Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Page 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. nóvember 2005 | 9 mikið af efni blaðsins væri eftir Íslendinga og hve mikið væri skrifað af erlendum aðilum. (Sjá töflu). Samkvæmt þessari einföldu og viðalitlu könn- un eru það íslensk nöfn sem skráð eru fyrir um helmingi skrifa í blaðinu og erlend nöfn sem skráð eru fyrir hinum helmingum. Þessi erlendu nöfn voru æði fjölbreytileg og virtust alls ekki aðeins vera nöfn Bandaríkjamanna heldur voru nöfnin einnig slavnesk, norræn, arabísk og þar fram eftir götunum. Þrátt fyrir að erfitt sé að fullyrða um þjóðerni út frá nöfnum vegna hinn- ar fjölmenningarlegu blöndunar í nútíma- samfélagi virðist kenning starfskonu í banda- ríska sendiráðsins ekki alveg standast. Hvort það sem fram kemur í blaðinu sé beinlínis rangt er erfitt að kanna, nema á forsíðu 2. tölublaðs, 2005. Þar voru fréttir ýktar svo mikið að þær voru beinlínis rangar og var það viljandi gert af hálfu ritstjórnar sem eins konar kaldhæðnislegt prakkarastrik. Blaðið hefur yfirleitt nokkra fastapenna á sín- um snærum og jafnframt nokkra lausapenna. Valur Gunnarsson, fráfarandi ritstjóri, var ansi iðinn við að rita hinar ýmsu greinar auk rit- stjórapistilsins og hið sama má segja um aðra starfsmenn blaðsins. Ritstjórnin virðist einnig stefna að því að taka við sem flestum greinum frá almúganum, eins og sést á auglýsingu á bak- síðu nýjasta tölublaðsins: „Wanted! Arts corres- pondent, Music correspondent. Film and theatre correspondent. Also, submitted articles on anything at all. Bad pay, good hours.“ Í blaðinu sjálfu, á heimasíðu þess og víða um bæ- inn má sjá auglýst eftir efni í blaðið. Um innsent efni sagði Valur: „Við fáum alltaf eitthvað inn og sumt er gott, annað þarf að vinna meira með og sumt er ónothæft. En þar sem við erum enn fá- liðaðir er alveg nauðsynlegt að fá innsendar greinar til að auka fjölbreytni í blaðinu og hvet ég alla sem hafa áhuga að senda inn greinar.“ Aðgengi að blaðinu virðist almennt gott, þeir sem ég hef rætt við og hafa sent efni í blaðið, er- lendir sem íslenskir aðilar, segja að þeim hafi öllum verið svarað. Flest fengu þau efnið birt og sumir fengu uppbyggilega gagnrýni frá rit- stjórn. Þetta sífellda ákall eftir efni í blaðið skapar ákveðna gagnvirkni. Franski fræðimaðurinn Jean Baudrillard áleit fjölmiðil eins konar orð- ræðu án andsvars, þar sem ekki væri um að ræða samtal þess sem ritar og þess sem les, heldur aðeins eintal þess sem ritar. Þannig mætti segja að fjölmiðillinn geti matað lesand- ann með hugmyndafræði sinni á hálfeinræð- islegan hátt. Með því að kalla eftir orðinu af göt- unni skapast ákveðin gagnvirkni innan orðræðunnar. Blaðið ber keim af samræðu frek- ar en eintali, þetta verður eins konar samtal eða umræða um íslenskt mannlíf. Róttæk birting á hinu „séríslenska“ Íslendingar virðast eilíflega uppteknir af því hvernig þeir koma öðrum fyrir sjónir og óþreyt- andi við að skilgreina sjálfa sig. Þessi sjálfs- mynd Íslendinga hefur lengi verið í deiglunni sem endurspeglast í hinni frægu klisju: „How do you like Iceland?