Frjáls þjóð - 30.03.1963, Side 6
Bréf
Frh. af bls. 2.
nánar. Það er nefnilega ótrú-
lega margt svipað í menningar-
baráttu þinna manna hér á
landi og rússnesku bolsanna fyr
ir austan. Báðum svipar til séra
Jóns Þumlungs og s.já djöful-
inn í hverju skoti. Þið heims-
kommúnismann en þeir heims-
kapitalismann.
Þessar skepnur geta tekið á
sig hinar undarlegustu myndir.
Pokaprestur í þröngum dal sér
kommúnistíska buslubæn í
æskurómantísku kvæði skáld-
bónda um sól og sand í Austur-
löndum. Hræðilegar grunsmedir
vakna, þegar menn antigna
skarnalykt svo þínir menn
sperra eyru og þenja út nasir
og tauta: Heimskommúnismi.
Og þá tekur nú aldeilis í hnúk
ana er menn vilja tala um sjálf-
stæði Iandsins 1. desember og
hvað skal segja um þá, er sigla
vilja kænu smáríkis um heims-
höfin í stað doríu aftaní stór-
veldabandalagi?.
Já svona hefir barátta þinna
manna verið og þið hafið unn-
ið mikinn sigur. Andlegt líf á
fslandi er nefnilega orðið að
lognmollulegri Fúlutjörn. Menn
telja betra að láta sér nægja
andlegheit þeirra félaga Einar
Magg. Friðfinns bíóstjóra og
Bjarna blaðafulltrúa við brenni
vínsdrykkju í gullnum sal
bændamenningarinnar, heldur
en stofna til sundurgerðar, sem
kynni að misskiljast af valda
mönnum. Og mikið máttu ann-
ars vera hróðugur Sigurður minn
að nú skuli svo komið fslend-
ingum, að megin þorri þeirra
er hættur að mynda sér skoð-
un samkvæmt sjálfstæðri hugs-
un, heldur Iesa þeir Moggann
°g segj'a: Þetta er svona, það
stendur í Blaðinu. Svona vold-
ugt blað mun hvergi finnast í
heimi hér.
Hvernig hefir svo barátta
Rússanna gengið fyrir sig?
Þar hefir heimskapítalisminn
birzt í hrollvekjandi mynd sem
amerískur jass að maður ekki
nefni kenningar Darwins og
kristindóms. Og mikilli hug-
kvæmni hefir verið beitt þar í
landi gegn alls konar menning-
arlegum drísildjöflum og nenni
ég ekki að fjölyrða um þá hluti
en visa þér á Blaðið og muntu
finna þar mikinn fróðleik varð-
andi þessi mál. En eitthvað hafa
Itússarnir verið klaufskari í
baráttunni en þínir menn ef
dæmt skal eftir uppskerunni.
Eg hef t. d. heyrt að einn mesti
menningarlegur syndaselur þar
eystra, einhver Evoschenko,
geti vart sýnt sig á almanna-
færi svo ekki hópist utanum
hann múgur og margmenni af
listaunnendum, einkum þó stúd
entum: Heldurðu að það sé ein
hver munur eða okkar stúd-
entar? Síðastir allra myndu þcir
afvegaleiðast á braut dyggð-
anna, þökk sé þínum mönnum,
sem Iengi hafa haldið fast um
taumana hjá hinum ýmsu sam
tökum þeirra.
Að Iokum þetta Sigurður:
6
í fyrsta skipti í sögu lands-
ins hefir tekist að skapa hér
eitt og absolut vald og þínir
menn hafa þetta vald í sínum
höndum. Hugkvæmni þeirra í
valdabaráttunni hefir verið stór
kostleg og þeir telja sig vel að
valdinu komna og beita því
hlífðarlaust. Þetta kemur bet-
ur í ljós með hverju ári sem
líður og mun sannast enn bet-
ur í framtíðinni ef Guð lofar.
(— Vel á minnst, þið eruð fyr
ir löngu búnir að innlima Guð
í flokk vkkar enda eru gamlar
°g guðhræddar konur ykkar
dyggustu fylgjendur —). ís-
lenzkri þjóð hafa áskotnast
mikil auðæfi hin síðari ár, og
hún vill hafa það gott enda
nógu lengi lifað við sult og
seyru. Þínir menn ráða yfir obb
anum af þessum auðæfum og
það er í þeirra valdi hvernig
þeim er ráðstafað. Þeir liafa líka
í hendi sér afstöðu vestrænna
þjóða til okkar. í stuttu máli
sagt, þeir hafa líf fólksins í
hendi sér. Þetta er okkur Ijóst
og því gerum við allt til þess
að koma okkur vel við þá. Æðsti
höfðingi þinna manna hótaði ný
lega á Alþingi heiltím pólitísk-
um flokki, hrísi, vegna smávægi
legra yfirsjóna og menn, sem
hafa hrís í höndum vekja ógn
meðal alþýðu engu síður en í
ganda daga þó með öðrum hætti
sé.
