Frjáls þjóð - 16.02.1953, Síða 3
Mánudaginn 16. í'ebrúa,r 1953.
FRJALS þjóð
3
ttókwnenntir :
Skemmtilegt heimildarrit
og þjóðlífslýsing
Úr fylgsnum fyrri aldar II.
(Sögn og saga, 5. bók).
Ævisaga Friðriks prests
Eggerz. — Forlagiö Iðunn. —
Reykjavík 1952. Síra Jón
Guðnason sá urn útgájuna.
Þeir, sem lesið hafa fyrra
bindi þessa mikla rits, er út
kom 1950, hafa tæplega látið
þetta fram hjá sér fara. í stuttu
máli sagt eru rit síra Friðriks
Eggerz um sig og ættmenn sína,
frá Bjarna ríka Péturssyni að
telja (d. 1768), með skemmti-
legustu heimildarritum og þjóð-
Krafizt einangrunar
erlenda hersins
Á fundi, sem Mímir, félag
menntaskólanema á Laugar-
vatni, hélt hinn 22. jan. var
rætt um hernámið. Á fund-
inum var borin upp eftir-
farandi tillaga og hún sam-
þykkt með öllum greiddum
atkvæðum. í félaginu eru
um 60 manns.
A. Fundurinn varar við
þeirri hættu, sem menningu
og tungu okkar íslendinga
stafar af dvöl erlends hers í
landinu. Krefst fundurinn
algerrar einangrunar liðsins,
meðan það dvelst hér. —
Fundurinn lýsir yfh ó-
ánægju sinni vegna undan-
látssemi stjórnarvaldanna í
samskiptum þeirra við her-
lið þetta. Beinir fundurinn
þeirri áskorun til stjórnar-
valdanna, að þau hefji |>eg-
ar endurskoðun herverndar-
samningsins og vinni að
uppsögn hans.
B. Fundurinn lýsir andúð
sinni á framkomnum hug-
myndum um stofnun ís-
lenzks hers. Telur fundur-
inn, að betur samrýmist ís-
lenzkum hagsmunum og
þjóðaranda, að íslendingar
beri sáttarorð milli þjóða, en
að þeir láti etja sér til mann-
víga.
^VVWV'VWVVVVVVWWWWWVV
lífslýsingum, sem völ er á, frá
fyrri hluta 19. aldar. Hjá höf.
fer saman frásagnargáfa, af-
burðaminni og sjór af fróðleik
um menn og málefni. Auk þess
var Friðrik prestur og faðir
hans, síra Eggert Jónsson á
Ballará, atkvæðamenn í and-
legum og veraldlegum málum
í sínu héraði, og minnkaði ekki
orðrómur um þá við það, að
þeir áttu ættlið fram af ættlið
í svo að segja óslitnum deilum
við valdsmennina á Skarði, þá
sýslumennina Skúla Magnússon
og son hans, Kristján Magnús-
son, er spannst út af höfuð-
bólinu Skarði, en þeir Ballar-
árfeðgar töldu það með órétti
dregið úr höndum þeim, þar
sem Bjarni Pétursson hinn ríki
á Skarði var forfaðir þeirra í
beinan karllegg.
Frásögn síra Friðriks er alltaf
lifandi, hvort heldur hann lýsir
málavafstri, persónum eða
gömlum siðum. Enda segir hann
um sjálfan sig, að á uppvaxtar-
árunum hafi hann alls staðar
orðið sér úti um karla- og kerl-
ingasögur, og hann hafði svo
gott minni, að þær komu aldrei í
rifinn sjóð, hversu sem hann
fjölgaði þeim eftir umferðafólki.
Með sögum þeim, er hann kunni
hundruðum saman, skemmti
hann foreldrum sínum í rökkr-
unum. Handrit síra Friðriks er
mikið að vöxtum, bæði bréf og
sagnir og ýmiss konar afrit
skjala, svo að hann hefur ekki
hafið að rita ævisögu sína al-
gerlega tómhentur. En slík
samhaldssemi gerir ævisöguna
þeim mun öruggari sem heim-
ildarrit.
