Frjáls þjóð - 24.10.1959, Qupperneq 8
oCcutgárJaýinn 24. oíitoCer 1959
- frjSls isjBa
Rödd samvizkunnar er eini áróð-
urinn, sem þú átt að hlusta á
Hefur ÞjóBviíjinn
tynt dagatalinu?
Þjóðviljinn segir þær fréttir,
að hann og Útsýn hafi fyrst
blaða hreyft útsvarshneyksli
Sjálfstæðisflokksins. Þetta hlýt-
ur að stafa af því, að dagatal-
ið hafi týnzt þar á bæ, því að
hverjum skyldi detta í hug, að
blaðið fari með vísvitandi ó-
sannindi?
FRJÁLS ÞJÓÐ fletti ofan af
útsvarshneykslinu 5. september,
og þá hafði ekkert annað blað
orðað það, hvað þá meira. Þjóð-
viljinn hefur alltaf heldur fátt
um það rætt, hvað sem veldur,j
þar til nú, að hann fer að eigna'
sér forgönguna. — Ef margt
af því, sem hann eignar sér, erj
svona til komið, þá er ekki
gnótt góðra fanga þar í garði.
Gömlu flokkarnir hafa hundruð kosningasmala í för-
um manna á milli í bænurn. Samanlagður blaðakostur
þeirra jafnast á við stóra bók á degi hverjum. Kosninga-
skrifstofur þeirra hafa á að skipa fjölmennu starfsliði, sem
skipuleggur og ákveður, hver skuli tala við hvern einn
kjósanda og á hvaða strengi skuli slá. Alls staðar bylur
áróður, margradda og sundurleitur, einsýnn og ósannur.
L*eiðréttin(j
í grein, sem birtist í 37. tbl.
. Frjálsrar þjóðar, var þess get-
ið, að Hannes Pálsson hefði
hlotið hæstaréttardóm fyrir
þátttöku í refsiverðu fjárhættu-
. spili. Þetta er ekki rétt, hann
hefur ekki hlotið slíkan dóm, og
er Hannes beðinn velvirðingar
á rangmæli þessu.
Greinarhöf.
Fjölmargar þjóðir hafa orðið
að bráð skefjalausum áróðri,
sem borinn var uppi af miklu
fjármagni og takmarkalausri
ósvífni. í slíkri gerningahríð
reynir á manndóm einstakling-
anna og sjálfstæði í hugsunar-
hætti og ályktunum. Þær þjóðir
hafa af mestri farsæld stýrt
málum, er sízt eru uppnæm-
ar fyrir áróðri og kunna að láta
hann sem vind um eyrun þjóta,
þegar þær finna í honum falsk-
an hljóm.
Þjóðvarnarflokkurinn hrellir
kjósendur ekki með kosninga-
vél, sem knúin sé áfram með
takmarkalausu f jármagni. Hann
talar til fólks í þessu litla viku-
blaði, í útvarpsumræðum og á
mannfundum. En hann væntir
þess, að kjósendur sgsii í gegn-
um skefjalausan áróður hinna
flokkanna, fullyrðingar þeirra
og gaspur.
Hann væntir þess, að þú,
kjósandi, leggir lilustirnar
við þeim áróðri, sem sam-
vizka þín sjálfs heldur uppi
og greiðir atkvæði sam-
kvæmt þínum eigin álykt-
ununi og niðurstöðum, en
ekki því, sem óviðkomandi
menn vilja vera láta. Þú átt
Á. ras'p tii reyk-
vísks œskulýðs
Ungu Reykvíkingar, kon-
ur og karlar! Undanfarnar
vikur hafið þið orðið vitni
að því, hvernig gömlu stjórn-
málaflokkarnir hafa farið
með þann trúnað, er þeim
hefur verið veittur.
Þeir hafa haldið uppi
njósnum urn pólitískar skoð-
anir ykkar, ef þið hafið ver-
ið að byggja hús og sótt um
Ián úr almennum sjóði, og
mctið og vegið verðleika
ykkar eftir leiðbeiningum
einhvers óþekkts flokkser-
indreka. Þeir hafa lagt á ykk-
ur útsvör án nokkurrar vor-
kunnsemi, en ívilnað sínum
eigin foringjum og reyna síð-
an að blekkja ykkur með því
að ívilna fleiri flokksforingj-
um. Þeir hafa gert sér her-
mangið í landinu að féþúfu
með svo háskalegum hætti,
að þeir hafa týnt þar sjálf-
um sér, sæmd sinni og mann-
lund, í sívaxandi, skefja-
lausri fíkn í rangfenginn
gróða, fyrir framan banda-
ríska byssukjafta.
Er það þannig, sem þið
kjósið, að plægður sé ak-
urinn, sem þið eigið innan
tíðar að annast? Er þetta
þjóðfélagið, sem ykkur hef-
ur dreymt um á íslandi?
Nei — þið eigið ykkar
hugsjón og ykkar metnað.
Og þið eigið ekki samleik
með hinum gömlu og dáð-
lausu, ágengu og vegavilltu
flokkuin. Og þið, sem þegar
hafið fengið kosningarétt,
eigið nú að taka í taumana.
Þjóðvarnarflokkurinn vænt-
ir þess, að þið séuð skyggn-
ari á bresti þjóðfélagsins en
þeir, sem eldri eru og þeim
meira samdauna. Þjóðvam-
arflokkurinn væntir liðsinn-
is reykvísks æskulýðs á
sunnudaginn og hyggur gott
til.
