Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 24.10.1959, Qupperneq 4

Frjáls þjóð - 24.10.1959, Qupperneq 4
4 oCaufardaffinn 24. oltáíer 1959 - FRJÍLS þjoð Fyrst þegar þjóðinni var boðið til kosninga nú í haust, voru einstaka þjóðvarnarmenn nokkuð hikandi að ganga L leikinn. Þeir töldu sig hafa beðið ósigur í kosningunum í vor, og þeir töldu, að þjóð- in hefði sýnt þeim og flokkn- um slíkt vantraust, að vonlaust væri að halda baráttunni áfram. Flokkurinn hefði að vísu únnið sér nokkuð álitlegt fylgi í fyrstu hríðinni, við kosningarnar 1953, er hann fékk nær 5000 atkvæði alls. En hann hafði tapað um þriðjungi þess atkvæðamagns í kosningunum 1956 og öðrum þriðjungi við kosningarnar í vor. En ef mál flokkíins eru á þennan veg skoðuð, er aðeins á yfirborðið litið. Til þess að skoða þau vandlega, verðum við að gera okkur ljóst, að kjósend- um Þjóðvarnarflokksins hefur frá upphafi mátt skipta í tvo hópa, örugga kjósendur vegna flokksins sjálfs og kjósendur, ,er að vísu hafa látið sig varða aðalstefnumál hans og haft sam: an kost á samyinnu við Þjóð- varnarflokkinn annan en þann, að ef flokkurinn vildi gera svo vel að deyja hljóðalaust, þá skyldi Framsóknarflokkurinn taka eina tvo fyrrverandi þjóð- varnarmenn upp á framboðs- lista sína og leyfa öðrum fyrr- verandi þjóðvarnarmönnum að kjósa slíka lista. Með þessum umræðum fékk Þjóðvarnar- flokkurinn úr því skorið, að einskis er að vænta af Fram- sóknarflokknum í stefnumálum Þjóðvarnarflokksins. En þær umræður kostuðu það líka, að Þjóðvarnarflokknum vannst stofnunar. Það skal ekki dulið, að við lítum svo á, að hið nýja her- nám hafi verið yfir þjóðina kall- að að nauðsynjalausu og hún hafi beinlínis verið flekuð og blekkt til þess að láta sér það lynda. Við lítum einnig þannig á, að á utanríkismálum okkar, fjár- | málum, viðskiptamálum og að ■ nokkru leyti atvinnumálum hafi verið haldið á þann veg hin síð- j ari ár, að í bráðan voða stefni með alla framtið þjóðarinnar, I fyrst og fremst sem sérstakrar ' frjálsrar þjóðar, en einnig fram- | tíð einstaklinga hennar, sem mennilegs og dugandi fólks. Eins og málum er nú komið, um við meiri og betri skilyrði til þess en nokkru sinni áður að láta atvinnurekstur bera sig og skila arði hér á landi. En til þess þuríum við að taka upp alger- lega nýja pólitik í öllum okkar atvinnumálum og stjórnmálum. Við lofum engum töfralyfjum til bjargar þjóðinni, efnahag hennar og sjálfstæði. Við höfum enga trú á þvi, að það verði henni til bjargar að veðja á Rússa eða Ameríkumenn, við trúum ekki heldur á happdrætti í einni eða neinni mynd, heldur á heiðarlegt starf, heiðarlega máifærslu og heiðarlegan vilja til að lifa eins og menn. Við viljum, eftir því ★ ARNDR 51GL1RJ□ NSS□ N : ÞMRIAIHt Úð með honum, en þó getað lát- ☆ ið sig ánnað meira varða, er að kjörborðinu kom, eða treyst* öðrum flokkum betur til að ■ koma aðalstefnumálum flokks- ins fram. Flokkurinn sjálfur hefur aldrei fjölmennur orðið ☆ eða verið. Flokksskrifstofan hefur aldrei, hvorki 1953 né síðar, vitað um nema um 1000 örugga kjósendur flokksins í ☆ Reykjavík, þó að miklu fleiri hafi greitt honum atkvæði, ☆ einkum við alþingiskosning- arnar 1953 og næstu bæjar- ‘stjórnarkosningar þar á eftir. heffur pefjar uorkað eni/ilu Það þarf engan að undra, þó að flokkurinn tapaði atkvæð- um við kosningarnar 1956. Þrír stærri flokkar buðust þá til að koma aðalstefnumáli flokksins í höfn, og kjósendum var það ljóstr að þeir fíokkar höfðu-að-J stöðu til að geta komið því í höfn, ef þeir vildu það af fullri einlægni. Þetta sýndist því mörgum miklu skjótfarnari leið 'til árangurs en að kjósa Þjóð-1 varnarflokkinn. Ekki treystu allir einlægni þessara flokka, og því fékk Þjóðvarnarflokkurinn fleiri atkvæði 1956 en hrein' flokksatkvæði. Síðastliðið vor átti raunverulega ekki að kjósa1 nema um eitt mál: kjördæma- málið. Þess var því engin vonj að Þjóðvarnarflokkurinn fengi þá nema örugg flokksatkvæði,1 og með öllu óvíst, að