Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. apríl 2005 | 7 aðallega um. 2. Réttlætishugsjónin eins og hún birtist m.a. hjá Hebreum. 3. Kærleikshugtakið sem kristnir leggja áherslu á. „Þetta er ýkt mynd sem ég nota til að draga fram meg- inlínur eða grunnmótíf innan siðfræði,“ segir hann. Ég er Drottinn, Guð þinn … Fyrsta boðorðið fjallar um veröldina sem starfsvettvang mannsins og náungann sem viðfang verka hans. Þess vegna reyndist nauð- synlegt að tengja umfjöllunina um fyrsta boð- orðið við útleggingu á sköpunarsögunni í fyrstu Mósebók (1.M1.1–18). Í henni er dregið fram að heimurinn er starfsvettvangur manns- ins og hann er séður með jákvæðum augum og lífslögmál hans skilgreind. Í gamla testamentinu er heiminum lýst sem lífsrými mannsins. Hann er ekki á valdi anda og illra vætta og er slíkri veraldarsýn í sköp- unarsögunni hafnað eða hún afgoðuð. „Jesús fylgir þessari áherslu og tengir hana við sam- skipti manna og viðhorf gagnvart náunganum. Hann „afgoðar“ svo að segja fordóma manns- ins gagnvart meðbróður sínum og -systur með því að fyrirgefa syndirnar og taka fólk að sér eins og það er,“ segir Sigurjón. „Jesús ýtir for- dómum burtu. Við erum oft að skilgreina náungann á neikvæðan hátt, en Jesús tekur hann að sér sem guðsbarn. Hann gefur öllum jafnan tilverurétt.“ Sagan um miskunnsama Samverjann, en hún er í raun skilgreining á því hvert inntak kristinnar siðfræði er, svarar spurningunni: „Hver er náungi minn?“ Sigurjón fer í bókinni í gegnum hvernig sagan um miskunnsama Samverjann hefur verið túlkuð í gegnum tíð- ina. „Náungi okkar er sá sem þarfnast hjálpar. Mér finnst Helgi Hálfdanarson (1826–1894) skilgreina þetta mjög vel, hann talar um mannelskuna og hugrekki hennar. Athygl- isverð er áhersla Helga á að kærleiksverk eru oft ekki metin að verðleikum, og segir: „Það er ekki sjaldgæft í heimi þessum, að þeir, sem mannelskan miskunnar, launa það ekki öðru en vanþökk.“ (Helgi Hálfdanarson, Prédik- anir, 384.) Hann bendir einnig á að kærleik- urinn er mælikvarðinn er ekki vanþakklætið. Mælikvarðinn er ætíð neyð náungans en ekki þakklæti hans. Í beinu framhaldi af þessu vaknar spurn- ingin „Hver er maðurinn sem á að framkvæma þetta (fyrsta boðorð)? Hver er ég sem á að hjálpa náunganum?““ spyr Sigurjón Árni. Þú skalt ekki leggja nafn … Annað boðorðið, „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns við hégóma“, snertir spurninguna „hver er ég?“ því samkvæmt boð- orðinu er okkur trúað fyrir nafni Guðs, þ.e.a.s. Guð opinberar sig sem persóna og ávarpar manninn sem persónu. „Við erum í öðru boð- orðinu tekin alvarlega af skaparanum sem per- sónur, og einmitt það vísar til þess að mað- urinn er skapaður í Guðs mynd,“ segir Sigurjón. „Það merkilega er að Guðsmyndin í ritningunni er tengd við þá ábyrgð sem mað- urinn ber gagnvart Guði, náunganum og heim- inum. Í henni er auk þess dregið fram að til þess að rækja ábyrgðina þarf maðurinn frelsi. Nauðsynlegt er að átta sig á að maðurinn hef- ur ætíð þarfnast fyrirmyndar til að greina hvernig hann á að rækta ábyrgð sína og nota frelsi sitt.