Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 21.12.1957, Page 7

Frjáls þjóð - 21.12.1957, Page 7
FRJAL5 RJDÐ cjCau ýurdaefinn 2/. desernL esembcí’ (95 7. Hte‘liur Vithjíítrtts Taiað Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: ViS, sem byggðum þessa borg. Bókaútg. Setberg. Reykjavík 195ö. Vilhjálmur er orðinn all- þekkíur skáldsagnahöfundur og hefur einnig skráð nokkrar ævisögur. „Við', sem byggðum þessa borg“ er safn samtals- þátta, og eru tvö bindi komin út. Söguhetjurnar eru allar i Reykjavík. Allar segja þær sjálfar brot úr ævisögu sinni, og eru flestir þættirnir talsvert langir. Höf. hefur þann hátt á að hafa inngang frá sjálfum sér á undan hverri frásögn. Því næst lætur hann sagnamennina að mestu hafa orðið og' virðist sem mest nota orðalag og tungutak þeirra sjálfra. Margir þáttanna eru vel sagðir og læsilegir og bregður á stundum nokkru skini yfir atvinnuhætti, ævikjör og menn- ingu þeirra tíma, er þeir ger- ast á. Eftirtektarverð er frá- sögn Steinunnar Þórarinsdóíí- ur, sem alin var upp í algeru umkomuleysi og lífið hefur aldrei liossað, en hefur þó tek- izt að rækta með sér hlýju og fórnfýsi þrátt fyrir illt atlæti í bernsku, hefur aldrei unnið með það fyrir augum að krefj- ast Iofsyrða eða verðlauna og gefur kettinum og öðrum smæi- ingjum af matnum sínum. Hún segir líka prýðilega frá. Ekkí er ólíkt á komið með henni og Þórarni Jónssyni. Bæði hafa þau alizt upp í örbirgð við EÍkiLningsleysi vandalausra. manna, en bæði hafa þau á sinn hátt fengið svolítið út úr lífinu þrátt fyrir allt. Gamh maðurinn er ekki eins mildur. Hann er ofurlítið hornóttur og ósigrandi. „Maður, sem. alltai segir nei, þó að tekið sé af hon- um, er ekki sigraður.“ Þáiinig hugsar og talar gamli maður- inn. Og þetta er vissulega aug- Ijós og einföld lífsspeki. Ann- að er að beygja sig sjálfviljug- ur undir ranglætið en neyðast til að þola það. Oft bregður fyrir glettni í frásögninni, t. d. þegar hann þurfti að róa til að fcorga kaupamanninum prests- ins. Frásögn sr. Bjarna er skemmtileg og lipur og stingur mjög í stúf við hinar sam- hengislausu og ólistrænu ræð- ur, er hann flytur úr prédikun- arstóli. Ekki má heldur gleyma „Rúnka í Holti“, þeim skemmtilega og sjálfumglaða manni, sem er alltaf í brasld, eða Eiríki Hjartarsyni, sem fékk áhuga á raffræði hjá afa sínum, þegar afinn sagði. ,.að einhvern tíma myndi allt ís- l.and uppljómað í rafmagns- ljósi“, og áhuga á skógrækt hjá ömmu, sem sagði drengnum frá kofa í skóginum í ævintýr- unum, sem hún var að segja honum. Þótt þættir þessir séu fjör- lega skrifaðir og að jafnaði vel sagðir, er þar talsvert mikið um mállýti og málvillur. Vera má, að sum þeirra stafi af því, að höf. vilji hafa málfar sagna- mannanna sem minnst breytt. Skal vikið að nokkrum atrið- urn af þessu tagi. Bls. 16: Flugu f. Flögu, hljóðvilla eða prentv.; bls. 52: nú til dags, — sem er ósvikin danska; bls. 84: rekst- mrsins, — röng beyging . f. rekstrar: bls. 114: Askur sigldi á Miðjarðarhafslöndin, — en skipið hefði sennilega ekki farið fleiri ferðir. hefði það siglt á löndin (sbr. að sigla á sker), en þetta mun eiga að merkja: að sigla til Miðjarðar- hafslandanna. Það liggur við, að maður fái velgju af svo heimskulegu og óislenzku mál- fari. Bls. 193: Til aft byrja með, íllræmd, en algeng dönsku- sletta, en merkir á islenzku: í fyrstu. Margt fleira mætti nefna, eins og t. d. að Báran (húsið) hafi sfaðið í blóma (bls. 206). Hvernig -getur nokkur komizt svo að orði? Þar sem sögnin ráða kemitr fyx"ir, er hún jaínan rangbeygð. T. d. er alltaf sagt: Ég eða hann réðist f. réðst, sem er hið rétta. Þessi ranga beyging endurtekur sig æ ofan í æ. Talsvert kveður að leiðum stafvillum, hvort sem það eru 'upphaflegar ritvfllur eða prent- villur, t. d. örfun f. örvun (bls. 65), Þorkells f. Þorkels (bls. 124), svo að eitthvað sé nefnt. TJm síðara bindi i'itsins er mjög hið sama að segja og hið fyrra, enda ritað allmjög of hið sama far, þó að söguhetjurnar séu aðrar. í þessari bók eru söguhetjurnar átta, en samt er bókin nálega eins löng og hin fyrri. Þetta er talsvert mislitur hópur sem í fýrri bókinni, en ílestir mega þó alþýðumenn kallast. Söguþættirnir eru allir hinir læsilegustu, en vitaskuld. dálítið misjafn'ir. Ekki