Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.12.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 22.12.1960, Blaðsíða 5
 inu BACH. Hún hefur verið mikið leikin síðan. Einu sinni var hún leikin á Kúbu, óg þar sem Kúbubúar þekktu Bach en ekki mig, þá var verkið kynnt í blöðunum sem „Þórarinn Jónsson“, fiðlufúga eftir Bach. Melódian, sem heimurinn gengur fyrir. — Ég sé, að þú átt ýms- ar stærðfræðibækur, segir blaðamaðurinn. Hefurðu lagt stund á stærðfræði? — Ég hef alltaf haft mik- inn áhuga bæði á stærðfræði og stjörnufræði. Það er náið samband á milli tónlistar og æðri talnafræði. Reyndar hafa margir reynt að finna þetta samband. T. d. var stjörnufræðingurinn Keplér stöðugt að velta því fyrir sér, h.vernig samhljómur Jónsson, tónskáld trirgum Ríkisþinghúsið og ncð andcnburghliðið í baksýn. reikistjarnanna væri. Hann -fann líka út frá því grund- vallarregluna um gang him- intunglanna. Hlustaðu á þessa melódíu, segir Þórarinn og leikur lag á píanóið. Fyrir þessari melódíu gengur allur heim- urinn, segir hann og brosir. Ef þú margfaldar hana með tveimur öðr.um melódíum, kemur út pí, þ. e. a. s. skal- inn og Þórarinn spilar for- múlurnar á píanó. Hamr sannfærir blaðamanninn um, að tónarnir eru fengnir með samlíkingu við ákveðna for- múlu og óneitanlega virðist hún hljóma fallega. Það er líka hægt að sjá hvort melódía styttist upp stærðfræðilega. Þórarinn tekur stefin úr fiðlufúgu sinni um nafnið BACH, set- ur fingrasetninguna ó brota- strik og strikið undir kvað- ratrótarmerki,. styttir svo á augabragði og útkoman er rétt', hún er núll sinnum kvaðratrótin af mínus einn og lagið gengur upp. Hugareikningur. Þannig verða lögin min til, segir Þórarinn. Ég er að grúska í stærðfræðifyrir- brigðum og þá fæ ég ein- hverja góða hugmynd. Stærð- fræðin er líka mikil hugar- æfing. Stundum þegar ég hef lagt eitthvert verkefni á hill- una, þá sökkvi ég mér niður í stærðfræði. Þegar ég reyni svo við tónlistina á eftir, get ég leyst vex’kefnið. Einu sinni fann ég upp að- fei’ð til að finna kúbikrótina af tölum. Það er mjög einföld aðferð og gildir, þegar rótin er heil tala, Eigum við að reyna aðfei’ð- ina, segir blaðamaðurinn, og Þói’arinn er alveg til í það. Hann réttir fram logarithma- töflur og blaðamaður flettir upp. Spurningin er sem sagt þessi: Hvaða tala er það, sem verður 890277128, þegar hún er mai’gfölduð tvívegis með sams konar tölu, þ. e. hvað er þriða rótin (kúbikrót) af 890277128? En nú verður blaðamaður- inn hissa. Tónskáldið sezt ekki niður og fer að reikna á blaði. Hann reiknar í hug- anurn! Eftir nokkrar sekúnd- ur svarar hann: 962! Og það er hárrétt. Við reynum tvisv- ar enn. Og útkoman er sú, að tónskáldið leysir rétt úr 9 stafa tölu á tveim til þrem sekúndum! Beríln 5 stríSslok. Það yrði of löng saga fyrir svo lítið blað að í’ekja ná- kvæmlega dvöl Þórarins í Þýzkalandi. Hann starfaði þar um áratugi að tón- ■listarmálum eða þar til 1950 að hann settist aftur að á ís- landí. A seinustu árum heimsstyrjaldarinnar varð hann fyrir því áfalli að glata nær öllum handritum að tón- verkum sínum, sem hann hafði sjálfur undir höndum, 'en seinna hefur honum tekizt að safna ýmsu saman af verkum sinum, sem aðrir tónlistai’menn geymdu. Þór- arinn dvaldist í Berlín í stríðslok og varð áhorfandi að innrás rússneska hersins — Ég bó um þessar mund- ir á Kajserallé í miðborginni. Maður vissi auðvitað lítið um gang bai’dagans, en við heyrðum vel að órustan stóð í næsta nágrenni. Kunningi minn varð áhoi’fandi að því, þegar hluti