Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Síða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. apríl 2005 Áhrifavaldar Þegar haft var samband við nokkra listamenn og þeir beðnir um að skrifa stutta grein um helsta áhrifavald sinn þá var algengasta viðkvæðið: Bara einn? Auðvitað er erfitt fyrir lista- menn að benda á einhvern einn sem hefur haft afgerandi mest áhrif á þá en það er samt verk- efnið sem Lesbók hefur lagt fyrir rúmlega þrjátíu rithöfunda, myndlistarmenn, tónskáld og kvikmyndagerðarmenn. Það var einnig erfitt að velja þátttakendur í uppákomunni en ákveðið var að þeir skyldu vera á aldrinum 30 til 45 ára. Rithöfundar ríða á vaðið. Ég var sautján ára að verða átján þegar lærifaðir minn í afkimalistum, Alfreð Flóki, komstað því að ég hafði ekki lesið skáldsöguna Meistarann og Margarítu eftir Rússann Míkh- aíl Búlgakov. Það datt alveg yfir hann og ég sá að furðulegt mátti telja að ég hefði þó náð þetta háum aldri svona illa lesinn. Nei, úr þessu varð að bæta og það snarlega. Hann rétti mér marglesna vasabrotsútgáfu af sögunni á ensku, en átti hana á fleiri málum og í virðulegum myndskreyttum bókum, og sagði mér að taka strax til við lesturinn. Því unglingur sem er kominn hálfa leið inn í öngstræti bókmenntanna verður að hafa svörin á hraðbergi þegar demónarnir stíga fram úr myrkrinu og hefja sitt fáránlega rell um að hann eyði ævinni í að skrifa ævi- sögur þeirra. Geðveiki og villutrú, hótfyndni og satanismi, kynlíf og dauði; hvernig átti ungur maður í Breiðholtinu að standast svona eldfima blöndu? Sagan heltók mig. Þetta var sumarið 1980 og þar með hófst umbreyting mín í afkáralegasta púka bókarinnar, kórstjórann Kórofjov (einnig nefndur Fagot). Og fyrr en varði var ég klæddur í köflóttan jakka, og með þá hlægilegustu húfu sem um getur; hún var hálfur handbolti með deri – en gullspangargleraugun átti ég fyrir. Já, sagan Meistarinn og Margaríta kom eins og vígahnöttur inn í óharðnaðan huga minn þar sem ég lá varnarlaus uppi í rúmi í Asparfelli 6 og las hana í ljósi íslenskra sumarnátta. Hugmyndin um frelsandi mátt og mannbætandi áhrif hins illa, ranga, eða öfugsnúna er sjálfur kjarninn í öllum uppreisnarverkum allt frá því að Prómeþeifur færði okkur eldinn, Loki flutti goðunum Lokasennu, Gargantúa skeindi sig á gæsa- hálsi og meig yfir háskólaskríl Parísarborgar, Kíkóti og vondu bækurnar vönkuðu upplýsinguna og afturhaldið með sama lensuhögginu, Maldoror greip kolkrabbaörmum sínum um Guð, Ubu kóngur sagði merdre í þrítugasta sinn, og fram til þess að Myrkrahöfðinginn og árar hans snúa á ráðstjórnarlurðurnar í Moskvu og upplyfta Margarítu svo hún geti bjargað meistaranum. Og auðvitað vildi ég vera í þessu liði. Heilagur Búlgakov – bölvaður Míkhaíl! Það varst þú sem munstraðir mig á Medúsuflekann! En ég fell ekki á kné fyrir þér. Eitt lærði ég af hinu mikla verki þínu, og það er að gera að mínu svar Lúsífers þegar Almættið bað hann að beygja hné sín fyrir nýskapaðri mannskepn- unni sem titraði fjaðralaus og slímug, og svo undarlega sjálfselsk, í lófa þess: „Non Serviam!