Frjáls þjóð - 27.10.1952, Síða 3

Frjáls þjóð - 27.10.1952, Síða 3
Mánudaginn 27. október 1952. FRJÁLS ÞJÓÐ 3 þjcileikkúAit: Júnó og páfuglinn Eftir Sean O’Casey Leikstjóri: Lárus Pálsson Fyrsta nýja verkefni Þjóð- leikhússins á þessu leikári ei Júnó og páfuglinn í þýðingi Lárusar Sigurbjörnssonar. Höf- undinn þarf ekki að kynna nánar en gert hefur verið, þess skal aðeins getið, að um efnið er farið miklum kunnáttu- höndum og leynir sér ekki, að hér er maður á ferð, sem góð tök hefur á persónum sínum, orðræðum þeirra og skipting- um. Hins vegar finnst mér hann ekki alltaf jafnvandur að meðulum, eins og þegar arfsvon, sem bregzt, hefur úrslitaáhrif á gang leiksins. íslenzkur höf- undur hefði þar fengið orð í eyra. Um leikmeðferðina er það skemmst af að segja, að hún er yfirleitt hin lofsverðasta. Til hlutverkanna hefur verið vandað, og árangurinn er, að þetta er með jafnbezt leiknu sjónleikum Þjóðleikh. Valur Gíslason hefur með „skipstjóra“ sínum, Jack Boyle mótað nýja skapgerð (karakter) og Lárus Pálsson skapað nýja manngerð (type) sem fylgihnöttur hans, Joxer Daly. Önnur ágætlega leikin hlutverk voru Júnó Boyle (Arndís Björnsdóttir), Jonni sonur þeirra (Baldvin Halldórsson), Nála-Nuget, klæð skeri (Ævar Kvaran), frú Taugred (Emilía Jónsdóttir) og Jerry Oevin (Róbert Arnfinns- son). Önnur voru sæmilega af hendi leyst og þaðan af betur. Mesta athygli vekur réttilega leikur Vals Gíslasonar. Eg hef aldrei séð honum takast betur, og hefur hann þó margt vel gert, svo sem í Óvæntri heim- sókn undir stjórn Indriða Waage. Þessi óbreytti maður, skipstjóri að nafnbót, sem vill vera húsbóndi á sínu heimili, en nennir þó ekki að vinna fyrir því, er lifandi og sann- færandi frá byrjun til enda í meðförum Vals. Persónan — og raunar allar persónur leiksins — er auðsjáanlega valin úr um- hverfi höfundarins og því meiri áherzla lögð á að bregða upp raunsærri mynd slíkrar per- sónu, sem klárar sig út úr erf iðleikunum, en dramatísk á ;ök. Hann lendir því uta /ið alvöru leiksins, sem kemv úður á fjölskyldu hans. Han 3r hinn sprangandi páfugl 'iverju sem dynur, slUnginn, e fákunnandi, og virtist mér Va1 ur í alla staði túlka skilnin höfundarins á persónunni. Hir sísýslandi umstangsmikla kona hans, Júnó, er sennilega erfið- asta hlutverkið. Hún er eina manneskjan, sem ekki reynir að flýja erfiðleikana í þessari sjálfselsku fjölskyldu. Arndís sýndi okkur eðlileg viðbrögð heilbrigðrar almúgakonu, bæði í meðlæti og mótlæti. Slíkar konur eru allt í öllu, og reynir því á frjótt ímyndunarafl til að túlka hina tíðu og oft hröðu viðbragðsskiptingu hversdags- konunnar. Einstakar setningar hefðu getað notið sín betur, en hitt er þó meira um vert, að góðum skilningi sé náð. Fylgi- hnöttur „skipstjórans", þegar byrlega blés, var ný og skemmtileg manngerð hjá Lárusi Pálssyni. Hann berg- málaði „skoðanir“ skipstjórans í orðskviðum og kvæðabrotum, en var fljótur að forða sér, er hættu bar að höndum. Lárus mun hafa gert hann að sjálf- stæðari