Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Síða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. nóvember 2005 ! Það þykir ekkert sérstaklega smart að ferðast til Oslóar. Þetta kemur í ljós strax í Leifs- stöð; einhvern veginn meiri kátína og sjálfsöryggi yfir þeim sem eiga erindi í London-hliðið, gæjar og píur, gustar af þeim – sannir heimsborgarar. Hinir, á leið til Noregs, í meiri vetrarklæðum og litlausari allir. Enda hvað er maður að fara að gera í Osló? Ekki á leið í Barbic- an, ekki á Stamford Bridge, ekki á West End, Abbey Road eða ígildi slíkra frægðarreita – er mað- ur ekki bara að fara að þramma eitthvað um í kuldaskóm? Hvað getur verið smart að skoða þar? Er Osló ekki líka stærsta sveitaþorp í heimi? Af því einmitt þetta viðhorf er inn- prentað í íslenska gesti – kannski frá þeim Íslendingum sem bjuggu í Noregi á 8. áratugnum þegar öllu var lokað klukk- an tíu, eða eitthvað – er skemmtilegt hvernig hið meinta sveitaþorp kemur á óvart. Ég var í Osló um liðna helgi. Og í föruneytinu var einn sem átti ekki orð yfir því hvað Norðmenn væru „hávaxnir og myndarlegir“, eins og það hefði aldeilis ekki komið til greina. Og öðrum fannst merkilegt að finna þar allar helstu tískuverslanir, vel klædda borg- ara, súper-hannaðar ölstofur, organdi næturklúbba, fallega innréttaðar íbúðir fólks, smart útfærð tímarit og blöð. Eins og Norðmenn væru bara allir á skíðum í lopapeysum, alltaf. Í Osló býr hálf milljón manna og sé stórborgarsvæðið reiknað með fer talan hátt í milljón. Þar eru innflytjendur í stórum stíl eins og ótal kebab-búllur, palestínskir sölubásar, líbanskir veit- ingastaðir og fastandi leigubílstjórar í ramadan-mánuði gefa vísbendingar um. Þar eru vandræði fíkla mjög áberandi, sala og neysla á götum úti, og suður af Karl Johan-götu semja vændiskonur um kaup og kjör við vegfarendur eftir að skyggja tekur. Þannig gengur lífið líka, því miður, fyrir sig í borgum. En það er ekki bara allt þetta, sem hér hefur verið talið, sem gerir Osló að alvöru borg. Eitt óbrigðulasta merki þess að borgir séu á lífi, er lífgun afdank- aðra bygginga til samræmis við tíð- arandann. Og um slíkt eru endalaus dæmi í norsku höfuðborginni. Einn af helstu rokktónleikastöðunum, Rockefell- er, var áður sundlaug, og er byggingin falleg eftir því. Samtímalistasafnið er í mikilfenglegu húsi sem var einu sinni banki. Næturklúbburinn Parkteateret var einu sinni lítið leikhús. Í Jakobs- kirkjunni er ekki lengur messað, eftir að söfnuðurinn þokaði sér á burt úr hverf- inu, en eftir mörg iðjulaus ár hýsir kirkjan nú menningarstarfsemi fyrir fjölþjóðlegan hóp gesta. Öðru gömlu bankahúsnæði hefur nú verið breytt í veitingastaðinn Sudöst, sem á miklum vinsældum að fagna. Og svo framvegis. Þannig er lífið í borgum, sagan byltist þar fram og aftur eins og haf og ber með sér að ströndinni slípaða og breytta hug- mynd í hvert sinn. Vísi að þessu má sjá í miðbæ Reykja- víkur. Veitingastaðurinn Apótek var Reykjavíkurapótek. Í gömlu hafnarhúsi hefur verið opnað Listasafn Reykjavík- ur, með fallegri varðveislu og úrvinnslu hins gamla arkitektúrs. Hillur fyrir efn- isstranga í versluninni Egill Jacobsen eru nú fullar af austurlenskum púðum fyrir fólk að halla sér í og spjalla í kjall- ara skemmtistaðarins Rex. Enn sem komið er má telja miðbærinn eina borg- arhlutann sem hefur náð upp þessari líf- rænu stemningu – að byggingar breyti um hlutverk eftir þörfum og ekkert fari í eyði að óþörfu – enda elsta hverfið. Næst verður húsi Héraðsdóms breytt í baðhús og Tryggingamiðstöðinni í tónleikahöll. Sannið til. Og dag einn mun skipafélag aftur taka til starfa í húsi 1919 hótels. Reykjavík á lengra í land en Osló með að kallast virkileg borg; þar skilur á milli í stærð, aldri og sögu. Á meðan eigum