Frjáls þjóð

Útgáva

Frjáls þjóð - 16.02.1953, Síða 4

Frjáls þjóð - 16.02.1953, Síða 4
Oröabetgur FRJÁLS ÞJÓD Mánudaginn 16. febrúar 1953. Stóriðja liér — jt „Island kallar" — hverju svarar flokksforusta Alþýðuflokksins? Hengdur dindill Þórarinn Tímarit- stjóri, nýkominn úr Ameríku- för, ber kvíðboga fyrir þátttöku Frjálsrar þjóðar í hengingarað- gerðum hér á landi. Óþarft er talið að kvíða því sem þegar er orðið. ★★★ Þann „hristidindil“, Þórarin Tímaritstjóra hefur Frjáls þjóð þegar hengt — upp. Það er það í siðasta tölublaði Varðbergs var „það“aðalumræðuefniblaðs- ins, enda mun „það“ vera aðal- áhugamál þess, eins og allir mega skilja, því að „Það er bæjarfélaginu óbætanlegt tjón og bæjarstjórn til smánar" (forsíðufyrirsögn) og „Fram- sóknarmenn vildu það ekki“ (3. síðu fyrirsögn). Seinheppni Morguriblaðið fagnar því mjög, að kommúnistar hafi orðið undir í stjórnarkjöri í Félagi Hafnarstúdenta, en Stefán Karlsson verið kjörinn formaður þess með yfirgnœfandi meiri- hluta atkvœða. Vonast blaðið auðsjáanlega til, að nú taki alveg fyrir „hinar alrœmdu samþykktir og ályktanir“ Hafn- arstúdenta gegn hernámi og landsölubraski. Morgunblaðið varar sig ekki á því, að Stefán Karlsson var FRJÁLS 'ÞJÓÐ hefur aflað sér upplýsinga um það, að flutningsgjöld með skipum hafa lækkað mjög verulega að undanförnu. Eru þess dæmi, að flutningsgjöld á olíum hafa t.d. lækkað um 6—7% frá því að einn farmur kom til landsins, og þar til sá næsti kom. Síðustu 8—9 mánuðina munu flutningsgjöldin á heimsmark- aðinum hafa lækkað a. m. k. 20% að meðaltali. En frá því á árinu 1951 hafa þau lækkað mun meira. Hins vegar hefur þess ekki orðið vart, að Eimskipafélag íslands og S.Í.S. hafi lækkað flutningagjöld með sínum skipum á sama tíma. Það var meira að segja talið til stór- viðburða, þegar hið mikla verk- fall í desember leiddi til þess, að Eimskip var þvingað til að lækka flutningsgjöldin um 5%!! Eftir þessar upplýsingar verður ekki hjá komizt að telja. að forráðamönnum þessa fé- lagsskapar hafi gleymzt hinn upprunalegi tilgangur og ætl- unarverk hans, ef þeir ekki lækka flutningsgjöldin með skipum sínum um 15—20% nú þegar. Geri þeir það ekki, mun nafnið „óskabarn þjóðarinnar" hljóma eins og háðsglósa um þennan félagsskap framvegis, og er þá illa farið. Þá er einnig útlit fyrir, að hið marglofaða álagningar- frelsi ríkisstjórnarinnar, hafi orðið þess valdandi, að sú lækk- un, sem hefði átt að koma fram á ýmsum vörum hér, vegna þess að þær eru fluttar mcð einmitt formaður stúdentafé- lagsins 1951 og aðalhvatamaður og framsögumaður hinnar skorinorðu mótmœlasamþykktar Hafnarstúdenta gegn hinu ameríska hernámi. „Gjöf skal gjalda — “ Mbl. segir frá því 6. febrúar s.l., að nýlega hafi veriö opnað amerískt bókasafn a Akureyri í þeim tilgangi „að eíla kynningu milli íslands og Bandaríkjanna, einkum á hinu menningarlega sviði. ‘ Tíminn segir frá því 5. febr. s.l., að i ráði sé að brenna íslenzkar kjörbækur og bækur merkra höfunda, vegna þess að þær séu óseljanlegar, jafnvel fyrir brot af kostnaðar- verði. Væri ekki ráðlegt að gefa heldur Bandaríkjunurn þessar bækur til „að efla kynn- ingu milli íslands og Banda- ríkjanna, einkum á hinu menn- ingarlegá sviði.