persónu og minni „skugga“, en höfundurinn ætlast til. En skemmtileg var hún, eins og við mátti búast. Angist og dauðakvíða hins fatl- aða liðhlaupa, Jonna, sýndi Baldvin Halldórsson svo skýrt, sem fremst var á kosið. Mikill hluti leiksins er þögull, en þó engu áhrifaminni Þaulunninn og sterkur leikur. Eins var líka allt vel um leik Róberts Arn- finnssonar í hlutverki Jerrys, hins gamla unnusta dótturinn- ar, Maríu. Jerry er alvarlegur og heiðarlegur, en haldinn sömu fordómum og umhverfi hans og bregzt því Maríu að lokum. Róbert er oft býsna sterkur í látlausum leik, sem er mikið hrós, en verðskuldað. Unga stúlkan, María, sem lang- ar til að vaxa upp úr umhverfi Baldvin Halldórsson í hlutverki Jonna og Arndís Björnsdóttir í hlutverki Júnó Boyle. sínu, en fellur fyrir spjátrungi, kom ekki skýrt fram í leik Herdísar Þorvaldsdóttur. Her- dís lék þar rétt eftir bókstafn- um, en virtist hafa óljósa hug- mynd um, hvers konar stúlku hún væri að leika. Áminnztur spjátrungur, Bentham barna- kennari, sem skrifaði hina ör- lagaríku erfðaskrá, var leikinn af Gesti Pálssyni. Gestur gerði virðingarverða tilraun í byrj- un að sýna, að hann ætti að vera af fínni tegundinni, en það var sem Gesti og leikstjór- anum hefði komið saman um, er líða tók á 2. þátt, að bezt væri að láta sem minnst á þessum fína manni bera og samlaga hann umhverfinu. Svipaða sögu er um Regínu Þórðardóttur að segja í hlutverki frú Madigan, sem á að vera ein af þeim konum, sem alls stað- ar eru nærstaddar, þar sem eitthvað er á seyði. Þó var því eigi þannig farið, að Regína ylli ekki hlutverkinu. Byrjun- in, sem var einna erfiðust, var góð. En síðan dró úr leikn- um og á þar leikstjórinn eigi óskilda sök. Regínu hættir oft við að hverfa í tilbreytingar- lausan sveitakonu stíl. Almúga kona í stórborg er allt önnur manntegund. Einkalíf nágrann- ans er líka hennar einkalíf, sem hún lifir og hrærist í. Við- brögð hennar eru því snöggt vita, hvort lögin nái til þeirra, „er í annarra kónga ríkjum hrasa og undir annarra kónga lögum falla.“ Þess vegna segj- ast þeir ekki voga, „vors fá- fræðis vegna og vanskilnings þar um að dæma, þar lífið er í veði.“ Dæma þeir því mál Helga „til næsta Öxarárþings fyrir herra höfuðsmanninn, lög- mennina og lögréttuna. En virðist fóvetanum á Bessastöð- um bráðari þörf eður nauðsyn — megi maðurinn um hlaup- ast — þar um að dæma, þá dæmum vér þetta mál fyrir hann og lögmanninn Árna [Oddsson] heima í héraði, þar þeir til setja, og Helga á það héraðsþing skyldugan að koma, eður og til næsta Alþingis." Þessu næst virðist Ari hafa sent Helga suður aftur með héraðsdóm þennan upp á vas- ann. Fór Helgi suður að Bessa- stöðum, en fóvetinn þar, Jens Söffrensson, vildi ekki við hon- um taka til gæzlu. Taldi hann, að Ari sýslumaður hefði átt að fella yfir honum raunverulegan dóm og varðveita síðan allt til Alþingis. Hófst nú reiptog um Helga milli valdsmannanna. — Sendi Jens Söffrensson bréf Árna lögmanni Oddssyni á Leirá og beiddist dóms um það, hvort hann (þ. e. fógetinn) „væri skyldugur að ábyrgjast eður varðveita Helga Þorgeirs- son undir endilegan dóm fyrir hans misverk.