Frjáls þjóð - 12.09.1959, Page 3
AFGREIÐSLA:
ENGÓLFSSTRÆTI 8
SlMI 19985
PÓSTHÓLF 1419
.augardaýinn 12. iepí. 1959
Útgefandi:
ÞjóBvarnarflokkur hlaná&.
Ritstjóri:
Jón Bélgason, sími 1-6169.
Framkvaemdarst jóri:
Jón A. GuSmundsson.
Askriitcxsgjald kr. 9.00 c rcánuSi,
árgíald 1959 kr. 109.00.
VerB 1 lausasölu kr. 3.00.
FélagsprentsmiSjan h.f.
Fellur ný skriða?
þegar sumarið kemiu’ í Harlem, er það heitt og þjakandi eins og'
hræfúll andardráttur sjakala. Þetta sumar var um ekkert ó-
líkt öðrmn. Það leysti úr læðingi óþel'inn úr leiguíbúðunum, þar
seni svertingjar eða Puerto-Rico-búar sofa allt að tíu í sama her-
berginu, og’ daunninn af svita og’ rotnandi sorpi og yfirfylltum
skolpleiðslum steig upp í eiturmökk, sein var óbærllegur jafn-
vel þeim nösum, sem langhertar eru af óþverranum.
T^yrir skömmu var að til-
hlutan Alþýðusambands
íslands efnt til ráðstefnu
verkalýðsfélaga. Á ráðstefnu
þessari var um það fjallað,
hvort verkalýðsfélög skyldu
segja upp samningum við at-
vinnurekendur. Niðurstaðan
varð sú, að félögin voru
hvött til að segja upp samn-
ingum eða hafa þá lausa,
svo að hægt yrði að taka
upp baráttu fyrir hækkuðu
kaupi. Forsendur þeirrar á-
kvörðunar eru dýrtíð sú, sem
síðustu „aðgerðir í efna-
hagsmálum'* hafa valdið, svo
og yfirvofandi hækkun land-
búnaðarvara nú í haust.
Um þær mundir, sem þetta
er ritað, stendur yfir þing
Stéttarsambands bænda. Er
þar fjallað um verðlagsmál
landbúnaðarafurða og fast-
lega gert ráð fyrir, að fram
komi eindregnar kröfur um
hækkað afurðaverð. Munu
fulltrúar bænda rökstyðja
sitt mál með tilvitnunum til
stóraukins tilkostnaðar við
allan búrekstur, en hann er
afleiðing hinna gífurlegu
tollahækkana, sem alþingi
samþykkti sumarið 1958, og
jafngiltu stórfelldri gengis-
fellingu.
★
egar ofan á þetta bætist,
að nú eru kosningar fyrir
dyrum og stjórnmálaflokk-
arnir hyggjast gera hosur
sínar grænar fyrir sem flest-
um stéttum og starfshópum,
er ákaflega hætt við, að af
þeirra hálfu verði linlega
staðið gegn kröfum um
hækkað kaupgjald og afurða-
verð. Kommúnistar telja sig
vafalaust þurfa að sýna,
hverju forystuhlutverki þeir
gegna um „kjarabætur til
handa verkalýðnum“ — nú
eru þeir ekki í ríkisstjórn.
Þá kæmi þeim það einnig
vel að geta lagt verkalýðs-
hreyfinguna albúna til verk-
falla á heppilegan reit í ref-
skák stjórnmálanna, þegar
kærni að stjórnarmyndun
eftir kosningar. Hver veit,
nema slík vígstaða gæti orð-
ið þeim ávísun á einn eða tvo
stjórnarstóla við hlið Ólafs
eða Hermanns eftir atvik-
um? — Á hinn bóginn berj-
ast Framsóknarflokkur og
Sjálfstæðisflokkur um
bændafylgið, og mun hvor-
ugur spara að gera fyllstu
kröfur fyrir bænda hönd. Er
því ekki annað sýnt en á
næstu vikum fari af stað af
fullum’ krafti hin gamla
svikamylla, þar sem hækk-
að afurðaverð leiðir af sér
hækkað kaupgjald, háa
kaupgjaldið enn hærra af-
urðaverð, og svo koll af
kolli. Er þá farin af stað ný
iPg geigvænleg dýrtíðar*
skriða. sem vandséð er, að
með nokkrum ráðum verði
stöðvuð.
★
ú má að sjálfsögðu færa
ærin rök fyrir því, að
kjör hinna lægri launuðu
stétta þjóðfélagsins þurfi að
breytast til batnaðar. Það er
staðreynd, að misræmi er ó-
eðlilega mikið milli þess,
sem þegnarnir bera úr být-
um í þessu þjóðfélagi. Oft
stendur afkoma manna 1 öf-
ugu hlutfalli við það, sem
þeir þurfa á sig að leggja til
að afla teknanna. En hitt
ætti reynslan að hafa sann-
að, að verkföll eru algert
neyðarúrræði og færa lág-
launastéttunum sjaldan þær
kjarabætur, sem hald er í.