“ Er ekki að efa það, að Bandaríkjamenn mundu greiða fyrir opnun íslenzkra bókasafna þar og „lesstofu í sambandi við þau“ með því að leggja til húsnæði. — Væri þetta hið æskilegasta tæki- færi til gagnkvæmra kynna þjóðanna einkum á hinu menningarlega sviði“. Og bóka- útgefendum ætti að vera sama um það, á hvorn staðinn bæk- urnar lentu. erlendum skipum, hafi gleymzt a. m. k. í sumum tilfellum. Hefði þó sennilega verið sízt minni ástæða fyrir Alþingi að senda umræður og tillögur um þessi mál milli deilda en um verðjöfnun á olíu. ■ —■ ■ —» . Kristjón galt Vilhjálms Þórs Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum, hefur Helgi H. Ei- ríksson verið ráðinn banka- stjóri Iðnaðarbankans. FRJÁLS ÞJÓÐ skýrði frá þeim orðrómi fyrir nokkru, að það ætti að veita Kristjóni Kristjónssyni, sem verið hefur aðalféhirðir S.Í.S., þessa stöðu. Nú hefur blaðið hins vegar fengið upplýsingar um það hjá réttum aðilum, að þessi ráða- gerð var mjög ofarlega á baugi. Fundu þá einhverjir skelmar, sem andvígir voru þeirri ráð- stöfun, upp þá kenningu, að Kristjón væri sendur af Vil- hjálmi Þór. Ætlaði Vilhjálmur þannig að leggja Iðnaðarbank- anum til bankastjórann, af því að Alþingi meinaði honum að leggja fram nokkuð af hlutafé bankans. Töldu þessir menn að sending Kristjóns ætti að vera ein af hinum alkunnu „aðferð- um“ Vilhjálms Þórs, til að koma ár sinni fyrir borð. Þó að þessi kenning muni ekki hafa verið á rökum reist, nægði þó óttinn við skugga Vilhjálms að baki Kristjóni til Framhald af 1. síðu. hér gæti orðið um að ræða. — Því er fyrst til að svara, að hún gæti orðið á mjög margan veg. Það liggur nærri að segja mætti,' að þar sem næg og hlutfallslega ódýr orka er eins og hér, þar megi allt framleiða. Við mundum t.d. með góðum árangri geta reist hér olíuhreinsunarstöð, og unnið flugvélabenzín úr jarðolíu (eða fuelolíu), svo fjarstæðukennt sem það virðist þó fljótt á litið. — En það, sem aðallega ber að hafa í huga, er, að við verðum að ríða fyrst á vaðið, þar sem við höfum betri skilyrði en aðrar þjóðir og 1 þeim iðn- greinum, sem stofnkostnaður er hlutfallslega minnstur miðað við eftirtekjur. Sem dæmi má nefna brennisteinsframleiðslu úr hveragufu. Stofnkostnaður við slíka framleiðslu yrði hverfandi lítill, en hörgull svo mikill á brennisteini, t. d. í Bretlandi, að fjármagn mætti óefað fá þar lánað með góðum kjörum, ef við vildum skuld- binda okkur til að selja Bret- um framleiðsluna um ákveðinn tíma, sem ekki ætti að vera nein frágangssök. Hér var á sínum tíma lokið undirbúningi að framleiðslu á áfengu öli til útflutnings í samvinnu við er- lent fyrirtæki, sem árlega flyt- ur út öl fyrir hundruð millj. króna. Voru þeir samningar hinir hagkvæmustu fyrir okk- ur, en óviðráðanlegar ástæður hindruðu, að úr þeim yrði. En vatnið okkar er betra en í nokkru öðru landi veraldar til þessarar framleiðslu. Við eigum þó fleiri möguleika fólgna í okkar „mjúka“ vatni og heita vatninu. Erlendur sérfræð- ingur komst eitt sinn svo að orði, að á íslandi „ætti lokastigið á allri bómullar- framleiðslu heimsins að fara fram. Mundi þá unnt að fá betri og ódýrari vöru en veröldin hefði áður aug- um litið.