Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 24.10.1959, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 24.10.1959, Blaðsíða 2
t? ' Jaugarcfacjinn 24. ol'tóler /959 ““ P R *J A LS J 0) Ræða Þorvarðar — Framh. af 3. síðu. mikið upp úr áhx-ifum þeirra, þá er ástæðulaust að telja þau nxinni en þau eru. Varká.rir menn mundu e. t. v. segja um hinar fjölmörgu samþykktir um uppsögn her- stöðvasamningsins, láti varnar- liðið áfram viðgangast atferli Breta hér við land, að þær mót- uðust væntanlega meir af stund- Si'hrifni en staðfastri skoðun. Þar er og viðbúið, að þeir á- rekstrar, sem nýlega hafa orðið milli Bandaríki amanna og ís- lendinga, verði fljótir að gleyrn- ast og þar með fyrnast yfir á- hrif þeii’ra. Og þótt aftur kunni að skerast í odda og það oft- sinnis þá er vísast að slíkt kom- ist upp í vana og valdi ekki síð- ar sama uppnámi og nú. — Það er því hætt við að herstöðva- málið eigi enn eftir að hverfa KJÖRFUNDUR verður haldinn í Reykjavík sunnudaginn 25. október 1959, og hefst hann kl. 9 árdegis. Kosnir verða alþingismenn fyrir Reykjavík, 12 aðalmenn svo og varamenn, fyrir næsta kjörtímabil. Kosið verður í Austui’bæjarskóla, Breiðagerðisskóla, Lang- holtsskóla/ Laugarnesskóla, Melaskóla, Miðbæjarskóla, Sjó- mannaskóla og Elliheimilinu Grund, og mun borgarstjórinn í Reykjavík auglýsa skiptingu milli kjörstaða og kjördeilda. Kjörstöðum vei’ður lokað kl. 11 síðdegis á kosningadaginn. Aðsetur yfirkjörstjórnar verður í Miðbæjai’skólanum meðan kosning fer fram. Talning atkvæða hefst mánudaginn 26. október 1959, kl. 6 síðdegis í Miðbæjarskólanum. Ýfirkjörstjórnin í Reykjavík, 19. okt. 1959. Kr. Kristjansson Sveinbjörn Dagfinnsson Einar Amaltls Jónas Jósteinsson Þorvaldur Þórarjnsson. Iðnskólinn í Reykjavík Kvöldnámskeið fyrir húsasmiði og múrara, sem ætla sér að sækja um löggildingu byggingarnefndar til að standa fyrir byggingarframkvæmdum í Reykjavík, og fyrir þá, sem hlotið hafa slík í’éttindi, hefst fimmtudaginn 5. nóvember n.k. kl. 20,30. Innritun fer fram í ski'ifstofu skólans á venjulegum ski’ifstofutíma frá og með 26. október. Námskeiðsgjald, kr. 200,00 greiðist við innritun. — Námskeiðið er haldið í samráði við byggingarnefnd Reykjavíkurbæjar. Skólastjóri. Frestur til að kæra til yfirskattanefndar Reykjavíkur út af úrskuiðum skattstjórans í Reykjavík og nið- urjöfnunarnefndar Reykjavíkur á skatt- og út- .svarskærum, kærum út af iðgjöldum atvinnurek- enda, tryggingariðgjöldum og iðgjöldum til at- vinnuleysistryggingarsjóðs, rennur út þann 27. okt n.k. Kærur skulu komnar í bréfakassa Skattstofu Reykjavíkur í Alþýðuhúsinu fyrir kl. 24 þann 27. okt. n.k. • YfkskattaríeíjKÍ Reykjavíkur í skuggann, ef ekki er að gert. Það er hlutverk okkar hernáms- andstæðinga að finna ráð til að svo fari ekki. Fyrsta tækifærið til þess býðst okkur nú eftir nokkra daga. Þjóðvarnarmanni getur ekki orðið það á neinn hátt til fró- unar að vanmeta stefnuyfirlýs- ingu Alþýðubandalagsins um hei’stöðvamálið. Þar er, eins og áður, lýst eindi'eginni hernáms- andstöðu, og er það vel. En fram hjá því verður ekki komizt, að bandalagið hefur stórlega spillt áliti sínu sem andstöðuflokkur hernáms, og þarf meira til en orðin tóm að reisa það við að nýju. Það á sér auk þess þann annmarka, sem það tók í ai’f eftir Sósíalista- flokkinn en hann eftir Komm- únistaflokkinn: Þá rót, sem stendur í erlendri jörð. Hvorki er því Alþýðubandalagið vel til forustu fallið í nýrri baráttu gegn herstöðvum, né heldur líklegt, að kjörfylgi þess verði talið til marks um viðgang þjóð- legrar íslenzkrar hemámsand- stöðu. Um Þjóðvai'nai’flokkinn gegn- ir væntanlega öðru máli. Hann er að vísu ekki fjölmennur, en