Frjáls þjóð - 01.05.1959, Side 5
FRJALS* PJt5Ð
Jöitnclaejinn /.
nmi
1959'
'-)< Bóndi skrifar:
Æskufólkið og sveitabúskapurinn
í 14. tbl. Frjáisrar þjóðar, 11.
apríl þ. á., er grein með yfir-
skriftinni: „Alvarlegt vandamál
ungs fólks í sveitum landsins.“
Hvorki ætla ég að bera í bæti-
fláka fyrir neinn stjórnmála-
flokk í sambandi við þetta mál,
sem greinin fjallar um, né
heldur ásaka, en ég er nokkuð
á annarri skoðun en greinarhöf-
undur.
Mér virðist, að unga fólkið
fari úr sveitum til kaupstaða
og sjávarþorpa af því, að það
kýs þar heldur að vera. Það lít-
ur svo á, að þar sé auðveldara
að komast áfram, skemmtilegra
og áhyggjuminna líf. — Bú-
rekstri í sveit hafa alltaf fylgt
mikil umsvif, og baráttan við
hið óstöðuga íslenzka veðurfar
veldur mörgum örðugleikum.
Og þannig mun þetta verða.
Það er því ekkert undarlegt,
þótt margir kjósi aðrar og auð-
veldari leiðir til lífsafkomu,
þegar þær eru nógar fyrir
hendi. — En fyrir þá, sem hafa
til þess mamidáð og hneigð,
hlýtur landbúnaður samt alltaf
að verða eftirsóknarvert starf.
En er þá miklu örðugra nú
að hefja búrekstur í sveit en
áður var? Ég held ekki. Grein-
ai-höfundur nefnir sem stofn-
upphæð fyrir jörð sæmilega
húsaða fyrir fólk og fénað, á-
samt áhöfn góðri, og vélakosti
kr. 700 þúsund,—, með öðrum
orðum, nvjög sæmilegt bú og
góð aðstaða. Þetta er sem svarar
andvirði meðal-einbýlishúss í
kaupstað, þar sem kostnaður er
þó við hóf. Talan er að vísu há,
en hún jafngildir ekki nema
röskum 40 þúsund krónum fyr-
ir síðustu heimsstyrjöld. Iiefði
sú upphæð þá ekki þótt nein
fjars'tæða fyrir sæmilega upp-
byggða jörð og gott bú.
Þegar þetta er athugað með
fleira, munu sízt minni mögu-
leikar fyrir unga menn að byrja
búskap nú en áðuf voru. Að-
staðan til þess undirbúnings er
miklu betri, vegna hlutfallslega
mun hærra kaupgjalds og milt-
illa atvinnumöguleika. En án
markmiðs og undirbúnings er
ekki mikils að vænta í þessum
efnum.
Mér virðist greinarhöfundur
ætlist ekki til þess, að jörð með
bústofni og húsum fyrir hann
svari vöxtum af því verðmæti,
sem í þessu liggur. Frá þessu er
líka þannig gengið í verðlags-
grundvelli landbúnaðarafurða.
Þar er bóndanum aðeins ætlað
kaup fyrir vinnu sína, en mjög
óverulega gert ráð fyrir vöxtum,
og alls eklti af stofnfé. Þetta er
vitanlega alrangt, þótt peytend-
ur hafi aldrei viljað ganga inn
á annað. — En það er vitað, að
bændur vinna meira en flestar
aðrar stéttir í þjóðfélaginu og
neita sér um fleira en allar aðr-
ar, en á því byggist afkoma
þeirra. Ræður tvennt mestu um
þetta: lítill tírni til frávika og
atvinnureksturinn heimtar
hverja krónu.
Ekki hef ég trú á, að það sé til
uppbyggingar eða þjóðarhags,
að ríkið eignist jarðirnar. Jarð-
ir í leiguábúð eru yfirleitt verr
setnar og ábúð á þeim lausari
en_ef ábúendur eiga þær sjálf-
ir. Eru ríkisjarðir engin undan-
tekning frá þessu. Má benda á
prestssetursjarðirnar, þótt þær!
hafi reyndar nokkra sérstöðu, i
I
sem flestar eru illa setnar, og
hefur þó stórum íúlgum af al-
mannafé verið til þeirra varið.
Þá eru það óðalslögin, sem
eiga að festa búsetu í sveitun-
um. Lög þessi eru eftiröpun
norskra óðalslaga, og vandséð,
hvort þau koma að nokkru
gagni hér. Á. þeim er þó einn
kostur — sá, að þau þurfa ekki
að koma til framkvæmda. Svo
má nefna löggjöf, sem er skyld
hinni fyrrnefndu, og er um ætt-
aíjarðir: Fáránleg smíð, sem
þegar er sýnt, að verður meira
til ills en góðs.
