Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Blaðsíða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. apríl 2005 E iríkur Örn Norðdahl skrifaði nýlega grein um íslenska ljóðagerð. Greinin heitir ,,Dánarrannsóknir og morð- tilraunir“ og birtist í Tímariti Máls og menningar ((3) 2004). Þessi grein er alls ekki nógu vönduð, það er vaðið úr einu í annað, enda skilst mér á Eiríki Erni að maður eigi helst ekki að vanda sig. Lík- ingamál hans er klisjukennt. Hver kannast ekki við þessar margþvældu tuggur „ljóðið í öndunarvélinni“ „ljóðið á gjörgæsludeildinni- “,„ljóðið er með augun aftur og slöngu í munn- inum“. Á fyrstu síðu greinarinnar stendur „Mér finnast ljóð vera popp“. Það er eitthvað meira en lítið bogið við þetta. Hvað á Eiríkur Örn við? Eiga öll ljóð að vera popp? Mikið held ég að ljóðagerðin verði þá einsleit og einhæf. Ég ætla bara að vona að einhverjir haldi áfram að yrkja poppuð ljóð. En ég ætla líka að vona að skáldin haldi áfram að yrkja ljóð sem eru „þung og höf- ug eins og rauðvínið í skuggunum“ svo ég vitni beint í Eirík Örn. „Hvers vegna er íslensk ljóð- list svona léleg?“ spyr Eiríkur Örn í greininni. Mitt svar er þetta: Íslensk ljóðlist er alls ekki léleg, íslensk ljóðlist er í miklum blóma um þessar mundir. Þótt ekki sé allt jafn gott sem kemur út hafa komið út margar frábærar ljóða- bækur á síðustu árum eins og hvar sem ég verð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, kvæði 03 eftir Kristján Karlsson, Tvífundnaland Gyrðis Elí- assonar, Meira en mynd og grunur eftir Þor- stein frá Hamri og síðast en ekki síst Vetr- armegn eftir Jóhann Hjálmarsson. Allt eru þetta frábærar bækur sem ég hef marglesið. Ingibjörg fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir sína bók, en hinar bækurnar hefðu átt skilið meiri athygli. Mig langar einfaldlega að vita hvort Eiríkur Örn hefur lesið þessar bæk- ur. Eitt er víst að hann er yfirlýsingaglaður og það vantar rökstuðning í grein hans. Eiríkur Örn velur sér skotmörk, fær birta grein í Tíma- riti Máls og menningar og svo dritar hann á allt og alla nema vini sína. Upphaflega ætlaði ég ekki að svara Eiríki Erni, en ég rakst fyrir tilviljun á litla bók sem heitir Af stríði. Það er Nýhyl sem gefur bókina út. Steinar Bragi á þarna grein sem heitir „Draumar um Bin Laden“. Á einum stað í greininni stendur þetta: „Ljóðskáldið er tilbúið í síendurtekin sjálfsmorð fyrir hina þjáðu heimsins. En bara á pappír og þá helst bara í myndlíkingum. Þegar heimurinn setur fram úrslitakostina svart á hvítu tekur ljóðskáldið fram pistóluna og plaffar á heiminn þar til kúl- urnar klárast. Ljóðskáld sem sýnir miskunn eða er tilbúið til að gefast upp er nefnilega ekk- ert ljóðskáld heldur einhverslags Sigmundur Ernir, eða Jóhann Hjálmars. Einhver lydda með sljóan penna.