Útgefandinn, síra Jón Guðna-
son, segir með nokkrum rétti,
að æviritið sé nokkurs konar
varnarrit frá höfundarins hálfu,
þar sem honum mun hafa fund-
izt, að í almenningsálitinu hafi
hallað heldur á sig og þá feðga,
einkum þar oft áttu ríkir í hlut,
svo sem valdsmennirnir á
Skarði og jafnvel yfirvöld
landsins (sbr. Staðarhóls-
kirkjumálið). Hitt leynir sér
þó ekki, að síra Friðrik er of
mikill fræðimaður á þeirra
tíma vísu til að láta slíkt safn
af fróðleik ónotað, er um hægð-
ist í lífi hans. Og um óbilgirni
og einhliða frásögn síra Frið-
riks, sem útgefandinn varar
við í formála, er það að segja, að
í lýsingu á andstæðingum hans
kennir þess nokkuð og þó varla
meira en siður var til. Um mál-
efni sín og deilur verður eigi
annað séð en hvarvetna hafi
hann við rök og vottföst skil-
ríki að styðjast. Hlýtur lesand-
inn því í öðru líka að taka sögu
hans trúanlega í þessu efni. f
því sambandi mætti geta hinn-
ar frægu Dalgeirsstaðasölu.
Menn hafa helzt hallazt að því,
að frásögn síra Friðriks væri í
engu trúverðugri en söguburð-
ur andstæðinga hans, skráður
af Sighvati Borgfirðingi. Sam-
kvæmt honum átti síra Eggert
á Ballará að hafa keypt Dal-
geirsstaði og greitt þá í reiðu
fé, en sópað svo til sín kaup-
verðinu niður í skúffu nema 20
dölum, sem seljandinn, Magn-
ús í Tjaldanesi, átti að hafa
haldið eftir. Magnús iðraði þess-
ara kaupa og leitaði aðstoðar
Jóns sýslumanns á Melum, sem
girntist jörðina fyrir lítið fé
(150 ríkisdali). Á eftir komst
sagan á kreik. Um þessa jarð-
arsölu eru enn þá til ýmsar
heimildir, en hvergi er getið
hinna 20 dala, er Magnús hefði
þá átt að skila. Hins vegar er
til afsökunarbréf frá Magnúsi
til síra Eggerts vegna orðróms-
ins og yfirlýsing inn heiðarleg
viðskipti frá Eggerts hálfu, sem
sýslumaðurinn, Jón á Melum,
varð sjálfur að lesa upp á
manntalsþingi í afriti, því að
honum var ekki trúað fyrir
frumritinu.
Úr fylgsnum fyrri aldar er
hægt að lesa sér til skemmtun-
ar eins og beztu skáldsögu, og
þökk sé síra Jóni GUðnasyni
fyrir þær upplýsingar, er hann
gefur í nafnaskrá. Þó finnst
mér alltaf, að skrá yfir staða-
heiti sé ekki síður nauðsynleg
í svo yfirgripsmiklum og fróð-
legum ritum.
Sveinn Bergsveinsson.
VVWWWVVWWUWUVVWVVWVVVWWVVIVWVVIllVVWVVWVWWWVVVMVUVUVUWUVWVV
^SeqiÉ l
eytö jmnninflfum
t
&ar ^rá
FRJÁLSRIÞJÓÐ
og lucljití fá ut aJ yeraít
áihripendur.
Afgreiðsla
Skólavörðustíg 17.
SÍMI 2923
Pósthólf 561.
vwwwwwwwvwwvwvvw
Það er ótryggt að hafa ekki vátryggt.
Tökum að oss eftirfarandi
vátryggingar:
Sjóvátryggingar
Skipatryggingar
Stríðstryggingar
Ferðatryggingar
Farangurstryggingar
Brunatryggingar
Rekstursstöðvunartryggingar
Bifreiðatryggingar
Flugvélatryggingar
Jarðskjálftatryggingar
Vatnsskaðatryggingar
Innbrötsþjófnaðartryggingar
Vinnuvélatryggingar
og fleira
INGAFElAGl
Klapparstíg 26. — Símar 3235, 1730 og 5872.
VWWWWWWWVWWWJWVWWW^VWWWVWVWWVWWWWtfW
Frá sjónarmiði æskumanns
Stöðugt fjölgar því æsku-
fólki, sem vill ekki leggja lag
sitt við núverandi stjórnmála-
flokka, og er það að vonum.
Eitt er sameiginlegt um alla
stjórnmálaflokkana: Allir hafa
þeir brotið af sér traust fólksins
í landinu — meira og minna —
með loforðum og svikum, lof-
orðum aftur og svikum aftur.
Fyrir allar kosningar viðra
flokksforingjarnir — og mála-
lið þeirra — sig upp við
kjósendur og þykjast vera
góðir og umhyggjusamir um
hag þeirra. Ganga þá brigzlyrði
milli manna og flokka — og
þá ekki skorin við nögl. Ekki
ósjaldan reynist þetta vera
hinn mesti yfirdrepsskapur, því
að eftir kosningar eru þessir
sömu menn fljótir að mynda
bræðralag um persónulega
hagsmuni, svo að úlfurinn og
lambið eta úr sama trogi. —
Alltof margir, sem kosnir eru
syngja. Þótti Birni mikið fyrir
því, en lét svo vera — en þó
er ei trútt um, að honum hætti
við að taka eftir það undir
með öðrum söngmönnum, er
sálmar þeir voru við hafðir í
kirkju, er honum þóttu auð-
veldir að lögum, en gætti strax
þagnar, liti prófastur Pétur til
hans; en að vísu mátti ganga
um það, dð þegar prestur gekk
úr kirkju um útgönguversið,
stóð Björn upp, steig fram á
fótinn og beitti sér þá svo
mjög í söngnum, að æðar stóðu
honum á blístri, og launaði
hann svo sér og öðrum þögn
þá, er hann haft hafði áður
undir embættisgerðum.