“ Um þetta felldi Árni lögmaður dóm á Leirá 11. nóvember um haustið. Var hann á þá leið, að „ofanskrifuðum Jens Söffrenssyni (sé) rétt gert að færa greindan Helga Þor- geirsson þeim sýslumanni, sem honum er næstur og hann þá öldungis viðskilinn við þrátt- skrifaðan Helga. En síðan færi hver sýslumaður hann frá sér í góðri geymslu til annars, inn til þess hann kemst til Ara Magnússonar, og honum rétt- fluttur til ábyrgðar, kostnaða- og varðveizlu, inn til þess hann fær sinn rétta dóm eftir kóng- legra mandata og laganna hljóðan, þar Ari hefur dæmt mál þessa Helga til Alþingis. En þessi dómur birtist og afhend- ist sérhverjum sýslumanni, sem Helgi verður til færður, þar til maðurinn og dómurinn kemst til Ara Magnússonar.“ Nú hefur Helgi enn á ný orð- ið að hefja píslargöngu vestur á bóginn. Hefur hann þá þegar um veturinn verið færður á milli sýslumanna, unz, „maður og dómur“ komust alla leið vestur að Ögri. Reiddist Ari mjög, er hann fékk sendingu þessa. Tók hann saman langt skjal, þar sem hann gagnrýnir dóm Árna lögmanns, er hann telur alrangan, m. a. sakir þess, að lögmaðurinn austan og sunn- an hafi ekki „myndugleik að dæma á þá voða eður vanda, sem eru í lögmannsdæmi Magnúsar Björnssonar, lög- manns norðan og vestan.“ En hvað sem allri gagnrýni leið. hefur Ari vafalaust orðið að láta við svo búið standa. Hjá honum hefur Helgi verið í haldi, þar til Alþingi skyldi háð um sumarið. Þá hefur sýslumaður tekið fangann með sér suður. Hinn 29. júní 1641 á Öxarár- þingi nefndu lögmenn sína sex mennina hvor í dóm um mál Helga. Komust dómsmenn að þeirri niðurstöðu, að álitamáJ gæti verið, hvort afbrot Helga heyrði undir íslenzka eða enska dómstóla. Kváðust þeir ekki treysta sér til að gera um það um hraðari en fram kemur í 'eiknum. Fyrirliði úr flokki föðurlandsóvina var leikinn af Þorgrími Einarssyni, lítið hlut- verk, en krafðist fastrar og einbeittrar framkomu. í leikstjórn var töluvert lagt af hendi Lárusar Pálssonar, þótt vmislegt megi að henni finna. Undarlegt er það, hve oft hann brýtur í bág við leiðbeiningar höfundarins, þegar breytingar verða síður en svo til bóta. Ég vil nefna eitt til tvö dæmi. Munurinn á sviðinu í 1. og 2. þætti á að vera miklu meiri, fyrir og eftir að húsbóndanum áskotnast arfurinn. Nýi sófinn /ekur t.d. miklu meiri eftir- ekt á miðju sviði en úti við /egg. En eins og nú var, virtist fljótu bragði lítil breyting á irðin. Skæruliðar, búnir ikammbyssum koma inn í síð- asta þætti og skipa flutninga- nönnunum að rétta upp he.id- urnar, þar sem þeir standa, hvað þeir gera auðsjáanlega með hangandi hendi. Þetta at- riði er dauft hjá því, sem höf- undurinn hugsar sér^-þar sem þeir eiga að ganga aftur á bak með hendurnar yfir höfði sér þvert yfir sviðið. Það á að und- irbúa hámark atriðisins, þegar Jonni er tekinn. í heild var leikstjórn Lárusar þó