“ Þegar ég las þetta ákvað ég að svara þessum piltum Eiríki Erni og Steinari Braga. Er Sig- mundur Ernir ‘ekkert ljóðskáld’? Ég ætla að upplýsa Steinar Braga um að mér finnst Sig- mundur Ernir vera ágætis ljóðskáld. Er Jó- hann Hjálmarsson einhver ‘lydda með sljóan penna’? Því fer fjarri. Jóhann er frábær rithöf- undur, afar góður þýðandi og hefur auðgað ís- lenskt bókmenntalíf með eftirtektarverðum hætti. Orðum fylgir ábyrgð, Steinar Bragi og Ei- ríkur Örn ættu að hafa það í huga. Þeir ættu að einbeita sér að eigin skrifum og fjalla á mál- efnalegan hátt um bókmenntir í stað skot- grafahernaðar. Ljóðlistin blómstrar bæði á meðal yngri og eldri skálda. Og svo spyr Eirík- ur Örn hvers vegna íslensk ljóðlist sé svona lé- leg. Að lokum vil ég benda á að ég hef lesið þær ljóðabækur sem Eiríkur Örn og Steinar Bragi hafa sent frá sér. Ég kann að meta ljóðin þeirra sem hluta af þeirri flóru sem nú blómstrar á Ís- landi. Önnur ung og efnileg ljóðskáld eru að koma fram á sjónarsviðið og nægir þar að nefna Ófeig Sigurðsson, Kristínu Eiríksdóttur, Hauk Ingvarsson, Kristian Guttesen og Þórdísi Björnsdóttur. Sem sagt, það væri æskilegt að hætta skotgrafahernaði og taka upp mál- efnalegri umræðu um íslenska ljóðagerð. Gróska í íslenskri ljóðagerð Hvers vegna er íslensk ljóðlist svona léleg, spurði Eiríkur Örn Norðdahl nýlega í grein í Tímariti Máls og menningar. Hér er svarað: Íslensk ljóðlist er alls ekki léleg, íslensk ljóð- list er í miklum blóma um þessar mundir. Eftir Gunnar Randversson Höfundur er ljóðskáld. Haukur IngvarssonKristín Eiríksdóttir Ófeigur SigurðssonÞórdís Björnsdóttir M aður er nefndur Victor Orville og var óðalseig- andi í Englandi. Hann var drykkfelldur mjög, og stoðaði hvorki bæn nje grátur konunnar til að bæta úr því. Svo var það eitt sinn er hann var ölvaður að hann þóttist endilega þurfa að fara til borgarinnar, og auðvitað í bíl. Konan grátbændi hann um að gera það ekki, en hann sat fastur við sinn keip: „Þá kem jeg með þjer,“ sagði hún, „því að það getur vel verið að þú farir þjer að voða.“ Nokkrum mínútum síðar varð slysið. Orville ók með fleygiferð beint á trje, sem stóð við veg- inn. Sjálfur slapp hann ómeiddur, en konan hafði kastast út úr bílnum og lá örend við veg- inn. Við rjettarhöldin út af þessu var Orville sekur fundinn um það, að hafa drepið konu sína. Hann var dæmdur til 5 ára hegningarhússvistar. Ekki áfrýjaði hann dómnum, en bað þess eins, að hann yrði ekki látinn taka hann út í Englandi, heldur yrði sendur eithvað úr landi – sem lengst í burtu. Og dómurinn tók þá ósk hans til greina og ákvað að hann skyldi taka refsinguna út í fangelsi í Suður-Afríku í grennd við Höfðaborg. Upp frá þessum degi var óðalseigandinn Vic- tor Orville horfinn úr mannfjelaginu. Hann gekk nú undir heitinu „Fangi nr. 931“. – Hann var settur í eins manns klefa í fangelsinu. Hon- um leið illa. – Hann var eyðilagður bæði á sál og líkama og þar við bættist ofsóknarhræðsla. Fangelsisstjórinn var góður við hann og vildi alls ekki að hann yrði geðveikur. Þess vegna var hann látinn fá pappír og ritföng svo hann gæti haft eitthvað fyrir stafni. Honum voru líka ljeð- ar bækur og hann var hvattur til að þess að lesa og skrifa. En hann hafði engan áhuga fyrir því. Eins og í leiðslu fiktaði hann við það að strika pappírsarkirnar, fyrst á annan veginn, og svo á hinn, og skipta þeim þannig í jafna reita með strikum. Og svo fór hann af fikti að skrifa einn og einn staf í reitina, fyrst af handahófi, en svo í rjettri röð þannig að þeir mynduðu heil orð. Svo gerði hann