“ Sigurjón Árni rekur í bókinni hvernig menn hafa stuðst við Jesú sem slíka fyrirmynd. „Saga Jesú sem móralskrar fyr- irmyndar er mjög merkileg.“ Minnstu þess að halda … Þriðja boðorðið fjallar um verk mannsins. „Þau eru svo takmörkuð,“ segir Sigurjón Árni en boðorðið um hvíldardaginn vísar m.a. til þess. Í því er ekki bara dregið fram að mað- urinn þarf ekki bara að vinna heldur þarfnast einnig hvíldar. Hvíldardagurinn hefur víða félagslega merkingu. Boðorðið segir fyrir það fyrsta að húsbændur og hjú eigi að hvílast einn dag vik- unnar. Í öðru lagi var það útvíkkað og sagt að akra eigi að hvíla á sjö ára fresti. Í þriðja lagi finnum við í gamla testamentinu áherslu á svo- kallað sabbat-ár en á fimmtíu ára fresti áttu allir samningar að ganga til baka og koma aft- ur á fyrirkomulagi sem Guð setti landinu í upp- hafi. Loks er það tengt nýsköpun alls í lok tím- anna þegar heimurinn fær á sig það form sem hann er skapaður til. Þessi hugsun er tekin upp í Faðirvorinu, í bæninni „Til komi þitt ríki“. En þar er beðið að Guð skapi réttlæti hér á jörðu og færi allt til betri vegar. „Þetta er stórmerkileg áhersla, það er ekki okkar að stofna guðsríki heldur Guðs,“ segir Sigurjón. „Hér eru getu mannsins dregin skýr mörk. Á tuttugustu öldinni voru þau ekki virt og var reynt að stofna slík ríki í nafni hinna ýmsu hugmyndakerfa, sem endaði með ósköpum, og eru menn enn að slíku.“ Kenningin um helvíti Sigurjón Árni tekur m.a. fyrir í lok bókarinnar hugmyndir kristninnar um síðustu tíma. „Sat- an er gefið miklu meira vald í umræðunni en Biblían nokkurn tíma leyfir,“ segir Sigurjón og afgoðar hann kölska í bók sinni, auk þess að af- goða heimsendi og helvíti. Opinberunabók Jó- hannesar er fyrst og fremst myndir sem þarf að túlka. Sigurjón Árni skrifar t.d.: „Í Biblíunni verð- ur ekki fundinn nein heilsteypt kenning um helvíti, heldur er aðeins vísað til þess til að varpa ljósi á það ástand sem maðurinn er þeg- ar í eða stefnir að. Ekki er notað eitt hugtak um helvíti eða ein mynd, heldur margar mynd- ir sem eru varla annað en vísbendingar. Hug- tökin og myndirnar hefur Biblían að nokkru tekið úr því umhverfi sem hún er skrifuð í en um leið lagt í þær nýjan skilning og lagað þær að boðskap sínum.“ (bls 482). Hann bætir við í samantekt: „Áhersla kristninnar á dóminn og hinn komandi heim er því hrapallega misskilin þegar hann er túlkaður sem kúgunartæki og aðferð til þess að fá fólk til að sætta sig við óréttlæti og vosbúð hér í heimi með tilvísun til allra þeirra gæða sem eilífðin býður. Þessu er einmitt öfugt farið.“ (486.) Samstarfsmaður Guðs Sigurjón segir að lýsing Opinberunarbók- arinnar á hinni himnesku Jerúsalem sé lýsing á stað þar sem enginn harmur er, dauði eða sorg, þar sem þjáningin er horfin. Þetta virðist vera eins og lýsing á Disneylandi, en mark- miðið er að lýsa því hvert maðurinn stefnir. Áherslan er einnig á það að Guð dæmir en ekki maðurinn. Guð fyrirgefur og veitir náð sína. Maðurinn er alltaf að setja sig í sæti dóm- arans, og einstaklingar hafa tilhneigingu til að dæma alla aðra og fría sjálfa sig. En Sigurjón Árni segir að ritningin veiti heilbrigða sýn á lífið og tilveruna, það sé Guð