Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Qupperneq 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. nóvember 2005
G
ætirðu byrjað á því að út-
skýra, fyrir þá sem ekki
þekkja til, hvað fyr-
irbærafræði er og hvernig
hún hefur þróast sögulega?
„Fyrirbærafræði (e. pheno-
menology) er stefna eða viðhorf innan heim-
spekinnar. Því má halda fram að hún hafi
lengi verið til staðar í kenningum heimspek-
inga sem nokkurs konar ómeðvituð afstaða
en ekki komist til fullrar meðvitundar um
sjálfa sig fyrr en með
verkum Edmunds Huss-
erls (1859–1938), sem
fyrstur mótaði hug-
myndir sem beinlínis
voru kenndar við fyrirbærafræði. Husserl
setti þó ekki fram endanlega kenningu sem
heita mætti „hin eina sanna fyrirbæra-
fræði“, hann leit á sjálfan sig sem eilífan
byrjanda og undir lok ævi sinnar gerði hann
sér ljóst að honum hefði ekki tekist að full-
móta þessa „nýju“ fræðigrein. Fyrirbæra-
fræðin getur því ekki talist fullbúin kenning
heldur er hún, enn sem komið er að minnsta
kosti, öðru fremur viðleitni til þess að kom-
ast að ákveðnum grundvallarsannindum um
samband vitundar og veruleika. Það sem
einkennir hina fyrirbærafræðilegu afstöðu
er að skoða reynsluna, skoða hlutina eins og
þeir birtast okkur, og reyna að lýsa birtingu
þeirra án á eins hreinan og fordómalausan
hátt og mögulegt er. Þess vegna hefst hin
fyrirbærafræðilega athugun á aðgerð sem
kalla má frestun (og Husserl nefndi epoche
upp á grísku), það er að slá á frest eða setja
til hliðar þær fyrirframhugmyndir sem móta
upplifunina og nálgast þannig einhvers kon-
ar hreina skynjun á því sem fyrir ber. Mart-
in Heidegger, sem var lærisveinn Husserls,
orðaði þetta ágætlega þegar hann sagði fyr-
irbærafræðina miða að því að „gefa hlut-
unum sjálfum kost á að sýna sig“.
Fyrirbæri er dágóð íslensk þýðing á al-
þjóðaorðinu phenomenon, sem komið er úr
grísku og þýðir „það sem birtist“ eða „það
sem kemur fram“, og á hér við um það sem
ber fyrir vitundina. Enda þótt segja megi að
fyrirbærafræðin fjalli um tengsl vitundar og
heims, eða vitundar og viðfangs, verður þó
að gæta þess að þessi greinarmunur er ekki
upprunalegur samkvæmt fyrirbærafræðinni,
því hún gengur út frá því að vitund og við-
fang séu samtvinnuð allt frá upphafi. Það er
engin gjá milli manns og heims sem þarf að
brúa. Og fyrirbærafræðin forðast efahyggju
með því að leggja áherslu á að við tökum
fyrirbærin trúanleg eins og þau birtast okk-
ur og rannsökum þau.
Óhætt er að segja að Husserl hafi öðrum
þræði verið býsna háleitur ídealisti. Hann
vildi svipta hulunni af hinum „hreinu form-
um skynjunarinnar“ og jafnvel uppgötva
það sem hann kallaði forskilvitlegt sjálf.
Þeirri hugmynd hafa hins vegar fáir fyr-
irbærafræðingar eftir hans dag viljað gang-
ast við. Heidegger þróaði til dæmis fyrir-
bærafræðina í aðra átt.
Grundvallarviðleitnin, að gera grein fyrir
því sem birtist, felur auðvitað líka í sér
spurninguna: Hvað er það að birtast? Hvað
er fyrirbærið? Í meðförum Heideggers
verður þetta að spurningunni um veruna:
Hvað er það að vera? Þetta er, að hans
mati, grundvallarspurning heimspekinnar
sem legið hefur í gleymsku í 2.500 ár undir
fargi allrar þeirrar frumspeki sem beinir
sjónum að því einu sem er til, en ekki að
ráðgátunni um það, hvað það er að vera til.
Ein leiðin til að setja sig í fyrirbæra-
fræðilegar stellingar er að varpa fram þess-
ari spurningu í barnslegri einlægni: Hvað er
þetta eiginlega, „að vera“? Og af hverju er
eitthvað frekar en ekkert? Segja má að
þarna séu komnar grunnspurningar fyr-
irbærafræðinnar.
Eftir daga Husserls hafa fjölmargir aðrir,
til að mynda frönsku heimspekingarnir
Levinas, Merleau-Ponty og Sartre, tekist á
við að vinna úr arfleifð hans og glíma á sinn
hátt við hið mikla verkefni sem Husserl
taldi sig ekki hafa náð að ljúka. Gengi fyr-
irbærafræðinnar innan fræðanna hefur ver-
ið misjafnlega hátt í gegnum áratugina, en
óhætt er að fullyrða að hún sé um þessar
mundir í nokkurri sókn – meðal annars
vegna þess að margir fyrirbærafræðingar
samtímans halda því fram að hún geti haft
merku hlutverki að gegna í leitinni að efnis-
legum skýringum á huglægum fyrirbærum.“
Hvernig er háttað sambýli fyrirbærafræð-
innar við aðrar greinar sem fást við sömu
viðfangsefni, greinar á borð við taugalífeðl-
isfræði annars vegar og sálfræði hins veg-
ar? Eru árekstrar þarna á milli eða sam-
starf? Er fyrirbærafræðin frumspekileg
kenning eða einhvers konar sálfræði?
