Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 01.05.1959, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 01.05.1959, Blaðsíða 2
^Jöiluda aginn mai 1959 - FRJALS ÞJO£J Laxakarlarnir í Sölumiðstöðinni Fraiiih. af 1. sSðu. veiðifélagi Akraness — raunar mörgum tugum þúsunda, ef tek- ið er líka tillit til kostnaðai'ins við að láta í ána seiði. Það er jafnvel sumra manna mál, að samband sé á milli kosninga- vona Jóns Árnasonar, hins nýja frambjóðanda Sjálfstæðisflokk ins á Akranesi, sem er vanda- bundinn Sölumiðstöðinni, og leigunnar á Laxá og niður- greiðslunnar fyrir Stangaveiði- félag Akraness. Verð það, sem í ána var boð- ið, er að sjálfsögðu hærra en annars þekkist hér á landi um hliðstæða veiðiá, eins og marka má af því, að í Laxá veiðast að jafnaði um 350 fiskar á sumri, stundum neðan við þrjú hundruð, en þegar bezt lætur eitthvað á fimmta hundrað. Munaður handa bubbunum. Þótt Sölumiðstöðin endurleigi Stangaveiðifélagi Akraness þannig hálfa Laxá í Leirársveit með ríflegri niðurgreiðslu, eru eftir 138 veiðidagar, sem stofn- unin ætlar sér þar. Síðan bætast við níutíu dagar í Laxá á Ás- um — alls nálega 230 veiðidag- ar. Nú koma hingað í hæsta lagi 20—30 erlendir viðskiptavinir Sölumiðstöðvarinnar um lax- veiðitímann, en engar líkur eru til þess, að þeir fáist allir á laxveiðar, þótt ríkt væri eftir gengið. Ótrúlegt er, að vegna þessara manni þurfi nema 40— 50 veiðidaga í hæsta lagi, enda dettur engum annað í hug en þeir, sem stjórna Sölumiðstöð Tilkynning um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðningarstofu Reykjavíkur- bæjar, Hafnarstræti 2, dagana 4., 5 og 6. maí þ. á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f.h. og kl. 1—5 e.h. hina tilteknu daga. Óskað er eftir að þeir sem skrá sig séu viðbúnir að svara meðal annars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu 3 mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Reykjavík, 30. apríl 1959. Borgarstjórinn í Reykjavík. AP ALSKOÐIJIM bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur árið 1959 fer fram við hús sérleyfisbifreiða Keflavíkur dagana 4.—19. maí næstk. kl. 9—12 og kl. 13,30—16,30, svo sem hér segir: Mánudag 4. maí O-l til 0-100 Þriðjudag 5. — 0-101 — Ö-150 Miðvikudag 6. —- 0-151 — Ö-200 Föstudag 8. — Ö-201 — Ö-250 Þriðjudag 12. — Ö-251 — Ö-300 Miðvikudag 13. — Ö-301 —- Ö-350 Fimmtudag 14. — Ö-351 — Ö-400 Föstudag 15. — Ö-401 — Ö-450 Þriðjudag 19. — Ö-451 — Ö-550 Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild öku- skírteini. Sýna ber og skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1958 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. — Hafi gjöld bessi ekki verið grcidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bfreiðin tekin úr umferð, þar til gjöldin eru greidd. Kvittun fýirir greiðslu afnotagjalds útvarpsviðtækis í í bifreið, ber og að sýna við skoðun. Vanræki einhver að kcma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, án þess að hafa áður tilkynnt skoðunarmönn- um lögmæt forföll með hæfilegum fyrirvara, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt runferðalögum og iögum um bifreiðaskatt, og bifreið hans tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst, Þetta er hér með tilkynnt öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetihn t Keflavík, 27. apríl 1059. ... Alfreð Gíslason. hraðfrystihúsanna, séu fyrst og fremst að koma því í kring, að þeir sjálfir og þeirra vildarvinir hafi þægilega aðstöðu til lax- veiða í blóra við samtökin og á þeirra kostnað. Skaítfrelsi og ívilnun um hafnargjöld. Eins og alkunnugt er, fær Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna áttatíu krónur af almannafé í verðuppbætur á hverjar hundr- að krónur, er hún fær fyrir út- fluttar afurðir. En þrátt fyrir þetta tillag hefur fjárhagurinn verið svo aumur, að sótt hefur verið um ívilnun á hafnargjöld- um Sölumiðstöðinni til handa og á alþingi hefur verið til með- ferðar frumvarp um það, að hún njóti skattfrelsis. Sigurður Á- gústsson í Stykkishólmi lýsti því átakanlega við það tæki- færi,* hve Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna væri