hánn hafi; fengið þau öll. Aðalstefnumál hans voru alls ekki á dagskrá í þeim kosningum. ' j En nú éru þau mál aft- ur á dagskrá. Það er því full ástæða til að rifja þau upp. Og því verður ekki að ó- reyndu tiúað, að • afstaða kjósenda til þeirra sé mikið breytt frá því er var 1953. ■ En hún hlýtur að vera breytt frá því er var 1956. Aliir flokk- f arnir þrír, er þá buðust til að taka upp aðalstefnumál Þjóð- varnarflokksins hafa fengið að- stöðu til þess — og brugðizt- Einn þessara flokka, Alþýðu- flókkurinn, hefur beinlínis lýst yfir því, að hann vi^i ekki taka 1 það upp aftur. Þjóðvarnarflokk-' urinn gerði það próf á öðrum þessara flokka, Framsóknar- flokknum, að hann bauð honum heiðarlega samvinnu við kosn- 1 ingarnar, ef hann vildi taka þetta stefnumál upp að nýju. Fram^óknarflokkurinn gaf eng-; ekki tími til eftir þær að bjóða fram nema í þremur kjördæm- um. Kosningaaðstaðan í aðal- stefnumáli flokksins er því í aðalatriðum hin sama nú og var 1953. Tvennt er þó á annan veg: Alþýðubandalagið (1953: Sam- einingarflokkur alþýðu), sem lofaði að berjast fyrir sama stefnumáli og Þjóðvarnarflokk- urinn og lofar því enn, hefur fengið tækifæri til að koma því fram, en ekki notað tækifærið — og við því má búast, að til séu einhverjir kjósendur, sem misst hafi trú á það, að þessu stefnumáli verði komið fram. Flokkskjarni Þjóðvarnarflokks- ins er- eins stór og hann hefur stærstur verið. Spurningin er því aðeins: Geta flokksmenn- irnir gengið eins gunnhvatir til kosningabaráttunnar Og 1953, og á aðalstefnumál flokksins eins mikið fylgi og þá, og hafa kjósendur, sem ekki eru í flokknum óg honum þó vin- veittir, sömu trú og þá, að þeir geti unnið því gagn með at- kvæði sínu? Við skulum nú rifja upp að- alstefnumál flokksins . eins og það kom fyrst fram í 1. tbl. FRJÁLSRAR ÞJÓÐARi), til þess að mönnum gefizt kostur á að sjá, hve mikið eða lítið er breytt frá þeirri tíð: „Fyrst og fremst hafa sjálf- stæðismál þjóðarinnar kallað á okkur og brýnt til þessarar blaðs- J) Sleppt er aðeins inn- gangsorðum og því, sem snertir afstöðu til þáverandi ríkis- ítjórnar. teljum við, að hefja þurfi bar- áttu fyrir brottflutningi alls er- lends hers úr landinu eins fljótt og verða má, þannig að við gerða samninga sé þó staðið af okkar | hálfu, þar sem þeir samningar j eru gerðir af löglega kosinni . stjórn, þó að vafasamt sé, að hún I hafi haft heimild og umboð til að j gera þá. Þar til sá brottflutriing- ur verður, þurfum við að gæta * alls manndóms í sambúðinni við J hernámsliðið, halda fram rétti okkar til fulls, gæta sæmdar okk- 1 ar bæði sem þjóðar og einstakl- 1 inga, verjast yfirgangi og yfir- | troðslum í okkar eigin landi og gæta þess, að áhrif hernámsins I verði sém minnst á háttu okkar, I menningu, ‘ þjóðlíf allt og at- I vinnulíf. Við eigum að einangra ^ herinn, og við verðum að krefj- ast þess, að hann verði skilyrðis- !laust inniluktur á sínu „varnar- svæði“ eigi .síður en rússneski herinn í Porkkala i Finnlandi. ' Ætti það einnig að vera metnað- ' armál Ameríkumanna að sýna hér eigi meiri, verri og sk.aðvæn- I legri yfirgang en Rússar í Finn- jlandi, svo -illa sem Rússar hafa þó leikið Finna. Eigi teljum við það síður nauð- synlegt að hefja baráttu fyrir því, að þjóðin standi á eigin fót- um atvinnulega og fjárhagslega. Sú sníkjupólitík, sem rekin hef- ur verið undanfarin ár, — beinl og óbeint í sambandi við hersetu A'meríkumanna hér, — er löngu óþolandi og má eigi eiga sér stað lengur. Atvinnuvegi okkar verð- ur að reka á þann hátt, ag þeir standi undir- þjóðarbúinu, og verður að hefja baráttu fyrir því, að þjóðin standi öll að þvi, að þeir verði endurreistir til þess. i Við vitum, að sú endurreisn má takast, ef fólkið vill og þorir og fær þolanlega forystu. Þrátt íyrir ,alla okkar niðurlægingu nú höf- sem við höfum bezt vit á, segja þjóðinni, hvar og hvernig hún er stödd og taka okkar þátt í starfi hennar til heiðarlegrar viðreisn- ar. V7ið neitum algjörlega og af- dráttarlaust að láta draga okkur í dilka austurs og vesturs, svo að þjóðinni verði á þann hátt skipt í tvær fjandsamlegar fylk- ingar, sem hefðust raunverulega ekki annað að i sjálfstæðismál- um þjóðarinnar, en að metast um það, hvort þjóðinni sé hagkvæm- ara að vera bandarísk - eða rúss- nesk hjáleiga. En slík hefur „sjálfstæðisbar- átta“ núverandi stjórnmála- flokka verið siðustu árin, meðan íslenzkur málstaður hefur gleymzt,- og það er fyrst og fremst þess vegna, sem við erum í eiridreginni andstöðu við þá alla.