Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Side 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. apríl 2005 | 5
Í rauninni hefur enginn áhrif á mann sem höfund fyrr en mað-ur fer að velta því fyrir sér hvort einhver hafi yfirhöfuð áhrif
á mann og þá hver. Og þess vegna er kannski best að vera ekk-
ert að hugsa um það. En fari sú rannsókn fram
er líklegast að niðurstaðan verði einhver bölvuð
vitleysa; maður finni út að áhrifavaldarnir séu
einhverjir allt aðrir en þeir raunverulega eru;
maður stendur sjálfan sig að því að telja upp einhverja fræga listamenn í staðinn fyrir að
nefna til dæmis föður sinn eða móður.
En á sama hátt og maður leitast við að læra af foreldrum sínum hvernig maður á að
hegða sér (og/eða öfugt: hvernig maður á ekki að hegða sér) reynir maður að tileinka sér
ýmislegt uppbyggilegt í fari annars fólks; ókunnugs fólks sem maður hefur, einhverra hluta
vegna, mætur á; annars konar mætur en á foreldrum sínum. Maður les kannski viðtal í
blaði við listamann sem maður lítur upp til, og hann segir eitthvað sem hefur varandi og
afdrifarík áhrif á mann. Hann var ef til vill dauðadrukkinn þegar viðtalið var tekið en vit-
leysan sem hann lét út úr sér varð á einhvern dularfullan hátt að djúpri, allsgáðri visku,
þegar hún birtist ásamt mynd af höfundinum í blaðinu. Ég er til dæmis viss um að spænski
kvikmyndahöfundurinn Luis Buñuel var ekki alltaf allsgáður þegar hann sendi persónur
sínar upp í lest í Madrid eða inn í fallega innréttaða íbúð í París, en ég tel mig samt hafa
lært af honum hvaða veganesti maður tekur með sér inn í lestarklefa í Madrid, og hvernig
maður á að snúa sér í franskri stássstofu.
Af flestum þeim listamönnum sem maður telur sig læra eitthvað af lærir maður eitthvað
eitt, yfirleitt vegna þess að maður ákveður að það tiltekna atriði sé þess virði að læra. En
eins og ég las einhvers staðar – og er auðvitað búinn að gleyma hvar – þá er dýrmætasti
lærdómurinn sá sem maður nemur, hvort sem það er í formi texta, hljóðs eða myndar, og
gleymir síðan, en gleymir ekki alveg heldur á þann hátt að lærdómurinn verður eftir í
höfðinu án þess að maður viti af því. Þannig er maður örugglega búinn að gleyma flestum
þeim nöfnum sem hafa haft mestu áhrifin á mann; þær bækur eru löngu horfnar af nátt-
borðinu eða dottnar ofan úr bókahillunni.
Þó er einn höfundur sem ég reyni yfirleitt að hafa við höndina í bókarformi. Leikrita-
skáldið Harold Pinter. Frá því ég las The Birthday Party, og sá bíómyndarútgáfu Williams
Friedkin frá 1968, held ég að höfundur Stanleys, Meg, Goldbergs og McCanns hafi búið til
alveg ný skáldskaparviðmið í huga mínum. Ég las leikrit Pinters eitt af öðru, hélt áfram að
hrífast af þeim, og ásamt annarri grein hins bókmenntalega raunsæis, súrrealismanum,
held ég að ég hafi mest hrifist af þessari tegund túlkunar á veruleikanum; absúrd raun-
sæinu sem Pinter og aðrir lærisveinar Becketts og Joyce voru uppteknir við að þróa. En í
mínum augum er Pinter ekkert endilega leikritaskáld, enda hef ég ekki nema að litlu leyti
kynnst verkum hans ofan af sviði eða úr útvarpi. Þótt leikrit og kvikmyndahandrit séu
hans helstu form er texti hans á pappírnum eitthvað miklu meira; ekki síður er hann ljóð-
list, sögur, málfræði, pólitík, myndlist eða hvað sem er; opinn í allar áttir og treystir á að
lesandinn hafi sjálfstæða hugsun.