við ekkert með að kalla Osló sveitaþorp. Ef við værum Lundúnabúar, allt í lagi, þá gætum við gert okkur breið. En ef við búum í hundrað þúsund manna Reykja- vík, þá skulum við bara halda okkur, saman, á mottunni. Lífrænt ræktuð borg Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Ef nefna ætti einn hugsuð umframannan, sem tekist hefur að kjarnahugarfar nútímasamfélaga, er þaðtvímælalaust Michel Foucault. Hann hélt því fram að vegna þeirra flokkunar-, skráningar- og eftirlitskerfa sem nútímatækni gerir möguleg sé bein og miðstýrð valdbeiting orðin óþörf. Við beitum okkur sjálf aga og höldum okkur á mottunni ein- faldlega á grundvelli vitneskj- unnar um eftirlits- og skrán- ingarkerfin sem eru að verki allt í kringum okkur. Eitt af því sem ég lærði af því að starfa, nema og kenna um skeið við bandarískan há- skóla er að þar eru tölvupóstsamskipti langt frá því að vera léttvæg fundin. Einn prófessor sagði mér t.d. að hann gæfi sér alltaf góðan tíma í að skrifa tölvupósta, góð regla væri að leggja þá til hliðar og endurskoða síðan með ferskum huga áður en þeir væru sendir. Þá sagðist hann ávallt skrifa bréfin í uppkasti ut- an póstforritsins til þess að girða fyrir það að illa ígrundaður tölvupóstur færi óvart í loftið. Umræðurnar spunnust í kjölfar lögsóknar á hendur samkennara hans sem kærður var fyr- ir kynþáttamismunun er hann sagði m.a. í tölvupósti til nemanda sem reyndist vera af er- lendum uppruna, „ef þú hefðir lesið betur það sem stendur í kennsluáætluninni …“. Nem- andinn kærði kennarann fyrir að halda því fram að kynþáttar síns vegna væri hann treg- læsari en aðrir, og vann málið. Kennarinn galt í þessu tilfelli fyrir þau mistök að stíga út fyrir það varfærna stofnanatungumál sem ljóslega má greina í öllum tölvupóstsamskiptum kenn- ara og nemenda á milli í háskólanum. Þetta tungumál er litað af vitneskju um hugsanlegt eftirlit og rekjanleika alls þess sem menn láta frá sér fara á þessum samskiptavettvangi. Annað sem maður lærir af því að búa í Bandaríkjunum er að athafna sig innan þess gríðarlega fastmótaða samskiptakerfis sem litast í auknum mæli af meðvitundinni um lögsóknir, og vitneskjunni um að þær slóðir sem maður skilur eftir sig í samskiptum við aðra geta orðið vopn í slíkum lögsóknum. Stundum getur maður þó snúið kerfinu gegn sjálfu sér ef svo má að orði komast, eins og ég hef lært að gera í baráttu við símsvörunarkerfi bandarískra fyrirtækja og þjónustustofnana. Þar hefur þróast gríðarfullkomið kerfi sem miðar að því að afgreiða fyrirspurnir og kvart- anir á stórum skala. Í því sambandi hefur orðið til merkilegt tungumál sem gengur ekki síst út á það að afgreiða óskir manns, umkvartanir eða sérþarfir og þrár undir formerkjum þjón- ustu við viðskiptavininn, en þó með því raun- verulega markmiði að afstýra því að maður nái yfirleitt að koma fyrirspurn sinni á framfæri. Grundvallarreglan í þessu samskiptakerfi er þó sú að hafna beiðni spyrjandans aldrei bein- um orðum, heldur að misskilja hana eins og kostur er, með því að flokka hana og afgreiða út frá ákveðnum frösum og lykilorðum og fleyta spyrjandanum síðan áfram yfir í næsta misskilning á annarri deild. Hér er lykilatriðið að fyrirtækið verði ekki uppvíst að því að mæta ekki þörfum viðskiptavinarins og smám saman lærir maður ákveðna tækni sem felst í að reyna að hanka fulltrúa fyrirtækisins á ná- kvæmlega þessu atriði. Því við vitum bæði, símsvararinn og ég, eins og tilkynnt er í upp- hafi samtals, að símtalið er hljóðritað af gæða- ástæðum og það getur maður nýtt sér til að brjóta sér leið í gegnum kerfið. Í opinbera geiranum, þar sem minni þrýst- ingur er um að sýna af sér þykjustu þjón- ustulund, hefur þetta samskiptatungumál þó alfarið verið vélvætt. Falli spurning manns ekki inn í