Frjáls þjóð - 08.01.1954, Blaðsíða 4
Nokkur atriði til miflnis
reykvískum kjósendum
Kosningahríðin er nú að
hefjast, og í tilefni af því vill
FRJÁLS ÞJÓÐ beina tilmælum
tii stuðningsmanna Þjóðvarn-
arflokksins í Reykjavík.
1. Hefjið þegar í stað könn-
unarstarf meðal kunningja
ykkar, vinnufélaga og nágranna
og látið kosningaskrifstofunni í
té alla vitneskju, er þið kunnið
að fá um fólk, sem líklegt er til
þess að kjósa lista þjóðvarnar-
manna eða hefur samúð með
honum. Hafið yfirleitt sem allva
bezt samband við kosninga-
skrifstofuna að Skólavörðustíg
17. Hún verður framvegis opin
kl. 10—12 og 1—10 virka daga
og 1—7 á sunnudögum.
2. Kynnið ykkur, hvort þið
eruð á kjörskrá, og ef einhver,
sem á kosningarétt í bænum, er
þar ekki, þá látið kosninga-
skrifstofuna vita um það, svo
að hún geti í tæka tíð gert ráð-
stafanir til þess að kæra hlut-
aðeigandi kjósanda inn á kjör-
skrána.
3. Látið kosningaskrifstofuna
vita um fylgismenn flokksins,
sem kosningarétt eiga x Reykja-
vík, en dvelja úti á landi, svo
að í tæka tíð sé hægt að gera
ráðstafanir til þess, að þeir noti
kosningarétt sinn utan kjör-
fundar.
4. Látið kosningaskrifstofuna
vita xxm fólk, sem dvelur í
Reykjavík, en á kosningarétt í
Öðrum kaupstöðum, þar sem
þjóðvarnarmenn kunna að
bjóða fram, svo að fylgzt verði
með því, að atkvæðisréttarins
verði neytt og atkvæði send
nógu snemma heim í hlutaðeig-
andi kaupstað.
FRJALS ÞJOÐ
í" DAG koma út tvö tbl. af
Frjálsri þjóð, 1. og 2. tbl.
hins nýbyrjaða árgangs. Þrátt
fyrir það bíður mikið efni birt-
ingar vegna rúmleysis í blað-
inu.
Blaðið vill vekja sérstaka
athygli á hinni rökföstu og
hógværu grein Þórarins
Helgasonar frá Þykkvabæ,
„Sýndarmennskan ■' þjóð-
málunum“, sem birtist í 2.
tbl.
DR. JURIS
Hafþór Guðmundsson
málflutningsskrifstofa og
lögfræðileg aðstoð.
Laugavegi 27. — Sími 7601.
Sala og
samningar
SELJUM:
Hús,
íbúðir,
Bifreiðir,
Skip o. fl.
TÖKUM AÐ OKKUR:
Eignaumsýslu,
Samningagerðir,
Skattaframtöl.
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
Sala og samningar
Sölvshólsgötu 14, sími 6916.
Viðtalstími kl. 5—7 daglega.
5. Þeir Reykvíkingar, sem bú-
ast við, að verða ekki í bænxxm
á kjördegi, eru áminntir um
það að greiða atkvæði utan
kjörfundar, þegar slík atkvæða-
greiðsla hefst. Fólk er beðxð að
láta kosningaskrifstofuna vita
um það fólk, sem líklegt er til
þess að kjósa þjóðvarnarlist-
ann, en verður að líkindum ekki
í bænum á kjördegi.
6. Allir þeir, sem fengið hafa
meðmælendalista, eru beðnir að
Ijúka meðmælendasöfnun hið
bráðasta, og skila listunum í
kosningaskrifstofu flokksins.
FRJÁLS ÞjÓÐ
Föstudaginn 8. janúar 1954
Breyting útkomu-
daga blaðsins
FRJÁLS ÞJÓÐ mun fyrst um
sinn koma út tvisvar í viku,
fimmtudaga og sunnudaga, og
er næsti útkomudagur fimmtu-
daginn 14. janúar.
Sjálfboðaliðar óskast til starfa
að Skólavörðustíg 17 á mið-
vikudagskvöldum og laugar-
dagskvöldum eftir klukkan 7 til
þess að brjóta blaðið og búa
það til útsendingar. Það er
mjög nauðsynlegt, að nógu
margir verði við þessum tilmæl-
um.