“ Ég þjóna ekki! Eða hvað? Stundum þegar ég vakna á næturnar við að hið ósýnilega strýk- ur mér um vanga þá finnst mér sjálfur Woland prófessor vera hjá mér. Og hann hlær í vitund minni: „Alfreð Flóki var á mínum snærum, það sem hann rétti þér var ekki bjarghringur, það var snara, og þú hefur spriklað í henni æ síðan. Þú ert fastur í hlutverki demónsins Kórofjovs og kannt enga sögu að segja aðra en ævisögu hans, já, allt sem þú hefur nokkurn tíma skrifað er neðanmálsgrein við Meistarann og Margarítu …“ Ég, Kórofjov Eftir Sjón drengur@strik.is Mikhaíl Búlgakov Áhrifavaldur? Ég hugsa svo hratt að ég næ varla að einbeita mér. Hestarnir eru klárirvið rásmarkið og aðeins örfáar sekúndur þangað til veðbókarinn lokar glugganum. Á hvern á ég að veðja? Marques sagði að ég gæti þetta aldrei, Hamsun sýndi mér hvern- ig ég ætti að fara að því, en það var bölvaður melurinn hann Charles „Hank“ Bukowski sem sagði mér að ég gæti það. Reynd- ar sagði hann mér það ekki. Hann sýndi mér það. Stundum í ljóði eða lengri texta. En oftast bara með því að brosa þessu furðulega brosi sínu. Brosi sem opnast eins og fegursta blóm í andliti sem minnir í besta falli á veðurbarið fjall, í versta falli á aldraða frumskógarskepnu. Ég stekk af stað og veðja á karlinn sem veðjaði allt sitt líf á heppnina, Músu og velvilja guðanna. Bukowski var fyllibytta og vandræðaseggur sem skrifaði per- sónuleg ljóð um ást, einsemd og geðveiki, og lykilrómana um sjálfan sig í gervi fyllbyttunnar og vandræðaseggsins Hanks Chinaskis. Þetta hliðarsjálf Bukowskis, Hank Chinaski, birtist manni sem einhverskonar blanda af listamanni, lúser og búdd- ískum heimspekingi. Heimspeki Chinaskis er einföld og heillandi, en ekki er allra að lifa eftir henni. Hann vonast eftir engu og sér ekki eftir neinu. Hann er einfari og lætur sig berast eftir vind- inum og tekur öllu með jafnaðargeði: ofbeldi, ást, peningum og atvinnuleysi. Hann skrifar ljóð en hefur engan metnað. Hann lifir í stórum ljótleika en hefur auga fyrir fegurð, sem hann finnur í hinu smáa, í því hverfula, augnablik og augnablik í senn. Hann er skítug perla í heimi svína. Og hann á eftir að meika það, en veit það ekki. Er kannski alveg sama. En lesandinn veit það. Því hann veit að Chinaski er Bukowski, og Bukowski meikaði það. Ann- ars væri lesandinn ekki með bókina í höndunum. Ekki satt? En Bukowski var sjálfur ekki eins hreinn og beinn og Chinaski. Frá unga aldri ól hann með sér stóra skáldadrauma. Hann ætlaði sér aldrei að verða heimspekilegt neðanjarðarskáld. Hann ætl- aði sér að verða einn af þeim stóru, eins og Hemingway, Hamsun og Dickens. En hann rakst á veggi og smám saman varð draumurinn að martröð. Bukowski varð að barflugunni sem síðar varð að hliðarsjálfinu Hank Chinaski. Á meðan Bukowski harmaði hlut sinn og brann af heift út í heiminn og alla hálfvitana sem kunnu ekki að meta hann, þá dansaði trúðurinn Chinaski á gangstéttinni fyrir utan höll frægðarinnar, með bjórflösku í annarri og brotna rós í hinni, og hann fékk fólk til að hlæja og gráta, hann fann sér bæði rödd og áhorfendur, þ.e. stíl og lesendur. Rödd Chinaskis er ljóðræn, beitt, einlæg og töff. Og á meðan fólkið hló að trúðnum Chinaski laumaði skapari hans sér bakdyramegin inn í höll frægðarinnar, þar sem hann drekkur gamalt viskí, reykir dýra vindla og ræðir við Hem- ingway, Hamsun og Dickens. Charles Bukowski var aldrei þungaviktarmaður í bókmenntum, svona fræðilega séð. En hvernig hann náði að skapa fagurfræði úr sínu auma og vonlausa lífi með stíl og orðfæri sem minnir á japanskar