Allt til síðasta leikrits síns, Celebration frá árinu 2000 (sem hann hefur nýverið lýst yfir
að sé hans síðasta leikverk), heldur Pinter einbeitingu sinni, og þrátt fyrir að það fari ekk-
ert á milli mála að Celebration sé eftir höfund sinn er tónninn í verkinu svo ferskur og
beittur að það jaðrar beinlínis við pólitískan glæp að Pinter skuli hafa tekið önnur skrif
fram yfir leikritin. Í síðustu verkum sínum, Moonlight, Ashes to ashes og fyrrnefndri
Celebration, er einhvern veginn allt komið saman sem hann hefur byggt upp frá því hann
hleypti okkur inn í Herbergið, sitt fyrsta leikrit, fyrir tæpri hálfri öld: hin harða ljóðræna,
nístandi óttinn og ófyrirleitnin sem fylgir hvers kyns valdi, hinn fíni húmor sem persón-
urnar hafa ekki hugmynd um að þær búa yfir, og nákvæmnin og einfaldleikinn.
Það var ekki síst einfaldleikinn í leikritum Pinters sem verkaði upphaflega á mig sem
hvatning til að byrja að skrifa af einhverri alvöru. Mér fannst að þetta gæti nú ekki verið
mikið mál, að rissa upp nokkrar persónur og láta þær bulla eitthvað af fullkomnu ábyrgð-
arleysi, en með tímanum verð ég alltaf meira og meira undrandi yfir hæfni og persónuleika
Pinters; hvernig hægt er að láta svona einfalda og undarlega texta lifa svona flóknu og
raunverulegu lífi – það er hið fáránlega við raunsæi Pinters.
Eftir Braga
Ólafsson
oink@simnet.is
Harold Pinter
Höfundur Stanleys
og Meg
hefur líklega haft meiri áhrif á mig en aðrir, risinn, galdramaðurinn, helvítis tröllið, Knut
Hamsun.
Ég efa að nokkur höfundur hafi haft jafnmikið vald yfir stíl og Knut Hamsun, hjá honum
getur ein setning þýtt allt og um leið alls ekki neitt, hann er alvitur spekingur og fávíst nátt-
úrubarn. Og stemningin, ögn þunglynd, ljóðræn en líka stutt í sérkennilegan húmor, jafnvel
ærsl. Fáir norrænir höfundar hafa markað jafn djúp spor, Laxness lærði mikið af honum,
Gunnar Gunnarsson, William Heinesen, Martin A. Hansen, allt stórir höfundar sem urðu fyrir
þónokkrum áhrifum en fundu sína leið til sjálfstæðis, ófáir minni spámenn hafa hinsvegar far-
ið of nálægt Hamsun og breyst í fylgitungl. Thomas Mann mat Hamsun mikils, þar til Norð-
maðurinn steig sitt dimma ógæfuspor í síðari heimsstyrjöldinni; Isaac Bashevis Singer sagði
að nútímabókmenntir hæfust með Sulti Hamsuns, Gorki og Henry Miller settu hann ofar öðr-
um og Hemingway reyndi að skrifa eins og hann, þannig gæti maður talið upp stóru nöfnin
sem lásu og hrifust af Hamsun á sínum tíma, Kafka, Robert Musil, Hermann Hesse, Boris
Pasternak, og nær okkur í tíma; Bukowski og Paul Auster.
Í dag er Sultur frægasta bók Hamsuns, einn af mílusteinum heimsbókmennta, sjálfur hrífst
ég mest af bókum eins og Pan („mer en opplevelse enn en bok“, skrifar ævisagnahöfundur
hans, Robert Ferguson), Að haustnóttum, Grónar götur. Þar er stíllinn svo fullkominn að
hann er nánast ekki lengur til, og samræðurnar í þessum bókum, sem koma út á bilinu 1894–
1949, hreint makalausar; óvæntar, hversdagslegar, út í hött. Áreynslulaus stíll, vissulega, en
Hamsun var margar vikur að vinna hvern kafla í Pan (sem hét lengi Edvarda í handriti), og
ekki eru þeir langir. Hann notar aðferð og sumpart hugsun ljóðsins, þurrkar út allan óþarfa,
allar óþarfa setningar, óþarfa replikkur sem flestar skáldsögur eru yfirfullar af, stundum sem
betur fer. Hamsun virðist skrifa af kæruleysi um litla atburði en er allan tímann alveg uppvið
sjálfan kjarnann – eitthvað um líf, eitthvað um dauða.
