Frjáls þjóð - 13.10.1966, Qupperneq 3
Ritstjórnargrein
SKULDASKIL
MorgunblaSið og- stjórn-
arsinnar hafa að undan-
förnu rekið háværa áróð-
ursherferð um „samtök til
stöðvunar verðbólgu". Nú
værí hagstætt tækifæri,
verðfall á sjávarafurðum
knýði á, samningar um bú-
vöruverð og síldarverð
væru upphaf „nýrrar
stefnu“ ríkisstjórnarinnar,
nú þyrftu aðeins verkalýðs-
samtökin að fylgja til og
falla frá grunnkaupshækk-
unum, og væri þá endan-
lega tryggður Fróðafriður í
þjóðfélaginu.
í hverju er hin nýja
stefna fólgin? Samning-
amir um síldarverðið em
bráðabirgðasamningar gerð
ir til eins mánaðar, meðan
séð yrði hverju fram yndi
um heimsmarkaðsverð á
lýsi og mjöli og í von um
hækkandi verð með haust-
inu. ’
Þeir eru því ekkert for-
dæmi fyrir verkalýðshreyf-
inguna til að byggja samn
inga sína á.
Samningar við bændur
hafa aldrei þótt til eftir-
breytni fyrir verkalýðs-
hreyfinguna, og sýna í raun
inni ekki annað en hæfi-
leika Ingólfs Jónssonar til
að vefja Framsóknarfor-
kólfum bænda um fingur
sér. |
„Stefna“ stjórnarinnar
er því ekki önnur en sú, að
nota verðhækkanir á er-
lendur mörkuðum til að
skapa „panik“, sem hún ætl
ar að fleyta sér fram yfir
kosningar. Þessi ótti hefur
leitt til hins hamslausa inn
kaupaæðis heildsala fyrri-
hluta ársins, sem skilað hef
ur tolltekjum í ríkissjóð,
sem ásamt endurtekinni
skuldabréfasláttu, nægja
til niðurgreiðslna á búvöru
verði, og — ef bragðið
heppnast — ýmissa ann-
arra ráðstafana, sem gera
þarf til að fleyta synda-
byrðinni fram yfir kosn-
ingar. í annan stað á svo
að nota þennan ótta til að
þrýsta niður kaupkröfum
verkalýðs, iðnaðarmanna
og opinberra starfsmanna
og freista þannig að ná
saman endum.
En áreiðanlega mun
verkalýðshreyfingin ekki
síður en síldarseljendur,
heimta staðreyndir málsins
á borðið, áður en hún fell-
ur fyrir þessu bragði. Og
enn hefur verðfallið á lýsi
og mjöli ekki haft teljandi
áhrif. Allmikið var selt fyr-
irfram á hagstæðu verði.
Og enn hafa menn von um
hagstæðara verð með haust
inu, seljendur doka við,
birgðir hafa safnast sam-
an, sem að svo stöddu er
ekki unnt að segja fyrir um
verð á.
Á móti kemur stór-
aukin veiði, óvenjugóð
nýting verksmiðja og hrá-
efnis, enda síldin stærri og
feitari en undanfarin ár.
Söltun er líka með mesta
móti, og ekki heyrst um
verðlækkanir á saltsíld.
Enn er því engin ástæða
til að ærast.
Lækkunin á hraðfrysta
fiskinum er staðreynd. En
engin kauprýmun eða
kjaraskerðing fær rétt
hana af. Þegar á s.l. vetri
boðuðu frystihúsaeigendur
lokun sökum hráefnis-
skorts. Enginn reksturs-
grundvöllur er til fyrir tog
araflotanum og bolfiskút-
gerðinni, hráefni er stop-
ult og nýting frystihúsanna
fádæma Iéleg, rétt um 10%
af afkastagetu.
Kjararýrnun verkafólks í
fiskiðnaðinum gæti því
engu orkað til þessað að
skapa þessum atvinnuveg-
um rekstursgrundvöll. Til
þes dugir ekki minna en ný
stjórnarstefna.
Það liggur því ljóst fyrir
að allt skrum ráðamanna
og málpípna þeirra um
„samtök um stöðvun verð-
bólgu“ og boðun niður-
greiðslanna og bráðabirgða
samkomulagsins um síld-
arverðið, sem upphaf nýrr-
ar stefnu er blekking ein,
síðasta fálm örvinglaðra
drukknandi manna eftir
hálmstráum til að fleyta
sér á fram yfir kosningar.