Einhverju sinni voru þeir
Vesturamts-amtmaður Bjarni
(Þorsteinsson) og Björn á ferð.
Er mælt, að þeir hafi farið yfir
fjall það, er liggur upp frá
Búðardal, og förinni verið heit-
ið að Hvammi. Björn hafði áð-
ur fjallið farið á póstferðum
sínum og lézt mundi rata. —
Héldu þeir leiðar sinnar fyrir
Skeggöxl og fram Akursfjall.
Er þar ókunnugum illt yfir-
ferðar og nokkuð svo vandratað
af fjallinu, ef menn steypa sér
of fljótt af svonefndum Skot-
hrygg á Skeggjadalsbrún, því
þar eru hengiflugsbjörg og gil
klungrótt, en hallar mjög af
hryggnum þangað. En svo varð
það nú í þetta skipti, að Björn
sótti á villuslóðir, og ekki heftir
hann för sína, fyrr en hann er
kominn í ófærur einar, að svo-
nefndu Gullbrárgili. Er þá
mælt, að amtmaður hafi rætt
um við hann, að ekki mundi
það vera hinn rétti vegurinn,
er hann færi, og að hann væri
á glötunarinnar vegi, og spyrði
hann að, hvað þá skyldi til ráðs
taka, en brattlendi mikið, er
þeir höfðu þá ofan farið. Björn
svaraði: „Spinnið þér yður þá
upp aftur, herra minn!“ —
Komust þeir eftir langa mæðu
af fjallinu.
Þá er það sögn ein, að Björn
hafi í einni póstferð sinni mjög
svo votur og kaldur að Stapa
komið, hvar amtmaður bjó.
Átti þá Bjarni að hafa sagt
honum: „Farið þér nú strax,
Björn minn, til kvenfólksins að
fá einhverja hlýju hjá því, og
þurra sokka.“ Er þá mælt, að
Björn hafi slegið hann með
biblíunnar orðum og sagt:
„Skrifað er, herra minn, að
ekki skalt þú freista.“
Þá Björn tók að eldast, tók
hann sér til aðstoðarmanns í
embættinu Þorstein nokkurn
frá Dagverðará. Hann var kall-
aður Þorsteinn á Hillunni. Lag-
aði Björn hann mjög eftir sér að
allri hegðun, málfæri, lima-
burði og spekingshætti, svo
nálega mátti, eftir Björns daga,
af öllu kenna, að verið hafði
hann í Björns skóla.
Þá' Þorsteinn kom fyrst í
skóla Björns, var hann miður
siðaður en skyldi. Var hann þá
svo framhleypinn, að hann
sagði fyrr allar nýlundur, þar
sem þeir komu í póstferðum, en
Björn gæti sjálfur frá þeim
skýrt. Það líkaði Birni stórilla
og kvaðst mundu reka hann úr
þjónustunni, nema hann sleppti
framhleypni þeirri, sæti þegj-
andi, þar hann kæmi vísaði
öllu til sinnar úrlausnar og tæki
snið eftir sínum háttum, og svo
varð.
Þá Björn kom á bæi, heilsaði
hann einatt þannig: „Sælt veri
hér allt fólk, sem kristins
manns nafn ber.“ Og að því
búnu leit hann til Þorsteins og
mælti: „Sittu þarna, Þorsteinn,"
en sjálfur gekk Björn í hin veg-
legri herbergin.
Björn var í embætti um 20
ár og stundaði kall sitt með
trúmennsku. Sleppti hann því,
og var þá orðinn hvítur fyrir
hærum, sem snjóskari væri, og
úttaugaður, svo að nálega mátti
telja hvern hans legg og lið;
voru þá fingur hans og fætur
orðnir svo mjóir sem mjóstar'
mundu fuglsklær vera, og
deyði hann stuttu þar eftir; en
Þorsteinn fékk embættið eftir
hann, og hélt því næstum til
dauðadags. Minntist Þorsteinn
Björns ætíð með stórri virðingu
og nefndi hann oftast svo, að
hann kallaði hann: „sá sálugi“.
