Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.10.1949, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 10.10.1949, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 10. okt. 1949 Mánudagsþankar Jóns Reykvíkings Blessaðasta gras Það er fagnaðarefni, að Menningarsjóður skuli hafa gefið út Kviður Hóm- ers í svo ljómandi vönd- uðum útgáfum sem þau eru, bindin tvö, sem nú eru komin út. Það er mikilvægur atburður, að þessum tveim bókum skuli dreift út um allar byggðir landsins í milli 10 og 20 þúsund eintökum. 1 minu ungdæmi voru ekki til sjúkrasamlög. Þá var ekki heldur siður að leita læknis í tíma og ó- tíma, né fara í apótek, þó skurfur og skeinur kæmu á hörund. Þá var siður að hafa það, sem kallað var húsapótek. Keypt var til heimilanna nokkuð af al- gengustu lyfjum, sem gripið var til, þegar með þurfti, ef sár eða sótt bar að höndum. Þetta var for- sjálni, sem ekki kostaði mikið, en kom að haldi. Nú herjar landið tals- vert ásækin pest í tungu- taki fólksins. Þetta er reyndar ekki ný bóla, en hér þarf að hafa talsverð- an vara á. Málskemmdir fara hægt, en éta frá sér og spillast eins og tann- áta eða vanhirt kýli. En við slíku er auðvelt að hafa tiltækt eins konar húsapótek — góðar bæk- ur tU lestrar ungviðinu, en það er næmast fyrir smiti af virusum mál- skemmdarinnar. Kviður Hómers eru dýrmætur fengur hverju heimUi, einhver bezti græðarinn, sem liægt er að fá í slíkt húsapótek. „Það er all- tént blessaðasta gras að drekka af“, lætur Jónas Hildi segja um blóðbergið í Grasaferð. Sama má segja um þýðingar Svein- bjarnar. í þeim er líf og læknisdómur. Alþýðleg aftaka Mikið er talað um svartan markað. Ailir böl- sótast yfir svartamark- aðsbraski og alls konar óleyfUegum verzlunarað- ferðum. Það er orðin álíka skylda nú að bölva verzl- uninni í löngum ræðum eins og það var heUög skylda að lesa daglega „gott orð“, meðan kristni í landinu var og hét. Af því menn geta ekki lengur haldið sér við þann gamla, og góða djöful, sem full- nægði öUum þeim kröfum, sem hægt er með réttu að gera tU slíkrar persónu, því án hans er tUveran Ut- laus og tUbreytingahtU. En það fer eftir ástæðum liverju sinni, í hvaða gervi menn búa sér tU sinn djóful í tUverunni, .alveg á sama hátt og kölski birtist í ótal myndmn fyrr á tíð. Einu sinni sáu þeir óánægðu f jandann í líki „Kveldúlfs“, nú er það fyrir löngu úr tízku, nú er heUdsalinn sá, sem hornhi prýða, Hann er sá aUsherjar djöfuU, sem svalar bezt þörfinni fyrir einhvern skálk, sem unnt er að varpa á því, sem miður fer. En þó er um þetta eins og svo oft áður, að bakar- iim er hengdur fyrir smið- inn. Alþýða manna gerir djöful úr heildsalanum, af því að hann er svo nær- tækur, og gUdir þá einu, að hve miklu leyti hann á sök á því, sem um er fárast. Slíkt er eðli þess- arar nýtízku djöflatrúar. Þær einu réttu alþýðu- hengingar eru einmitt að hengja alltaf bakara fyrir smið; ef sá rétti væri hengdur, væri aUs ekki um alþýðlega aftöku að ræða. Almenningur heimt- ar aUtaf Barrabas lausan. Ég hef í fjögur skipti komizt í tæri við þetta, sem með réttu er kallað svartur markaður, og kom heildsali þar ekki ná- lægt, heldur var