sjer það til gamans að sverta suma reitina til þess að sjá hve margskonar tigla- myndir hann gæti gert. Og svo fyllti hann upp á milli svörtu reitanna með bókstöfum, sem mynduðu heil orð. Smám saman fór hann að hafa gaman af þessu. Hann varð rólegri. Hann svaf nú vært á nóttunni, var laus við þá martröð, sem áður ætl- aði að gera út af við hann. Úr bókunum, sem hann hafði að láni, vinsaði hann ýmis fágæt orð. Hann gerði sjer stærri viðfangsefni og hafði sjerstaka ánægju af því þegar alt stóð heima og hægt var að lesa allar tiglalínurnar þvert og endilangt. Hann þakti klefaveggina með þess- um einkennilegu handritum sínum, og hann vann af kappi. Hann bað um orðabækur og vís- indarit. Þegar hann var spurður hvað hann ætl- aði að gera með slíkar bækur, þá hló hann bara, en svaraði engu. Hálfsmánaðarlega fór fram lækn- isskoðun á föngunum. Victor Orville hafði fengið illkynjaða hálsbólgu og honum var skipað að liggja. Læknirinn varð svo að vitja um hann í klefa hans. – Þegar lækn- irinn kom þangað lá sjúklingurinn dúðaður í teppi en var í óðaönn að útfylla reiti á pappírsörk, með bókstöfum. „Hvað hafið þjer fyrir stafni?“ spurði læknirinn. „Jeg er að semja stafagátu, myndaða af orðum, sem má lesa þvert og ofan frá – kross- gátu mætti ef til vill kalla það.“ Læknirinn varð forvitinn og fór að skoða blöð hans. „Nefnið mjer á í Norður-Ameríku,“ sagði fanginn. „Fjórir stafir mega vera í nafninu, og fyrsti stafurinn er o og seinasti stafurinn er líka o.“ Læknirinn skildi ekki hvað hann átti við. „Sjáið þjer til, hjer eru fjórir reitir í röð. Í fyrsta reitnum er o og í seinasta reitnum er o. Tvo stafi vantar á milli og þegar þeir eru fundn- ir á að koma fram nafn á fljóti í Ameríku. Getið þjer ekki ráðið það? Ohio – þar höfum vjer fljót- ið“. Lækninum þótti þetta einkennilegt. „Viljið þjer lána mjer nokkrar af þessum orðagátum yðar – hvað kölluðuð þjer þær nú aftur?“ „Krossgátur.“ „Það er gott nafn og á vel við. Jeg ætla að sýna fangelsisstjóranum þetta.“ Þannig vildi það til að krossgátan hóf sigurför sína um heiminn frá fangelsinu í Suður-Afríku. Meðritstjóri hins stóra tímarits „Ill- ustration“, sem gefið er út í Höfðaborg, hafði meðal annars á sinni könnu að sjá um það efni blaðsins, sem kallað var „Hugþrautir“. Hann varð mjög forviða er hann fjekk brjef með stimpli fangelsisins og innan í því voru nokkur blöð með ótal svörtum og hvítum tiglum. Hann velti þeim lengi fyrir sjer, en botnaði ekkert í þeim. Svo las hann meðfylgjandi brjef. Krossgáta? Hvað er nú það. – Slíkt hafði hann aldrei heyrt nefnt. Þetta var eitthvað ann- að en myndagáturnar og talnagáturnar, sem all- ir voru orðnir leiðir á. Hann fór að fást við krossgáturnar og brátt gleymdi hann öllu öðru. Í prentsmiðjunni fóru menn að tala um hvort hann hefði orðið uppnuminn. Menn vissu ekki að ritstjórinn hafði orðið fyrsta fórnarlamb „krossgátutöfranna“, sem síðar bárust eins og eldur í sinu um allan heim. „Jeg ráðlegg yður að reyna þessar nýju gátur í blaði yðar,“ skrifaði fangelsisstjórinn. „Höf- undur krossgátunnar er einn af föngum vorum, og jeg held að hann hafi þarna gert merkilega uppfinningu.