sem dæmi, og að Jesú hafi verið líflátinn vegna fyrirgefning- arinnar. Á krossinum og í upprisunni leiddi hann fyrirgefninguna til sigurs. Sigurjón Árni telur að ritningin miðli raun- særri afstöðu til lífsins og jákvæðri, lífið tekur á en það er hægt að halda reisn sinni. „Kristin siðfræði er ekki ráðgjöf, hún er ekki um hvað menn eigi að gera, heldur miðlar hún sýn á veruleikann og manninn með tvöfalda kær- leiksboðorðinu,“ segir hann og að maðurinn sé samstarfsmaður Guðs og fulltrúi hans hér á jörðu. Bókin Kristin siðfræði í sögu og samtíð fjallar um hvernig þrjú fyrstu boðorðin draga upp mynd af veruleika, persónu og verki mannsins. Sigurjón hefur hafist handa við síð- ara bindi þessa verks, þar sem næstu sjö boð- orð verða túlkuð í samhengi við daglegt líf fólks í túlkunarsögunni. Hann er einnig höf- undur bókarinnar Guðfræði Marteins Lúthers (HÍB, 2000). Miskunnsami samverjinn Segja má að Sigurjón dragi í bók sinni Kristin siðfræði í sögu og samtíð útlínur kristinnar sið- fræði og þeirrar heimsmyndar sem hún end- urspeglar. Hann fléttar einnig inn íslenskri túlkunarsögu og rekur útleggingu íslenskra kennimanna á 17., 18., og 19. öld og nokkurra á 20. öld. Þar kemur dæmisagan um miskunn- sama Samverjann við sögu, en Samverjinn er mönnum eilíf fyrirmynd. Sigurjón Árni segir að greina megi í túlkun á miskunnsama Samverjanum ákveðna sam- fellu þrátt fyrir fjölda tilbrigða. „Boðun og verk Jesú ryðja manninum braut frá náung- anum, frá skeytingarleysi og fordómum. Kross og upprisa Krists opinberar að ekkert getur svipt manninn mennsku hans, sem Guð gefur honum. Í Kristi er öllum kenningum, siðum og venjum, sem ræna náungann mennsku hans, hafnað.“ (340.) Sigurjón Árni nefnir að lokum að hann hafi valið mynd eftir Vincent van Gogh á forsíðu bókar sinnar, málverkið Miskunnsami sam- verjinn, sem hann málaði árið 1890 á geð- veikrahæli eftir öðru verki, verki Delacroix. „Van Gogh túlkar biblíutexta með því að end- urgera aðra mynd og hann nær inntakinu bet- ur, að mínu mati, en gert er í verkinu sem hann hermdi eftir,“ segir hann og leggur áherslu á mikilvægi þess að túlka á nýjan leik það sem hefur verið túlkað áður, öll saga er túlk- unarsaga. Verk Sigurjóns hjálpar lesendum til að móta sitt eigið viðhorf í stað þess að láta sérfræð- ingum það eftir. Verkið getur losað fólk úr þeirri pattstöðu sem það lendir oft í í um- ræðum sem falla undir kristna siðfræði.  Heimild: Sigurjón Árni Eyjólfsson 2004. Kristin siðfræði í sögu og samtíð. HÍB, Reykjavík. Sigurjón Árni Eyjólfsson „Það er svo merkilegt við boðorðin að þau segja ekki hvað eigi að gera, heldur vísa þau til þeirra marka sem manninum ber að virða.“ fræði er ekki ráðgjöf ’Jesús „afgoðar“ for-dóma mannsins gagn- vart meðbróður sínum og -systur með því að fyr- irgefa syndirnar og taka fólk að sér eins og það er. Hann ýtir fordómum burtu. Við erum oft að skilgreina náungann á neikvæðan hátt, en Jes- ús tekur hann að sér sem guðsbarn. Hann gefur öllum jafnan til- verurétt.‘ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Höfundur er heimspekingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.