Franxh. af 1. síðu.
sóknarflokkurinn um 700 at-
kvæði fram yfir eitt sæti og
Sósíalistaflokkurinn um 1200
atkvæði fram yfir þrjú sæti, en
hvern þeirra um sig vantar þó
mörg hundruð atkvæði til að
geta bætt við sig sæti, þar sem
um 18—1900 atkvæði þarf á
mann. Ekki eru minnstu líkur
til, að nokkur þessara gömlu
og hrynjandi flokka bæti við
sig atkvæðum í væntanlegum
kosningum og það þeim mun
síður sem reynsla er fyrir því,
að þeir tapa jafnan nokkrum
hóp alþingiskjósenda til íhalds-
ins í bæjarstjórnarkosningum.
Þeir hafa því engin skilyrði til
að geta fellt áttunda mann í-
haldsins.
Þau skilyrði hefur ein-
ungis Þjóðvarnarflokkur Is-
lands, sem einn allra flokka
er x örum vexti, enda öllum
landslýð að verða ljóst, að
hann er til þess kjörinn að
valda straumhvörfum í ís-
lenzkxxm stjórnmálxxm. —
Við síðustu kosningar hlaut
Þjóðvarnarflokkur Islands
Framsóknarmenn í Eyjum
klofnir í tvær fylkingar
Alger klofningur er nú orðinn
í liði Framsóknarmanna í Vest-
mannaeyjum. Hafa um langt
skeið verið þar harðar deilur
milli Helga Benediktssonar og
fylgismanna hans annars vegar
og Þorsteins Þ. Víglundssonar
og liðskosts hans hins vegar.
Hefur fram að þessu þótt með
öllu vandséð, hvor bæri hærri
hlut.
Á fundi Framsóknarmanna í
Eyjum nú fyrir örfáum dögum
var loks úr þessu skorið. Á þess-
um fundi lögðu báðir flokkarn-
ir fram uppástungu um fram-
boðslista við bæjarstjórnar-
kosningarnar, og var Þorsteinn
efstur á öðrum, en Helgi á hin-
um. Eftir harða sennu fóru leik-
ar svo, að Þorsteinn og menn
hans sigruðu með örlitlum at-
kvæðamun, og mun Helgi, sem
verið hefur forseti bæjarstjórn-
arinnar í Eyjum, ekki verða. á
bæjarstjórnarlista Framsóknar
að þessu sinni. Hitt er ekki enn
séð, hvort hann muni efna til
sérframboðs í Eyjum.
Tek á móti sjúklingum að Háteigsvegi 1 (Apótek
Austurbæjar) þriðjudaga og fimmtudaga kl. 3—5.
sími 5819.
•Jóhunn Su>wnunwtsson,
prófessor, dr. med.
Jvu^rfVVVVWnWVWVVVVVV^^WVWWVWVVVWVWVWVVWV'W'WVW'W-.rWVVVVÍ
TILKYNNING
Nr. 10/1953
Vegna breytinga á verðjöfnunargjaldi hefur Fjárhags-
ráð ákveðið nýtt hámarksverð á olíum sem hér segir:
Hráolía, hver lítri.......
Ljósaolía, hvert tonn ..
kr. 0.74V2
— 1360,00
Verð á benzíni helst óbreytt kr. 1.72 hver lítri. Að öðru
leyti haldast óbreytt ákvæði tilkynningar ráðsins frá 3i.
júlí 1953.
Reykjavík, 31. desember 1953.
Verðtugsshrifstuiun
atkvæðamagn sem svarar
til IV2 sætis í bæjarstjórn.
Flokkurinn þarf því aðeins
að bæta við sig fimmtungi
þeirra 5100 atkvæða, sem
féllu til ónýtis á gömlu flokk
ana þrjá og Lýðveldisflokk-
inn, til bess að Jóhann Ilaf-
stein falli fyrir Gils Guð-
mundssyni.
AUir andstæðingar Sjálfstæð-
isflokksins í bænum, hvort sem
þeir hafa kosið Alþýðuflokk,
Framsóknarflokk, Lýðveldis-
flokk eða Sósíalistaflokk, verða
nú að gera sér þessi einföldu
sannindi ljós:
1) Gömlu flokkarnir þrír
eru gersamlega vonlausir um
að fella íhaldið.
2) Um 3100 atkvæði liggja
„dauð“ hjá flokkunum þrem-
ur miðað við síðustu kosn-
ingar.
3) Aðeins Þjóðvarnar-
flokkur íslands, eini vaxandi
flokkurinn, getur bætt við
sig atkvæðum og fellt íhald-
ið.