Að lqkum þetta: Það, sem
hamlar mest, að ungt fólk geti
eignazt jörð og hafið búrekstur,
er fyrst og fremst lánsfjárskort-
ur. Veðdeild Búnaðarbankans
er ófullnægjandi, og hana þarf
að efla, svo að hún geti lánað
ríflega með sæmilegum kjörum
út á fasteignaveð jarða. Þá
mætti hætta um sinn að hella
fé í nýbýlafarganið, en nota það
heldur til að efla lífvænlegan
b.úskap hjá byrjendum,- á þeim
býlum, sem fyrir eru, svo sem
með vaxtalitlum lánum út á
bústofn. Skæklabúskapur sá,
sem stofnað hefur verið til á
undanförnum árum, virðist gef-
ast misjafnlega. Auk þess er úti-
lokað, að hann geti staðið undir
þeim vélakostnaði, sem nauð-
synlegur er fyrir nútímabú-
rekstur.
Bifreiðasalan
BÍLLINN
Varftarhúsinu
síimi 13 - 3-33
Þar sem flestir eru
bílarnir, þar er úrvalið
mest.
Oft góðir greiðslu-
skilmálar.
Tilkyimiiig
um áburðarafgreiðslu í Gufunesi.
Áburður verður afgreiddur frá og með rcánudeg-
inum 27. apríl og þar til öðru vísi verður ákveðið
eins og hér segir:
Aila virka daga kl. 7,30 f.h. til kl. 6,30 e.h.
Laugardaga kl. 7,30 til kl. 3 e.h.
Til hagræðis fyrir kaupendur eru afgreiðslunótur
útgefnar í Gufunesi.
Gjörið svo vel að geyma auglýsinguna.
Aburðarverksntiðjan h.f.
SKÓGRÆKT RÍKISINS
Verð á trjáplöntusn vorið 1959:
VERÐBOLGUKERFIÐ
k llir íslendingar hafa fyr-
ir augum vandræðafálm
gömlu flokkanna í fjármál-
um þjóðarinnar. Þeir hafa
tekið við völdum hver á eft
ir öðrum og myndað ýmiss
konar samsteypustjórnir, er
allar hafa lýst yfir því, að
þær ætluðu að taka í taum-
ana og stöðva-verðbólguna.
Sú saga hefur ætíð endað á
einn veg. Þessar ríkisstjórn-
ir gömlu flokkanna hafa ætíð
magnað verðbólguna, þyngt
álögurnar og skilið eftir sig
meiri skuldir en þeir höfðu
tekið við.
Sjálfsagt hefur verið við
ramman reip að draga því
skal ekki neitað — en hitt
er líka jafnsatt, að engin
þessara stjórna hefur gert
neina alvarlega tilraun til
þess að kippa efnahagsmál-
um þjóðarinnar í það lag, er
til frambúðar gæti verið.
Beri þeir á móti þe’ssu, er
treysta sér til þess.
★
VÁillum er það Jjóst og vit-
anlegt, að á ríkissjóð
hlaðast smám saman marg-
vísleg gjöld, sem alls ekki
eru óumflýjanleg. Byrðin
• eykst þannig umfram nauð-
syn, ef ekki er sífellt verið á
varðbergi. Gegn þessu hefur
ekki verið reynt að hamla
siðan í byrjun heimsstyrj-
aldarinnar, og það er því ekk-
ert leyndarmál, að mjög'
mætti draga úr gjöldum, ef
rækilega væri hafizt handa
um það. Því hefur engin rík-
isstjórn skeytt nú í tvo ára-.
tugi, heldur hafa gönilu
flokkarnir verið samtaka um
harla vafasama meðferð á
ríkisfé á mörgum sviðum,
svo að ekki sé fastar að orði
kveðið.
Enn bólar ekki á neinni
stefnubreytingu í þessu efni.
Það er ekki sparnaður á
rekstrargjöldum ríkisins,
þótt skorin séu niður fram-
lög til framkvæmda, og það
er ekki nein breyting á því
ófremdarástandi, sem ríkir, .
