Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. nóvember 2005 | 7
É
g tel það lið í menntun fólks að opna augu þess
fyrir ólíkum hugmyndakerfum.“ Þessi ummæli
lét George W. Bush, forseti Bandaríkjanna,
hafa eftir sér þann 1. ágúst sl. er hann svaraði
því játandi að samhliða þróunarkenningunni
ætti að uppfræða grunn- og framhalds-
skólabörn í Bandaríkjunum um vitshönnunartilgátuna (intelli-
gent design theory). Tilgátan kom fyrst fram undir lok níunda
áratugar síðustu aldar með útgáfu kennslubókarinnar Of Pan-
das and People (1989), sem líklega má rekja til þeirrar stað-
reyndar að sköpunarvísindi (creation science)
voru gerð útlæg úr ríkisreknum grunn- og fram-
haldsskólum árið 1987, er hæstiréttur Banda-
ríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að kennsla
þeirra bryti í bága við stjórnarskárvarinn að-
skilnað ríkis og kirkju. Síðan þá hefur tilgátan smátt og smátt
verið að seytla inn í bandaríska menntakerfið. Til að mynda
ákvað fylkisskólastjórn Kansas-fylkis árið 1999 að vitshönn-
unartilgátuna bæri að kenna jafnhliða þróunarkenningunni og
fyrir tæpu ári ákvað skólastjórnin á Dover-svæðinu í Pennsylv-
aníu að nemendur í 9. bekk skyldu læra um tilgátuna, sem
leiddi til mikilla hugmyndafræðilegra átaka milli foreldra á
svæðinu. Enduðu þessar deilur fyrir rétti 26. september sl. þar
sem 11 foreldrar hafa kært skólastjórnina fyrir að neyða börnin
þeirra til þess að læra um vitshönnunartilgátuna. Lykta þess-
ara réttarhalda er beðið í ofvæni því ef rétturinn kemst að
þeirri niðurstöðu að kennsla vitshönnunartilgátunnar brjóti
ekki í bága við aðskilnað ríkis og kirkju í Bandaríkjunum þá
munu fjölmörg fylki hafa í hyggju að hefja kennslu á tilgátunni.
Eitt helsta vitni sakborninganna í réttarhöldunum í Dover er
lífefnafræðiprófessorinn Michael J. Behe, sem ýtti vitshönn-
unartilgátunni fyrst fyrir alvöru úr vör árið 1996 í metsölubók-
inni Darwin’s Black Box. Í því sem á eftir fer ætla ég að líta að-
eins nánar á tilgátuna.
Grunnforsenda nútímaraunvísinda er svokallaður að-
ferðafræðilegur natúralismi. Í þessari hugmyndafræði felst að
raunvísindamenn ganga út frá því að heimurinn fylgi ákveðinni
reglu sem í grunninn megi alfarið skýra með aðferðum efna- og
eðlisfræðinnar. Á þennan hátt úthýsa raunvísindin guðfræði-
og frumspekilegum skýringum út úr nálgunum sínum á hinn
efnislega heim, án þess þó að segja nokkuð af eða á um gildi
slíkra skýringa. Í þessu felst, eins og breski líffræðingurinn
Lancelot Hogben (1895–1975) benti samlanda sínum og líffræð-
ingnum Julian Huxley (1887–1975) á í bréfi árið 1923, „að óráð-
legt er að blanda [raunvísindum] við þá þætti tilverunnar sem
eru ekki móttækilegir fyrir nákvæmri hugsun“. Ef litið er á
spurninguna um hvort Guð sé til þá geta raunvísindin, sam-
kvæmt aðferðafræðilegum natúralisma, hvorki sannað né af-
sannað tilvist hans. Þeir sem halda öðru fram hafa sagt skilið
við aðferðafræðilegan natúralisma og leitað á náðir frum-
spekilegs natúralisma eða t.d. þess sem kalla má guðfræðilegan
natúralisma. Frumspekilegir natúralistar eru, eins og breski
líffræðingurinn Richard Dawkins er gott dæmi um, sannfærðir
um að framþróun raunvísindanna undanfarna áratugi hafi
sannað að Guð eða aðrir yfirnáttúrlegri kraftar séu ekki til,
meðan guðfræðilegir natúralistar eru á hinn bóginn fullvissir
um að aðferðir raunvísindanna nægi ekki einar og sér til þess
að skýra tilvist lífsins eða þróun alheimsins, en að þessar að-
ferðir megi nota til þess að sjá ummerki um yfirnáttúrleg inn-
grip í náttúruna.
