Frjáls þjóð - 01.12.1956, Síða 4
4
FRJÁLS þjóð
FRJÁLS ÞJÖÐ
Útgeí'andi: Þjóðvarnarflokkur íslands
Ritstjóri: Jón Helgason, sími 6169.
FramkvcemcLarstjóri: Sigurjón Þorbergsson, simi 6765.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 9, Rvík. Sími 82985. — Pósthólf 1419.
Áskriftargjald kr. 6,00 á mánuði. — Verð í lausasölu kr. 2,00.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Trúísi á biekklngarnar
Það getur ekki farið fram
hjá neinum, sem les blöðin
um þessar mundir, hve full
þau eru iðulega af ósvífnum
blekkingum. Það er oft eins
og þeir, sem þar stýra penna,
hagi sér eftir þeirri kenningu
Iiitlers sáluga, að áróður orki
á þeim mun fleiri sem hann
er ósvífnari og auðvirðjlegri.
Viðbrögð Þjóðviljans í her-
stöðvamálinu eru skýrt dæmi
um þetta. Hann byrjaði með
því að fullyrða, er bandaríska
nefndin kom, að stjórnin og
stjórnarflokkarnir ^ myndu
standa við öll sín fyrirheit um
brottför hersins, enda þótt rit-
stjórar hans hlytu að vita, að
hverju fór. Eftir nokkra daga
sneru þeir við blaðinu og sögðu
þær fréttir vestan úr Ameríku,
að samið yrði um, að hernáms-
liðið sæti hér um kyrrt. Jafn-
■framt færðust þeir í aukana í
blaðaskrifum gegn hernum,
og væri allt þetta gott og
blessað, ef það væru ekki
blekkingarskrif og bak við
byggi það, að Sósíalista-
flokkurinn ætlar að sætta sig
við það, að samið sé um
framlengingu liernámsins, og
eiga áfram aðild að ríkis-
stjórninni.
Séu hér hafðar uppi órétt-
mætar getsakir um hluti, sem
ekki eru enn að fullu komnir i
dagsljósið, vill þetta blað fyr-
irfram biðja afsökunar. En
það hefur gild rök fyrir því,
að það sé algerlega óþörf vara-
semi.
I landhelgismálinu er fer-
iilinn svipaður á þeim bæ.
Ríkisstjórnin samdi við Breta
um landhelgismálið og lönd-
pnarbannið, og eitt í þeim
samningum var, að landhelg-
in skyidi ekki færð út þessi
misseri. Þjóðviljinn fullyrti, að
íslendingar hefðu haft sitt
fram án nokkurra tilslakana,
vildi .varpa allri sök á eftir-
gjöfinni á einn ráðherra og
lýsa hana hans einkamál.
Jafnframt var blaðið Iiá-
værara en nokkru sinni áð-
ur um hað, að landhelgin
skyldi færð út þegar í vetur,
enda bótt sú ríkisstjórn, sem
hann veitir stuðning, hafi
fyrir örskömmum tíma
skuldbundið sig til bess að
gera bað ekki.
Svikin * herstöðvamálinu
eru sannarlega hörmuleg, og
enginn veit, hvaða afleiðing-
ar bau hafa fyrir framtíð
þessarar hjóðar. Landhelg-
issamningarnir eru líka tor-
tryggilegir, þótt ekki liggi
enn ljóst fyrir að öllu leyti,
hvað þar hefur gerzt. Sam-
steypustjórn, sem Sósíalista-
flokkurinn á aðild að og
styður, stendur að þessum
! samningum. En aðferð Þjóð-
viljans er sú að reyna að
hlekkja Iandslýðinn með há-
værum kröfum, sem ganga í
gagnstæða átt við bað, er
ríkisstjórnin gerir, af því að
gerðir hennar eru óvinsæl-
ar. Það er mikill loddara-
leikur.
'k
Ekki er það Þjóðviljinn einn,
sem er sekur í þessu efni.
Blekkingamoldviðrið gengur
víða fjöllunum hærra um
þessar mundir. Um það mætti
greina ótvíræð dæmi úr öllum
dagblöðunum. Hér skal aðeins
bætt við mjög lítilli — sígildri
blekkingatilraun eins blaðsins
í þessari viku.