HVERT ER SVAR YKK-
AR?
sjálfur atkvæðisréttinn, en
ekki leigðir útsendarar fjár-
sterkra flokka.
Þú ert frjáls ocj ðllum ó-
liáður, þegar þú stendur i
kjörklefanum, nema dóm-
greind, samvizku og vilja
sjálfs þín. Með þau leiðar-
Ijós munt þú sjálffær um að
finna og skilja, hvers ísland
vænlir af þér.
Án löggildingar
Eysteins
Framsóknarflokkurinn í Rvík
lætur nú dreifa endurútgáfu af
Tímanum, sem kölluð er 25.
október. Þar hefur birzt ný
skattamálastefna, soðin upp úr
tillögum þjóðvarnarmanna á
alþingi, en það, sem mesta
athygli vekur, er, að þetta er
sögð vera stefna Reykjavíkur-
frambjóðendanna, en ekki
flokksins.
Þetta er með öðrum orðum
einkastefna Þórarins Þórarins-
sonar, sem ekki hefur hlotið
löggildingu hjá Eysteini.
Útsvarshneykslid:
Sjálfstæðisflokkurinn bæt-
ir gráu ofan á svart
Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins í útsvarsmálunum er
eitt hið kátlegasta fyrirbæri, sem lengi hefur sézt í ís-
lenzkum stjómmálum. Sannað hefur verið með tölum
úr sjálfri útsvarsskránni, að foringjar flokksins hafa
látið hlífa sjálfum sér við útsvörum í hlutfalli við
gjaldþegna. Eina lækningin hefði verið sú, að þeir hefðu
látið hækka á sjálfum sér til samræmis við aðra og
freistað þannig að lægja réttláta reiði almennings.
I þess stað grípur Sjálfstæðisflokkurinn til þess ör-
þrifaráðs að láta lækka útsvör á nafnkunnustu and-
stæðingum sínum, enda þótt sumir þeirra hafi alls ekki
ýjað í þá átt. Slík lækkun er algerlega á ábyrgð Sjálf-
stæðisflokksins, jafnvel þótt hlutaðeigendur hafi kært,
þvi að ekki ákvarða menn útsvar sitt með kærum, held-
ur gera það þeir menn, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
sett til þess með meirihlutavaldi sínu í bæjarstjóm
Reykjavíkur.
Með þessu bætir Sjálfstæðisflokkurinn því ekki úr
ranglætinu, lieldur eykur það. Til viðbótar þeim frið-
indum, sem hann hefur látið foringjum sínum í té og
bitna á almenningi í bænum, er verðutr að leggja þeim
mun meira af mörkum, útvelur hann menn úr röðum
pólitískra andstæðinga, sem hann lækkar einnig á upp
úr þunu. Það miðar enn að því að þyngja byrðamar á
almenningi, og er því síður en svo bragarbót, heldur
eykur þær sakir, sem bæjarbúar eiga á hendur Sjálf-
stæðisflokknum.
Svo klaufalega tilraun til þess að beina frá sér
athygiinni hefur enginn flokkur bætt ofan á jafn-
alvarlegar misgerðir og' trúnaðarbrot og' Sjálfstæðis-
flokkurinn er sekur um.
A sama hátt er það óhæfa, að Samband íslenzkra
samvinnufélaga greiði ekkert útsvar. Morgunblaðið
segir sjálfsagt satt, að-þar fari hálf fimmta milljón
forgörðum.
Kvittíð fyiix allt' frinttferðið í útsvarsmálunum á
sunnudaginn kemur!
Eflið Þjóðvarnarflokkinn
hinni
til baráttu gegn
pólitísku spillingu
íslenzkir kjósendur! Ykk-
ur hafa síðustu vikur opin-
berazt starfshættir gömlu
flokkanna í nefndum þeirra
og ráðum. Uppljóstranirnar
um vinnubrögð húsnæðis-
málastjórnarinnar eru þar
órækt vitni,
Þið hafið líka orðið vitni
að því, hvernig Sjálfstæðis-
flokkurinn beitir meirihluta-
valdi sínu í Reykjavík. Út-
svarshneykslið talar þar
skýru málí.
Þið hafið enn freniur séð
af atburðunum á Keflavík-
urflugvelii í sumar og haust,
hvert er eðli hersetunnar:
Þar hafa íslenzkir lögreglu-
menn að skyldustöri'um
staðið frammi fyrir byssu-
kjöftum og íslenzkir starfs-
menn flugþjónustunnar ver-
ið látnir liggja á maganum
í forinni með útrétta arma.
Hollusta sú, sem þjóðféfagið
og einstaklingamir hafa af
sambúð við bandariska her-
námsliðið, birtist ykkur i
máli Oliufélagsins og fjölda
uppljóstrana um margs kon-
ar afbrot. Á að halda áfram
að búa fleiri Islendingum
slíkar tálgryfjur?
Hvers gagnrýni er það,
sein hér sannast?
Islenzkir kjósendur! Hafn-
ið að þessu sinni gömlu
flokkunum og eflið nýjan
flokk til baráttu gegn óhæf-
unni. Kjósið Þjóðvamar-
flokkinn, sem frá upphafi
hefur barizt gegn pólitísku
siðleysi og erlendri hersetu.
Bjarni Arason,
efsti maður F-listans á
Norðurlandi eystra.
Sigmar Ingason,
efsti maður F-listans
í Reykian«'sk,íördæmi.