finnst mér þessi bók taka hinni fyrri frám, sem ef til vill er ekki við að búast. Verið getur líka, að lesandinn verði heimtufrek- ari á meira lostæti, eftir því sem hann les meira af sama eða svipuðu tagi. Þó er breytileiki talsverður í þáttunum, ævikjör- in og störfir. misjöfn, frá emb- ættismannssyni, sem verður prófessor, og sjómannssyni, sem gekk á roðskóm í bernsku, en verður síðar mikill kaupsýslu- maður, sem er meinilla við höftin, er heíta hagnað hans, — til verkamanna, sem hafa vciið snauðir alla ævi. Þó að þetta séu ævisöguþættir, bundnir við söguhétjurnar, eru þarna ým- :is fróðleikskorn um atvinnu- hætti og menningu, eins og í hinu fyrra bindi. Beztir eru að mínum dómi þættir Hannesar Jónssonar, ^ÓIafs G. Einarssonar. Sesselí- usar Sæmundssonar og Ilann- ^esar Kristinssonar. Frásögn Hannesar Jónssonar er fjöi'leg, exxda tálsvert viðburðarík. Þátt- ur Ólafs er á margan háít góð- ur og veitir nokkra persónulýs- ingu á söguheljunni, sem seg- ir: „Maður missir allt, ef mað- ur fær fyrirlitningu á sjálfum sér.“ Þáttur Sesseliusar er sagðui af hreinskilni og ritað- ur af nærfærinni samúð af hendi höfundar. Ef til vill er st-íllinn á þætti Hannesar Krist- inssonar einna beztur. Formálar þeír, sem höf. hefur að æviþáttunum, virðast mér óþarfir eða að minnsta kosti óþarflega langir, en það eru álls kónar hugíeiðingar höf. sjálfs, og það eykur t. d. ekk-i ert gildi frásagnar Guðm. Thor- odasens, þótt höf. hafi í fyrsta skipti, sem hamr sá Guðmund, séð hann rjúka á Jón Bala (í gamni) í anddyri gamla Al- þýðuhússins. Nokkur mállýti eru eins og í fyrra bindinu, og skal fátt eitt nefnt. Orðið lifibrauð (bls. 83) er danska: levebrþd. Ekki er vel að orði komizt að tala um að rjóðra sápu á vanga (bls. 81). Rjóðra (í’aunar aflög- un úr rjóða) merkir upphaf- lega að gera rautt, sbr. rauður og roði. Að forkjölas.t (bls. 114) er mesta orðskrípi og úr dönsku. Því ekki að nota: að ofkælast? Nokkrar aftuvgöng- ur koma þai'na úr fyrra bind- inu, t. d. til að byrja með og nú til dags. Ymis óvönduð orð og orðtæki, t. d. úr sjómanna- máli, koma þarna fyrir, en höf. hefur ef til vill viljað sýna það málfar, sem tengt er þeim at- vinnugreinum, er sagnamenn- irnir eru að lýsa, og rná auð- vitað réttlæta það viðhorf. Ljót er þessi málsgrein: „Ég held, að þó að þau hafi ekki þekkt skort í æsku sinni, þá hafi þeim verið í blóð borin virðing fyr- ir matnum“ (bls. 125). Hún ætti að orðast svo: Ég held, að þeim hafi verið í blóð borin virðing fyrir matnum, þó að þau lxafi ekki skort mat í æsku sinni. Jóhann Sveirxsson. Minningar söngvara Benjamino Gigli. — End- urminningar. Kvöldvöku- litgáfan, Akureyri. Þessi bók er miklu merki- legi'i en; gerist og gengur um slíkar ■ minningar frægra manna. Þessi stórkostlegi söngvari segir frá æviferli sín- um á hógværan hátt og þann- ig', að sagan hefLir mikið menn- ing'argild'i. Hann ólst upp við þröngan kost, en kemst til náms með dugnaði, og í fjöru- tíu ár og lengur syngur hann opinberlega viða um heim. Frægð hans og vinsældum þarf ekki að > lýsa. Söngvarinn segir svo á bls. 170: „Ég minnist þess, að þegar ég' var hálfsextugui', spurði mig annar tenórsöngvai’i, sem var talsvert yngri en ég, hvern- ig ég hefði íarið að halda rödd- inni svona hreinni — sín væri farin að verða hi’júf. „Ég held,“ sagði ég honum, ,,að ég hafi allt- af haldið vel á röd$ minni — enda á ég til kotbænda að telja —, en þér hafið verið verið eyðslubelgur og sungið höfuðstólinn út í veður og vind.“ “ Mér virðist þýðingin . betur unnin en, maður á að venjast yfirleitt. Sveinbjörn Benteinsson. r // UarsœLt lomandi ár! Sveinn Heigason h.f. MMIIélliillllllllllll lo Gamla kompaníið h.f. ,j\4 414: .^>4 ^'4 ^14. ^14. ^14. ^14 c'iis> áii? VSi 3-fc? ÁiSt íásé §& _s\4 .n\4 ^14. ^14 .vý ■ Prentsmiðjan Edda h.f., Lindargötu. Sælgætisgerðin Opal h.f. ^14 _vM4 ^14 ^,14 ^14 ^14 ^14 ^14 4-14 4'4 ^14 ^.14 ^\'4 ^14 ^14 ^14 ^14 ^,14 ^14 ^14 ^14 ^14 ^45» éúá> jáj* 14» t Sundhöll Reykjavíkur. Sundlaugar Reykjavíkur. Marteinn Einarsson & Co. ^14 ^14 ^14 ^14 ^14 ^14 ^14 ^14 ^.14 .A'4 4 cs\4 ^'4 ^>4 ^s'4 ^14 c _ && && éjgý 'é-öf gaá> ^45» é Verzlunin Vaðnes, Klapparstíg L Fiskhöllin. Kjötbúðin, Langholtsvegi 17.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.