“ Þegar eftir að fyrsta krossgátan birtist í blaðinu, fjekk ritstjórinn heilar klyfjar af svör- um. Það sýndi að fólkið tók þessari nýjung vel. Og brátt jókst kaupendatala blaðsins stórlega. Önnur blöð tóku upp hugmyndina, og fangi nr. 931 komst ekki yfir að semja eins margar krossgátur og pantaðar voru hjá honum. Frá Afríku barst krossgátan til Ameríku. Og þar fór svo, að engin stórmál nje stórfrjett heill- uðu hugi manna sem hún. Læknar sögðu að hún væri ágætt ráð við taugasjúkdómum og þung- lyndi. Eirðarlausir kaupsýslumenn fundu fróun og hvíld hjá henni. Menn og konur, börn og gamalmenni kepptust við að leysa krossgátur. Og þetta varð vatn á myllu þeirra sem gáfu út orðabækur og alfræðibækur. Um allan heim jókst eftirspurn eftir þeim stórkostlega. Land- fræðinöfn, sem enginn hafði heyrt getið fyrr, voru nú á hvers manns vörum, vegna þess að þau komu fyrir í krossgátum. Sjerstaklega urðu fræg ýmis kínversk staðanöfn með aðeins tveimur nöfnum. Ýmis dýr, sem menn höfðu varla heyrt getið, urðu nú daglegir kunningjar. Almenningur um allan heim varð miklu fróðari en hann hafði verið áður. „Krossgátu-faraldurinn“ fór um allan heim. Faraldur, sem ekki var hægt að stöðva og eng- inn vildi stöðva – vegna þess hvað hann var kitl- andi skemmtilegur. Milljónir manna fást við það á hverjum ein- asta degi að ráða krossgátur. En nú eru þær ekki lengur samdar af Victor Orville. Menn stálu blátt áfram hugmynd hans. Suðurafr- íkanska blaðið, sem birti fyrstu krossgátuna, gat ekki um hver væri höfundur hennar. Það var máske gert af ásettu ráði, því ekki er víst að menn hefði orðið jafnhrifnir ef þeir hefði vitað að tugthúsfangi hafði fundið hana upp. Að vísu var Victor Orville boðin borgun, en hann af- þakkaði boðið. Hann kvaðst gera krossgáturnar sjer til dægrastyttingar en ekki til þess að græða á þeim. Victor Orville var náðaður nokkru áður en refsitíminn væri á enda. En hann hvarf ekki aft- ur til Englands. Hann vildi ekki hitta vini sína, og máske átti hann engan vin lengur. Hann þóttist ekki geta horft á heimili sitt í Oxfor- dshire og allra síst á trjeð, þar sem slysið varð. Hann ákvað að setjast að í Suður-Afríku. Hann keypti jörð og dró sig út úr skarkala heimsins. Gömul svertingjakona matreiddi fyrir hann, þjónaði honum og sá um húsið. Hún fór líka á pósthúsið með hin mörgu krossgátubrjef, sem hann sendi til blaða um allan heim. Þá peninga sem hann fekk fyrir gáturnar, gaf hann í sjóð til styrktar ekkjum tukthúsfanga. Hann hefði áreiðanlega getað orðið vellauðugur maður, ef hann hefði viljað – en hann vildi það ekki. Það var ekki fyr en fimm árum eftir dauða hans að heimurinn fjekk að vita hver var höf- undur krossgátunnar. Og það varð aðeins fyrir tilviljun. Amerískur blaðamaður, sem var á ferð í Höfðaborg, kom þar í kirkjugarð og sá þar leg- stein sem honum þótti einkennilegur, því að á steininn var höggvin krossgáta. Hann spurði kirkjugarðsvörðinn hver væri grafinn þarna. Hann fjekk að vita það, og svo fór hann að rann- saka æviferil Victors Orville, og þannig komst saga krossgátunnar fram í dagsljósið. Lesbók Morgunblaðsins | 7. apríl 1946 Uppruni krossgátunnar 80 ára 1925 2005

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.