Dagblaðið Vísir er að segja
frá Alþýðusambandsþingi og
samþykkt þess um Ungverja-
landsmálin.
Um hana segir blaðið:
„ . . . liún mun hafa verið
skorinorðari en ályktun
ríkisstjórnarinnar í byrjun
mánaðarins“. Nú eru marg-
ir snöggir blettir á ríkis-
stjórninni og fer fjölgandi.
En yfirlýsing hennar um
Ungverjalandsmálin var ó-
tvíræð og afdráttarlaus.
Vísir treystir því hins vegar,
að menn muni ekki glögg-
lega yfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar og vill læða bví inn
hjá fólki, að hún hafi verið
linlcga orðuð.
Svona blekkingaáróður ei
lítilsvirðing við lesendur blað-
anna. í gegnum hann skín fyr-
irlitning á fólki. Hann er mót-
aðpr og fluttur í þeirri trú, að
allt sé boðlegt og við öllu verði
ginið.
---.>---
Ungverska
flóttafólkið
Hvað dvelur það, að íslenzka
ríkisstjórnin bjóði dálitlum
hópi ungversks flóttafólks
landvist og framtiðarheim-
kynni á íslandi?
FRJÁLS ÞJÓÐ vakti fyrst
íslenzkra blaða máls á þessu.
Nokkru síðar mun þetta mál
hafa verið rætt á ráðherra-
fundi, og var látið liklega um
að bjóða þetta fram. Síðan hef-
ur ekkert um það heyrzt.
Það er ekki vansalaust, ef
Islendingar gera eklcert í
þessu efni. Á þessu sviði
getur ísland verið hlutgengt.
Því ber að vera þátttakandi
í hjálparviðleitni þjóðanna.
Eftir hverju er beðið?
Laugardagin.n 1- desember 1953
Úr- víðri verölti
Flóttafólkið og hjáiparskyldan við það
Mikm. fjöldi ungverskra flóttanianna er nú samankominn í
Austurríki. Daglega er frá því sagt, aö þangað streymi flótta-
fólk yfir landamærin, þrátt fyrir stranga vörzlu rússneskra her-
raanna. Allt þetta fólk flýr föðurland sitt snautt og slyppt, og
margt af því er sært, tært af hungri og frávita af skelfingu eftir
allt, sem yfir það hefur dunið. I flóttamannahópunum eru oft
foreldralaus börn, konur, sem ekkert vita, hvað orðið hefur
af mönnum þeirra, aldrað fólk og lasburða, örkumlamenn og
sjúklingar.
Áður en þessi ósköp dundu yf-
ir, voru í heiminum hundruð
þúsunda flóttamamva, sem lifðu á
náðarbrauði hjálparstofnana í
bráðabirgðabúðum. Það fólk var
einkuna upprunnið af tveinmr
1-andsvæðum. Annars vegar voru
Arabar, sem hröktust frá heim-
kynnum sínum, er Gyðingar
lögðu ísrael undir sig — liins
vegar flóttafólk úr leppprikjum
kommúnista í Austur-Evrópu, og
munu Pólverjar þar fjölmennast-
ir.
Löng hörmungasaga.
þeir liurfu jafnóðum inn í liið
vestur-þýzka þjóðfélag.
Eymdarlíf í sandauðninni.
essu næst liófst straumur
flóttamanna úr ísrael. Arabar,
sem ýmist voru reknir úr þorp-
um sínum eða liröktusl brott
vegna styrjaldaraðgerða eða ótta
við Gyðinga, voru vistaðir alls-
lausir i flóttamannabúðum utan
1-andamæra ísraels. Þessir arab-
ísku flóttamenn námu hundruð-
uin þúsunda, og mikill aragrúi
þeirra hefur fram á þemran dag
hírzt í búðum á náðarbrauði,
sviptir allri framtíðarvon.
Þólt nokkuð hafi verið gert
fyrir þessa flóttamenn, lifinu að
minnsta lcosli haldið í þeim, j)á
er smán, hversu mikið tómlæti
heíur ríkt um h-ag þeirra og
framlög öll verið naum og fyrir-
greiðsla treg. Þegar milljörðum
á milljarða ofan er ausið til her-
búnaðar, liefðu þjóðirnar átt að
sjá 'sómu sinn i þvi -að búa flótta-
fólki lífvænleg kjör til frambúð-
ar.