“ Af þessari uppprentun má það verða Ijóst, að aðstaða þjóðárinnar í þessu málj er furðu lítið breytt frá því, er barátta Frjálsrar þjóðar (og þjóðvarnarmanna) var fyrst hafin. Það er því fyllsta ástæða til að halda baráttunni áfram og til þess er kjarni flokksins jafnstaðráðinn og hann hefur nokkru sinni verið. Allir þeir, er hafa líkar skoðanir á þessum málum, ættu að vera það líka. Til munu að vísu einhverjir vera, sem telja, að svo lítið hafi á unnizt í baráttunni fyrir þess- um __ stefnumálum síðastliðin 1 sex ár, að þeir hafa gefizt upp.l þess végna. En við skulum nú líta á það Ofurlítið nánar. j Það skal hiklaust játað, að.| Þjóðvarnarflokkurinn hefur fram til þessa harla lítið, jáfn-J vel ekkert, grætt á. baráttunnLi.! fyrir þetta aðalstefnumál sitt En vissulega hefur nokkuð unn- izt fyrir málið sjálft. Það er þó talsvert nær því nú, að ís- lendingar vilji sýna ofurlitla reisn gegn hernámsliðinu en var. 1952, og gildir slikt jafnt um íslenzk stjórnarvöld og ó- . breytta þjóðfélagsþegna, er við ,hernámsliðið skiptir. 1952 og 11953 hefði sjálfur utanríkis- : málaráðherra okkar tekið því unjög auðmjúklega og þakkað ósköp elskulega fyrir að fá að liggja á maganum langa stund frammi fyrir byssukjöftum i Bandaríkjamanna, ef þeir hefðu . sagt honum að gera það, hann hefði bara beðið um að láta þetta ekki fréttast annars stað- ar en í Bandaríkjunum. Nú. hefur þessi sami maður reynt að herma eftir manni, þegar hann talar um það, að óbreytt- ir íslenzkir þegnar hafi orðið fyrir þvílíkri auðmýkingu. Og núverandi utanríkismálaráð- ■ herra fær því til vegar snúið, að herforinginn, sem ber ábyrgð á þessum atburðum, er látinn fara héðan alfarinn (að vísu hækkaðir í tign í Bandaríkjun- um). Þó er mikið vafamál, að utanríkismálaráðherrann sé nú nokkuð heldur maður af sjálf- um sér en utanríkismálaráð- herrann 1952 og 1953. Nú er talað upphátt um og sagt frá ýmsum yfirtroðslum hernáms- liðsins og reynt að( rísa gegn kumum þeirra. 1952 og 1953 var fyrst og fremst reynt að dylja allt, sem miður fór í skipt- um hersins við íslenzka menn og taka því síðan öllu með auð- mýkjandi lítilmennsku af ís- lenzkum stjórnarvöldum. En hvort tveggja er, að það litla, sem unnizt hefur, má ekki tapast aftur, og að meira þarf að vinnast, miklu meira. Því heldur Þjóðvarnarflokkurinn baráttu sinni áfram, og það án tillits til þess, hvort honum sjálfum vegnar betur eða verr. En hann væntir þess vissulega, að hver sá íslenzkur maður og' hver sú íslenzk Jcona, sem læ.t- ur sér að einhverju leyti annt um þjóð sína, og hefur einhvern skilning á því, til hvers hér er barizt, komi fyrr eða síðar til liðs við hann, þó ekki sé nema með atkvæði sínu. Hann getur að vísu ekki lofað því að borga það atkvæði þegar í .stað út í hönd til hvers kjósanda síns með persónulegum eða þjóðfé- lagslegum fríðindum á kostnað íslenzks þjóðfélags, eins og þeir lofa nú gömlu flokkarnir hver í kapp við annan. Jafnvel þó að hann fengi einn þingmann kos- inn, tvo eða þrjá, hefði hann hvorki til þess ráð né völd. Og svo hefur hann engan vilja til þess heldur, því að hann vill skipta við menn en ekki mútu- þræla. En hinu lofar hann, að hvert það'atkvæði er hann fær, mun og skal gefa'íslenzkri þjóð. áukna reisn í skiptum hennar við erlendan her í landi hennar- Gúmmístimplar Smápreritu r, / 50 - 1 061 5 HÝerfisgötú BO - Réyítfð1

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.