4) Kosningabaráttan í
Reykjavík er þvi um annað
sæti Þjóðvarnarflokks ís-
lands og áttunda sæti íhalds-
ins, þ. e. þá Gils Guðmunds-
son og Jóhann Hafstein.
Orða helgur
„Minnisblað kjósenda 1“
„Þeir (þ. e. þjóðvarnarmenn)
hafa borið fram lista til bæjar-
stjórnarkosninga hér í Reykja-
vík — enda þótt þeir hafi aldrei
látið í ljós nokkra skoðun um
bæjarmálefni og hafi enga stefnu
í þeim.“ — (Þjóðviljinn, 5. jan.,
4. siða.)
Á tólftu síðu sama tölublaðs er
svo „minnisblað kjósenda I“. Þar
hefur Þjóðviljinn ekki annað
fram að færa en það, sem FRJÁLS
ÞJÓÐ hefur dregið fram í dags-
ljósið síðustu vikur — að ráð-
hússjóðurinn svonefndi hafi ver-
ið gerður að eyðslueyri og að
bærinn og bæjarstofnanir borgi
einstaklingum % úr milljón í
húsaleigu á ári hverju. — Áður
var Þjóðviljinn búinn að gera
tilraun til þess að fita sig á því,
sem FRJÁLS ÞJÓÐ sýndi fram á
í haust, fyrst blaða, að útþenslu-
stefnan i byggingamálum væri
bæjarfélaginu um megn fjárhags-
lega, og önnur lausn á húsnæðis-
vandamálunum niildu betri.
. Skyldi blaðamönnunum á bæj-
arstjórnarlista kommúnista aldr-
ei verða á að brosa að sjálfum
sér?
Umfangsmiklir fram-
taksmenn
Morgunblaðið talar um „einn
af umfangsmestu framtaksmönn-
um landsins.“
Það er einmitt það! Það vant-
ar eklci unafangið á framtaks-
mennina, ef umfang framtaksins
væri að sama skapi. Tökum til
dæmis umfang Jóhanns Hafsteins
og umfangið á afköstum Hær-
ingsútgerðarinnar. Eða bæjar-
stjórn Reykjavíkur, sem inun vera
tiltölulega umfangsmesta bæjar-
stjórn í heimi, hvort sem miðað
er við íbúafjölda bæjarins eða
framtak bæjarstjórnarinnar.
Skáldskapur og pólitík
„Kvæðaflutningur Kiljans (i
útvarpinu á sunnudagskvöldið)
var mikið nýnæmi, en Tómas
nokkuð bragðlítill að. venju.“ —
(Þjóðyiljinn 5. janúar.)
„Iviljan las upp kvæði eftir sig,
sem voru vægast sagt honurn
hvergi nærri samboðin, og Tómas
las eftir sig kvæði, að vísu snjöll
og listræn, eins og allt, sem hann
lætur frá sér fara, en öll gamal-
kunn hlustendum.“ — (Morgun-
blaðið 5. janúar.)
Og svo væri líka til þriðja leið-
in, að blanda ekki saman stjórn-
málaskoðunum og skáldskap.
Fyrsta próf-
kosningin
Fyrsta prófkosningin fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar í
Reykjavík hefur farið fram í
Mjólkurstöðinni, sem hefur
verið eitt helzta vígi Fram-
sóknarflokksins ■' bænum. —
Urslitin urðu:
Þjóðvarnarflokkur 11 atkv.
Sjálfstæðisflokkur 11 —
Framsóknarflokkur 11 —
Alþýðuflokkur 7 —
Sósíalistaflokkur 6 —
Auðir og ógildir 4 —
Kosningabarátta Þjóðviljamanna
snýst í fáránlegt persónuníð
Þjóðviljinn staðhæfir af full-
komnu blygðunarleysi, að Gils
Guðmundsson hafi sýnt Reykja-
víkurbæ fjandskap með því að
vera andvígur söluskatti. —
Kommúnistar séu hinir sönnu
vinir Reykjavíkur. Það ha£i
þeir sýnt með því að vilja lög-
festa sem tekjustofn handa bæj-
arfélögum einhvern rangláíasta
skatt, sem nú er innheimtur, en
eins og allir óbeinir skattar
kemur söluskatturinn harðast
niður á þeim, sem fátækastir
eru og flesta hafa á framfæri
sínu. Hefði alþingi gert hluta
söluskattsins að föstum tekju-
stofni bæjar- og sveitarfélaga,
myndu stjórnarflokkarnir að
sjálfsögðu hafa samþykkt á al-
þingi nýja tekjustofna til handa
ríkissjóði, sem numið hefðu eigi
lægri upphæð en ríkissjóður
missti af söluskattinum. Komm-
únistar hafa því með afstöðu
sinni í þessu máli gert tilraun
til að rígbinda hinn rangláta
söluskatt með lögum um langa
framtíð og jafnframt kallað á
það að lagðar yrðu nýjar tug-
milljóna álögur á alþýðu manna.