Á verðbólgutímum hugsa há-
launastéttir sér einnig til
hreyfings og tekst jafnan,
stundum með verkföllum,
oft með öðru móti, að auka
tekjur sínar í miklu ríkara
mæli en hinum lægra laun-
uðu fellur í skaut. Við höf-
um mátt horfa upp á það,
að einn starfshópurinn hef-
ur komið á fætur öðrum og
efnt til vinnustöðvunar,
stundum með þeim afleiðing-
um, að sömu atvinnutækin
eru stöðvuð tvisvar eða
þrisvar á ári. Algengt hefur
verið, að fjölmennar og lág-
launaðar stéttir hafa misst
vinnu og kaup vikum sam-
an vegna vinnustöðvunar
fámenns hóps miklu launa-
hærri manna. Beint tjón
þjóðarinnar af völdum yerk-
falla hefur verið mikið á síð-
ari árum, og óbeina tjónið þó
enn þá meira. Nú hefur,þrátt
fyrir allt, haldizt vinnufrið-
ur um skeið. Áður en hann
er rofinn, væri rétt að at-
huga, hverjir koma til með
að græða á vinnudeilum og
nýju verðbólguflóði — og
hverjir muni bera þar skarð-
an hlut frá borði.
★
Cú var tíðin, að verkföll
k-' voru háð um skiptingu
arðs af atvinnurekstri. —
Hækkað kaup þýddi þá
minnkandi gróða atvinnu-
rekandanum til handa, en
lífvænlegri kjör vinnuþiggj-
anda. Þá bar atvinnurekand-
inn einn ábyrgð á því kaupi,
sem hann féllst á að greiða.
Það var tekið af því fé, sem
hann fékk fyrir framleiðsl-
una á frjálsum sölumarkaði.
Nú er engu slíku til að
dreifa. í dag má svo að orði
kveða, að öll verkföll séu
háð gegn þjóðfélaginu sjálfu,
og það er almenningur í
landinu, sem borgar. At-
vinnurekendum er nákvæm-
lega sama, þótt k&upið
Þannig hljóðar upphaf greinar
um ástandið í New York, er birt-
ist i bandariska vikuritinu News-
week seint í júlí síðastliðnum,
en þar er gerð ófögúr grein fyrir
skuggahliðum þessarar miklu
heimsborgar. Tilefni greinarinn-
ar var smáuppþot, er varð út af
handtöku konu einnar frá Puerto
Rico, er gerzt hafði uppivöðslu-
söm á knæpu í Harlem. Tveir
hvítir lögreglumenn komu á vett-
vang, og dró annar upp skamm-
byssu. Svertingi einn annaðhvort
reyndi að slá byssuna úr hönd-
um hans eða var hrint með þeim
afleiðingum, að skot hljóp úr
byssunni og særði báða lögreglu-
mennina, en engan annan. Mað-
urinn var handtekinn ásamt kon-
unni, og safnaðist þá múgur
framan við lögreglustöðina og lét
hátt um „fantaskap lögreglunn-
ar.“ Hnefaleikakappinn Sugar
Ray Robinson fékk loks manninn
lausan. Dreifðist þá múgurinn.
hækki, sé það ekki beinlínis
þeim í hag, þar eð víða
leggja þeir vissan hundraðs-
hluta handa sér ofan á kaup
starfsmanna sinna. Það, sem
almenningur borgar ekki
með hækkuðu verði á vör-
um og þjónustu, greiðir rík-
ið úr sameiginlegum sjóði
þegnanna,
1 ★
TTér þarf vissulega að verða
breyting á. Slíkt er
þjóðfélagsleg nauðsyn. —
Verkalýðshreyfingunni er
það einnig nauðsyn, að upp
verði teknir nýir hættir Við
skiptingu þjóðarteknanna.
Skefjalaus verkföll smá-
stétta, sem koma hver á fæt-
ur annarri með sérkröfur sín-
ar og stöðva urn lengri eða
skemmri tíma mikilvægar
greinar atvinnulífsins, eru
ekki aðeins þungbær þjóð-
félaginu, þegar til lengdar
lætur, heldur stórháskaleg
verkalýðsstéttunum sjálfum
og samtökum þeirra.
