Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 10.12.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 10.12.1960, Blaðsíða 4
frjáls þjoö r Útgefandi: Þjóðvarnarflokkur Islanú& Ritstjórar: Ragnar Ámalds, Gils Gúðihundsson, ábm., Framkvæmdastjóri: Kristmtinn Eiðsson. Afgreiðsla: Laugavegi 31. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. j Áskriftargj. kr. 12,00 á mán. Argj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. «= iHiiji -,'J, J"'1}* n jx KHnjf « tfini!li!!llí!!s 1 ## Viðreisn #/ T byrjun þess árs, sem nú er að ljúka, var blásinn nýr tónn í lúður íslenzkra valdhafa. Ráðstöfunum þeim, sem ríkisstjórnin hugðist gera í efnahags- og fjármálum þjóð- arinnar var gefið alveg nýtt heiti, rismikið og áferðar- fallegt, ekki vantaði það, og kallaðar ,,viðreisn“. Jafnframt var þungur og raunsannur áfellisdómur kveðinn upp af höfundum „viðreisnarinnar“ yfir öllum þeim, sem staðið höfðu að „áramótabjargráðum“ liðinna ára. Þá dóma felldu núverandi stjórnarhen’ar sjálfir yfir sjálfum sér, því sann- anlega höfðu þeir átt meiri og minni aðild að öllum þeim ,,bjargráðum“ og „jólagjöfum“, sem komið höfðu fjármála- og efnahagskerfi þjóðarinnar „fram á brún hengiflugsins“. TTeynslutíma „við‘reisnarinnar“ verður nú að teljast lok- -*■*- ið. Annað verður að teljast ósanngjarnt. Og það verður að segjast, að ríkisstjórnin getur ekki hafa reiknað með að fá jafn algjort næði og frið til að framkvæma þær ráð- .stafanir, sem hún lagði út í, og raun ber vitni. Kommún- istar hafa meira að segja verið jafn auðmjúkir gagnvart ,,viðreisninni“ og lamb, sem leitt er til slátrunar. Ekkert verkfall hefur verið háð. Svo langt hefur meira að segja verið gengið í velvild og auðmýkt við ríkisstijórnina, að henni hefur verið þolað að brjóta með lögbanni veikfalls- rétt verkalýðsfélags. Það hefði vinstri stjórninni ekki liðizt. Tlfargur alþýðumaðurinn vaf þegar í upphafi þeirrar -‘-'■*- skoðunar, að þessi nýi lúðurhljómur hinna sjálfskírðu viðreisnarpostula væri falskur, og trúðu því að minnsta kosti varlega, að þeir sem sannanlega höfðu staðið fyrir sníkjum erlendis, hernaðarbraski í fjárgróðaskyni, mútu- pólitík og fjármálaóstjórn innanlands, væru líklegir til að hrinda í framkvæmd þeirri allsherjarviðreisn, sem þ.jóðin framar öllu öðru þarfnaðist, af þeirri dvenglund gagn- vart hinum fátækari þjóðfélagsstéttum, réttlætiskennd, karlmennsku, raunsæi, sjálfsafneitun og pólitísku siðgæði, sem raunverulega viðreisn hlaut og varð að byggjast á. ^g hver er svo útkoman af „viðreisninni“? í sem stvtztu máli sú, að ekkert hefur staðizt af því, sem höfundar „viðreisnarinnar“ sögðu að mundi gerast. Fyrst' skal þá þess minnast, að það loforð stjórnarinnar, að 8,8% sölu- skatturinn í tolli skyldi verða afnuminn um þessi áramót, hefur nú endanlega verið svikið. Þó létu ráðherrarnir það boð út ganga til stuðningsmanna sinna fyrir skömmu, að þessi ólánsskattur yrði strikaður út úr fjárlögunum í með- förum þingsins. Útgerðin, sem fékk nokkru meiri gengisfellingu en hún átti að þurfa, er nú aftur komin á styrkja- og uppbóta- 'kerfi í nýju