Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Side 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. apríl 2005 | 13 Nina Hagen spratt fram á sjónarsviðiðárið 1978 með látum, offorsi og rödd,sem virtist búa yfir náttúrulegumfrumkrafti og geta brugðið sér í allra kvikinda líki. Á plötunni Nina Hagen Band söng Nina Hagen hrátt pönk, eina stundina notaði hún raddböndin eins og rifjárn og var í næstu andrá komin í slíkar upphæðir að hún hefði getað stað- ið á óperusviði hvar sem er í heiminum. Platan hefst á laginu TV- Glotzer, hennar útgáfu og endurbót á White Punks on Dope, lagi hljóm- sveitarinnar Tubes. Í textanum situr Hagen, glápir á sjónvarpið, gefur skít í bækur, bók- menntir og læknarómana og æpir síðan hrárri röddu: Ich Glotz TV (borið fram te fá). Í næsta lagi syngur hún „Ég var ólétt“ og spyr hvers vegna hún eigi að uppfylla skyldur sínar sem kona: „Fyrir hvern? Fyrir þá? Fyrir þig? Fyrir mig?/Ég hef engan áhuga á að uppfylla skyldu mína!/Ekki fyrir þig, ekki fyrir mig, ég hef enga skyldu!“ Skömmu síðar kemur að laginu Naturträne þar sem rödd Ninu Haghristir skyndilega af sér hrátt pönkið og slítur af sér allar viðjar í há- stemmdum - þótt í gegn heyrist háðskur tónn borgarbarnsins - óði til náttúrunnar, sem er þvert á þann kalda veruleika sem lýst er á undan og eftir, hvort sem það er kvennaklósettið á Bahnhof Zoo eða tilvera sjónvarpssjúklingsins. Nina Hagen hefur verið kölluð bæði móðir og drottning pönksins og í allri hennar framkomu bjó ögrun. Einhver benti á að miðað við Ninu Hagen væri Madonna eins og brjóstmylkingur. Hún fæddist í Austur-Berlín 11. mars árið 1955 og er því nýorðin fimmtug. Foreldrar hennar voru leikkonan Eva Marie Hagen og rithöfund- urinn Hans Hagen. Þau skildu og þegar Nina Hagen var tíu ára gekk móðir hennar að eiga andófsmanninn Wolf Biermann. Ferill hennar hófst í raun í Austur-Þýskalandi. Hún hugðist læra leiklist, en féll á inntökuprófi. Hún sneri sér þá að söng og kom fram með tveimur hljómsveitum. Árið 1976 var stjúpföður hennar vísað úr landi og hún var látin fylgja með. Nú gerðust hlutirnir hratt. Hún fór til London og drakk í sig strauma pönksins. Er hún sneri aftur til Vestur-Berlínar um mitt ár 1977 hóf hún samstarf við gítarleikarann Bernhard Potschka, bassaleikarann Manfred Praeker og trommuleik- arann Herwig Mitteregger, sem síðar mynduðu hljómsveitina Spliff. Afraksturinn var platan Nina Hagen Band og ári síðar Unbehagen, sem er góð lýsing á þeirri tilfinningu óþæginda, sem Nina Hagen gat valdið almenningi með uppá- komum sínum, eins og þegar hún ákvað í beinni útsendingu í austurríska sjónvarpinu að frelsa konur með sýnikennslu í sjálfsfróun. Fjórum árum eftir að fyrsta plata Ninu Hagen kom út varð hún á vegi undirritaðs í Vestur- Berlín. Þá kom hún fram í sirkustjaldi við múr- inn og söng af miklum móð. Morguninn eftir sat Nina Hagen á kaffihúsi ásamt hirð og hvítri rottu, sem hljóp um hana alla, jafnt innan klæða sem utan. Undirritaður var í fyrsta skipti í hlut- verki útsendara Morgunblaðsins og beið þess fremur taugaveiklaður að fá viðtal við pönk- drottninguna. Þegar á