venju fremur vel af hendi leyst. Sv. B. Bóka- markaður á Skólavörðustíg 17 Mikið og fjölbreytt úrval bóka fyrir hálfvirði og það- an af minna. LiVft) inn. lídiii' en bestu bteliuenni' seljast npp fullnaðarályktun, en vísuðu málinu til lögmanna og lög- réttu. Dómur lögmanna og lögrét.tu féll hinn sama dag. Var hann á þá leið, „að eftir lögum fynd- ist þeim manni, Helga Þor- geirssyni, eigi sú vægð, að hann mætti frá því straffi frelsast, sem í stóradómi ályktast um þrjú hórdómsbrot, með því dómur ber vitni um, að hann hafi í tvö hórdómsbrot fallið, síðan burt hlaupið í England og þar gifzt að sinni konu lifandi, og ei með dómi frá henni skil- inn, annað en hvað hans útlegð var lýst, þá hann hafði í burt hlaupið með annarlegri stelpu, síðan hér upp á fanginn á ís- landi og undir þennan alþingis- dóm færður. Því í nafni heilagrar þrenningar var þar svo um ályktað, hann straffist á lífinu eftir Recess og stóra- dómi.“ Var dómnum þegar fram- fylgt og Helgi tekinn af lífi þar á þinginu. [Heimildir: Alþingisbœkur íslands.] ------4----- Dórasmálaráöherra gefur stjórnarflokkunum vín- veitingaleyfi tilfjárðflunar FRJÁLS ÞJ[ÓÐ sagði frá því 22 f.m., að blaðið hefði snúið sér til dómsmálaráðuneytisins og óskað að fá skýrslu um vín- veitingarleyfi þau, er gefin hafa verið hér í bæ, en dóms- málaráðuneytið hefði eftir endurtekin umhugunarfrest neitað að láta þessar upplýsing- ar í té. Nú hefur þó framkomið skýrsla um vínveitingaleyfi í Reykjavík fyrri hluta þessa árs. Samkvæmt skýslum hafa átthagafélög fengið 85 vínveit- ingaleyfi fyrstu 6 mánuði þessa árs, starfsmannafélög ýmis- konar 74, stjórnmálafélög 73, skipshafnir og starfsfólk stofn- ana 48, félög listamanna 41, stofnanir ýmislegar 34, stúd- entar 33, fulltrúaráð og fé- lagsstjórnir 30, spilafélög og Bláa stjarnan 17, nemendafé- lög 16, erlend félög og kynn- ingarfélög 15, íþróttafélög 11, ýms félög 11, einstaklingar 4, alls 492 leyfi. Af þessum leyfum hafa 101 verið notuð í Sjálf- stæðishúsinu, 92 í Tjarnarcafé, 78 í Tivoli, 73 Breiðfirðinga- búð, 47 í Þjóðleikhúsinu, 46 á Laugaveg 162, 19 í Þórskaffi, 18 í Verzlunarmannahúsinu og 18 á 7 veitingastöðum, 1—4 á hverjum. Undanfarin ár, 1951 og 1950, hafa verið veitt 900—1100 vín- veitingaleyfi árlega. Stjórnmálaritstjórar Tímans og Mbl. hafa svo gefið við- bótaskýrslur um þau vínveit- ingaleyfi, sem stjórnmálaflokk- arnir hafa fengið. Þær er að finna í viðræðum, sem staðið hafa nú um nokkra hríð, þeirra milli. Þær viðræður hóf stjórn- málaritstjóri Tímans Jjullur vandlætingar um veitingu þess- ara vínveitingaleyfa. Hann sagði, að talið væri, að Sjálf- stæðisfélögin í Reykjavík hefðu fengið 200 vínveitingaleyfi og Heimdallur, barnafélagið með 12 ára aldurstakmarkið 50 leyfi á einu ári, og skoraði á Mbl. að leiðrétta eða afsanna, ef þetta væri ekki rétt. Stjórnmálaritstjóri Mbl. lét þá ekki á svörum standa. Ekki neitar hann því, að sjálfstæðis- félögin í Rvík hafi fengið 200 vínveitingaleyfi á ári og Heim- dallur 