“ Þessi mikli narkissismi Ís- lendinga tengist ef til vill smæð þjóðarinnar; smærri þjóðir þurfa oft að hrópa nafn sitt hærra til þess að rödd þeirra og tilvera verði heyr- inkunnug á tímum hnattvæðingar í því gríð- arlega offramboði sem er á upplýsingum og af- þreyingu úr öllum áttum. Íslendingar hafa mikið verið að vinna með sjálfsmynd sína alveg frá stríðsárum. Tímabilinu frá landnámi til rit- unar Íslendingasagnanna er mikið haldið á lofti og einnig áratugunum öllum upp úr hersetu hér á landi. Ekki virðist fara eins mikið fyrir kot- ungaöldunum þar á milli en í raun eimir enn eft- ir af öllu þessu í sjálfsmynd Íslendinga. Hin táknræna framsetning á landi og þjóð í The Reykjavík Grapevine er æði ólík þeirri sem al- menn er í kynningarefni hins íslenska ferða- mannabransa. Í blaðinu má greina viðleitni til þess að deila á hinar hefðbundnu birting- armyndir og sjálfsmynd þjóðarinnar. Orðræða, hugmyndafræði og sjónarhorn innan blaðsins virðast yfirleitt miða að því að greina allar hliðar lands og þjóðar á sem raunsannastan hátt en ekki endilega halda uppi sykursætri rjómafag- urri mynd af þessu öllu saman. Blaðið hefur ein- mitt oft verið orðað við róttækni. Að hvaða leyti er The Reykjavík Grapevine róttækt? Byrjum á forsíðunni, andliti blaðsins. Oft slær hún á einhvern hátt tóninn fyrir efn- islegt þema tölublaðsins. Hún þarf að vera lokk- andi fyrir augað og hrópa á tilvonandi lesanda: „Ég er áhugavert blað! Lestu mig!“. Forsíðu má líkja við fyrstu línur í skáldsögu; hún verður að vera grípandi og þess megnug að teyma mann áfram inn í lesturinn. Segja má að forsíða The Reykjavík Grapevine sé um leið andlit Íslands fyrir ferðamanninn, því blaðið er eitt af þeim fáu íslensku blöðum sem framleidd eru á ensku. Forsíður blaðsins eru iðulega litríkar og á ein- hvern hátt sjónrænt sláandi eða ögrandi. Oftast er verið að vinna með eitthvað sem tengist landi og þjóð en það er um leið á einhvern hátt afbak- að, eða hefð í uppstillingu þessa íslenska við- fangsefnis er á einhvern hátt brotin upp. Sem dæmi um þessa afbyggingu á íslenskri stað- almynd má nefna forsíðu 1. tölublaðs 2005, þar birtist heill, grænleitur og ókræsilegur sauð- haus á diski með gulrótum og baunum. Hausinn minnir frekar á níðstöng en matvæli. Framan á 4. tölublaði 2004 birtist þekktur reykvískur pönkari í fínum hvítum jakkafötum að spreyja anarkistamerkið yfir merki Grapevine. Klæðn- aður hans, hvít jakkaföt er frekar einkennandi fyrir andstæða félagshópa við pönkið, þannig kemur fram ákveðin afbygging. Anarkista- merkið yfir Grapevine-merkið á kannski að ítreka róttækni blaðsins. Framan á 2. tölublaði 2004 birtist mynd af blökkukonu í skautbúningi. Sú ímynd er frekar ólík hinni hefðbundnu ljós- hærðu fjallkonu í skautbúningnum. Oft er talað um Ísland sem fjölmenningarþjóðfélag en er raunin sú? Oft á tíðum er menningarlegum mis- mun ekki fagnað heldur virðist sem steypa eigi alla í saman mót; allir eiga að vera íslenskumæl- andi og virða íslensk gildi. Ef þú fæddist hér, talar lýtalausa íslensku og svo framvegis, þá ertu Íslendingur óháð litarhafti. Er þetta svona? Forsíðurnar vekja ýmsar spurningar, þar birtist leikur með skilgreiningu á hinu séríslenska og sjálfsmynd Íslendinga, yfirleitt má finna í þessu einhvern brodd, róttækni, ádeilu eða íroníu. Velta má því fyrir sér hvort ferðamannaiðn- aðurinn haldi uppi stereótýpískum ímyndum af landi og þjóð og byrgi þannig ferðamönnum sýn á hina raunverulegu menningu Íslendinga. Ger- ir The Reykjavík Grapevine þetta líka eða opnar það ferðamönnum sýn undir yfirborðið, inn í hina raunverulegu íslensku menningu og þjóð- arsál? Sumir ferðamenn láta sér nægja hina hefðbundnu uppstillingu á landi og þjóð og neyta niðursoðinna menningarímynda af hinu „séríslenska“; jöklanna og eldfjallanna, fagurra ljóshærðra og lauslátra kvenna, íslensku sauð- kindarinnar, lopapeysunnar o.s.frv. Hins vegar eru líka til ferðamenn sem láta sér ekki nægja þessa uppstilltu sýn á menninguna sem