Lengra nær fyrirhyggjan
ekki. Eina vonin er sú að
forystumenn verkalýðsins
láti blekkjast og verði til
að bjarga viðreisnarflokk-
unum gegnum næstu kosn-
ingar.
En ef nokkuð má marka
ummæli forystumanna
verkalýðsins í vetur og vor
eru litlar líkur til að þessi
blekkingariðja stjórnarliðs
ins beri ávöxt. Stjórnarsinn
arnir Óskar Hallgrímsson,
Guðjón Sigurðsson og fleiri
viðurkenndu það hispurs-
laust með undirskrift sinni
undir 1. maí ávarp verka-
lýðsins í vor, að svik ríkis
stjórnarinnar hefðu gert
samninga undanfar;nna
ára „marklausa“. Og elzti
og helzti foringi Alþýðu-
flokksins í verkalýðshreyf-
ingunni, Jón Sigurðsson,
kvað svo fast að orði í 1.
ma, ræðu sinni, að vegna
þessara svika ríkisstjórnar
innar og stjórnlausrrar
verðbólgu væri ekki hægt
lengur að gera samninga
til lengri tíma en eins til
tveggja mánað í senn, á
sama tíma og málgagn
flokks hans var með áróð-
ur fyrir samningum til
margra ára að sænskri fyr
irmynd — rétt eins og hér
væri engin verðbólga! Og
um þessi ummæli mun eng
inn ágreiningur ríkja í röð
um launafólks hvar annars
í flokki sem það stendur.
En er þá nokkur von til
þess, að koma megi á slik-
samtökum til stöðvunar
verðbólgunni“, sem stjórn
in og málgögn hennar á-
kalla nú í neyð sinni? Við
skulum líta á hvað tveir
þekktustu forystumenn
verklýðshreyfingarinnar,
hafa sagt í því efni.
í grein er birtist hér í
blaðinu 27. janúar s.l. benti
Björn Jónsson á hvemig
dýrtíðin étur jafnóðum upp
allar kjarabætur, sem á-
unnizt hafa og sagði siðan
orðrétt:
„Við slíka þróun mála er
útilokað að verkalýðshreyf
ingin geti náð þeim árangri
í kjarabaráttu sinni, sem
efni annars standa til og
umbjóðendur hennar
hljóta að gera kröfu til með
tilliti til vaxtar þjóðar-
tekna. STÖÐVUN VERÐ-
BÓLGUNNAR ER ORÐ-
IN GRUNDVALLARNAUÐ -
SYN FYRIR EÐLI
LEGRI OG VIÐUNAN-
LEGRI LAUSN KJARAMÁL
ANNA. Því hlýtur verka-
lýðshreyflngin, jafnt hin
pólitíska grein hennar sem
hin faglega að skoða það
sem meginverkefni sitt á
nýja árinu að knýja fram
nýja stefnu í efnahagsmál
unum, stefnu, sem fær
verði um að stöðva verð-
bólguna og tryggir í kjöl-
far þeirrar stöðvunar rétt-
látari arðskiptingu í þjóð-
félaginu. í þeim tilgangi
hlýtur hún að bjóða öllum
heilbrigðum öflum í þjóð-
félaginu hönd sína til sam
starfs, en hins vegar má
hún heldur ekki hika við
að fara leiðir harðrar bar-
áttu, ef nauðsyn krefur."
Og áður, þann 13. janúar,
hafði Hannibal Valdimars-
son sagt í viðtali við
Frjálsa þjóð:
„Dýrtíðin verður ekki
kveðin niður með einfeldn-
ingslegum skírskotunum til
„góðviljaðra manna“ um
„gagnkvæmt traust“ og
„heilshugar samstarf“ einu
sinni enn. ÞAÐ „SAM-
STARF“ VERÐUR AÐ
BYGGJAST Á ÁKVEÐINNI
OG SKÝRT MARKAÐRI
STEFNU, SEM STJÓRNIN
ER REIÐUBÚIN AD
STANDA VIÐ, og ekki er
heldur að búast við að
traust verði endurvakið,
nema stjórnin knýji aðra
aðila til að leggja sitt af
mörkum til jafns við verka
lýðshreyfinguna, knýr fram
raunverulega verðstöðvun.“
Ennþá er því opin leið til
samstarfs, en aðeins að full
nægðum ákveðnum skilyrð
um af hálfu verkamann-
anna. Innantóm loforð og
svik síðustu ára verða ekki
tekin góð og gild, viljinn
ekki tekinn fyrir verkin.