af blokkixxni, er ég bjó i, varð fyrir loftárás. Hann stóð í dyrunum hjá sér, en tók ekki eftir því, þegar sprengjan féll. Skyndilega lyftist húsið upp í loftið. Hann ætlaði vai’la að trúa eigin augum og' hörfaði inn fyrir. Síðan hrundi allt til grunna — fjórði hluti af blokkinni. Þetta var fæðing- ardeild og manntjón ægilegt. En svona lagað var daglegur viðburður í borginni. Dularíull skothríð. um þarna í nágrenninu. Rétt hjá mér stóð maður og hallaði sér upp að blaðaturni. Ég mætti tveimur stúlkum sem voru að fara í búð en varð annars ekki var við neitt sér- stakt. Þegar ég leit við, sá ég að stúlkurnar voru að velta í götuna. Ég kallaði í manninn og ætlaði að benda honum á þetta, en hann horfði á mig galopnum aug- um og valt svo dauður í göt- una. Stúlkurnar voru sund- urskotnar og ég iét mér nægja áð loka augum þeirra. Þegar ég var kominn heim, sá ég að börðin á hattinum mínum voru gegnum skotin. En aldrei vissi ég, hvaðan sendingin kom. Seinna heimsótti mig önn- ur stúlknanna. Hún hafði lií- að af, en vinkona hennar hafði dáið. Stúlkan vildi fá að sjá manninn, sem hafði veitt henni nábjargirnar! Ameríkanski! Ég varð fyrst var við Rúss- ana, þegar ég stóð rétt fyrir framan húsið. Skyndilega kom húsvörðurinn hlaupandi yfir múrsteinshrúgu í fang- ið á mér og hrópaði: Veiztu, hvar Rússarnir eru? En hann hafði ekki tíma til að svara sjálfum sér, því að í sama bili birtust nokkrir hermenn fyr- ir aftan hann. Einhver hróp- aði á þýzku til okkar: Af hveru varstu að hlaupa? — Hiaupa? Ég bara hljóp! — Viss'rðu ekki, áð við skutum látlaust á eftir þér? Þeir lögðu niður. byssurn- ar. Þú varst heppinn þar sagði einhver. Ef ég hefði notað hana þessa, hefðirðu orðið var við það. Hann benti á hriðskotabyssuna: Brrrrrr! Við hlógum allir hryssings- lega. Það varð kuldaleg gam- ansemi. Ég sýndi þeim ís- lenzka passann minn, og þar rákust þeir á orðið „kompon- ist“. Kommúnist! sögðu þeir og urðu steinhissa. Nei, kom- ponieren, tónskáld! sagði ég. Svo gengum við inn í húsið.. Musik! Musik! hrópuðu þeir, ‘þegar þeir sáu píanóið og' réðust á það af trylltri gleði. Einn þeirra greip hnattlikan, sem ég átti, og fór að hring- snúa því í hrifningu. Allt í einu rakst hann á ey.juna Long Island við Ameríku- strendur. Islanda! Islanda! hrópaði hann upp. Amerí- kanski Ameríkanski! og hann fór að faðma mig að sér. Fyrsti Ameríkaninn sem við hittum! Ég gat .ekki leiðrétt þennan misskilning, og það urðu miklir fagnaðarfundir. Skömmu eftir að þeir fóru, kom rússneskur hennaður til okkar, ákaflega prúður mað- ur og tilkynnti okkur, að styrjöldinni hjá okkur væri lokið. Við værum komin bak við víglínuna. Eitur, eitur! — Var' ekki mikil fátækt í Berlín eftir stríðið? — Jú, bæði fátækt og ring- ulreið. Fyrstu hermennirnir sem tóku borgina virtust Frh. á 6. síðu. Mér er minnisstætt, þegar ég skrapp út að vatnspóstin- Frjáls þjóð — Fimmtudafíinn 2?. des, 1960 GLEÐILEG JOL! Farsælt komundi ár! Naust, GLEÐILEG JOL! Farsælt komandi ár! Sveinn Egilsson h.f. i" GLEÐILEG JOL! Farsælt komandi ár! Farsæll komandi ár! Þ. Þorgrímsson & Co., Borgartúni 7, Verksmiðjan Varmaplast. GLEÐILEG JOL! Farsælt komandi ár! Brauðborg, Frakkastíg 14. GLEÐILEG JOL! Farsælt komandi ár! GLEÐILEG JOL! Farsælt kömandi ár! Hraðfrystistöðin í Reykjavík. rWVVWVWVV^rtrfV^WVVVVWVWV-*%B-«-d-«-»-«-^,VVVVVVW^! GLEÐILEG JÓL! ! Farsælt komandi ár! Lýsi h.f GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! "n. ‘m-úewí ji GLEÐILEG JÓL! GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.