fyrirframsundurgreint flokk- unarkerfi, þá getur maður bara gleymt þessu, því samkvæmt flokkunarfræði upplýsinga- samfélagsins er maður ekki til. Bandaríska skattstofan hefur t.d. tekið þetta kerfi í sína þjónustu – og vei þeim sem hlýtur þau hrapal- legu örlög að þurfa að leita svara í síma við brýnni fyrirspurn varðandi útfyllingu skatt- skýrslu sinnar þar í landi (því ekki er hægt að fá ráðgjöf nema í gegnum síma). Við hringj- andanum tekur þá mjúkmáll símsvari sem byrjar þegar í stað að sundurgreina, flokka og benda á mögulega farvegi fyrir mögulegt er- indi hringjandans í ljósi þartilgreindrar kerf- islægrar stöðu hans og býður manni að fleyta sér áfram í kerfinu með því að velja tölur á bilinu 1–9. Sjaldnast er maður svo heppinn að erindið falli inn í eitthvert af fyrstu þremur til fjórum erindasviðunum, en það hindrar mann þó ekki í að bíða þolinmóður þar til maður heyrir lausnarorðið og getur glaðbeittur valið töluna 9. En heldur versnar í því þegar er- indasviðið, sem valið var, er þegar í stað brotið niður í jafnmörg undirsvið – og svo framvegis. Eitthvert sinnið rann batteríshleðslan í síman- um mínum út þegar ég var komin alla leið út á afskekkta grein í tólfta ættlið fyrirspurn- artrésins og hafði náð þeim merka áfanga heyra erindi mitt fullskilgreint. Ólíkt því sem ég bjóst við hafði kerfið tekið við sér og bjó sig undir það að svara hinni skilgreindu spurningu minni í vélvæddri svörun – en þá dó batteríið í símanum og ég rataði aldrei rétta leið aftur. Það tók mig mánuð að fylla út bandarísku skattskýrsluna mína og helgaðist það ekki síst af ótta mínum við að kerfið gerði mig einfald- lega upptæka, skilgreindi mig óvart sem óvinahermann og sendi mig í draugafangelsi austur um haf, með millilendingu á Íslandi, ef ég fylgdi ekki farvegum kerfisins til hlítar. Tungumál eftirlitssamfélagsins ’Eitt af því sem ég lærði af því að starfa, nema og kennaum skeið við bandarískan háskóla er að þar eru tölvu- póstsamskipti langt frá því að vera léttvæg fundin.‘ Fjölmiðlar Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is I Haft er fyrir satt að austurrísk-bandarískatónskáldið Arnold Schönberg hafi þjáðst af triskaidecfóbíu sem er sjúkleg hræðsla við töluna þrettán. Óttinn virðist reyndar ekki hafa verið ástæðulaus því Schönberg lést þrettán mínútur yfir tólf föstudaginn þrett- ánda. Þetta kemur fram í nýrri bók er nefnist Fánýtur fróðleikur en hún byggist á enskri fyrirmynd sem er gefin út af The Useless Information Society í Bretlandi. Ásgeir Berg Matthíasson hefur þýtt úr frummálinu og bætt við fánýtum fróðleik úr íslenskum veruleika. Þegar bókin er lesin kemur reynd- ar ýmislegt upp úr kafinu sem fær lesandann til þess að staldra við. II Einn kaflinn geymir til dæmis upplýs-ingar úr heimi bókmenntanna. Í ljósi þess að nú er verið að gefa út endurskrifaða ís- lenska þýðingu á Moby Dick eftir Herman Melville er forvitnilegt að vita að á meðan Melville var á lífi seldust einungis fimmtíu eintök af bókinni. Jóhann Páll Valdimarsson gerir líklega betur. Önnur bók sem JPV gefur út er hlýtur hins vegar að vera sú mest selda í heimi en það er Biblían, á hverri mínútu eru seld 47 eintök af henni í heiminum. Biblían er reyndar sú bók sem oftast er stolið. Það eru upplýsingar sem halda mætti að lægju ekki á lausu en eru í þessari stórmerkilegu bók. Hún er sjálfsagt víðþýddasta bók heims, hefur til dæmis verið þýdd á klingonsku. Þegar Biblían er lesin er líka ágætt að hafa í huga að á sautjándu öld hélt sænskur biblíutextafræð- ingur því fram að Guð talaði sænsku, Adam hefði talað dönsku og höggormurinn frönsku. Þetta kemur kannski ekki á óvart þar sem Svíar eru annars vegar. Árið 1813 var síðan gefin út söguleg biblía á Íslandi. Í þeirri út- gáfu misprentuðust orðin „harmagrátur Jeremía“ sem „harmagrútur Jeremía“. Var hún þess vegna kölluð Grútarbiblía. III Í bókinni um fánýtan fróðleik er líka aðfinna nokkrar hrollkaldar staðreyndir úr heimi bókmenntanna. Á hverju ári eru til dæmis sendar í verslanir 2.488.200 bækur með rangar bókakápur. Hvað skyldu fara mörg mannár í að leiðrétta slík mistök? Stundum kvarta Íslendingar yfir þjóðsöng sínum en hvað mega Grikkir þá segja, gríski þjóðsöngurinn inniheldur 158 erindi! Ýmsar sögur hafa gengið af rithöfundum í gegnum tíðina. Goethe þoldi ekki hundgá og gat ekki skrifað nema hann hefði rotnandi epli í skrif- borðsskúffunni. Margir rithöfundar hafa unn- ið mikil afrek ungir, Mary Shelley skrifaði Frankenstein þegar hún var nítján ára. Og fyrsta bókin sem samin var á ritvél var Tom Sawyer eftir Mark Twain. Og svo eru einnig í bókinni upplýsingar sem maður myndi kannski ekkert endilega vilja vita, eru jafnvel handan fánýtisins eins og þetta: 66 prósent Bandaríkjamanna viðurkenna að þeir lesi á klósettinu. Og önnur staðreynd um Amerík- ana: Á fimmta áratugnum var nafni Bich- pennans breytt í „Bic“ af ótta við að Banda- ríkamenn bæru nafnið fram „Bitch“. Flestir lesa Reader’s Digest. Að lokum: Íslendingar lesa fleiri bækur miðað við höfðatölu en nokk- ur önnur þjóð. Neðanmáls Af hinum margrómuðu íslensku húsdýrum, sem Íslendingar virðast telja öllum dýrum fremrihvað varðar hæfileika, bragðgæði og mjólkurgæði, þá er íslenska sauðkindin það dýr semflestir hafa skoðun á. Bragðgæði lambaketsins íslenska eru talin bera af sambærilegu keti af erlendum skjátum. Margir álíta ástæðu þess vera það frjálsræði sem sauðkindin hefur sum- arlangt upp til fjalla í stað þess að vera geymd í beitarhólfum á láglendi. Þarna er náttúran talin skapa alveg einstakt ket, rétt eins og hún skapaði einstaka menningu og þjóð. Íslendingar eru einn- ig álitnir hafa sömu einkenni og sauðkindin, vera sjálfstæðir og harðgerir. Þessi einkenni eru Ís- lendingar taldir öðlast af sömu ástæðum og sauðkindin, þ.e vegna hins frjálslega uppeldis og af því að íslensk börn geti leikið sér óáreitt úti við, ólíkt erlendum börnum sem þurfa að leika sér inni við eða undir eftirliti foreldra sinna. Kannski ekki ólíkt þarlendu sauðfé sem er lokað inni í beit- arhólfum? Íslenskt lambakjöt er markaðssett erlendis sem hreint og ómengað og erlendir framá- menn í veitingahúsarekstri eru dregnir hingað til lands í þeim tilgangi að láta þá fylgjast með smöl- un og réttum, til þess að þeir geti séð með eigin augum leið lambsins frá fjalli og ofan í maga. [...] En sauðkindin, sem hið nýja íslenska þjóðartákn, birtist ekki einungis í lambakjöti og lopapeys- um, heldur hefur hún líka orðið að tákni í eigin persónu þar sem hún hefur verið „poppuð“ upp á gamansaman hátt. Þannig birtist hún til að mynda í lógói búðarinnar Ósóma, þar sem spilað er með málið í slagorðum á borð við: „be kind“ og „me!“, sem að sjálfsögðu útleggst mismunandi á ensku og íslensku. Annað dæmi er mynd sem sést víða af „the icelandic killer sheep“, og í grein sem birtist um hana í 3. tbl. Grapevine árið 2003, þar er hinni íslensku drápskind lýst á gamansaman hátt og birtist sauðkindin þá í enn nýjum búningi. Ein umdeildasta skepna landsins er því orðin tískufyrirbæri, fyndin, nýtískuleg og talandi á enska tungu. Tákn hinnar nýju ímyndar Íslands. Hún hefur breyst frá því að vera sveitó og lúðaleg í það að vera „töff“, rétt eins og þjóðin. Þessi þróun sauðkindarinnar sem þjóðernistákns er í rökréttu samhengi við önnur þjóðernistákn sem gjarnan eru fundin upp til sveita, í „rótgróinni“ menningu, og svo staðfærð og breytt samkvæmt kröfum nútímans. Helga Tryggvadóttir Hugsandi www.hugsandi.is Morgunblaðið/Ásdís Goðsögn. Þjóðerniskindin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.