Ungverska flóttafólkið.
Mú kveður íiiikið að samúðaryf-
* irlýsingum vegna þeirra svi-
virðilegu fantataka, sem Ungverj-
ar eru beittir. Það er gott i’it af
fyrir sig. Samt létta þær litið
raunir Ungverja, þótt ekki sé
ineð öllu ósennilegt, að Rússum
standi einhver stuggur af þeira
Framhald á 7. síðu.
J|aga ]>ess fólks, sem orðið hef-
ur landflótta á þessari öld,
er hörmuleg. Fyrst kvað veru-
lega að flóttanvannavaadamálinu,
er byltingin var um garð geng-
in i Rússlandi í lok heimsstyrj-
•aldarinnar fyrri. Rússar, sem bar-
izt höfðu gegnt bolsivíkkum, flýðu
þá unnvörpum land.
Á milli stvrjaldanna hófst
straumur flóttamanna frá Þýzka-
landi, er nazistar liöfðu náð þar
völdum, og niunu flótkunenn það-
an hafa nálgazt liálfa milljón, er
styrjöldin hófst. í þessum hópi
voru nær 400 þi'isund Gyðingar,
og af þeim höfðu um 1(50 þúsund
hvergi fengið fasta landvist, er
styrjöldin liófst.
í Finnlandsstyrjöld Rússa var
mikill fjöldi fólks hrakinn frá
heimkynnum sinum. En þeir
fengu allir hæli annars staðar í
Finnlandi. Þegar Rússar hertóku
Eystrasaltslöndin, hófst þaðan
mikill straumur flótl-afólks, sem
suint liefur fram á þennan dag
verið á hrakhólum. En þeir munu
þó vera enn fleiri, er Rússar
sjálfir fluttu nauðungarflutningi
austur í Asíu.
Umrót styrjaldaráranna.
J heimsstyrjöldinni og við
landaskiptin að henni lok-
inni tók þó fyrst i hnjúkana. Þá
voru milljónir nianna á megin-
landi Evrópu fluttar nauðungar-
flutningi til þrækivinnu hjá naz-
| istúm. Þegar spilin voru stokk-
uð upp að styrjaldarlokum og
löndin sneidd eins og kaka, tek-
ið af einu og bætt við annað,
voru milljónir manna ýmist rekn-
ar úr heimkynnum sínum cða
l'lýðu þaðan vegna ofsókna eða
ótta við þær. Þannig streymdu
vestur á bóginn skarar af þýzku
fólki af landsvæðinu auslan við
Oderfljót, sem tekið var af
Þýzkalaiidi og bætt við Pólland
til þess að vega upp á móti pólsku
landi, er Rússar lögðu undir sig.
í Þýzkalandi sjálfu var við styrj-
aldarlokin fjöldi aðfluttra manna,
sem þar liafði lifað af nauðling-
arvinnu eða fangabúðavist, en
margt af- þessu fólki fór aldrei
til sinna fyrri heimkynna.
Við tilkonm leppstjórna komm-
únista í Áúsluj’-Evrópuríkjunum
magnuðist á jný flóttamanna-
straúmur vestúV á bóginn, unz
svo var um hnútana búið, að
flótti var nær ólnigsandi. Milljón-
ir Austur-Þjóðverja leituðu og
vestur yfir hernámsnt^rkin, en
Hlutskipti blökkumanna
|frskurður hæstaréttar Bandaríkjanna, sem staðfesti, að aðskilnað-
ur fólks vegna hörundslitar væri ólöglegur, hefur þegar ork-
að miklu til bóta í kynþáttamálunum. Samt hefur víða í suður-
fylkjum verið gripið til ofbeldisaðgerða til þess að hindra það,
að farið sé eftir þessum úrskurði, og enn verða milljónir svartra
barna að láta sér nægja hina svonefndu „krákuskóla“.
Þegar skólar tóku til starfa í
september, komust 300 þiisund
börn af blökkumannakyni í skóla,
þar sem áður voru einungis livít
börn.
Mótspyrnan er óvægileg.