fram- leidd er af ferðamannaiðnaðinum. Þessir ferða- menn vilja kafa undir yfirborðið, komast nær hinni „raunverulegu“ þjóðarsál og finnst ánægjulegt að leita uppi óvænt og sérkennileg smáatriði í menningunni. The Reykjavík Grape- vine virðist stíla meira inn á þess konar ferða- menn – í leit að ,,ekta íslensku mannlífi. Hið raunverulega eða hið ekta er mjög huglægt hug- tak, ekki eru allir sammála um hvað er ekta. Ferðamaðurinn, mannfræðingurinn og ferða- mannaiðnaðurinn geta haft gjörólíkar skoðanir á því hvað sé raunverulega íslenskt. Það sem sjaldnast fær að koma fram í framsetningu ferðamannaiðnaðarins (almennt um allan heim) er sjónarhorn heimamanna á eigin menningu. Heimamenn hafa oft lítið um það að segja hverju haldið sé á lofti og hvað sé bælt niður í menningunni, hve viðamikill og víðtækur ferða- mannaiðnaðurinn fær að vera og fleira í þeim dúr. The Reykjavík Grapevine er hins vegar prýðilegur vettvangur og tækifæri fyrir heima- menn til þess að fjalla um eigin menningu. Eins og áður kom fram er blaðið frekar aðgengilegt og um helmingur þess er skrifaður af heima- mönnum. Blaðið býður ferðamönnum í skoð- unarferð um skoðanir Íslendinga og aðfluttra á landi og þjóð og stöðuga úrvinnslu á ímynd hins „séríslenska“. Róttækni í birtingu á pólítískum hitamálum Eldfim pólitísk mál eru oft tekin til umfjöllunar í blaðinu. Þetta eru mál á borð við virkjanamál, stríðsrekstur, háskólamál og innflytjendamál. Blaðið var fyrst allra íslenskra blaða til þess að birta yfirlýsingu Þjóðarhreyfingarinnar sem áð- ur hafði birst í The New York Times. Ljóst er að fáir aðrir íslenskir fjölmiðlar hefðu þorað að taka svo afdráttarlausa pólitíska afstöðu. Annað blað sem framleitt er nær gagngert fyrir ferða- menn er blaðið Iceland Review. Þar er talað um The Reykjavík Grapevine sem „underground“ blað sem er bráðskemmtilegt því ef við lítum á nokkrar skilgreiningar á orðinu þá þýðir það meðal annars: – Leynilegur hópur sem settur er saman til þess að hrinda ríkisstjórn, hersetuliði eða ráðandi hópum af stóli. – Rafræn neðanjarð- arlest. – Eitthvað sem framkvæmt er með leyni- legum aðferðum eða sem miðar að leynilegum markmiðum. – Neðanjarðar. – Notað um sjálf- stæða vopnaða andspyrnuhópa. Þessar skil- greiningar eru skemmtilegar því þær draga fram andspyrnu- og ádeilutóninn sem blaðið er talið búa yfir. Stefna The Reykjavík Grapevine er greinilega sú að hrista upp í ríkjandi, við- teknum römmum og venjum þjóðfélagsins. Reynt er að deila á viðteknar formgerðir frekar en að viðhalda þeim eins og sjá má hjá mannlífs- tímaritum, kvennablöðum og fleirum sem ein- kennast frekar af gagnrýnisleysi og hlutleysi. Pólítískt dreifirit dulbúið sem túristabæklingur? Það má segja að The Reykjavík Grapevine sé eitt róttækasta íslenska blaðið bæði hvað varðar pólitík og úrvinnslu á ímynd lands og þjóðar. Blaðið nær að halda einhvers konar afstæðu sjálfstæði innan ferðamannaiðnaðarins og blaðamarkaðarins. Um kosti og galla þess að reka blaðið sagði fyrrverandi ritstjóri Valur Gunnarsson í viðtali við Stúdentablaðið: Íslenskt samfélag var löngum ein stór klíka. Nú eru þær tvær og reka hvort sitt blaðið. Yfirleitt veit mað- ur fyrirfram hvaða afstöðu blöðin taka í öllum málum, rétt eins og á tímum flokksblaðanna. En við stöndum fyrir utan þær og getum því fjallað um það sem við viljum. Helstu kostir við að gefa út blað frítt er að maður getur verið fljótur að byggja upp lesendahóp, þarsem margir fá tækifæri til að lesa blaðið. Gallarnir geta verið þeir að þannig verður blaðið fremur háð auglýsingum. Kosturinn við að gefa út blað á ensku er hins vegar að flestar auglýsingar koma frá „túristaiðnaðinum“ sem eru hvorki Baugs- né kolkrabbamegin og er nokk sama hvað stendur í blaðinu. Þetta er því í raun póli- tískt dreifirit dulbúið sem túristabæklingur.