í ÖU skiptin um að ræða vörur, sem fluttar höfðu verið tU landsins af sjómönnum og flugleiðis. Sjómennirnir hafa frjáls an gjaldeyri, kaupa er- lendis vörur og selja hér með okurverði. Svo eru götupeningar og aUs kon- ar valúta, sem gengur meðal almennings og verður að kaupeyri óhlut- vandra manna. Stór hluti af því, sem nefnt er svartur markaður, er svo ekki annað en sala manna á miUi á notuðu eða ónot- uðu, en öU viðskipti, sem fara fram á okurbasis, eru kennd við svartan markað, hvort sem þau eiga nokkuð skylt við hann eða ekki. Það er náttúrlega eðlUegt, að al- menningur geri svarta markaðinn sem einfald- astan með því að kenna heUdsölum um hann, slíkt er, eins og ég sagði áðan, samkvæmt algUdum regl- um. En, ef svarti markað- urinn væri ekki, mundi hrein og bein vá fyrir dyrum á fjölda heimUa. Framh. á 3. síðu. Vishinsky, fulltrúi Rússa á þingi S. Þ., þreytist oft á að halda uppi vörnum fyrir gerðum yfirboðara sinna. Hér sést hann hvíla sig eftir eina rœðuna. Ofar á myndinni er Sir Arthur Cadogan, fulltrúi Breta. iiiiiiiiiiifliiiiiiiiiiiiiiRiiiniiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii | Millilandaflugf erðir | Frá 4. október 1949 og þar til öðruvísi kann að | verða ákveðið, verður millilandaflugferðum vorum | hagað svo sem hér segir: | k | Reykjavík — Prestwick — Kaupmannahöfn: | Hvern þriðjudag Frá Reykjavíkurflugvelli kl. 09,30 Til Prestwickflugvallar — 15,00 Frá Prestwickflugvelli — 16,30 Til Kastrupflugvallar — 20,00 | Kaupmannahöfn — Prestwick — Keykjavík: Hvern miðvikudag Frá Kastrupflugvelli kl. 09,30 | Til Prestwickflugvailar — 13,00 | Frá Prestwickflugvelli — 14,30 | Til Reykjavíkurflugvallar — 18,00 | Reykjavík — London: 1 Hvern föstudag Frá ReykjaVÍkurflugvelli kl. 1 Til Northoltflugvallar — 09,30 16,35 | London — Reykjavík: | • Hvern laugardag Frá Northoltflugvelli kl. 12,33 Til Reykjavíkurflugvallar — 18,00 Millilandaflugvélar Loftleiða h.f. („Geysir“ og | ,,Hekla“) munu annast ferðirnar fyrstu og aðra viku | októbermánaðar, fyrstu viku nóvembermánaðar og | síðan aðra hverja viku. Millilandaflugvél Flugfélags | íslands h.f. (,,Gullfaxi“) mun annast ferðirnar þriðju | og fjórðu viku októbermánaðar, aðra viku nóvember- i mánaðar og síðan aðra hverja viku. Eins og að undanförnu geta væntanlegir farþegar | pantað far hjá hvoru félaganna sem er, án tillits til | þess hvort þeirra annast viðkomandi ferð. Sömuleiðis | gilda farseðlar annars félagsins jafnt með flugvélum I hins. 1 AFGREIÐSLUR ERLENDIS ANNAST: | Kaupmannahöfn: Det Danske Luftfartselskab A/S (DDL/SAS), Dagmarhus, Raadhuspladsen. | London: * | British European Airways (BEA). Pantanir og upplýsingar: Dorland Hall, Lower Regent | 1 Street. Farþegaafgreiðsla: Kensington Air Station 194/ 200 High Street. | Prestwicli: Scottish Airlines, Ltd. (SAL), Prestwick Air- port. | jf = | Glasgow: | British European Airways (BEA), St. Enoch | Station og Ranfrew Airport. ] Flugfélag islands fi.f. ! | jCoftfeikr Lf \ llllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllll||||||||!llllllllllllllllllllllllllllllllll||||||||

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.