflokksbundnum mönnum. Blaðið á upphaf sitt að rekja til þess, að aðstandendur þess eiga ekki samleið með neinum stjórnmálaflokki okkar og telja sig hvergi hafa aðgang að blaði, þar sem þeir geta látið skoðanir sínar í ljós. Svo er talið, að hér sé fullt skoðanafrelsi, mál- frelsi og ritfrelsi, og þannig er þetta á yfirborðinu. En því nær öll stjórnmálablöð hér á landi eru gefin út af stjórnmálaflokkunum, og þar eiga eklci aðrir aðgang en þeir, er samstöðu liafa með flokksleiðtogununr á hverjum tíma. Þegar frá eru taldir flokksleiðtogarnir, flokksþrælarnir og örfáir flokksgæðingar,verða menn að kosta það sjálfir, ef þeir vilja láta skoðanir sinar frjálsmannlega uppi á al- mannafæri, og til þess er varla önnur leið fær en samtök um útgáfu blaðs. Fyrst og fremst liafa sjálf- stæðismál þjóðarinnar kall- að á okkur og brýnt til þess- arar blaðsstofnunar. Það skal ekki dulið, að við lítum svo á, að hið nýja hernám hafi verið vfir þjóðina kall- að að nauðsynjalausu og bún bafi beinlínis verið flekuð og blekkt til þess að láta sér það lynda. Yið lít- um einnig þannig á, að á utanrikismálum okkar, fjár- málum, viðskiptamálum og að nokkru leyti atvinnumál- um liafi verið haldið á þann veg hin síðari ár, að í bráð- an voða stefni með alla framtíð þjóðarinnar, fyrst og fremst sem sérstakrar Innréttingarnar Á iðnsýningunni, sem opnuð er í dag, er deild helguð Skúla Magnússyni og innréttingum hans. Er m.a. fyrir komið líkani af innréttingunum, sem gert var í þessu skyni. Myndin hér að ofan er af líkaninu. frjálsrar þjóðar, en einnig framtíð einstaklinga henn- ar, sem mennilegs og dug- andi fólks. Eins og málum er nú kom- ið, teljum við, að hefja þurfi baráttu fyrir brottflutningi alls erlends hers úr landinu eins fljótt og verða má, þannig að við gerða samn- inga sé þó staðið af okkar hálfu, þar sem þeir samn- ingar eru gerðir af löglega kosinni stjórn, þó að vafa- samt sé, að hún liafi haft heimild og umboð til að gera þá. Þar til sá brottflutning- ur verður, þurfum við að gæta alls manndóms í sam- búðinni við hernámsliðið, halda fram rétti okkar til fulls, gæta sæmdar okkar bæði sem þjóðar og ein- staklinga, verjast yfirgangi og yfirtroðslum í okkar eig- in landi og gæta þess, að á- hrif hernámsliðsins verði sem minnst á háttu okkar, menningu, þjóðlíf allt og at- vinnulíf. Við eigum að ein- angra herinn, og við verðum að krefjast þess, að hann verði skilyrðislaust inni- luktur á sinu „varnarsvæði“ eigi síður en rússneski her- inn i Porkkala í Finnlandi. Ætti það einnig að vera metnaðarmál Ameríku- manna að sýna hér eigi meiri, verri og skaðvænlegri yfirgang en Rússar í Finn- landi, svo illa sem Rússar hafa þó leikið Finna. Eigi teljum við það siður nauðsynlegt að hefja bar- áttu fyrir því, að þjóðin standi á eigin fótum at- vinnulega og fjárbagslega. Sú sníkjupólitík, sem rekin hefur verið undanfarin ár, — beint og óbeint í sam- bandi við hersetu Ameríku- manna liér, — er löngu ó- þolandi og má eigi eiga sér stað lengur. Atvinnuvegi okkar verður að reka á þann hátt, að þeir standi undir þjóðarbúinu, og verð- ur að hefja baráttu fyrir því, að þjóðin standi öll að því, að þeir verði endur- reistir til þess. Við vitum, að sú endurreisn má takast, ef fólkið vill og þorir og fær þolanlega forystu. Þrátt fyrir alla okkar niðurlæg- ingu nú höfum við meiri og betri skilyrði til þess en nokkru sinni áður að láta atvinnurekstur bera sig og skila arði hér á landi. En til þess þurfum við að taka upp algerlega nýja pólitík í öll- í!.ANÐSEOKASA «A1 f SE6S7 ISXANHS um okkar atvinnumálum og stjórnmálum. Við lofum engum töfra- lyfjum til bjargar þjóðinni, efnahag hennar og sjálf- stæði. Við höfum enga trú á því, að það verði henni til bjargar að veðja á Rússa eða Ameríkumenn, við trú- um ekki heldur á happ- drætti í einni eða neinni mynd, heldur á heiðarlegt starf, lieiðarlega málfærslu og heiðarlegan vilja til að lifa eins og menn. Við vilj- um, eftir þvi sem við höfum bezt vit á, segja þjóðinni, hvar og hvernig liún er stödd og taka okkar þátt í starfi hennar til lieiðarlegr- ar viðreisnar. Auðráðið mun af því, sem þegar er sagt, að við liljót- um að beitast gegn þeirri ríkisstjórn, sem nú situr hér við völd. Það viljum við þó taka fram, að ekki lítum við svo á, að hún hafi allt illa gert, og það er ásetningur okkar að láta hana njóta sannmælis fyrir það, sem hún hefur vel gert og sæmi- lega og kann vel að gera hér á eftir. Okkur hefur ekki undizt stjórnarandstaðan hér á landi lieiðarlega rek- in, og því sækjumst við ekki eftir neinni samstöðu við hana í mörgum atriðum. Við skoðum Alþýðuflokk- inn og AB-blaðið