Slík er umhyggja þeirra herra,
sem Sósíalistaflokknum stjórna,
fyrir hag almennings. Síðan láta
þeir piltana við Þjóðviljann
birta tátlausan róg og nxð um þá
menn, sem eru sjálfum sér sam-
kvæmir og berjast afdráttar-
lalxst gegn skattpíningu Ey-
steins Jónssonar.
Söluskattsmálið er glöggt
dæmi um starfsajðferðir for-
ystumanna kommúnista. Af þyí
að söluskatturinn er illræmdu|i:,
felja þeir sjálfsagt að reyna að
nota óvinsældir hans til þess
að afla sér fylgis. En jafnframt
leika þeir þó þann leik, að festa
þennan illræmda skatt í sessi
og þykjast vilja ráðstafa hon-
um til bæjar- og sveitarfélaga.
Með þeim hætti ætla þeir líka
að gera hosur sínar grænar fyr-
ir kjósendum. Þetta er skolla-
leikur, sem kommúnistar leika
við öll liugsanleg tækifæri. Þeir
eru á móti óvinsælum sköttum,
en vilja jafnframt verja hinurn
sömu tekjustofnum í opinber-
an eyðslueyri. Þess konar
pólitík ber vott um svo gegnd-
arlausa fyrirlitningu á dóm-
greind kjósenda að engu tali
tekur. Þjóðvarnarmenn eru þess
fullvissir, að reykvískur al-
menningur er ekki svo heimsk-
ur sem kommúnistaforsprakk-
arnir halda.
Alþýða manna gerir sér æ
ljósari grein fyrir leik þessara
pólitísku loddara og mun dæma
framkomu þeirra að verðleik-
um.
Til þess að fullkomna lúaleg-
an róg sinn bætir Þjóðviljinn
því svo við, að þjóðvarnarmenn
vilji hafa formann sinn und-
anþeginn söluskatti og endur-
tekur ósannindi Tímans og
fjármálaráðherrans um það, að
bókaútgáfur hafi innheimt 3%
söluskatt. Áður hafði þó Þjóð-
viljinn sjálfur fordæmt hina
pólitísku ofsókn gegn Valdimar
Jóhannssynl, líkt og mörg önn-
ur blöð, bar á meðal Alþýðu-
blaðið og Varðberg. En nú nálg-
ast bæjarstjórnarkosningar, og
það hoi-fir ekki efnilega við fyr-
ir blaðamönnunum á bæjar-
stjórnarlista Sósíalistaflokks-
ins. Þá verður þeim það fyrir
að grípa feginshendi ógeðsleg-
asta róg Tímans um þjóðvarn-
armenn til viðbótar því, sem
framleitt er heima. Virðist þeim
og láta vel sú iðja, því að svip-
aðar eru „rökræður“ þeirra um
menn á öðrum listum, svo sem
skrif þeirra um Alfreð Gíslason
lækni nú í þessari sömu viku,
eru til vitnis um. Honum var
nánast lýst sem illmenni.
En mjög er vafasamt, að
blaðamenn Þjóðviljans afli sér
mikils álits eða fylgis með per-
sónurógi og öðrum viðlíka bar-
dagaaðferðum.
Samkoma þjóðvarnarmatina
Þjóðvarnarfélögin í Reykjavík efna til skemmtisamkomu í
samkomusalnum að Laugavegi 162 föstudaginn 15. janúar. Hefst
kl. 8,30.
Stuttar ræður flytja Bárður Daníelsson verkfræðingur, frú
Guðríður Gísladóttir og Hafsteinn Guðjnundsspn prentsiniðju-
stjpri, en kynnir verður Gils Guðmundsson alþingismaður, er
einnig flytur stutt ávarp.
Karl Guðmundsson leikari mun skemmta. — Síðap dans. —
Aðgöngumiðar verða seldir að Skólavörðustíg 17 kl. 5—7 á
fimmtudag og föstudag.
Þjóðvamarmenn fjölmennið!