50, heldur er það, sem hann hefur fram að bera efnis- lega þetta: Þér ferst Flekkur að gelta. Þú yrkir sálma. Sið- ferðisáhugi ykkar Framsóknar- manna í áfengismálum stafar af öfund vegna vínveitingaleyfa i Sjálfstæðishúsinu. Þið fáið ykk- ur vínveitingaleyfi og ásakið síðan dómsmálaráðherra fyrir að „láta eitt yfir alla ganga“. Svo sendir Áfengisverzlun rík- isins „undir stjórn Eysteins Jónssonar“ áfengi til unglinga úti á landsbyggðinni. „Fram- sóknarmenn una því vel að bindindisáhugi sálmaskáldsins frá Kirkjuboli bitni á andstæð- ingunum, þó að þeir meti á- fengisveitingu sjálfum sér til handa mun meira.“ Þegar stjórnmálaritstjóri Tímans fékk þessa ádrepu, varð honum ljóst, að hann hafði „dansað í myrkri“, er hann hugðist greiða andstæðingum sínum hin þungu högg. Flokkur hans hafði vandlega dulið hann þess, hvernig hann hafði með þessi mál farið. Það er því ekki að undra, að í þeim bardaga, er hér fór á eftir, minnti hann helzt á bardagamann, er hefur smeygt sér út fyrir kaðlana og hangir utan í þeim. Hann dæmdi sig jafnvel í þessu máli úr ritstjórnarsæti Tímans, en gaf sér „orðið frjálst“ á 4. síðu blaðsins, eins og hverjum öðrum sekum úti- legumanni. Þar gekk hann til viðurkenningar á því, að „fyrir það er sízt að synja“, að flokks- bræður hans hafi fengið vín- veitingaleyfi, en hann „reikn- ar“ „með þeirri sómatilfinningu hjá þeim, að þeir vilji láta þögnina hjúpa slíkt í lengstu lög.“ Dómsmálaráðherra líkir hann við „sýslumann, er átti enga ábyrgðartilfinningu aðra en flokksvitund“, og gætti þess eins að glæpirnir skiptust jafnt milli flokka. Stjórnmálaritstjóri Tímans og Mbl. hafa í þessum viðræð- um unnið til sama hróss og Þórður kakali og Gissur Þor- valdsson, er þeir fluttu mál sitt fyrir konungi: Hvorugur hefur ósannað annars sögu. Þess vegna má trúa því, sem þeir segja og viðurkenna um vín- veitingaleyfin til stjórnmála- flokkanna. En það er í aðal- atriðum þetta: Dómsmálaráðuneytið lief- ur gefið stjórnmálaflokkun- um vínveitingaleyfi „eftir stjórnmálaskoðunum um- sækjenda“, þ. e. flokksfélög- um Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna, til fjár- öflunar fyrir flokksstarf- semina og til að tæla ung- linga til fylgis við flokkana. Af þögn stjórnmálaritstjór- anna má vita það, að ekki hafa önnur stjórnmálafélög en félög Sjálfstæðismanna og Fram- sóknarmanna fengið þessi leyfi. Ekki er ólíklegt, að stjórn- málafélögin hafi raunverulega fengið fleiri vínveitingaleyfi en skráin sýnir, og hafi önnur fé- lög verið látin leppa þau. — Þannig gætir vel hugsazt að leyfin til spilafélaga og Bláu- stjörnunnar hafi raunverulega gengið til Sjálfstæðisflokksfé- laganna. Það gerir ólund Fram- sóknarmanna enn skiljanlegri. Gera má ráð fyrir að flokks- félögin hafi jöfnum höndum notað vínveitingaleyfin til þess að fá ódýrara (eða ókeypis) húsnæði fyrir samkomur sínar og til þess beinlínis að selja veitingahúsunum þau. Hvert Framh. á 4. síðu.

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.