Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 01.10.1955, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 01.10.1955, Blaðsíða 7
Laugardaginrt 1. október 1955 FBJALS ÞJÚ Ð f Einn skattur í stað margra I jWWVVVWVWWVWWV^VVW^AWWWWUViVWWVV Framh. af 5. si5u. styrks úr ríkissjóði cða sveitarsjóSi eftir nánari reglum meÓ tilliti tii fjöl- mennis sóknar og annars, sem máli skipti, og þyrftu þær reglur engan veginn að vera handahófslegri en nú- verandi reglur. ★ T Ttsvör. Samkvæmt út'svars- V* lögum skal útsvar á lagt eftir efnum og ástæðum. í reynd er útsvar lagt eftir fyrir- fram ákveðnum stiga á tekjur og eignir, svo og veltu hjá þeim, er sjálístæðan atvinnu- rekstur stunda, í samræmi við það, sem sagt hefur verið um eignaskattinn hér að framan, verður hér tal- ið, að eignaútsvar beri að leggja niður, eða, ef menn ekki vilja það, þá að sameina það tekjuútsvarinu með því að um- reikna eignirnar í tekjur. Hvað snertir veltuúrsvarið, þá verður engan veginn komið auga á, að stærð veltu, út af fyrir sig, segi nokkuð til um efnahag skattgreiðenda. Veltu- útsvarið hefur sennilega verið upp tekið vegna skattsvika, og þá verið ályktað sem svo, að skattsvik atvinnurekenda væru í réttu hlutfalli við stærð veltu. Með þessu hefur ríkis- valdið viðurkennt skattsvik- in og refsað beim, sem ekki hafa fylgzí með í því kapp- hlaupi. Afleiðingar þessarar stefnu eru margs konar, bæði hag- rænar og siðferðilegar. Svo óbilgjörn hefur þessi skatt- álagning verið, að skattar og útsvar hafa numið meira en nettótekjum atviimurekandans, jafnvel taprekstur hefur verið skattlagður. Hér er eins og kostað hafi verið kapps um að reka menn út á skattsvikaleið í sjálfsvörn. Afkastamikill at- vinnurekstur með lítinn ágóða á framleiðslueiningu verður hér harðast úti, fyrirtæki með litla veltu og mikinn ágóða á framleiðslueiningu sætir betri kjörum. Ætli þetta sé nú það, sem þjóðfélagslega séð er æskilegast? Það er.fáránlegt að ætla sér að mæta skattsvikum á þann hátt að koma öllum til áð svíkja hlutfallslega jafnt, og það er ábyrgðarhluti að gefa þjóðinni slíka forskrift í sið- ferðilegum efnum. Veltuút- svarið er óréttlátt, og það á því að afnema það, skattsvik ber að taka öðrum og harðari tök- um, og til róttækra ráðstafana verður að grípa til að leiða þau í Ijós. ★ Við erum nú komin að þeirri niðurstöðu, að útsvar verði lagt á tekjur. eins og tekjuskattur- inn, og þá liggur næst fyrir að athuga, hvort hægt verði að gera útsvörin og tekjuskattinn að sama skatti og þar með komasf að því marki, að að- eins skuli lagður á einn al- mennur skattur. Aðalannmarkarnir á því að leggja á einn skatt, lagðan á af einum og sama aðilja og inn- heimtan af einni og sömu stofn- un og skipta síðan skatttekjun- um milli ríkisins og sveitarfé- laganna, eru þeir, að tekjuþörf liiuna ýmsu byggðarlagða er misjöfn, sem aftur stafar af ýmsum aðstseðum og orsökum. Það er þó engan veginn svo, að ekki megi finna leiðir úr þess- um vanda, og skal nú hér sem dæmi drepið á eina, en fleiri leiðir koma þó mjög til greina. Til dæmis væri hægt að endur- skoða algerlega verkaskipting- una milli ríkisins og sveitar- félaganna og haga henni til samræmis við hina nýju skött- unaraðferð. En hætt er við, að erfitt væri að fá samþykkta svo róttæka leið. Sú leið, sem ég ætla hér að gera að umtalsefni, er í stuttu máli á þessa leið: Lagður sé á einn skattur til ríkisins eftir lögákveðn- um, stighækkandi „skala“. Hvert sveitarfélag getur svo í saniræmi við sína fjár- hagsþörf ákveðið tölu, sem margfalda eigi ríkisskattinn með til að fá sveitarfélags- skattinn. Sveitarfélagsskatturinn að viðbættum ríkisskattinum er er þá heildarskatturinn. Heild- arskatturinn er einnig jafn ríkisskattinum margfölduðum með tölu sem er einum heil- ur hærri en sú tala,.sem sveit- arfélagið ákveður, að margfalda eigi með, og gildir þetta jafnt, hvort sem um er að ræða skatt hvers einstaklings eða summu skattanna á alla íbúa sveitar- félagsins, og er því auðvelt að reikna út'þann hluta, er sveit- arfélagið á að fá greiddan. Kostir þessarar leiðar eru þeir, að hún er einföld í fram- kvæmd og samrýmist greiðlega vélavinnu við skattálagningu og sparar mikið í bókhalds- og innheimtuvinnu. Ókosti munu menn sjálfsagt geta fundið á henni og þá margvíslega, en'á mismunandi rökum reista. Hér er t.d. gert ráð fyrir, að menn séu skatt- og ,.útsvars- skyldir“ á einum og sama stað. Fyrir einstaklingana er þetta kostur, en frá sjónarmiði margra sveitarfélaga mundi þetta vera talinn ókostur. Ég tel þó, að hiklaust eigi að fara þessa leið, en hins vegar þyrfti þá jafnframt að endur- skoða lögin um heimilisfesti, enda er það fyrir löngu og af mörgum ástæðum orðið meir en tímabært. Kostir þess, að menn séu skattskyldir á einum og sama stað, bæði til rikis og sveitar eða bæjar, eru, að með bví fæst aukið öryggi fyrir einstaklingana, það kemur í veg fyrir mikinn kostnað, erfiðleika og mála- ferli, auk þess sem bað er hagkvæmast og ódýrast í framkvæmd. Tap það, er einstök sveitar- félög kunna af þessu að hafa, er vandamál, sem hægt ætti að vera að leysa, en á þessu máli eru og verða ávallt marg- ar hliðar, og verða þær ekki ræddar hér, þar sem deilan um, hvar réttmætt sé„ að ein- staklingur eigi að greiða sitt útsvar, verður ekki tekin til meðferðar hér. Erfiðleikum mun valda í sambandi við þessa sköttunar- og innheimtuleið hinn mikli fjöldi smárra sveitarfélaga, sem gerir þá aðilja of marga og af- kastalitla, sem saman þarf við að sælda. Þessi fjöldi og smæð sveitarfélaga er raunar á ótal mörgum fleiri sviðum Þrándur í Götu. Síækkun sveitarfélaganna hefur á und- anförnum árunr nokkuð verið á dagskrá, og var á fulltrúa- ráðsfundi Sambands íslenzkra sveitarstjórnafélaga 1951 sam- þykkt tillaga til ríkisstjórnar- innar um að kjósa nefnd til að framkvæma nákvæma athugun á, hvort tímabært sé að stækka sveitarfélög landsins með því að sameina þau þannig. að ekki séu undir 500 íbúum í neinu syeitarfélagi, nema sérstakar landfræðilegar ástæður liggi til. ★ ‘C'g hef nú rætt þá almennu skatta, sem lagðir' eru á einstaklingana í hlutfalli við efnahag, og bent á leiðir, sem fara megi til að gera þá ao ein- um skatti. Það er ekki skoðun mín, að þetta séu þær leiðir að markmiðinu, sem endilega ætti að fara, en tilgangurinn ér að sýna fram á, að leiðir séu til, og jafnframt að' hvetja menn til umhugsunar um málið. Það er trú mín, a'ð með því móti miði því fram á við og krafan um, að aðeins verði lagður á einn skattur, og álagning og innhéimta verði- sámeiginleg 'fyrir ríkið og sveitaifélögin, nái FjármáJatíiíndi 3. hefffi 1955 er komið uff Fylgizt með þjóðarbúskapnum og ger- izt áskrifendur að Fjármálatíðindum. Fjögur hefti á ári. Aðeins 25 kr. árgangurinn. liagfrceðidcild Land.sliankans Hóka.rerzlun • Isafoldar: Hef opnað Saumastofu og kápuverzlun að Hverfisgötu 37 (áður að