Talsmenn vitshönnunartilgátunnar, sem fyrst og fremst er
beint gegn kenningu Darwins um þróun með náttúruvali, má
skilgreina sem guðfræðilega natúralista. Ein mikilvægasta
varðan á leið tilgátunnar inn í bandaríska þjóðsál voru hluti
ráðlegginga sem Bandaríska vísindaakademían (National Aca-
demy of Science) sendi frá sér árið 1995 varðandi raunvísinda-
kennslu í grunn- og framhaldsskólum í Bandaríkjunum og mið-
uð að grundvallarbreytingum á þeirri kennslu. Þar er litið á
þróun lífsins sem sameiningarhugtak í allri raunvísinda-
kennslu. Í því sambandi er ítrekað að „náttúruval og þróun-
arfræðilegar afleiðingar þess feli í sér vísindalega skýringu á
steingerðum leifum fornra lífvera“ og að „líffræðilega þróun sé
ekki hægt að fjarlægja úr lífvísindakennslu“. Þetta fór fyrir
brjóstið á áður nefndum Michael Behe sem í greininni „Darw-
in’s Hostage“ (1999) lagði áherslu á að í ljósi „allra þeirra vís-
indalegu vandamála sem fylgja kenningu Darwins, þá sé ekki
að undra að Bandaríska vísindaakademían ýti ekki undir
kennslustofuumræður um vafasamar forsendur hennar“. Behe
benti enn fremur á að forsendur akademíunnar feli í sér að
„kraftaverk eigi sér ekki stað“, sem beinir okkur að bók hans
Darwin’s Black Box.
Aðalviðfangsefni bókarinnar er það sem Behe kallar ósmætt-
anlegan margbreytileika (irreducible complexity). Hann skil-
greinir þetta fyrirbæri sem „einstök kerfi sem samsett eru úr
mörgum samhangandi, gagnvirkum hlutum, er leggja sitt af
mörkum til grunnstarfseminnar á þann hátt að ef einhver hlut-
anna er fjarlægður veldur það stöðvun á starfsemi kerfisins“.
Tilvist slíkra kerfa í lífverum myndi að mati Behe skapa alvar-
leg vandmál fyrir darwinska þróun. Ástæðu þessa telur hann
þá að þar sem „náttúruval getur einungis valið kerfi sem virkar
nú þegar, þá geti líffræðileg kerfi ekki komið fram smátt og
smátt, heldur verði þau að koma fram sem heildstæð eining, allt
í einu, til þess að náttúruvalið hafi eitthvað til þess að moða úr“.
Til þess að skýra hvað hann eigi við með þessu þá tók Behe
músagildru sem dæmi. Músagildran er allt eða ekkert fyr-
irbæri sem ekki gæti hafa orðið til smátt og smátt. „Ef ham-
arinn er tekinn, þá myndi músin dansa alla nóttina á pallinum
án þess að festast við viðargrunninn. Ef engin gormur væri til
staðar þá myndu hamarinn og pallurinn hanga laus og aftur
myndi nagdýrið sleppa óskaðað“. Behe heimfærir þessa hug-
mynd síðan yfir á efnaferla frumunnar og frumulíffæri hennar,
sem hann telur að einkennist oft af ósmættanlegum marg-
breytileika. Til dæmis nefnir hann halann á sáðfrumum og
kerfið sem knýr hann áfram, sem einungis gæti hafa komið
fram vegna „handleiðslu vitræns orsakavalds“. Hér sjáum við í
hnotskurn af hverju Behe mótmælti því að Bandaríska vís-
indaakademían hafnaði kraftaverkum, því grunnurinn í kenn-
ingu hans er sá að guðlegt kraftaverk liggi til grundvallar upp-
haflegri gerð efnaferla frumunnar, sem náttúruvalið gat síðan
unnið úr.