Las Hundrað ára einsemd og langaði að segja sögu; las bækur Fay Weldon og SueTownsend og langaði að vera ísmeygilega fyndin, las Meistarann og Margarítu og
langaði ... allt. Var unglingur og las bækur sem ég hafði tekið upp í laun eftir jólavinnu í
bókabúð; þýðingarnar sem íslenskir útgefendur báru á borð. Bækurnar í bóka-
skáp mömmu glönsuðu minna: rykugar skræður á kjarngóðri íslensku og snjáð-
ar kiljur á ensku, en meðal þeirra leyndust sérkennilega margar bandarískar
skáldsögur sem voru ofboðslega djúsí, eins og Ragtime og Vassar-systur, sögur frá fyrri
hluta tuttugustu aldar í Bandaríkjunum, vaðandi í mannlýsingum og seyðandi atburðum í
kraumandi þjóðfélagi; djúpnærandi fyrir ungling. Svo varð maður eldri og byrjaði að leita í
aðra bókaskápa til að vingsa út þá sem maður þóttist græða á, sumir jafnmikið í tísku og
trendí fatahönnuðir: Ian McEwan, Haruki Murakami, Arto Paasilinna, Michael Houllebecq
og bara alls konar lið.
Satíran eilífur harmur
John Kennedy Toole
En eftir stendur skáldsaga úr bókaskáp mömmu sem ég vildi
hafa skrifað sjálf, bók sem hefur fylgt mér síðan á unglingsárum
og ég hef keypt ófá eintök af í nokkrum útgáfum: A Confederacy
of Dunces (Aulabandalagið) – eftir Bandaríkjamanninn John
Kennedy Toole. Hann var drjúgmenntaður í bókmenntum og
byrjaði að skrifa söguna í herþjónustu þar sem hann kenndi
spænskumælandi hermönnum ensku. Sagan var tilbúin árið 1963
en enginn vildi gefa handritið út, ekki frekar en The Neon Bible
sem hann hafði skrifað sextán ára gamall. Til að gera langa sögu
stutta þá framdi Toole sjálfsmorð árið 1969, aðeins þrjátíu og
tveggja ára, eftir rifrildi við mömmu sína – og langa og stranga
drykkju í niðurbældri samkynhneigð. Löngu síðar fann mamman
handritið og loksins útgefanda til að gefa út þennan blaðabunka,
útbíaðan í kaffiblettum. Bókin kom út árið 1980 og hlaut Pulitzer
Prize-verðlaunin, enda einstök skáldsaga með eðalsöguhetjum og
þar fer fremstur í flokki Ignatius J. Reilly, kynlífsfælinn tæki-
færispylsusali og hugsuður (svo stiklað sé á stóru), sem má segja
að berjist við vindmyllur – eða bara yndislegt skítapakk. Hann er
atvinnulaus í augum móður sinnar en vinnur óðamála að van-
metnum ritgerðarskrifum í þágu réttlætisins, lendir stöðugt upp á kant við aðra, stendur í
miklum bréfaskriftum við róttæka og ,,kynóða“ vinkonu sína og neyðist til að eyða dögum
úti í spilltu samfélagi til að losna undan tuðinu í ómeðvitaðri og málhaltri móður sinni.
Sögusviðið er New Orleans í öllu sínu litríki og söguhetjurnar skrautlegar og sérvitrar;
svonefndar dreggjar samfélagsins, haltar í mannvitsbrekkunni með persónulegan talanda –
en allar dýrðlegar. Veit ekki hvort er betra að kalla þessa bók satíru eða farsa, líklega er
hún bæði og miklu meira. Kreðsnir lesendur geta kannski fundið strúktúrgalla eða ein-
hvern tittlingaskít en þeir verða bara að tauta í barminn eins og Rögnvaldur Sigurjónsson
píanisti í útvarpsþætti forðum daga: ,,Þarna hefði Beethoven getað gert aðeins betur ...!“
Það er vonlaust að toppa Toole í djúpfyndninni, ekkert hefur fengið mig til að hlæja inni-
legar og frásögnin af Ignatius þegar hann fær vinnu við að gæta pylsuvagns fyrir öldung –
og étur allar pylsurnar sjálfur. Eða þegar hann býsnast yfir ólifnaðinum í ráðsettri móður
sinni sem er ýmist í vörn eða sókn. Í gegnum tíðina hef ég gert ófáar atlögur til að vera
undir áhrifum frá þessari bók í mínum skriftum en án árangurs. Hún hefur þó kennt mér
það sem margur veit; að til þess að vera fyndinn er nauðsynlegt að vera háalvarlegur, að
farsinn er það sorglegasta af öllu, satíran eilífur harmur.
Eftir Auði
Jónsdóttur
Hér verður ekki endilega fullyrt að Jón Kalman Stefánsson sébókmenntaleg risafura – hvað svo sem síðar kann að verða.
Skógurinn er krökkur af eldri trjám, innfluttum tegundum, glóandi
mosa. Ég hef afráðið að skrifa um hann samt.