nauðulega stödd fjárhagslega, og hefði enga fjármuni handa á milli, nema þá, sem eigendur fyrir- tækisins ættu. ÞaS er því nokkur ráðgáta, hvernig Sölumiðstöðin getur tekið á leigu laxár, yfirboðið alla aðra svo rösklega, sem hér hefur verið lýst, og greitt síðan laxveiðikostnaðinn nið- ur fyrir menn. — Svona fyr- irtœki hlýtur að þurfa skatt- frelsi og undanþágu frá sem flestum gföldum öðrum, ef ekki einnig liœkkaðar út- flutningsuppbœtur. Mötmæli Stangaveiðifélagsins. Það gefur að skilja, að til- tektir Sölumiðstöðvarinnar, fjárbruðl og yfirgangur, hafa vakið reiði stangaveiðimanna. Ekki alls fyrir löngu var fund- ur haldinn í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, og sóttu hann um 250 manns, sem er alveg óvenju- leg fundarsókn og byggðist ein- göngu á þessu máli. Voru þar samþykkt einróma hörð mót- mæli, og yfirleitt virðist mikill hiti í laxveiðimönnum út af þessu. Frá sjónarmiði almennings er hitt þó alvarlegast, að samtök, sem í rauninni eru á ríkinu og njóta margfaldra fríðinda og framlaga, er nema hundruðum milljóna, skuli verja hundruð- um þúsunda til þess að tryggja þeim lúxus, er þar hafa tögl og hagldir. Mítiö svar9 €>if taggatt Fyrir nokkru var skýrt frá því hér í blaðinu, að Reykja- víkurbær lét rífa liús ofan af barnSfjölskyldu, áður en henni hafði verið komið í annað húsnæði. Síðar var hún flutt í bragga, sem tveir læknar dæmdu með öllu ó- hæfan mannabústað. í fyrra var hún loks flutt í annan bragga skárri. Þessi saga var lítillega rak- in, og nú bjóst lieimilisfaðir- inn við að fá eitthvert svar frá bæjaryfirvöldunum. — Hann fékk líka svar. Svo stóð á, að flutningurinn á milli bragganna fór fram á vegum bæjarins, og fjölskyldan at- hugaði ekki að tilkynna bú- staðaskiptin, þar eð hún hugði, að þess þyrfti ekki, er bærinn hafði sjálfur séð um bústaðaskiptin. En litlu eftir að frásögnin birtist hér í blaðiim, var heimilisfaðirinn kvaddur á fund sakadómara og sektaður um fimmtíu krónur fyrir að tilkynna ekki bústaðaskiptin. Hann telur sig vita, hvaðan kæran hafi komiið. Eigutn vi5 a5 við árö&ri Englendinga? Bretar hafa gefið hernámi íslenzkra fiskimiða nafn, sém lætur allvel í eyrum þeirra á meðal. Engan furðar á þeirri viðleitni, því að þannig fara þeir ætíð að, er vita upp á sig skömm. Hitt má undur kallast, að ís- lendingar hafa þýtt þetta heiti Breta á hernámi fiskimiðanna og nota það líka. Það sést í fréttatilkynningum landhelgis- gæzlunnar, það klingir í út~ varpsfréttum, og það blasir við í stórletruðum fyrirsögnum blaða, sem gefin eru út á ís- landi: „Verndarsvæoi“. Með þessu heiti eru Englend- ingar að gefa í skyn, að það séu íslendingar, sem beita of- beldi, því að ella væri „vernd‘s óþörf. Þótt dauf sé þjóðernis- kennd íslendinga á mörgurai sviðum, þá er þá fulllangt geng- ið, þegar þær rikisstofnanir, sem mest eiga í höggi við ensktg herskipin, er sjóránunum stýra, taka þetta heiti upp á sína arma og útvarp og blöð éta það eftir. Englendingar hafa hemumiS fiskimiðin. Það eru hernáma* svæði, sem þau afmarka þar. I Malurinn með jsúsund raddirnar B0B VINCENT **r*~~* flioMcmjí veÍŒ4 ® ~ Stælir raddir frægustu söngvara heims. Kvöldskemmtun í Gamla Bíó föstudaginn 1. mai kl. 7,1§ og 11,30 e.h., laugardag 2. maí kl. 11,30. Aðgöngumiðasala stendur yfir í Gamla Bíói. — Sími 11475. Athugið, aðeins þessar 3 sýningar. la Áætlun M.s. Hroniaing AI^xiasieSrÍBie M.s. Mliisiu 11)59 Skipið kemur við í Færeyjum í báðum leiðum. m/s Rinto (eða annað vöruflutningaskip) Frá Kaupmannahöfo: 5/5. 26/5. 19/6. 25/9. 23/10. — Frá Reykjavík: 16/5. 6/6. 29/6. 5/10. 2/11. m/s Dronning Alexandrine Frá Kaupmannahöfn: 9/5. 5/6. 3/7. 17/7. 31/7. 14/8. 28/8. 11/9. 9/10. Frá Reykjavík: 26/5. 22/6. 10/7. 24/7. 7/8. 21/8. 4/9. 19/9. 17/10. Ferðirnar frá Kaupmannahöfn 9. maí og 5. júní verða um Grænland til Reykjavíkur og ferðimar frá Reykjavík !9. sept. og 17. okt. verða um Grænland til Kaupmannahafnar. Komið er við í Færeyjum í báðum leiðum nema þegar siglt er um Grænland. Gegnumgangandi flutningur íukinn til og frá ýmsum löndum víðsvegar um heim. Skipaafgreiðsla JES ZIMSEN.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.