Þjóðin reynir því af fremsta
megni að kæfa alla annarlega
ólgu í blóðinu — en slík ólga
er undirstaða allra lista — og
beygir höfuð sitt í auðmýkt fyr
ir herrum sínum svo að hún
fái ísskáp en ekki hrís, en um
leið tapar hún rcisn sinni, verð-
ur sljó, lágkúruleg og umfram
allt leiðinleg.
Oska þér allra heilla um tíma
og eilífð.
Með mikilli virðingu.
Lífsleiður.
Bókmenntir —
Frh. aí bls. 2.
uð áform, um ósigra mann-
eskjunnar. Honum falla þeir
ósigrar ekki þungt í þessum
sögum, þar sem honum sýn-
ist manneskjan ekki af há-
um stigum og viðleitni henn-
ar yfirleitt heldur smáviðr-
ingsleg þegar rétt er skoðað.
Viðhorf hans við persónun-
um er sem sé löngum kald-
ranalegt, afstaða hans írón-
ísk; þær hafa brennivín mik-
ið um hönd, og undir áhrif-
um þess afklæðast þær ytra
gervinu og fínheitunum fyr-
ir augum lesandans. Snarpar.
væmnislausar og ókristileg-
ar sögur, en sosum enginri
háleitur skáldskapur að held
ur.
Jökull Jakobsson skrifar
„afhverju" og „umlcið“. Til
hvers andskotans eru menn
að spandera frumleika sín-
um á svoleiðis dellu?
• Bjami Benediktsson.
Dean Acheson
Framhald af bls. 5.
geta í lifað og dafnað.
í mörg ár hefur Atlants-
hafsbandalaginu dvdizt, að
það hefur verið án nokkurs
samkomulags mikils háttar
stefnu sakir þess að það hef-
ur verið niðursokkið í her-
mál. Þau hafa ekki orðið leið
að marki, ekki tæki í þágu
stefnunnar í utanríkismálum,
heldur markið í sjálfu sér.
Ennfremur hlýtur stefnan
ávallt að vera háð þeim kost-
um, sem á er völ, ef beita
þarf afli stefnunni til fram-
dráttar, eins og farið getur,
ef grípa þarf til afls til að
tryggja aðgang að Berlín,
sem tepptur hefði verið með
athöfnum.
Ég tek dæmi: Áætlun og
stefna í hermálum, sem mið-
uðu að því að ná af Ráð-
stjórnarríkjunum yfirburðum
þeim um hefðbundinn her-
afla á markalínum þeirra í
Vestur-Evrópu krefjast auk-
innar framleiðslu f öllum
löndum bandamanna, einnig
í okkar eigin.
Ef til slíkrar þróunar f
efnahagsmálum og hermálum
kemur, verður raunhæf
stjórnarstefna, sem miðar að
sameiningu Þýzkalands og
auknu sjálfstæði til handa
löndum Austur-Evrópu. Að
síðustu, þróun í þessa átt
gæti leitt til slíks stöðugleika
og jafnvægis í samskiptum
Ráðstjórnarríkjanna og
bandamanna á Vesturlönd-
ufn, að eftirlit með vopna-
burði )'rði kleift og gerlegi. i
Snöggu blettirnir í stöðu'
bandamanna eru ekki fólgnir
í efasemdum um, að Bancla-
ríkin liefjist handa. ef nauð-
syn krefur, heldur f því, að
bandalagið verði f reynd
tálmun aðgerða sakir skorts
á einingu um markmið og
Ieiðir stjórnmálanna.
Að mínum dómi er viðsjár-
vert og óþarft að fallast á
skiptingu Evrópu eftir Helm-
stedt-línunni. Hér tel ég að
taka beri höndum saman
um mótun stefnunnar f her-
málum og stjórnmálum til
að tryggja mikilvægan árang-
ur í stjórnmálum og utan-
ríkismálum.
Yfirráð Ráðstjórnarríkj-
anna í Austur-Þýzkalandi eru
að miklu leyti komin undir
yfirburðum þeirra á sviði
hefðbundins herafla á vest-
ur-markalínu þeirra. Ef
þeir væru ekki fyrir
hendi, yrði íhlutun Ráð-
stjórnarríkjanna til stuðn-
ings valdi Ulbrichts f vax-
andi mæli ógerleg. Stefna á
lausn þýzka vandamálsms
fyrir atbeina Þjóðverja, stm
’ bundnir væru af aðild að
sameinaðri Evrópu og At-
lantshafsbanclalaginu, gæti
útkljáð BerlínarvandamáJið
Vissulega gæti mikilsháttai
afturkippur í efnahagsmálum
komið vörnum Evrópu á
ringulreið og framvindu í
átt til evrópsks samruna. En
handan þarfa líðandi stund-
ar hafa menn um skeið séð,
að samræma jrarf með ein-
hverjum hætti hagræðingu
fjármála og hagmála hinna
miklu iðnaðarlanda, ef þeim
skal á annað borð hagrætt.