Hverfisgötu 49). ÁRNIEÍNARSSON, domuklæðskeri. — Sími 7021. Afl.V.V-WAVJ Úr veúri rerölti - Frh. af 4. síðu: haustið bjóst hann til Indlands- ferðar. Hann lagði land undir fót norður Afríku, átti stundar- dvöl á fílabúi, þar sem ungir fílar voru tamdir til vinnu, og hélt síðan inn í Súdan við bæ- inn Júba, skammt frá eystri upptökum Nílar. Hann ætlaði að komast á bátnum norður Níl til Kartúm og þaðan austur að Rauð'ahafi. En ensk lögregla tók hann höndum. visaði honum úr landi og rak hann aftur suð- ur yfir landamærin. Þá hætti hann við Indlands- ferö og stefndi inn í frönsku Mio-Afriku. En hann var hand- tekinn i Bangassou og sendur til baka. Þá tók hann það ráð, að hann seldi riífil sinn og tók sér far með fljótabáti niður Kongó til Leópoldville. í þeirri ferð fékk hann belgískt vegabréf í frönsku borginni Brazzaville, og nú gat hann í fyrsta skipti ferðazt með lögiegum hætti. Til Leópoldville fékk hann senda peninga frá Danmörku, svo að hann eignaðist fyrir fari til portúgölsku nýlendunnar An- góla í Vestur-Afriku. Þangað kom hann í-ársbyrjun 1950. Þar féfck hann sér um stundarsak- ir vinnu við hamprækt. Verzlunarmaður í Kóngó. ffitlu síðar bauðst honum vinna ** á vegum hinna tékknesku Bata-verksmiðja. Hann átti að selja fyrir þær skó í Kóngó. Fyrst var hann sendur milli ým- issa útibúa til þess að læra listina, og síðan tók hann til starfa í Kokvilhatville, langt inni í Kóngó, beint undir mið- jarðarbaug. Blökkumenn á þessum slóðum höíðu yfirleitt ekki séð skó fyrr, en sölutæknin var fólgin í því aö segja þeim, áð enginn gæti siðmenntazt, fram að ganga. Væri það stóra ! átak gert, er enginn vafi á, að það niundi leiða til endurslcipu- I lagningár á fleiri sviðum hins ' opinbera rckstrar. WWWWIA i nema hann gengi á skóm. Allir 1 vörðu sínum síðasta eyri til l skókaupa, svo að þeir misstu ekki af siðmenningunni. Trú- girni blökkufólksins og traust á orðum hvítu mannanna var notað til þrautar. Að átta mánuðum liðnumt hafði Klavs Beckcr-Larsen safnað talsverðu fé. Þá kvaddi hann Afríku. Ilann hafði eign- azt fé til Indlandsferðarinnar og Himalajaleiðangursins. Himalajaleiðangurintt gerður. fjinn ungi ævintýramaður fór ineð flugvél til Stanlevville, Nairóbí og Mombasa, og þaðan með skipi til Kólombó á Ceylon og Madras og Kalkúttu á Ind- landi. Þaðan hóf hann ferð sína niður hinar frjóu sléttur við Gangesfljót og upp í .fjalllendi Nepals. Hann lét ekki staðar numið, fyrr en hann var kom- inn inn í Tibet, en þaöan hugð- ist hann gera leiðangur sinn. Árið áður hafði svissneskur leiðangur, er hafði til umráða þrjár milljónir króna, freistað , þess að brjótast upp á hátind ■ Himalajafjalla. Klavs Becker-’- Larsen hafði alls rúmlega tutt- ugu þúsund krónur. Honum þótti það ærið fé. Hann réð sér tólf burðarmenn, í fjallaleið- angri sinum var hann sjötíu og fimm daga. En hann komsfc aldrei nema í 6800 metra hæð, þvi að burðarmennirnir treystu ekki útbúnaði hans og neituðu að fara lengra. Auðvitaff var vonlaust frál •; upphafi, aff fjallgangan heppn- affist, en áræði hans og þraut- seigja er meff fádæmum, enda hefur tilraunar hans verið geticl sem mikils afreks í ritum fjall- göngumanna. Margt hefur drifið á daga' þessa manns, síöan hann var S Tibet, en nú er hann kominn, heim á æskuheimili sitt. E» það þykir óliklegt, aff hann unr’ þar lengi. Enginn veit, hverb >f hann mun fara næst.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.