formi, þar sem þegar hefur verið lofað að greiða tryggingargjöld flotans og breyta allri skuldasúpunni í mjög löng lán með hagstæðum kjörum, en til þess á að þiggja erlent gjafafé. , Atvinna hefur þegar dregizt saman og mun minnka stór- lega á næstu mánuðum. Kaupgeta almennings hefur þorrið svo, að við blasir, að þau verzlunarfyrirtæki, sem lagt hafa meira upp úr þjónustu við almenning en okurstarfsemi komist í algjör þrot innan skamms tíma. Byggingar hafa nærfellt stöðvazt vegna orkurvaxa og hækkunar á bygg- ingarefni. Verksmiðjuiðnaður og önnur framleið'sla dreg- izt óðfluga saman vegna áhrifa viðreisnarinnar. Framfarir í landbúnaði eru þegar stöðvaðar vegna lánsfjárskorts. Þannig er sama hvert litið er. Alls staðar blasir við hrun, yfirvofandi eymd og fátækt. Sérfræðingar ríkisstjórn- arinnar lýstu yfir því við upphaf „viðreisnar“, að færi hún út um þúfur, væri ekkert, framundan annað en algjöi’t hrun og ríkisgjaldþrot. Líklega hefur það verið sannleiks- kornið í öllu því moldviðri, sem þeir þá þyrluðu upp. TT'óIkið, sem þett.a land byggir, hefur þær skyldur að -*- rækja'við sjálft sig og afkomendur sína, að leyfa ekki pólitískum miðlungsmennum og valdasjúkum lágkúrum að hneppa sig um langa framtíð í þrældómsfjötfa fátæktar, 'kreppu og stöðvunar í efnahagslífinu. Þess vegna mundi því nú ráðlegast að fara að hugsa alvarlega um, hve lengi 'á að fljóta sofandi að feigðarósi, og láta ekki flokkslegt til- •finnmgavol blinda sig í því uppgjöri við samvizku sína, seniJrver og -einn verðar, að_feamkvBema íiú um áraxnótin, eigi IslenKkri þjóð á annað Jjorð-að -vera viðreisnar von, . Blaðamaður ræddi nýlega við Bjarna Eyjólfsson, rit- stjóra Bjarma, um islenzka kristniboðið í Konsó í Eþíó- píu, en Bjarni hefur umsjón með skrifstofu Kristniboðs- sambandsins í Reykjavík. Árið 1946 fóru þeir Felix Ólafsson og Benedikt Jas- onarson til sex ára náms í kristniboðsskóla í Noregi og 1953 hélt Felix suður til Eþi- ópíu ásamt konu sinni Krist- ínu Guðleifsdóttur til að hefja þar starfið, en íslend- ingum hafði verið úthlutað Konsósvæðið í samráði við norska trúboðið og stjórnina í Addis Abeba. Hiti og skorkvikindi. — í Konsó efu 20—30 þús. íbúar, segir Bjarni. Þár var eriginn maður læs eða skrifandi, enginn skóli og ekkert sjúkrahús, enda voru aðeins tveir innfæddir lækn- ar til skamms tíma í allri Abessiníu. Þegar þau hjóniri komu til Konsó, leigðu þau sér lítinn strákofa, glugga- lausan eins og önnur hús þar um slóðir, en þessi kofi hafði það þó fram yfir önnur hý- býli, að hann var með.járn- þaki. Þau keyptu sér stórt járnrúm og ferðatöskurnar notuðu þau fyrir húsmuni. Á nóttunni skilst mér, að rott- ur og ýmis skorkvikindi hafi leikið sér á gólfinu hjá þeim. Heilbrigðisástand er á mjög lágu stigi í Konsó, sérstak- lega vegna hita og vatns- skorts og þrifnaður lítill sem enginn. Konsó er syðst í landinu, aðeins 4 gráður fyr- ir norðan miðbaug og ofsa- hiti þar um slóðir. Mánuðum saman kemur ekki dropi úr lofti og þá er vatnið flutt langar leiðir og selt. Fólk- ið þvær sér yfirleitt aldrei og skíturinn skoi-pnar á húð- inr.i, enda