“ Oft er sagt að það séu í raun auglýsendur sem ritstýra blöðunum, en í þessu tilviki heldur Val- ur því fram að auglýsendum sé nokk sama hvað standi í Grapevine. Mikilvægt er þó að taka fram að þetta er aðeins persónuleg skoðun fyrr- verandi ritstjóra en ekki stefna eða skoðun rit- stjórnar né eigenda blaðsins. Í viðræðum mín- um við forsvarsmenn blaðsins kom í ljós að eigendur og ritstjórn stofnuðu blaðið á sínum tíma með ákveðna sýn í huga og að þeir telji að ritstjóraskiptin hafi komið blaðinu aftur á þann stað sem þeir höfðu alltaf viljað hafa það á; að gefa út „skemmtilegt en jafnframt upplýsandi blað, á ensku, fyrir ferðamenn og útlendinga bú- setta hérlendis“. Að mati eigenda hefur þetta tekist mjög vel og þeir telja starfandi ritstjóra Bart Cameron hafa styrkt blaðið að mjög miklu leyti bæði sem traustan upplýsingamiðil fyrir ferðamenn, auk þess sem blaðið státi nú af fag- legri blaðamennsku sem sé vel samkeppnishæf í gæðum hvar sem tekið sé niður í fjölmiðlaflór- unni. Mikil áhersla er samt enn lögð á það í rit- stjórastefnu blaðsins að það sé óháð stórum valdahópum. Áherslan virðist vera á orðið á götunni, einhvers konar grasrótaráhersla. Nýmarxistar eru hópur sem lítur svo á að í nútímaþjóðfélagi sé menningin orðin að iðnaði og jafnframt að einu mikilvægasta valdatæki borgarastéttarinnar. Ólíkur varningur stendur neytendum til boða sem síðan er valið úr, en margir telja þennan varning ansi einsleitan og að þetta sé jafnvel allt sami varningurinn sem þjóni þeim tilgangi að festa niður ríkjandi fram- leiðsluhætti og hugmyndafræði. Nýmarxistar telja að menningariðnaðurinn og jafnvel ferða- mannaiðnaðurinn einkennist af stöðlun, eins- leitni og staðaltýpum. Til þess að komast á bak við ríkjandi hugmyndafræði telja þeir að grein- andinn verði að leita að gloppum, veilum eða þverstæðum í menningartáknum og annarri framleiðslu menningarinnar. Hann verði að leit- ast við að sýna brestina í hinni heildstæðu mynd sem leitast er við að bregða upp af veru- leikanum. Þetta minnir um margt á sjón- arhornið í The Reykjavík Grapevine; eins konar virk rýni sem leitast við að komast handan ríkjandi hugmyndafræði ferðamannaiðnaðarins, ríkisstjórnarinnar og menningarinnar. The Reykjavík Grapevine stundar ekki fram- leiðslu á einhverjum gerviheimi né gefur blaðið sig út fyrir að greina frá einhverjum end- anlegum sannleika. Blöð sem byggjast á sterkri hugmyndafræði hafa oft tilhneigingu til þess að fjalla um heiminn eins og höfundar greina þess myndu vilja að hann væri, en sú hneigð virðist ekki áberandi í blaðinu. The Reykjavík Grape- vine virðist hafa skapað sér sérstöðu á marga vegu og má með sanni segja að ekkert annað blað á íslenskum markaði sé í líkingu við það. ð sem túristabæklingur? Höfundur stundar nám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. i hefðbundnu ljóshærðu fjallkonu í skautbúningnum.“ Íslensk nöfn Erlend nöfn Bréf til blaðsins Skrif sem birtast u. nafni % Bréf til blaðsins Skrif sem birtast u. nafni % 2. árg., 8. tölublað 1 21 58% 5 11 42% 3. árg., 1. tölublað 3 13 48% 4 13 52% 3. árg., 2. tölublað 2 14 55% 5 8 45% 3. árg., 3. tölublað 6 15 55% 1 16 45% 3. árg., 4. tölublað 2 9 38% 1 17 62% Meðaltal 2,8 14,4 51% 3,2 13 49%

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.