“ Það voru eiginleikar hins kalda og heita vatns, sem hann byggði þessa skoðun á. Enda munu hafa legið fyrir íslenzk- um stjórnarvöldum óskir frá evrópskum aðilum í þessum efnum, sem okkur hefði verið með öllu hættulaust að sam- þykkja. Mundu þeir einnig hafa tekið að sér að sjá um sölu afurðanna, svo að við þyrftum þess, að ekki náðist samkomu- lag um Kristjón í bankaráði Iðnaðarbankans, og sótti hann því ekki um stöðuna, þar sem hann vissi um þetta áður en umsóknarfrestur var útrunn- inn. Galt hann því húsbónda síns í þetta sinn. Eftir er svo að vita, hvort hann geldur Vilhjálms einnig í Dalasýslu, en þar mun nú vera hafin, eða um það bil að hefjast, prófkosning milli Kristjóns og Friðjóns Þórðar- sonar, fulltrúa lögreglustjóra, sem frambjóðanda af hálfu Sjálfstæðisflokksins við Al- þingiskosningar þær, er í hönd fara. ekki að kvíða markaðserfið- leikum. Margt fleira mætti til telja, svo sem alúminíum, baríum o. fl., þó að þess gerist ekki þörf að sinni. Erlent fjármagn þarf ekki að vera hættulegt. Margir eru haldnir þeirri skynvillu, að það sé okk- ur í öllum tilfellum hættu- legt að fá erlent fjármagn til að koma hér á fót stóriðju. Einkum og sér í lagi óttast menn þetta, ef veita þarf ein- hver fríðindi til að fá þetta f jár- magn. Þær leiðir eru þó fyrir hendi, sem betur fer, sem gera þenna ótta algjörlega ástæðu- lausan. Okkur ber að varast að taka að láni erlent fjármagn til að gera það að eyðslueyri. Og okkur ber að varast að taka erlent fjármagn að láni til annarra framkvæmda en þeirra, sem skila okkur gjaldeyristekj- um í framtíðinni eða minnka gjaldeyrisþarfir okkar á ein- hverju sviði. Okkur ber þó einkum og sér í lagi að varast að veita þeim ríkjum, sem seilast vilja til áhrifa í landi okkar, fríðindi fyrir fjármagn eða leyfi til at- vinnurekstrar hér 1 svo ríkum mæli, að það gæti kæft okkar eigin atvinnulíf og þjóðlíf. En okkur þarf engin hætta að stafa af því að veita aflögufærum smá- þjóðum ákveðin hlunnindi hér í ákveðinn tíma til að fá frá þeim fjármagn til stóriðju, sem reist væri með útflutning fyrir aug- um. Má þar til nefna Norðurlönd- in, Sviss og jafnvel Frakkland, Vestur-Þýzkaland og Bretland. Og það er meira að segja vafa- samt, að við fáum komið efna- hagslífi okkar á þann kjöl, sem okkur er nauðsyn, til þess að verða ekki Bandaríkjunum efnahagslega að bráð, nema við grípum til þeirra ráða. — En það verða að vera menn með sóma íslands og tilverurétt íslenzku þjóð- arinnar að leiðarljósi, sem slíkar ráðstafanir gera. -----1 ... Bátagjaldeyrisbraskið - Framh. af 1. srðu. ári en nokkru sinni fyrr, því að sýnilegt er að ríkisstjórnin ætl- ar að draga taum braskaranna á hverju, sem gengur. Og það er eingöngu að þakka skrifum FRJÁLSRAR ÞJÓÐR, að báta- gjaldeyrisbraskið var ekki aukið til muna, á þessu ári, því að hraðfrystihúsaeigendur höfðu allan hug á að ná fleiri vörutegundir undir bátagjald- eyriskerfið, en verið hefur. — Þær upplýsingar, sem FRJÁLS ÞJÓÐ hefur gefið um þessi mál, veittu samninganefnd ríkis- stjórnarinnar nægilegt aðhald, til að láta ekki undan „kröfu- pólitík" fiskkaupmannanna um aukin „fríðindi“ og gróðamögu- leika að þessu sinni. 