CJíðan hæstiréttur Bandaríkjanna
M kvað upp úrskurð sinn árið
1954, liafa 570 skólahéruð af 4000
fallið frá aðgreiningunni, en
stofnuð hafa verið 40 félagssam-
tök og 84 fylkislög setl í átta
fylkjum til þess að koma i veg
fyrir, að aðgreiningin falli niður.
í Missisippi, Alab-ama, Flórída, Ge-
orgíu og Suður-Karólinu hefur
engum blökkubörnuin verið
hleypt í opiijbera skóla með livít-
um börnum. í Norður-Karólinu,
Louisiana og Virginíu haf-a fylk-
isskólarnir verið opnaðir, og i
Tennessce fengu fimmtán svartir
nemendur aðgang að mennta-
skóla í Clinton. í Vestur-Virginiu
hafa 52 skól-ahéruð af 55 l'allið frá
aðgreiningu. í Kentucky 33, en
nokluið rýmkað til i öllum skóla-
héruðum, 184. í Missouri liafa
4—5 þúsund nemendur af 85.000
komizt í skólana. í Oklahoma
munu 150 S'kólahéruð f-alla frá
aðgreiningu á þessu ári. í Texas
hætta 100 af 1800 aðskilnáði og í
Arkansas, þar sem mótspyrnan er
mjög liörð, voru skólarnir aðeins
opn-aðir í þremur héruðum af 50.
8 ára drengur
kærður fyrir morð.
glökkumannaofsóknir eig-a sér
stöðugt stað i Bandaríkjunum,
og er ’eitt dæmi þess, að átta ára
garaall drengur í Lancaster í
Pennsylvaníu, sem olli dauða níu
ára telpu með því að sparka i
hana, hefur verið ákærður fyrir
morð og hafður í haldi siðan 21.
júní í sumar. Hafa æsingarnar ijt
af þessu slysi gengið fjöllunum
hærra, og blöðin birt nafn
drengsins og myndir af honum.
Jafnungt barn hefur aldrei fyrr
verið ákært fyrir inorð i Penn-
sylvaníu, og vissulega liafa menn
einnig valcizt upp til mótmæla
vegna meðferðar þeirrar, sem
þessi fátæki blökkudrengur og
fjölskylda lians hafa sætt.
Svívirðingin í Suður-Afríku.
ótt liagur blökluimanna í
Bandaríkjunum batni senni-
lega lieldur, er aðra sögu að segja
frá Suður-Afríku. Þar búa
blökkuinenn nú við svipaða kosti
og Gyðingar í Þýzkalandi á dög-
um Hitlers. Þar hefur til dæmis
verið sannað með myndum, að
svartir vinnubúðafangar í Jó-
hannesarborg eru kúgaðir til
þess að dansa allsnaktir fyrir
fangaverðina í fangelsisgarðin-
um, er þeir koma frá vinnu á
kvöldin.
Annað dæmi er nú umrætt í
blöðum. Fólk, sein heyrði til
hinni Postullegu sabbatskirkju
guðs í Ródesiu, (500 m-anns, flutti
1947 til Korsten í Suður-Afríku og
tók að stuiida þar körfugerð og
húsgagnasmíði. Fólk í þessu
kirkjufélagi er fyrirmyndar borg-
arar. Það reykir ekki, bragðar
ekki áfengi og blót-ar ekki. Hjá
því er sameignarskipulag, og sam-
félagið sér fyrir þeim, sem ekki
geta unnið fyrir sér. Lifsreglur
þess eru strangar, og jafnvel ó-
þrifnaður getur varðað brott-
rekstri.
Nii í október skipaði stjórn
Strydonis þessu svarta lcörfugerð-
arfólki, sem orðið et' 1300 manns,
á brott úr Korsten nær fyrir-
varaláust. I>að á sjálft að standa
straum af brottflutningnum, og
neiti einliver að fara, verður
liann handtekinn og settur í
þrælavinnu, unz hann hefur unn-
ið fyrir kostnaði við nauðungar-
flutning.
Ástæðan til þessa er sú, að
iolkið hefur komizt mjög vel af
við iðn sina og borið meira úr
býtum en samræmist vinnulög-
gjöf þeirri, sem Suður-Afríku-
stjórn liefur sett blökkiunönnum
i landinu.