Björn var meðalmaður á
hæð, þunnvaxinn, grannvaxinn
og baraxlaður, hafði mjóa og
langa hönd og fingur, þunn-
leitur og bjartleitur, bereygur,
og nálega mótaði fyrir beinum
og æðum í andliti hans. Hár
hafði hann þykkt, og var orð-
ið ullhvítt.
til trúnaðarstarfa fyrir þjóðina,
snúa sér að troginu, þar sem
lítið þarf til matarins að vinna,
nema halda hlífiskildi yfir
klíkunum. Sannfæring manna
er orðin verzlunarvara í þjóð-
málum og heiðarleiki haldinr.
heimska, sem nauðsynlegt sé að
vera án, þeim, er við stjórn-
mál sýsla. Sem betur fer á þó
alþýðan enn svo heilbrigða
hugsun að sjá háskann, sem
stjórnmálaspillingin er að hella
yfir land og þjóð. — En því
hefst hún þá ekki handa? —
Því er fljótsvarað: — vegna
forustuleysis. — Hana vantar
flokk til að sameinast um móti
hinum fími klíkum! Al-
menningur í þessu landi
líður vegna nokkurra flokks-
hópa, og þeir eru ekki
margir, sem eru ánægðir
með flokkana, eins og þeir
starfa nú — og hafa gert um
sinn.
Unga fólkið í landinu vill
skipa sér um nýjan flokk, þar
sem allt er hreint og heilbrigt
frá byrjun, og gömlu stjórn-
málaloddararnir algerlega úti-
lokaðir, svo að áhrif þeirra
haldi ekki áfram að feyra efni-
við framtíðarinnar. Enginn er
ánægður með stjórnarfarið
eins og það er nema sá fá-
menni hópur, sem hagnast á
klíkunum. Augljóst er, að al-
menningi er ein leið fær til að
tryggja hag sinn: að hnekkja
því stjórnarfari, sem er, og
skapa annað nýtt og heilbrigt.
Og þetta er ofurauðvelt að
gera, ef kjósendurnir láta ekki
blekkjast, hætta að trúa fagur-
gala þeirra manna, sem ailtdf
eru að svíkja það. Og verum
minnug þess, að sá tími nálgast,
að það verður um seinan að
snúa við, svo óðfluga sigur á
ógæfuhljð. Vegna þess, að allir
stjórnmálaflokkarnir eru grun-
aðir um græsku, hefur tekizi
að hálf-hræða fólk til fylgis
við þá sitt á hvern skjáinn, á
þeim forsendum, að einn sé
öðrum verri. Þetta heppnast
ekki, ef stofnaður er nýr flokk-
ur, sem ekki hefur brotið af sér
trúnað — og sannarlega þarf
enginn — og má enginn— !áta
hræða sig til þess að kjósa
alltaf gömlu flokkana, sem
búnir eru að vinna sér til
óhelgi, af ótta við að verra
gæti það orðið. Mörgum mun
nú sýnast sem á því sé ekki
bráð hætta, svo langt er nú
komið því, sem miður fer, þó
að segja megi, að lengi geti
vont versnað. En þori fólkið
ekki að sleppa taki af því illa,
af ótta við að henda annað enn
verra, er öll framþróun og við-
reisnarvon úr sögunni. Heil-
brigð skynsemi hlýtur að vísa a
bug allri tortryggni í garð
þeirra, sem ekki eiga sök á
öfugþróun stjórnarfarsins. --
Fastheldni við menn, sem
bregða trúnaði við stefnu sína
og nota flokkana sem skálxa-
skjól á vettvangi þjóðmálanna,
er heimskra manna háttur og
kann ekki hamingju að stýra.
FRJÁLS ÞJÓÐ er málsvari
heilbrigðrar hugsunar, það
dylst engum, sem hana les Hún
er tilbúinn og tilvalinn málsvari
flokksins, sem okkur vantar og
verður að koma fyrir næstu
kosningar til Alþingis.
Æskumaður.
flJWWWVUWWWAA/VVVVW
Fræðabálkur
wwwv\
wvww*
Grátleg blindni
Séra Björn Halldórsson í
Laufási og Skarða-Gísli kváð-
ust á. Var klerkur ólíkt fimari
og fyndinn í kveðskapnum, en
Gísli mun hafa verið sneyddur
kimnigáfu, eða svo þótti séra
Birni:
Alla tið á Gísla grey
grátleg stríðir blindni:
Skammahýði skilur ei,
hvað skuli þýða fyndni.
Ekki hafði Gísli tök á að
svara öðru vísi fyrir sig en á
þessa leið:
Þessi gæla úr enda á örn
enga fælu vekur.
Skoðið þið þrælinn
bola-Björn,
bófinn æla tekur.