Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 06.10.1962, Qupperneq 2

Frjáls þjóð - 06.10.1962, Qupperneq 2
Leikur með eld Allir vita, að tóbaksnautn og þó einkum sígarettureyk- ingar á sök á margvíslegu heilsutjóni og skæðum sjúk- dómum, er dregið hafa marg- an manninn til dauða langt fyrir aldur fram. Samt eru sígarettur og aðr- ar tóbaksvörur ennþá seldar í þvi nær hverri einustu mat- vörubúð, að ógleymdum sjoppum og söluturnum, rétt eins og þetta sé einhver gif- urleg nauðsynjavara. Og samt halda Ifestir reyk- ingamenn áfrarh iðju sinni, rétt eins og um væri að ræða göfugt hugsjónastarf, sem með engu móti mætti láta niður falla, eða stórgróða- fyrirtæki, sem ekki kaémi til mála að leggja niður. Og samt halda flestir reyk- menni að reykja, rétt eins og þeim sé það alveg sérstakt kappsmál að spilla heils- unni og stytta ævi sína. Skylt er að geta þess, að það er þó auðvitað eitthvað allt annað, sem vakir fyrir unga fólkinu, þegar það fer að fikta við að reykja. Hugs- um okkur t. d. ungu stúlk- urnar, sem vilja flest eða allt til vinna að vera nú reglulega fallegar og smart. Hafi þær nú trú á t.d. nik- ótíni eða blásýru eða tjöru sem ágætis fegurðarmeðul- um, hvað er þá eðlilegra en þær fái sér einmitt reyk? Því að það er alkunna að siga- rettureykur inniheldur öll þessi efni og fleiri svipuð í úrvali.... Þeir hafa líka nokkuð til síns máls ungu piltarnir, sem halda að það sé afskaplega mannalegt að totta pípu, vindil eða sígarettu, því að þarna er þó á vissan hátt um að ræða eins konar fram- hald á hinum mjög svo karl- mannlegu tækjum, sem stungið var ujrp í þá í vöggu. Það er mér ekkert kapps- mál að kveða upp dóm y'fir einum eða neinum — enginn er kvittur af öllum breysk- jeika — og ekki býst ég við að blessaðir reykingamenn- irnir kæri sig um vorkunn okkar hinna, sem hljótum að horfa upp á, að þeir fari sér vísvitandi að voða. Og úr þvi þcir kippa sér ekki upp við niðurstöður vísindalegra rannsókna og „afneita allri statistik", þá er ekkert hægt fyrir þá að gera annað en vona, að þeir brenni sig sem allra minnst í leik sínum mcð eldinn. En einu má þó ekki gleyma .Reykingamennirnir eru að vísu sjálfum sér verst- ir, ení þó væri alrangt að lialda því fram að ávani þeirra kæmi þeim einum við. Ég á þar ekki fvrst og fremst við þá eitrun and- rúmsloftsins, sem verður af svæli þeirra og púi, heldur miklu frennir þann þatt, sem sérhver reykingamaður á í því að viðhalda skaðlegum ósið og stuðla að útbreiðslu hans fyrir mátt fordæmisins, svo að hann berst frá manni til manns, frá kynslóð til kyn slóðar. HERAKLES Ritgerðasam- keppni Framhald af bls. 1. öðrum unglingum frá keppn- inni og hvetji þá til þátttöku. Viðfangsefnin, sem velja má um, virðast ef til vill ekki öll sérlega auðveld, en öll ættu þau að leiða til umhugs- unar um málefni, sem varSa hvern íslending, hina ungu kynslóS ekki síSur en hina eldri. Því telur Frjáls þjóS fara vel á aS minnast afmælis síns meS þessu móti og vonar, aS sem flest ungmenni taki sér nú penna í hönd og spreyti sig viS eitthvert ofangreindra ritgerS- arefna. Þótt allir geti ekki sigraS, geta allir tekiS þátt, og almenn þátttaka er þaS, sem viS ósk- um frekast eftir. Þjóðvarnarmenn! Lítið inn á skrifstofu blaðs- ins á fimmtudagskvöldin. Þá eru þar hinir vinsælu rabb- fundir milli kl. 9 og 11. áAkriýeH<tur kles og Agiasarfjósið eftir Friedrich Diirrenmat. Leikstjóri er Gísli AI- freðsson en með hlutverk Heraklesar fer Jónas Jónasson. Er myndin hér að ofan af Jónasi í þvi hiutverki. Píanó- kennsla „Það er leikur að læra" Nú eru skólarnir flestir teknir írl starfa, a. m. k. hér i Reykja- k Við notum tilefnið og birt. -n þessa skemmtilegu mynd af ngum og áhugasömum nem- idum. Starfsgieðin skín út úr andlitunum; námsleiðl — ð er það? Jón Óskar Stigahlíð 2. Sími 32127. Herstöðin - Framh. af bls. 5. borð við skriðuhlaup eða hvirfilbylji. Fólk verður að trúa því, að unnt sé að beiua ráðamönnum af braut heí stefnunnar. Það er hægt að komast langt, ef fólk trúii á málstaðinn og metur hann meira en þann stjórnmála flokk sem það kann að fylgja eða vilja fylgja. Með sundur- lyndi og bolabrögðum kom- ast menn vitaskuld ekkert á- leiðis, en einlægni og skiln ingur á þörf málstaðarins getur leitt alla andstæðinga herstöðva og stríðsundirbún- ings til sameiningar og til sigurs. 2 Frjáls þjóíS — laugardaginn 6. október 1962

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.