önnur rök hníga þó flest til þess, að hann eigi að geta innt af höndum forustuhlutverk í þjóðvarnarbaráttu íslendinga. Og mun ýmsum þykja við hafa sýnt það í Þjóðvarnarflokknum, að okkur vanti a. m. k. ekki til þess þi-józkuna. Víst er það, að auki Þjóðvarn- arflokkurinn nú fylgi sitt að marki frá því í vor, þá verður það reiknað fyrst og fí-emst sem dæmi um endurvakningu hei'- námsandstöðunnar, og mun vissulega gefa henni byr í segl- in. Þetta er það tækifæri sem næst liggur að nota — og nota vel. Sexmenningar á uppboði Ekki fer á milli mála, að Al- þýðuflokkurinn er skoplegasta fyrirbærið í íslenzkri pólitík um þessar mundir. Á undanförnum árum hefur flokkurinn verið á linnulausu stjórnmálauppboði til að bjarga líftórunni. Árið 1956 var flokkurinn sleginn Framsóknarflokknum á Hræðslubandalagsuppboðinu. Síðan skx’eið hann í vinstri stjói’nina sælu með kornmún- istum, setti herskáan vinstri- mars á sinn pólitíska grammó- fón og lét það boð út ganga, að Sjálfstæðisflokknum skyldi endanlega bolað frá öllum á- hrifum í íslenzkum stjórnmál- um. í þeirri stjórn sátu ráðherrar flokksins, meðan sætt vár — allt þar til er eigandi þeirra, Framsóknarflokkurinn, til- kynnti, að komið væri fram á hengiflugsbrún og engin úr- ræði sjáanleg. Vitað er, að ekki stóð á í’áðherrum Alþýðuflokks- ins að sitja áfram við svo búið, ef þeir hefðu fengið. En nú brá svo við, að stjórnin sprakk fyrir annarra tilverkn- Ferskt laft í þiwiysu lirt fi — Frh. af 1. síðu. sammála um bað, að slíkir mcnn liafi lxlutverki að gegna, eða virðist fólki almennt, að gömlu flokkunum sé enn betur treyst- andi eftir það, sem á daginn hefur komið síðustu vikur? FRJÁLS ÞJÓÐ hefur að minnsta kosti þá ti'ú, að þeir Reykvikingar séu nógu margir til þess að tryggja kosningu efsta manns F-listans, er finna það nú eftir síðustu uppljóstr- anir á stjórnmálasviðinu, að nú er þörf nýrra vinnubragða. að. Þá vildi Alþýðuflokknum það til happs, að Sjálfstæðis- flokkurinn bauð í gi'ipinn til afnota um tíu mánaða skeið. Ventu þá ráðherrar Alþýðu- flokksins kvæði sínu í kross og hafa nú spilað hægritangó síð- an um áramót. . Ekki leikur vafi á því, að Al- þýðuflokkurinn lendir enn á pólitísku uppboði að loknum kosningum á sunnudagipn kem- ur. Reynslan sýnir, að þing- menn Alþýðuflokksins verða þá reiðubúnir til alls — ef ein- hver fæst til að bjóða í gripinn og ráðherrastólar eru í boði, helzt handa öllum þingmönn- um flokksins. / Essómálin — Frh. af 1. síðu. issmygl, annar stórfellt véla- smygl og margt annað svo ofboðslegt, að flesta setur liljóða við, ekki sízt, þar sem við sögn koma þeir menn, sem höfuðflokkar landsins hafa kosningar eftir kosning- ar boðið landsmönnum upp á að veita völd og trúnað. Annar þáttur þessa máls er sagður sá, að frúm háttsettra hershöfðingja og embættis- manna í Bandaríkjunum hafi verið gefnir pelsar og aðrar dýrindisgjafir af hinum ís- lenzku hermöngurum, væntan- Iega í ávinnings skyni. FRJÁLS ÞJÓÐ skorar á hlut- aðeigandi ráðherra að hætta við að fela þetta mál lengur, enda stoðar það hermangsflokkana lítt að reyna að halda því leyndu. Bærinn íæðir þegar bæði nöfn og jafnvel efnisatriði varðandi þá menn, sem helzt er að ætla, að ekki hafi átt að vitnast um fyrir kosningar. Kosningaskrifstofa F-listans UVGÓÍ.FSSTRÆTI 8 Opið alla daga frá kl. 9—22. Símar: 18539 og 18646. Á KJÖRDAG: Opnað kL 8,30 f.h. Skrifstofan hefur sem fyrr yfir að ráða nokkrum bíium til aðstoðar fólki, sem á örðugt með að komast á kjörstað með öðru móti. 8ÍLASÍMI 1 99 85 Kjósið snemma! Kosning hefsl kj. § í.h. }\euln/íh ! öerið sutmudaginn 25* okt. að sigerdlegi ykkar. J^ram, ÉÍa t

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.