1 aðsendri grein í Alþýðu- blaðinu laugardaginn 14. þ. m., sem nefnist „Nú kallar ísland“, er röggsamlega ritað um hœttulegar afleiðingar erlendrar hersetu í landinu utanstefnur íslenzkra manna, erlendar ölmusur og hvers kyns niðurlœgingu lands og þjóðar undir stjórn núver- andi valdhafa. 1 greinarlok dregur höfundur saman meginefni máls síns með eftirfarandi orðum: „Nú þarf alþýða íslands alls síns bezta við. Hamingja landsins hrópar á varðstöðu hennar. Það er vegið að dýr- ustu eignum þjóðarinnar: menningu hennar, efnalegu sjálfstæði hennar ogandlegu. Erlendur her gistir landið og leitar félags, einkum við æsku landsins. Með þessu er tungu, velsæmi og þjóðerni okkar ógnað. íslenzkir emb- ættismenn og andlegir leið- togar þiggja heimboð í vest- ur og heimboð í austur, en efla, er heim kemur, upp- lýsingastarfsemi hinna gistu landa, dásama allt, er þeir sáu. Erlent auðmagn leitar fangs á íslenzku atvinnu- og efnahagslífi. Rætt er og yfir- vegað, að íslenzkt fossaafl skuli mala gull erlendum auðmönnum, erlehd stóriðja á íslenzkri grund. En íslendingurinn, sá er vakir, hann segir nú: Hing- að og ekki lengra. íslending- ar skulu vera húsbændur á íslandi. íslenzk tunga, ís- lenzk þjóðmenning og ís- lenzkt þjóðerni skulu varin. íslenzkir embættismenn skulu íslandi einu þjóna. Heldur skal fátækt á íslandi, en að erlendis sé betlað um gjafir. Heldur skal máttur íslenzkra fossa óheftur, en að það geri erlendir menn til auðs sér en áþjánar ís- lenzku efnahagslífi. — Er- lendur her skal einangraður við búðir sínar, meðan er, en sendast burt sem allra fyrst. — íslenzkar hendur skulu fá þjóðnýt verk að vinna — þær skulu ekki vopnum hampa, vega menn né berja á bræðrum sínum. Og nú ætti íslenzk þjóð að hlusta — því að nú kallar ísland — og gegna ætti hún kallinu einum rómi: Hér er ég, land mitt, og er til starfa búinn“. Þetta er rödd hins óbreytta liðsmanns Alþýðuflokksins. En vill hann nú ekki gefa vandlega gaum að því, hverju flokksforusta hans svarar „kalli íslands"? — Hún þagði enn á fundinum í Stjörnubíó. Handavinnudeild Kennaraskólans. Teknar verða í deildina næsta haust sextán stúlkur. Inntökuskilyrði: Gagnfærðapróf eða annað, sem því svarar, auk þess vetrarnám í húsmæðraskóla eða íþróttaskóla. Umsóknir sendist skólastjóra Kennaraskólans fyrir marz- lok. Þær, sem þegar hafa sótt, eru beðnar að ítreka um- sókn sína. Nokkrir piltar verða teknir í smíðadeild. Umsóknar- frestur sami. Skilyrði: Gagnfræðapróf eða samsvarandi nám. Skólastjóri. Lækkar Eimskip farmg jöldin?

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.