Þannig er, nefnilega, að tvær ungæðislegar
ljóðabækur, Með byssuleyfi á eilífðina (1988) og
Úr þotuhreyflum guða (1989) opnuðu fyrir mér
hinar dulúðlegu dyr íslenskra samtímaljóða sem flestir réðu manni
á þeim tíma frá að hrinda upp. Fyrir lopasokkastelpu úti á landi var jafn hættulegt og það
var hvetjandi að komast í slíkt samband við texta sem verið var að skrifa í kjöllurum og þak-
herbergjum Reykjavíkur. Má ætla að þetta hafi beinlínis orðið til þess að ég yfirgaf píanó og
dans.
Höfundur bókanna, Jón, var sumsé mættur á inniskóm til Akraness að kenna íslensku,
hæglátur og svartklæddur, orðheppinn, með einkennilega námskrá. Lét óhikað lesa 20. aldar
ljóð saman við Snorra-Eddu, ók nemendum í ljóðabúðir til sveita, efndi til Örlygsstaðabar-
daga uppi við töflu o.s.frv. Tilþrifin voru slík að þau snarefldu almennan áhuga á lestri fag-
urbókmennta, frá Njálu til Svövu, og síst dró úr þegar kollegar hans úr borginni tóku að
streyma að til upplestra – fremstur þar í flokki Hrafn Jökulsson sem las úr ljóðabókinni Hús-
inu fylgdu tveir kettir (1991).
Slysaskot í Palestínu hafði fram að þessu verið eftirminnilegasta nútímaljóðið; nú bárust
nýir straumar. Þarna voru menn að teyga hundrað ára gamalt myrkur, fylgjast með svörtum
köttum og hringja til Parísar, þarna var vitnað í Tom Waits, blúsinn og barþjóna, þarna var
Kristján Fjallaskáld á vafri, þarna voru menn eilíflega að kveðja og konur að hverfa; þetta er
augnablikið / þegar svefninn er afhuga kona / ísskápurinn undarlega hávær / og tíminn /
kemst ekkert fyrir myrkri. Allt þrungið dramatík, flöktandi kaldlyndi, innlifun. Settar voru
fram stórar spurningar, kannski engar nýjar spurningar, en það var eitthvað í því hvernig
þeim var fléttað við götuljósin, verðbólgufréttirnar, plötuspilarana. Um leið – og þetta er mik-
ilvægt – lýstu þessir textar af virðingu fyrir hinum eldri smiðum, frá Majakovskí til Þorsteins
frá Hamri.
Yngri menn á borð við Ísak og Gyrði voru yfir og allt um kring, áhrifin augljós, þeirra ljóð
komust líka í umferð og urðu hugljómun (tek um glóðheitt höfuð mitt og finn að / glerið í
kúpunni er farið að springa).
Með nokkrum handtökum var íslenska einfaranum fleytt upp að 10. áratugnum – yfir eyði-
sanda og rótlaust þang – ýmist hjakkað í fari eða unnið úr hefð: þá endað hér / í þessari
velktu nótt / með súrt viskíbragð í munni... Ég sá aldrei hvernig konurnar skrifuðu sig inn í
þennan tíma eða út úr honum, bækurnar sem ég las voru allar eftir stráka. Líklega veitti það
ákveðið frelsi, að vita ekki hvert stúlkur langaði og hvernig þær leituðu.
Kannski var annars búið að gera þetta allt áður, færa einsemdina til okkar daga, sparka í
veggi sparimenningar, já, auðvitað var það byrjað áður, en ég segi og skrifa að Jón (síðar
Kalman) Stefánsson var minn segull á þessa strauma, eini bóheminn í bænum.
Eftir að hann flutti suður tók ég Akraborgina til tannlæknis og fékk að koma við hjá hon-
um með feimin ljóð. Hann gaf mér sterkt kaffi, setti Tom Waits á fóninn og lét mig strika út
orð eins og algleymi og firringu. Sjálfur horfinn upp í einlægu deildina með kverinu Hún
spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993).
Í þeirri bók eru þónokkur falleg móment. Í hinum fyrstu voru kannski „eitt eða tvö gjald-
geng ljóð“ – svo vitnað sé í eiginhandaráritun Jóns sjálfs – sem staðfesti þær grunsemdir
mínar að skrif væru glíma, að framundan væri ein löng tilraun til að lýsa heiminum með orð-
um. Þetta hljómar helst til rómantískt núna, en hafði fullt impakt þá.
Hundrað ára
gamalt myrkur
Eftir Sigurbjörgu
Þrastardóttur
sith@mbl.is
Jón Kalman Stefánsson