í fyrsta lagi verður ríkis
stjórnin — í samráði við
aðila á vinnumarkaði ef
vill — að móta fastákveðna
stefnu í launa-, verðlags og
fjárfestingarmálum — og
vera reiðubúin til að standa
og falla með henni.
í öðru lagi verður hún að
sanna að hún sé NÚ fær um
það, sem hefur alla hennar
stjórnartið reynzt henni ó-
vinnandi verk — að hafa
stjórn á verðlaginu og
halda því í skefjun.
f þriðja lagi verður rfk-
isstjórnin að gefa trygg-
ingu fyrir þvi, að hún hafi
ekki sem áður, sjálf for-
göngu um kjaraskerðingu
og mögnun verðbólgu með
aukningu skatta og hækk
un á verði og þjónustu op-
inberra stofnana.
f fjórða lagi verður hún
að hverfa frá núverandi
handahófi í f járfestráirar-
málum, taka upn stjórn á
fjárfestingu jafnt einka-
aðila sem hins opinbera,
beina henni til útflutnings
atvinnuveganna, sem nú
eru að leggja upp laupana,
koma til skynsamlegra og
arðbærra nota beim hundr-
uðum milljóna, sem nú er
árlega hent á glæ í þarf-
lausar verksmiðjur, þjón-
ustufyrirtæki og pólitískar
handahófsframkvæmdir
hins opinbera.
í fimmta lagi hlýtur
verkalýðshreyfingin að
krefjast samræmdrar efl-
ingar undirstöðuatvinnu-
veganna, því að verði fram
hald á þeirri þróun til
hruns þeirra, sem nú blas-
ir við, verða allar kjara-
bætur pappírsgagn eitt
Full atvinna um allt land
hlýtur að vera meginkraf-
an.
Siðast en ekki sizt hlýtur
verkalýðshreyfingin að
leggja áherzlu á styttingu
vinnutíma og lífvænleg
laun af eðlilegri dagvinnu.
Þess sjást nú þegar merki,
að launafólk unir þvf ekki
lengur að sækja kjarabæt-
ur sínar í sífellt lengri
vinnutíma. Vinnuþrælkun-
in leiðir til þess að vinnu-
afköstum hrakar og tækni
væðingu seinkar, því að
mannsaflið er of ódýrt til
að vélar leysi það af hólmi,
Er þá ónefnd sú geig-
vænlega þjóðfélagslega
hætta sem steðjar að öllu
menningar- og félagslifi
vegna skorts eðlilegs hvíld
artíma og frístunda.
Það er staðreynd, að eng
in ríkisstjórn frá upphafi
innlendrar stjórnar hefur
búið við eins samfellt góð-
æri samfara síbatnandi við
skiptakjörum eins og „Við
reisnar“-stjórnin.
Það er staðreynd, að í
lok þessa tímabils stend-
ur verkafólk eftir lang-
vinna og harða baráttu loks
í sömu sporum hvað kaup-
mátt tímakaups snertir og
í upphafi þess, hlutdeild
þess í þjóðartekium hefur
rýrnað um 17—18%.
Það er staðreynd að smá
bátaflotinn er úreltur, úr
«ér gengin og ósamkeppnis-
fær um vinnuafl.
Að togararnir eru úreltir
ósamkeppnisfærir og seldir
úr landi fyrir smánarverð.
Framh. á bls. 2.
FRJÁLS ÞJÓÐ
Otgetandl: Huglnn n.t.
Rltstlðrl: ðlatur Hannlbaltton.
Rltnefnð- ESergur Slgurbjömsson tábm.). Gils Guömundsson
Haraldui Henrysson Hermtnn iðnsson Klnai Hannesson
tJinar Slgurbjörasson
B'ramfcvæmdastjóri AJexander GuSmundsson
Auglýslngar: — -
Askrlftargjald kr 200.00 fyrli bálft ar 1 tausasðlu kt. 10.
AfgrelOsla- Ingólfsstrætl 8 Sim) 19985 Pósthólf 1419
Prentsmlöjan Edda h. t
tr-iíL UiAX
gwmhiJaffimi 1.3 nlrfnkor 1 Qf>P
3