Öll heyra þcssi mál undir
hina miklu herstjórnarlegu
áætlun. sem við verðum allir
af bundnir.....
Ástandið i stjórnmálum
Evrópulanda, þegar litið er
á þau sem einstök lönd. er
áhyggjuefni.
Bretland hefur glatað
heimsveldi og hefur enn ekki
fundið sér nýtt hlutverk. —
þ. e. hlutverk þess utan Evr-
ópu, hlutverk grundvallað á
„sérstökum tengslum" við
Bandarikin, hlutverk grund-
vallað á forystu fyrir „sam-
veldi“. sem hefur enga stjórn
málalega uppbyggingu eða
einingu eða styrk og á hag
sinn undir brothættum og
viðkvæmum efnahagslegum
samskiptum á grundvelli
sterlingssvæðisins og ívilnana
á brezka markaðnum, — þetta
hlutverk sitt hefur það nær
leikið til enda.
Ríkisstjórnir fjögurra
landa — Þýzkalands, Frakk-
lands, Portúgals og Spáns. —
hanga á bláþræði, líftóru
manna, sem fyrir löngu eru
komnir á það alclursskeið er
stjórnarforsetar leggja niður
bagga sína. 1 engu þeirra
verðm næsti áfangi séður
fyrir Við þessi fjögur lönd
verðui ítalíu ef til vill bætt
við. I sumum jreirra kann að
koma til upplausnar á næsta
áfanga
Um leið og eínahagur
hinna evrópsku bandamanna
okkar hefur batnað, hafa á-
greiningsefnin milli þeirra og
Bandaríkjanna margfaldazt.
Og ég ætla mér engan veg-
inn að gefa i skyn, að ágrein-
ingsefnin hafi öll verið þeirra
sök. t Bretlandi ríkti gremja
vegna Súez-málsins og að
nokkru leyti vegna Þýzl<a-
landsmálanna og meðal
nokkurrs hluta brezku þjóð
arinnar sakir kjarnorkuvíg-
búnaðar okkar, í Frakklandi
vegna Súez-málsins, Norður-
Afríkumálanna og neitunar
okkal að sjá Frakklandi fyrir
kjarnorkuvopnum; í Portú-
gal vegna stefnu okkar inrian
Sameinuðu þjóðanna gagn-
vart Angóla; í Belgíu vegna
Kongó-málsins; í Hollandi
vegna Vestur-Nýju Guineu;
og í Þýzkalandi sakir efa-
semda um réttmæti afstöðu
okkai til Berlínar-málsins og
Austur-Þýzkalands.
Haraldur Jóhannsson ■
Skíðafargjöld
Flugfélags Islands
Frh. af bls. 8.
og þurfa gestir að hafa með sér
svefnpoka eða sængur. í skálan-
um er matsalur, böð, rúmgóð
snyrtiherbergi og skíðageymsla.
Haukur Sigurðsson skíðakennari
annast skíðakennslu.
Matur og aðrar veitingar eru
framreiddar í Skálanum, fyrir
dvalargesti o gaðra. Dvöl í skíða
skálanum í Seljalandsdal kostar
kr. 160,00 á sólarhring. Skíða-
fargjald Flugfélags tslands
Reykjavík—ísafjörður—Reykja-
vík kostar kr. 825,00.
Þar sem skíðalandið er svo ná-
lægt bænum, mun margt skíða-
fólk gista á heimilum á ísafirði,
en þaðan er aðeins 10 mínútna
akstur að skálanunr í Selialands-
dal.
Um sölu ,)skíðafargjaldanna‘‘
gilda éftirfarandi sérreglur:
Gildistími farseðils er 7 dagar
og miðast við brottför frá
Reykjavík. (Undanteknir eru
skíðafarseðlar Reykjavík—Eg-
ilsstaðir, sem gilda allt tímabilið
1 —20. apríl). Skíðafargjöldin
eru aðeins til sölu í Reykjavík.
Skíðafargjöldin má aðeins nota
í eftirtöldum flugferðum:
Til ísafjarðar FI-40 á mánu-
dögum, miðvikudögum og föstu
dögum.
Til Akureyrar FI-20 á mánu-
dögurn og föstudögum og FI-22
á miðvikudögum. Til Egilsstaða
gilda skíðafargjöldin í ölllum
ferðum á tímabilinu frá 1. apríl
til 20. apríl. Afsláttur sá er skíða
fargjalclið vckir, er háður því
skilyrði, að keyptur sé tvímiði
og hann notaður báðai leiðir.
16250 VINNINGAR!
Fjórði hver miði vinnur að meðaltalil
Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur.
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.
/
Frjáls þjóð — Iaugardaginn 30. marz 1963.