hreina andstæðinga í sjálfstæðis- málum þjóðarinnar og við teljum að flokkurinn hafi haldið þannig á stefnu sinni í atvinnumálum og fjármál- um, að þar sé ekki heldur hægt að eiga samleið. — Sovétdýrkun Sósíalista- flokksins og Þjóðviljans sýnist okkur af sama toga spunnin og Ameríkudýrk- un „SjáIfstæðisfIokksins“ og Morgunblaðsins og ger- um engan mun á þeirri „sjálfstæðisstefnu“, sem á er sett rúsnesk eða amerísk yfirskrift. Við neitum al- gjörlega og afdráttarlaust að láta draga okkur í dilka austurs og vesturs, svo að þjóðinni verði á þann hátt skipt í tvær fjandsamlegar fylkingar, sem hefðust raun- verulega ekki annað að í sjálfstæðismálum þjóðar- innar, en að metast um það, livort þjóðinni sé hagkvæm- ara að vera bandarísk eða rússnesk lijálenda. En slík hefur „sjálfstæð- isbarátta“ núverandi stjórn- málaflokka verið síðustu ár- in, meðan íslenzkur mál- staður hefur gleymzt, og það er fyrst og fremst þess vegna, sem við erum í ein- dreginni andstöðu við þá alla. Framh. á 3. síðu. Ö70 Stefna blaðsins 1. Vér viljum leitast við að endurvekja heilbrigðan þjóðarmetnað íslendinga og trú þeirra á, að þeim sé eftirsóknarvert og kleift að búa einir að landi sínu við óskorað fjárhagslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði. Hersetu í landinu á friðartímum teljum vér þjóðhættulega og vansæmandi og viljum, að henni verði lokið sem fyrst. En á meðan svo er ekki, munum vér kref jast lokunar hinna erlendu herstöðva og algerrar einangrunar hins erlenda hers. Vér höfum jafnmegna vanþóknun á hvoru tveggja, undirlægjuhætti forustumanna kommún- ista gagnvart Rússum og forustumanna hinna flokkanna þriggja gagnvart Bandaríkjamönnum. Vér höfum óbeit á hinni auvirðilegu betlipólitik núverandi ráðamanna. 2. Vér erum formælendur lýðræðislegs stjórn- arfars og erum því eindregnir andstæðingar ein- ræðisstefnu kommúnista og öfgafullra hægrí- manna. 3. Vér aðhyllumst frjálslega sósíaldemókratiska stefnu í efnahagsmálum og teljum, að í þjóðfélagi voru sé rúm fvrir allt í senn: einkarekstur, sam- vinnurekstur og opinberan rekstur, er hver um sig hafi sérstöku, þjóðnýtu hlutverki að gegna. Vér viljum víðtækar félagslegar umbætur og teljum skylt að tryggja og fullkomna þau félagslegu hlunnindi, sem þegar hafa veríð lög- fest. En eins og nú er ástatt í þjóðfélagi voru, teljum vér, að allra brýnust þörf sé á að ráðast gegn og uppræta sukk, spillingu og óstjórn opin- berra stofnana og í hvers konar rekstri, sem al- menning varðar. Vér heitum á alla þá, sem fallast á framan- skráð stefnuatriði, hvar í flokki sem þeir hafa staðið, að ljá oss liðsinni sitt í baráttu vorri. Blað vort viljum vér gera að frjálsum vett- vangi allra hðsmanna. Iðnsýningin 1952 Þar, sem aflvélar eru fram- leiddar, hefur iðnaðurinn numið land 200 ára minningarsýningin um Innréttingarnar er sögulegur viðburður í íslenzku atvinnulífi I dag verður opnuð í Reykjavík stærsta iðnsýnmg, sem haldin hefur verið hér á landi. Sýnmgm er helguð 200 ára afmæli Innréttinga Skúla Magnússonar fógeta og sýnir framleiðslugetu íslenzka iðnaðanns í dag. Hún er afrek unnið í trú á lífið og landið. Klukkan tvö í dag verður sýningin opnuð með hátíðlegri athöfn. Athöfnin hefst með því að Sveinn Guðmundsson, for- maður framkvæmdanefndar, flytur ávarp. Að því loknu lýsir forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, sýninguna opnaða. Þá flytja ræður þeir Bjarni Benediktsson, utanríkisráð- herra og Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, en lúðrasveit leik- ur að ræðunum loknum. Þegar þessum þætti opnun- arinnar er lokið, verður farið með boðsgesti um sýningar- svæðið og þeim gefinn kostur á að sjá og fræðast um það, hvaða verk íslenzkar hendur geta leyst með aðstoð tækninn- ar. Klukkan 15,30—17 verða boðsgestum bornar veitingar í veitingasal sýningarinnar. Sýningin opin almenningi. Þegar hinni hátíðlegu opnun- arathöfn lýkur kl. 17 í dag, verður sýningin opnuð almenn- ingi. Verður hún að sjálfsögðu opin daglega, og er gert ráð fyrir, að hún standi fram undir 20. október. Er ekki að efa, að þar verði margt um manninn, þar sem engin eiginleg iðnsýn- ing hefur verið haldin hér á landi síðan 1932, en á þeim 20 árum; sem síðan eru liðin, hef- ur raunveruleg bylting átt sér stað í íslenzkum iðnaði, bæði hvað tækniframfarir og marg- breytni framleiðslunnar snert- ir. Hlýtur það að vera ánægju- legt fyrir þá, sem sáu iðnsýn- inguna á kreppuárunum 1932 að bera hana saman við þessa sýningu. Skúladcild. Þegar komið er inn í anddyri aðalinngangs, sem er á annarri Framh. á 4. síðu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.