þótt útgjaldaliðir fjárlaga
séu lækkaðir með þeirri ein-
földu aðferð að ■ skrifa þar
lægri tölur í fjárlög en áður
voru. Engin breyting til
batnaðar verður,- fyrr en
kannað hefur verið í hverri
einustu stofnun, lrvernig
hægt sé að halda haganlegar
á fjármunum, þurrkaðar út
óþarfar nefndir og sett undir
hvern leka, sem finnst, þegar
allur ríkisreksturinn hefur
verið skoðaður rækilega í
smásjá.
★
T^að er ekkert launungar-
mál,.að sú er skoðun Þjóð-
varnarflokksins, að.. sjálft
verðbólgukerfi það, sem nú
er haldið uppi, sé undirrót
margs konar spillingar og ó-
farnaðar í fjármálum og efna
hagsmálum. Lítils bata er að
vænta, á meðan töpin eru
þjóðnýtt, enginn ber í raun-
inni ábyrgð á sínum rékstri'
og flókið kerfi álagna og i
styrkja heldur opnum ótelj-
andi smugum, ef menn vilja
.mata krókinn á þann hátt,
sem sízt skyldi. Efnahagsá-
stand okkar og allar þær
millifærslur, er því fylgja,
leiðir bókstaflega af sér
lausung, fjárplógsstarfsemi
og svindl — ofan frá og niður
úr.
Þess vegna er það stefna
Þjóðvarnarflokksins, að þess
verði freistað að koma efna-
hagsmálunum á þann grund-
völl, að atvinnuvegirnir geti
borið sig án styrkja og hver
stétt og einstaklingur beri þá
ábyrgð, sem er ekki aðeins
eðlileg í sérhverju þjóðfélagi,
heldur einnig forsenda þess,
að ekki fari allt úr reipunum.
Reynslan hefur líka sýnt,
hvernig óteljandi kákráðstaf-
aanir gömlu flokkanna hafa
allir runnið út í sandinn og
endað með þvi, að þjóðin er
verr stödd, eftir að þær voru
gerðar, en áður en til þeirra
var gripið.
Það er dýrkeypt reynsla,
sem þjóðin hefur öðlazt í
þessu efni. Þjóðvarnarflokk-
urinn er eini flokkurinn, sem
ekki hefur tekið þátt í þess-
um leik, og hann væntir þess,
að þjóðin hafi kynnzt svo vel
káki hinna flokkanna og af-
leiðingum .þess, að henni þyki
nóg komið af svo góðu.
SKÓGARPLÖNTUR
Birki 3/0 pr. 1000 stk. kr. 500,00
Birki 2/2 — — — — 1.000,00
Skógarfura 3/0 — — — — 500,00
Skógarfura 2/2 — — — — 800,00
Rauðgreni 2/2 — — — —- 1.500,00
Blágreni 2/2 — — — — 1.500,00
Hvítgreni 2/2 — — — — 2.000,00
Sitkagreni 2/2 — — — — 2.000,00
Sitkabastarður 2/2 — — — — 2.000,00
GARÐPLÖNTUR
Birki, 50—75 cm. pr. stk. kr. 15,00
Birki, undir 50 cm. — — — 10,00
Birki, í limgerð — — — 3,00
Reynir, yfir 75 cm — — — 25,00
Reynir, 50—75 cm — — — 15,00
Reynir, undir 50 cm. — — — 10,00
Álmur, 50—75 cm. — — — 15,00
Alaskaösp, 50—75 cm. — — — 10,00
Alaskaösp, yfir 75 cm. — — — 15,00
Sitkagreni 2/3 — — — 15,00
Sitkagreni 2/2 — — —- 10,00
' Sitkabastarður 2/2 — — — 10,00
Hvítgréni 2/2 — — -— 10,00
Blágreiii 2/3 — — — 15,00
RUNNAR
Þingvíðir pr. stk. kr. 5,00
Gulvíðir — — 4,00
Sólber • — — — 10,00
Ribs pr stk. kr. 10,00—15,00
Ýmsir runnar — — — 10,00—20,00
Skriflegar pantanir. sendist fyrir 10. maí 1959, Skógrækt
ríkisins, Grettisgötu 8, eða skógarvörðunum, Daníel Krist'-
jánssyni, Hreðavatni, Borgarfirði; Sig. Jónassyni, Lauga-
brekku, Skagafirði; Ármanni Dalmannssyni, Akureyri,
ísleifi Sumarliðasyni, Vöglum, Fnjóskadal; Sigurði Blöndal,
I-Iallormsstað og Garðari Jónssyni, Tumastöðum, Fljótshlið
Skógræktai-félögin taka einnig á móti pöntunum og sjá
flest fyrir dreifingu þeirra til einstaklinga á félagssvæðum
sínum.