Vitshönnunartilgátan felur ekki í sér algjöra höfnun á kenn-
ingunni um náttúruvalið. En það sem meira er um vert er að
ólíkt sköpunarvísindunum, sem kenna að jörðin sé ca. 6000 ára
gömul og allar lífverur hafi orðið til í núverandi mynd við beina
sköpun Guðs, þá hafna talsmenn vitshönnunartilgátunnar því
ekki að alheimurinn sé 13–15 milljarða ára gamall, að jörðin sé
4,5 milljarða ára gömul, né því að lífið hafi orðið til á jörðinni
fyrir 4 milljörðum ára. Í Darwin’s Black Box segir Behe til að
mynda að „ég hef enga ástæðu til þess að efast um þá staðhæf-
ingu eðlisfræðinga að alheimurinn sé milljarða ára gamall. Enn
fremur finnst mér hugmyndin um sameiginlegan uppruna (að
allar lífverur eigi sameiginlegan forföður) frekar sannfærandi
og hef enga sérstaka ástæðu til þess að efast um hana“. Til að
undirstrika þennan skilning þá er rétt að vísa í annan þekktan
talsmann vitshönnunartilgátunnar, William Dembski, sem í
greininni „Skepticism’s prospects for unseating Intelligent De-
sign“ (2003) ítrekar að „vitshönnun sé algjörlega samrýmanleg
sameiginlegum uppruna“. Þetta endurspeglar þá staðreynd að
vitshönnunartilgátan er sett fram sem raunvísindaleg tilgáta,
talsmönnum hefðbundinna raunvísinda til mikillar armæðu,
sem þó hafa getað huggað sig við þá staðreynd að enn hefur til-
gátan nánast alfarið verið bundin við alþýðleg skrif og ekki rat-
að inn í ritrýnd raunvísindatímarit. En blikur eru á lofti.
Fyrir rúmu ári kom út fyrsta ritrýnda greinin þar sem færð
eru rök fyrir gildi vitshönnunartilgátunnar. Í niðurlagi grein-
arinnar, sem nefnist „The Origin of Biological Information and
the Higher Taxonomic Categories“ og birtist í Proceedings of
the Biological Society of Washington 117(2): 213–239, 2004,
segir höfundurinn, Dr. Stephen C. Meyer, að „greining á or-
sakaskýringargildi ýmissa skýringartilgátna bendir til þess að
vitshönnun sé orsakalega viðunandi – og líklega mest orsaka-
lega viðunandi – skýring á upphafi þeirra flóknu og sérhæfðu
upplýsinga sem þurfti til þess að búa til fyrstu fjölfrumudýrin á
Cambrian-tímabilinu... Af þessum sökum er ekki líklegt að ný-
legur vísindalegur áhugi á vitshönnunartilgátunni muni dvína
nú þegar líffræðingar halda áfram að glíma við vandamál upp-
hafs líffræðilegra forma“ (greinina er hægt að finna á vefsíð-
unni www.discovery.org og gagnrýni á vefsíðunni www.pan-
dasthumb.org). Tímaritið sem yfirlitsgreinin birtist í hefur ekki
mikil áhrif í líffræðisamfélaginu, en þrátt fyrir það hringdu við-
vörunarbjöllur í vísindasamfélaginu. Nature fjallaði t.a.m. um
greinina undir titlinum „Peer-reviewed paper defends theory
of intelligent design“ (2004) þar sem miklum áhyggjum var lýst
yfir vegna hennar „því talsmenn vitshönnunar geta notað hana
til þess að koma hugmyndinni inn í námskrár bandarískra
skóla“.