Meðal þess, sem gera þarf,
skal að lokum nefna tvennt:
Koma þarf á þeirri reglu, að
uppsagnartími kaupsamn-
inga sé' aðeins einn á ári og
hinn sami hjá öllum stétt-
um. Verkalýðsfélög og önn-
ur launþegasamtök þurfa
sjálf að ákveða hlutföll
kaups innbyrðis hjá þeim
stéttum og starfsgreinum,
sem þau ná til. Eftir að náðst
hafa nokkurn veginn eðlileg
hlutföll milli stétta, ætti að
vera auðveldara að skipta
þjóðartekjunum hverju sinni,
án þess að til stórdeilna og'
skæruhernaðar þurfi að
koma, — hernaðar, sem flest-
ir þjóðfélagsþegnar tapa á,
en þeir þó jafnan mest, sem
sízt nrega við því.
F jöimennara en lier
sumi’a ríkja,
Mæsta dag var 44 lögreglumönn-
um bætt við það lið, sem
sem fyrir var, en það voru 400
manns. Lögregluhverfi þetta er
álíka stórt og gamli bærinn í
Reykjavík innan Hringbrautar,
en íbúatalan er 1222000 manns,
flestir negrar. Á síðasta ári voru
í hverfinu framin 28 morð og 91
nauðgun.
New York hefur á að skipa
fjölmennara lögregluliði en sum
ríki hafa her, eða nærri 24000
manns. Samt voru þar á síðasta
ári framin 354 morð, 1115 nauðg-
anir og 6046 rán. Götur, þar sem
gangandi fólk er alls ekki óhult
eftir að skyggja tekur, eru svo
að tugum skiptir, og afskekktir
hlutar hins fræga Central Park
eru hættulegir jafnvel um há-
bjartan daginn. 1 New York er
einasti unglingaspítali fyrir eit-
urlyfjaneytendur, sem til er í
heiminum. Hann tekur 140 sjúkl-
inga og er venjulega yfirfullur.
Ofbeldi i skólum.
piturlyf og ofbeldi er algengt í
** sumum skólum borgarinnar.
Þannig er t. d. stúlkunum í John
Marshall unglingaskólanum ráð-
lagt að fara ekki færri en tvær
sarnan til snyrtiherbergja, því
að tvivegis hefur verið framin
nauðgun í sjálfu skólahúsinu.
Um 7.5 milljónir manna búa í
New York, og meira en áttundi
hver ibúi á heima í óþverrahverf-
um (slums). Áætlað er, að i
hverfum þessum séu einnig
kringum 9 milljónir af rottum.
Rottubit eru algeng, og ungbarn
var þannig nýlega bitið til bana.
Heiðarlegar tilráunir hafa verið
3
gerðar til að hreinsa til í ó-
þverrahverfunum og byggja upp
sómasamlega bústaði fyrir lága
leigu handa fólki úr þessum
hverfum. Samt sem áður hafa
þessi hverfi haldið áfram að
stækka hraðar en hægt er að
hreinsa til. Ein ástæðan til þess
er sú, að hvenær sem farið er að
hreyfa við íbúum þessara ó-
þverrahverfa, flykkjast þeir yfir
í næsta nágrenni og umbreyta
því í sams konar sóðastiu.
Formúla fyrir myndun
óþverrahverfa.
IWörg þeirra sambýlishúsa, sem
* 4 reist hafa verið handa ör-
eigum borgarinnar, eru að utan
að sjá úr nokkurri fjarlægð
mestu myndarbústaðir. Nánari
athugun leiðir þó i ljós brotna
glugga eins og í gömlum, auðum
verksmiðjum, sprungna veggi og
óvirkan ljósaútbúnað. Hurðir
hanga á einni hjör, og lyfturnar
hafa auðsjáanlega verið notaðar
fyrir kamra.
Hámarkstekjur til að fá leigt
í húsum þessum stuðla einnig að
myndun nýrra óþverrabæla,
fremur en að útrýma þeim. Ef
.sameiginlegar tekjur barnlausra
hjóna í lágleiguibúðum fara fram.
úr 4176 dölum á ári, eru þau rek-
in út. Þetta hámark drepur oft
og tiðum niður hvöt manna til að
auka tekjur sínar og verður þeim
beinlínis hvöt til að auka þær
ekki. Fólkið, sem gæti tekið að
sér forystu í sambyggingunum,
er þvingað burt jafnskjótt og
framkvæmdasemi þess kemur
því eitthvað áfram, svo að aðeins
hinir lúrðulausari verða eftir.
Þetta er örugg formúla fyrir
myndun og viðhaldi óþverra-
hverfa, enda er það í sumum
þessara nýju hverfa, sem hinir
villimannlegustu bófaflokkar
unglinga halda til. Þar sem iðni
og gáfur eru ekki viðurkenndar
dyggðir til forystu, virðist ribb-
aldahátturinn koma í staðinn.
Framh. á 7. síðu.