hólminn var komið var hamhleypan, sem kvöldið áður hafði með örgr- andi tilþrifum lagt undir sig tónleikatjaldið, ljúf sem lamb … vísast af tillitssemi við reynslu- lausan glannann, sem bögglaðist við að koma út úr sér heillegum spurningum og þóttist vera að reyna að taka viðtal. Drottning pönktónlistarinnar Poppklassík Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is F iona Apple lagði lokahönd á Extra- ordinary Machines árið 2003, ásamt upptökustjóranum Jon Brion, þeim hinum sama og vann með henni að síðustu plötu, When the Pawn. Epic Records, dótt- urfyrirtæki Sony BMG, hefur neitað að gefa hana út, að sögn vegna þess að yfirmönnum þess finnst engin borðleggjandi smáskífa vera á plötunni. Platan lak hins vegar út á Netið; sumir segja að Brion hafi þar verið að verki, en hann þvertekur fyrir það. Lög af henni hafa verið spiluð af krafti í útvarpi og fyr- irtækið BigChampagne, sem fylgist með niðurhali á tónlist á Netinu, segir að um 38.000 notendur í Bandaríkj- unum séu að ná í plötuna í einu, allan sólarhring- inn. Þessi mótbyr innan Epic er þó barnaleikur, miðað við annað sem Fiona hefur gengið í gegn- um á stuttri ævi. Fiona Apple Maggart fæddist 13. september 1977 í New York-borg, dóttir leik- aranna Brandons Maggarts og Diane McAfee. Foreldrar hennar skildu þegar hún var fjögurra ára. Móðir hennar ól hana upp í New York og hún byrjaði að læra á píanó þegar hún var átta ára. Fionu fannst skemmtilegast að spinna laglínur á píanóið og hætti fljótlega í píanótímum, en kenndi sjálfri sér að spila. Nauðgað 12 ára Að sögn trúði hún vini sínum fyrir, þegar hún var ellefu ára, að hún ætlaði að drepa sjálfa sig og síð- an systur sína, Amber, sem var eldri. Í kjölfarið var hún send til sálfræðings og hefur síðan sagt að á endanum hafi hún sannfærst um að hún hlyti að vera á einhvern hátt óeðlileg, fyrst hún þyrfti á sálfræðiaðstoð að halda. Árið eftir, þegar hún var tólf ára, var Fionu nauðgað á hrottalegan hátt. Hún fjallar varfærnislega um þá lífsreynslu í lag- inu „Sullen Girl“ á plötunni Tidal, en hefur talað um hana á opinskáan hátt í viðtölum. Nauðgunin átti sér stað fyrir utan heimili þeirra mæðgna í New York. Í mörg ár eftir þessa hryllilegu raun var hún hrædd við að einhver væri í fataskápnum hennar og leitaði reglulega af sér allan grun. Hún var líka móðursjúk í nærveru eldri karlmanna og segir að enn þann dag í dag fái hún martraðir vegna nauðgunarinnar. Á unglingsárunum og við gerð plötunnar Tidal, sem kom út þegar hún var 18 ára, þjáðist hún af átröskun. Í viðtali við Rolling Stone árið 1998 sagði hún: „Ég var alveg örugglega með átrösk- un. Það var sérstaklega niðurdrepandi að allir héldu að ég væri með lystarstol, en í raun var ekki svo. Ég var bara mjög þunglynd og hataði sjálfa mig. Þetta snerist ekki um að vera grönn, heldur vildi ég ekki vera líkamlega aðlaðandi. Sjálfshatrið var afleiðing nauðgunarinnar, sem átti sér stað þegar ég var orðin svolítið bústin. Ég ályktaði bara sem svo að ef maður væri með eitt- hvað utan á sér sem hægt væri að grípa í, myndi einhver grípa í það. Þannig að ég losaði mig vilj- andi við það.