hækur, klassískar barnabækur og rokktexta er afrek sem ekki verður litið framhjá. Bukowski er dvergur sem stendur á herðum risa. Hann er kannski minni en þeir, en hann sér lengra. Þess vegna brosir hann þessu trúðslega brosi. Brosi sem segir bæði „ég er ekkert betri en þú“ og „þú er ekkert betri en ég“. Ég hita mér espresso í ítalskri mokkakönnu, set Wagner undir nálina og vel mér ljóða- bók af handahófi: You get so alone at times that it just makes sense. Dæmigerður titill fyrir þennan þýskættaða Kaliforníubúa, sem er kannski best lýst sem Hemingway með húmor. Eða Hamsun með bjór. Eða Dickens með mellu. Maður verður stundum svo ein- mana að það bara meikar sens Eftir Stefán Mána stefan.mani- @simnet.is Charles Bukowski Pirandello hefur oft verið flokkaður með Buchner, Ibsen, Brecht, Beckett og fleirum semeinn af höfundum nútímaleikritunar, þ.e. þeim mönnum sem komu fram á síðustu öld og gjörbreyttu því hefðbundna „dramatíska“ landslagi sem hafði verið fram að því, þ.e. þeim mönnum sem m.a. lögðu af í verkum sínum hið klassíska plott og fóru aðrar leiðir í framvindu verka sinna, fundu upp nýjan frásagnarmáta og nýstárlega dramatíska framvindu. Það sem helst einkenndi umfjöllunarefni Pirandellos og gerði þau sérstök var leikur hans með einstigið milli þess sem er leikur og raunveruleiki, geðveiki og heilbrigði, veruleiki og ímyndun. Hann setti oft upp nokkuð venjulega sítúasjón í verkum sínum en þró- aði hana svo á óvenjulegan hátt eða kom áhorfendum stöðugt á óvart með því að veita þeim ekki það sem þeir bjuggust við að fá, eins og hefði kannski verið eðlilegt og samkvæmt hefðbundnum aðferðum fyrri tíma leikritunar. Hugmyndir Pirandellos hvað þetta varðar og annarra viðlíka höfunda gjörbreyttu öllu leik- húslandslagi síðustu aldar og höfðu gífurleg áhrif á þá höfunda sem á eftir þeim komu, þar má nefna absúrdistana, Pinter, Albee o.fl. Ég féll fyrir Pirandello fyrir mörgum árum síðan og sumir höfundar verða eins og gamlir vinir, fylgja manni þó svo maður heyri kannski ekki í þeim eða taki ekki bók út úr hillunni eftir þá árum saman. Ég sá reyndar ekki verk eftir hann fyrr en komin yfir tvítugt, það var þekkt- asta verk hans Sex persónur í leit að höfundi, ítölsk sýning á því og mér fannst það frekar leiðinlegt. Ég man ekki hvort ég var búin að lesa það þá en kveikti alla vega ekki á því en tók það svo upp nokkru seinna og ákvað að gera aðra tilraun, fannst ég verða að komast yfir þetta annálaða tímamótaverk! og upplifði það þá á allt annan hátt; verkið er eins og það sé skrifað í einni lotu, líkast furðuskepnu sem labbar út úr skóginum á móti manni, það er skrýt- ið en samt alveg fullkomið, ekki orði eða atburði ofaukið. En sem sagt, heildarsafnið hans áskotnaðist mér svo nokkru seinna – ég las eitthvað af því og fletti því svo og dusta af því rykið alltaf svona af og til. En höfundareinkenni Pirandellos er ekki eingöngu bundið við nýjungagirni og ýmsa til- raunamennsku hvað form og innihald varðar heldur einnig þær sérstöku persónur sem hann skapaði og sem hann byggði á mikilli þekkingu sinni á mannlegu eðli. Hann átti frekar stormasama og tragíska ævi sjálfur, a.m.k. framan af, og notaði hana óspart í verkum sínum. Ein þessara mögnuðu persóna er Henry fjórði í samnefndu verki sem er líklega eitt fyndn- asta en um leið sorglegasta