Í Uppruna tegundanna (1859) átti Charles Darwin í höggi við
forvera talsmanna vitshönnunartilgátunnar, sem þá börðust
fyrir þeirri trú að Guð hefði skapað hverja einstaka tegund
óháð annarri. En eins og örlög sköpunarvísindanna í Hæsta-
rétti Bandaríkjanna árið 1987 sýndu er hvorki vísindalegur né
lögfræðilegur grundvöllur fyrir því að aðhyllast þessa 19. aldar
hugmynd í dag. Næsta skref talsmanna guðfræðilegs natúral-
isma í Bandaríkjunum var því að koma nútímavæddri sköp-
unarhyggju inn í lífvísindakennslu grunn- og framhaldsskóla
þar í landi. Ef dómarinn í Dover kemst að þeirri niðurstöðu að
kennsla vitshönnunartilgátunnar brjóti ekki í bága við að-
skilnað ríkis og kirkju í Bandaríkjunum þá er nokkuð víst að
vísindasamfélagið í Bandaríkjunum mun eiga fullt í fangi með
að berjast við óstjórnlega útbreiðslu tilgátunnar um allt banda-
ríska menntakerfið. Í ljósi þess að vitshönnunartilgátan er ekk-
ert annað en 21. aldar framsetning á 19. aldar hugmyndafræði
þá eru varnaðarorð Darwins gegn þessu sjónarmiði enn í fullu
gildi, en í niðurlagsorðum 5. kafla Uppruna tegundanna sagði
hann að „það jafngilti því að líta svo á að verk Guðs séu blekk-
ingarleikur með eftirlíkingar“. Ef við höldum okkur við hug-
myndir fræðimanna um Guð þá tekur bandaríski guðfræðing-
urinn John F. Haught undir þetta í bókinni Deeper than
Darwin þegar hann í gagnrýni sinni á vitshönnunartilgátuna
segir að það sé „raunvísindalega og guðfræðilega fráleitt að
leita of snemma skjóls í endanlegum skýringum í viðleitni okk-
ar til að skilja hinn náttúrulega heim“. Ástæðu þessa telur
Haught þá að „grundvöllur trúarlegar reynslu sé, eftir allt sam-
an, sá að hin endanlega tilvera sé handan skilnings okkar. Ef
við gætum skilið hana væri hún ekki endanleg“.
Með vitshönnunartilgátunni er þó fyrst og fremst verið að
vega að grunnforsendu nútímaraunvísinda sem er að þau geta
hvorki sagt af eða á um tilvist Guðs. Því er krafa Behes og ann-
arra talsmann vitshönnunartilgátunnar um að leyfa eigi yf-
irnáttúrulegar skýringar jafnt í lífvísindum sem lífvísinda-
kennslu algjör staðleysa og byggist, eins og
líffræðiprófessorinn Massimo Pigliucci benti á í greininni „De-
sign Yes, Intelligent No“ (2003), „á röngum skilningi á hönnun í
náttúrunni sem og því hvað darwinska þróunarkenningin
stendur í raun og veru fyrir“.
Vitshönnunartilgátan og lífvís-
indakennsla í Bandaríkjunum
Bush Bandaríkjaforseti vill að hin svokallaða vitshönn-
unartilgáta, sem fyrst og fremst er beint gegn kenningu
Darwins um þróun með náttúruvali, sé kennd í grunn- og
framhaldsskólum vestan hafs. Nú hafa 11 foreldrar kært
skólastjórnina í Dover í Bandaríkjunum fyrir að neyða börnin
þeirra til þess að læra um vitshönnunartilgátuna. Lykta þess-
ara réttarhalda er beðið í ofvæni því ef rétturinn kemst að
þeirri niðurstöðu að kennsla vitshönnunartilgátunnar brjóti
ekki í bága við aðskilnað ríkis og kirkju í Bandaríkjunum þá
munu fjölmörg fylki hafa í hyggju að hefja kennslu á tilgát-
unni.
Eftir Steindór
J. Erlingsson
steindor@
akademia.is
Reuters
Hlustar Bush á rök? „Með vitshönnunartilgátunni er þó fyrst og
fremst verið að vega að grunnforsendu nútímaraunvísinda sem er
að þau geta hvorki sagt af eða á um tilvist Guðs. “
Höfundur er vísindasagnfræðingur.