“ Vandamál einhvers annars Í viðtali við nuvo.net sagði hún: „Ég þekki ekki sögu mannsins sem nauðgaði mér, en hann á greinilega bágt. Hann er veikur. Þetta er svipað og þegar foreldrar misþyrma börnum sínum vegna þess að þeir ráða ekki við lífið sjálfir. Þeir verða að finna til máttar síns á svona ódýran og viðbjóðslegan hátt. Það eina sem ég get sagt við manneskju sem hefur gengið í gegnum svona lífsreynslu er að þetta hefur ekkert að með hana sjálfa að gera. Þetta gefur ekkert í skyn um virði hennar sem manneskju. Þetta sýnir bara fram á veikindi þess sem framdi glæpinn. Hann misnotar hana vegna þess að hún er sterk og hrein – það er bara svo erfitt að skilja þetta og ganga í gegnum þetta. En það sem maður þarf að átta sig á er að þetta er vandamál einhvers annars, ekki manns sjálfs.“ Þegar Fiona las fyrsta neikvæða dóminn um Tidal klóraði hún sig til blóðs á vinstri úlnlið. Hún klóraði upp allan handlegginn og er enn með ör þar sem sárið var dýpst. Apple hefur þannig þurft að kljást við sjálfshatur og þunglyndi frá unga aldri. Fiona var uppgötvuð þegar vinkona hennar gaf Kathryn Schenker, kynningarfulltrúa í tónlistar- iðnaðinum, demóspólu. Á meðal skjólstæðinga Schenkers voru Aerosmith og Sting. Vinkonan var að passa börn kynningarfulltrúans, sem hreifst samstundis af tónlist og stíl Fionu. Hún kynnti hana fyrir Andrew Slater, upptökustjóra og umboðsmanni. Fiona fékk útgáfusamning við WORK, dótturfyrirtæki Sony, sem gaf út fyrstu plötuna, Tidal, árið 1996. Tidal var sannarlega tekið með kostum og kynjum í tónlistarheiminum og seldist í marg- faldri platínusölu. Á plötunni voru lög á borð við „Shadowboxer“, „Sleep to Dream“ og „Criminal“, sem nutu öll mikilla vinsælda. Fiona var valin besti nýliðinn á MTV tónlistarverðlaununum 1997 og lýsti yfir í verðlaunaræðunni að tónlistarbrans- inn væri „kjaftæði“. Ætlaði að hætta Árið 1999, þegar hún var 22 ára, kom svo önnur platan, When the Pawn. Reyndar var titillinn öllu lengri í fullri lengd: When the Pawn Hits the Conflicts He Thinks Like a King What He Knows Throws the Blows When He Goes to the Fight and He’ll Win the Whole Thing ’Fore He Enters the Ring There’s No Body to Batter When Your Mind Is Your Might So When you Go Solo, You Hold Your Own Hand and Remember That Depth Is the Greatest of Heights and If You Know Where You Stand, Then You Know Where to Land and If You Fall It Won’t Matter, Cuz You’ll Know That You’re Right. Platan náði platínusölu eins og hin fyrri, en sagan hermir að í kjölfarið hafi Fiona ákveðið að „leggja hljóðnemann á hilluna“, 22 ára að aldri. Jon Brion upptökustjóri hafi hins vegar sannfært hana um nauðsyn þess að gera nýja plötu. Extra- ordinary Machine var svo fullgerð árið 2003 sem fyrr segir, en á henni heggur Apple í nokkuð svip- aðan knérunn og á When the Pawn; undirritaður er ekki frá því að þar fari snillingur sem synd væri að mölétnum endurskoðendum Sony BMG tækist að halda í gíslingu mikið lengur. Óvenjuleg maskína Ný plata Fionu Apple, Extraordinary Machines, er ein sú vinsælasta meðal notenda Netsins, þótt Sony hafi ekki viljað gefa hana út. Hún hefur átt ótrúlega viðburðaríka og um leið erfiða ævi, þótt stutt sé. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Fiona Apple Henni var nauðgað á hrottalegan hátt þegar hún var tólf ára og öll tónlistarsköpun hennar er brennimerkt þeirri reynslu. Rokkarinn ofurvirki RyanAdams, ætlar að gefa út þrjár breiðskífur í ár. Fyrsta plat- an er meira að segja tvöföld og kallast hún Cold Roses, og kemur út 3. maí. Með honum á plöt- unni leikur ný sveit sem hann er búinn að setja saman, og kall- ast hún The Cardinals. Upp- lýsingar um hinar tvær plöturnar liggja ekki fyrir en þær eiga þó að koma út áður en árið er liðið. Þá er og verðugt að geta þess að Adams er nýhættur með kær- ustu sinni til tveggja ára, leikkon- unni Parker Posey, en kappinn þykir mikið kvennagull.    Mikið hefur verið rætt und-anfarin ár um tónlistarnið- urhal, sumir segja að þetta sé eyðileggjandi fyrir tónlistarmenn en aðrir eru á þveröfugri skoðun. Þeirra á meðal er Jeff Tweedy, leiðtogi bandarísku rokksveit- arinnar Wilco, sem á síðustu árum hefur umbreyst úr „alt.“-kántrísveit í eina af framsæknustu rokk- sveitum samtímans. Wilco var eitt sinn á mála hjá Reprise, undirmerki Warner, sem hafnaði plötu sveitarinnar frá 2002, Yankee Hotel Foxtrot á þeim forsendum að hún væri ekki nógu söluvænleg. Wilco var síðan sagt upp samningum og keypti þá hljómsveitin plötuna af Reprise og setti hana í heild sinni á vefsíðu sína og var fólki frjálst að sækja sér hana að kostnaðarlausu. Um 200.000 manns náðu sér í eintak og varð þetta til þess að platan varð söluhæsta plata Wilco fram að þeim tíma. Þegar platan kom út á geisladiski seldist hún von úr viti, niðurhalið hafði því ekki dreg- ið úr sölumöguleikum heldur aukið þá. Tweedy segir að þessi nýja tækni muni að sjálfsögðu verða misnotuð – eins og var með kass- ettur, en að öðru leyti sé tónlistar- niðurhal ekkert áhyggjuefni nema síður sé. „Á sínum tíma var sagt að út- varpið myndi draga úr plötusölu,“ sagði Tweedy í samtali við BBC. Wilco lék sama leikinn með síð- ustu plötu sína, meistaraverkið A Ghost Is Born, og er hún mest selda plata Wilco til þessa. Wilco læðir út nýjum lögum og ýmsu góðmeti á vefsíðu sína reglulega og segir Tweedy að netið hafi reynst sveitinni ótrúlega vel í kynningarstarfsemi og virki sem frábært tengslanet á milli hljóm- sveitar og aðdáenda.    Tónlistarmaðurinn Ariel Pinkátti eina af betri plötum síð- asta árs, „lo-fi“-meistaraverkið The Doldrums sem hljómar eins og týnd upptaka með David Bowie, tekin upp á lélegt segulbandstæki í sunnudagsþynnku. Pink er skjól- stæðingur hinnar mjög svo lofuðu sveitar Animal Collective og kom The Doldrums út á merki hennar, Paw Records, en Pink hafði áður gefið plötuna út sjálfur sem brenndan disk, svokallað heima- brugg. Ný plata er nú á leiðinni, kallast hún Worn Copy og var víst tekin upp fyrir The Doldrums. Efni í fjórar plötur í viðbót eru víst til á lager hjá þessum sérstæða tónlist- armanni sem minnir þegar best lætur á Beck eins og hann var í upphafi ferilsins. Ryan Adams HljómsveitinWilco. Erlend tónlist Ari l Pink

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.