verk sem skrifað hefur verið finnst mér. Það fjallar um ítalskan aðalsmann sem féll af hestbaki tuttugu árum áður en verkið hefst og hefur klikkast við fallið. Hann heldur uppfrá því að hann sé Henry fjórði keisari frá 11. öld og vinir hans ákveða að gera geðveiki vinar síns léttbærari með því að leika með honum, þ.e. þeir útbúa fyrir hann kastala frá tímum Henry fjórða, útvega honum þjónustulið í viðeigandi búningum o.s.frv. Söguhetjan lifir þannig í ímynduðum heimi þar sem allir leika með en smátt og smátt rennur svo upp fyrir áhorfendum að ekki er allt sem sýnist varðandi þessa svokölluðu geðveiki aðal- persónunnar. Þetta er ótrúlegt verk og sameinar flest það sem er eftirsóknarverðast í leik- húsi, s.s. tragík, kómík og frumlegheit, samfara ótrúlega sterkri persónulegri sýn. Ég les þetta verk alltaf við og við og er alltaf að vonast til að sjá það á sviði, sagan af Henry fjórða myndi passa svo ljómandi vel við svo margt í íslensku þjóðfélagi um þessar mundir og löngu orðið tímabært að sjá verk Pirandellos á íslensku sviði en hann fékk Nóbelsverðlaunin árið 1934. Ólíkindatól tuttugustu aldar Eftir Hrafnhildi Hagalín hrafnhh@ islandia.is Luigi Pirandello Sumir höfundar hafa þá tilhneigingu að tala lágt um áhrifavald-ana, forðast jafnvel að nefna þá, ég veit ekki hvað veldur, kannski þráin að vera einstakur, allt sprettur þó af öðru og höf- undar vaxa af orðum og lífi. En gott og vel, fyrir 15 til 20 árum las ég Halldór Laxness nær lát- laust, það kvað svo rammt að að ég kom varla upp úr mér setningu án þess að andblær Vefarans eða Heimsljóss léki um hana, samtímis lá ég í Þór- bergi og reyndi svo ákaft að vera ofviti að ég týndi mér næstum, en vaknaði líka upp við ljóðlínur Jóhanns Sigurjónssonar og heimsótti hann einu sinni í draumi, þau Ib bjuggu í blokk í Safamýrinni, á fyrstu hæð, hann var að raka sig, nýbúinn að setja plötu á fóninn. Sjálfsagt hefur Halldór Laxness haft áhrif á mig, en ég var horfinn frá honum þegar ég byrjaði að fikta við prósa, hafði þá ekki getað lesið hann í nokkur ár og get það ekki heldur í dag, hann nær ekki til mín. Þórbergur hefur hinsvegar alltaf fylgt mér, það var hans blessun að kunna ekki að skrifa hefðbundnar skáldsögur, þessvegna er hann óvíða nútímalegri en Halldór Laxness sem eldist í forminu. En auðvitað er Íslenskur aðall og aðrar bækur Þórbergs fyrst og síðast skáldsögur, við látum efnið bara afvegaleiða okkur, hann not- ar aðferðir, hugsun og nálgun skáldsagnahöfundar, en nýtir sér sjálfsævisögulegt efni og að- ferðir til að losna undan ægivaldi skáldsögunnar, vitund hennar og þessum plús ex sem Lax- ness talaði um löngu síðar og reyndi að brjótast undan í sinni frumlegustu skáldsögu, Kristnihaldinu. Þórbergur, já, Cannery Row og Tortilla Flat eftir Steinbeck, og handfylli af ljóðskáldum; tvö, þrjú kvæði Vallejos höfðu meiri áhrif á mig en fimmtíu skáldsögur. Og Saramago. Ef ég væri tuttugu árum yngri myndi ég flytja í nokkur ár til Lissabon og læra portúgölsku til að geta lesið hann á frummálinu. Saramago er samt varasamur höfundur, fari maður of nálægt honum glatar maður sjálfstæðinu, breytist í fylgitungl. Sama má segja um þann höfund sem Eitthvað um líf, eitthvað um dauða Knut Hamsun Eftir Jón Kalman Stefánsson kalman@bjart- ur.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.