er sagt hjá sum- um frumstæðum þjóðflokk- um, að ungar konur þvoi af sér hamingjuna, ef þær dýfa sér í vatn. Gerlar og sýklar hleypa spillingu í sár, en flugur og skorkvikindi verpa eggjum á viðkvæma staði og lirfurnar skríða inn í holdið. Ég hef séð mynd,- sem sýn- ir Felix vera að draga lang- an orm. ur fætinum á syni sínum, en krakkarnir voru látnir ganga berfættir. Einn- ig hef ég lesið um það, hvernT ig menn hafa farið að því ali ná mjög stórum lirfum úi' holdinu. Þessi kvikindi geta verið löng eins og manris'- -3. fingur, legið djúpt inn í vöðvT anum og valdið jniklum sárs- auka. Þá hafa menn dýft fæt- inum í kalt vatn og beðið þar til fremsti hluti oi-msins skríður út. Síðan er þessi endi lirfunnar undinn upp á litla spýtu og allur ormur- Mýrarkalda er einn af þeim sjúkdómum, sem fólk fær ; einu sinni og hefur hann i' blóðinu ævilangt. Felix og; Ingunn hjúkrunarköriá hafa bæði fengið malaríu. Þegar Felix fékk sjúkdóminn, voru þau hjónin aðeins búin að Felix Ólafsson. Ingunn Gísladóttir. Konsóbúar létu sannfærast af íslenzkum trúbcöum, Kristur var sl Viðtal við Bjarna E inn dreginn hægt og hægt út með því að snúa spýtunni. íslendingarnir sýkjast. Jón Sigui'ðsson, borgar- læknir sagði, þegar hann sá kvikmynd frá starfinu í Konsó, að sér þætti einna óhugnanlegst að horfa á, þeg- ar hjúkrunarkonan var við hinar erfiðu aðstæður að sótthreinsa stórt sár úti und- ir beru lofti. Á myndinni sást greinilega, þegar flugna- skarinn steypir sér yfir sár- ið og konan er að banda þeim frá með hendinni, um leið og hún strýkur blóðið úr holdinu. ♦F. , - • ’£ . .. .. ‘ - i " v . • ' ' ‘ - •••-'•. - .} • ' * ■ - * " - •> V .. • y. - - Vt ■■■ >" Eins og þú sérð voru þarna nóg verkefni fyrir hjúkrun- arkonu, enda var fyrsta verk þeirra hjóna að reisa sjúkraskýli og skólabygg- ingu. Felix stóð aðallega í byggingarframkvæmdum fyrstu árin, en eftir að Ing- unn Gísladóttir hjúkrunar- kona kom til þeirra, hófst sjúkrastarfið fyrir alvöru. — Er ekki malaría skæður sjúkdómur á þessum slóðum? — Jú, enda fengu íslend- ingarnir að kenna á því. Fyrir utan k vera nokkra mánuði í Konsó. Hann fékk mjög háan hita og lá fársjúkur nokkra daga j strákofanum. Þetta var mikil lífsreynsla fyrir Krist- ínu, sem stóð þarna ein uppi í miðri Afríku innan úm hálfgerða villimenn og kunni ekki einu- sinni málið. Loks barst þeim hjálp frá norskri trúboðsstöð og Felix náði sér eftir veikindin. F«lix Olafsson fyrir framan eitin stiákoíann, - - • - svonefndan-piparsveinakofa. Guðinn er illur. — Hvernig gekk þeim að vinna hylli þeirra innfæddu? — Það var erfitt í fyrstu. Þjóðfélag þessa frumsta?ða fólks er allt reist á Jlóknum siðakenningum og bönnum. Það sem er tabú — bannað, má aldrei brjóta og fvlgir bölvun, ef rofið er. Þá brjóta menn af sér þjóðfélagið, t. d. með því að gerast kristnir og rjúfa siðina, og eru þá eiginlega réttdræpir. Fólkið trúir á illa anda og djöfulinn. Það hefur kynnzt orðinu Satan, og það er stö@- «gt -að verja sig, gegn Sat a'n. Prjáííi þjdð • Laugárdaginn 10. desemher 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.