„Fyrirbærafræði er ekki frumspeki. Hún
ætlar sér þvert á móti að vera nákvæm und-
irstöðuvísindi sem lýsa veruleikanum eins
og hann er. Það er svo annað mál hvort
þetta markmið er raunhæft, og segja má að
sú spurning sé enn galopin. Fyrirbærafræði
er heldur ekki sálfræði, a.m.k. ekki sú sál-
fræði sem miðast við að gera grein fyrir
starfsemi sálarinnar á forsendum nátt-
úruvísinda. Varðandi samstarfið við taugalíf-
eðlisfræði og sálfræði og fleiri greinar þá
hefur fyrirbærafræðin ekki notið fyllsta
sannmælis hingað til, meðal annars vegna
þess að hún varð fyrir barðinu á aðgrein-
ingu heimspekinnar í meginlandsheimspeki
og rökgreiningarheimspeki (eða eng-
ilsaxneska heimspeki). Hún lenti meg-
inlandsmegin við gjána, en í raun er hún um
margt lík rökgreiningarheimspeki eins og
menn eru í auknum mæli að átta sig á um
þessar mundir. Hér, eins og oftar í heim-
spekisögunni, getur það verið heimspek-
ingum feimnismál að viðurkenna að hugs-
uðir í annarri hefð hafi verið að fást við
sömu hluti á svipaðan hátt. En ef marka má
þá þróun sem orðið hefur á síðustu árum
eða áratugum þá nálgast sú stund óðum að
menn fallist í faðma og viðurkenni að þeir
geti mikið lært hver af öðrum. Í þessu sam-
bandi má nefna sem dæmi að Husserl
fékkst í fyrstu við afar svipuð vandamál og
hinn mikli rökgreiningarspekingur Gottlob
Frege. Þeir vissu raunar hvor af öðrum og
skrifuðust á undir lok 19. aldar. Heimspeki
stærðfræðinnar er gildur þáttur innan fyr-
irbærafræðinnar – fyrr og nú.
Þegar spurt er að mögulegri samvinnu
fyrirbærafræðinnar við reynslu- og eðlisvís-
indi um vitundina, þá hefur fyrirbærafræðin
í fyrsta lagi til málanna að leggja áherslu
sína á að huga vel að þeim forsendum um
samband vitundar við heiminn sem móta
rannsóknir af þessu tagi. Staðreyndin er sú
að hefðbundnar efnislegar skýringar gefa
sér iðulega ákveðnar forsendur sem ekki er
gerð sérstök grein fyrir, einkum og sér í
lagi þá almennu skoðun að vitundina megi
rannsaka utan frá á sama hátt og hvert ann-
að fyrirbæri í heiminum. Fyrirbærafræð-
ingar vilja draga þessar forsendur fram,
varpa ljósi á þær og sýna fram á takmark-
anir þeirra. Verk fyrirbærafræðinga hafa að
geyma fjöldann allan af rækilegum grein-
argerðum fyrir því hvernig sambandi vit-
undarinnar við heiminn er háttað, og þessi
vinna þeirra kemur að góðum notum þegar
vitundin er rannsökuð með hlutlægum að-
ferðum.
Í þessu sambandi má nefna, sem dæmi
um það sem er á seyði í fyrirbærafræðinni í
samtímanum, stofnun í Kaupmannahöfn sem
heitir Center for subjektivitetsforskning,
eiginlega „Miðstöð í sjálfsverurannsóknum“.
Þar fer fram merkileg úrvinnsla á arfleifð
fyrirbærafræðinnar, meðal annars með það
fyrir augum að tengja hana við efnishyggj-
una. Hugmyndin með þessu starfi er sú að
efnisleg rannsókn á meðvitundinni útheimti
nákvæma innri greinargerð fyrir því hvern-
ig meðvitundin starfi eða, með öðrum orð-
um, hvað meðvitundin sé – annars sé borin
von að unnt sé að skýra hana fullkomlega,
hvað þá að búa til vélar sem haft gætu með-
vitund. Með öðrum orðum verður að gæta
þess að rannsóknir á vitundinni og tilraunir
til að búa til vitundarvélar stangist ekki al-
varlega á við það hvernig vitundin er úr
garði gerð. Hér kemur fyrirbærafræðin að
notum einfaldlega vegna þess að hún er
heiðarleg tilraun til þess að öðlast allan
sannleikann um vitundina, öðlast sanna
þekkingu á henni. Hvernig ber að rannsaka
vitundina á vísindalegan hátt? Augljóslega
hljóta vísindin að krefjast þess að vitundin
sé rannsökuð „frá báðum hliðum“, þ.e. bæði
utan frá og innan frá.
Efnislegar skýringar horfa á hlutina utan
frá, mæla eða kortleggja tiltekin ferli og
lýsa þeim í þriðju persónu, ef svo má segja.
Fyrirbærafræðin leggur hins vegar áherslu
á mikilvægi sjónarhorns fyrstu persónunnar
sem óneitanlega liggur allri reynslu okkar
og vísindum til grundvallar. Fyrirbæra-
fræðin er þannig af meiði raunhyggju eða
hluthyggju að því leytinu til að hún horfist í
augu við þá staðreynd að reynsla okkar af
heiminum er bundin vitund okkar, og raun-
ar einnig líkama okkar.“
Aðhygli vitundarinnar
„Fyrirbærafræðin er ekki einhvers konar
andhverfa efnishyggjunnar vegna þess að
hún gerir ekki greinarmun á anda og efni á
sama hátt og efnishyggjan. Þegar efnis-
hyggjumaður heldur því til dæmis fram að
vitundin (eða sjálfið) sé ekki til hljómar sú
staðhæfing afar einkennilega í eyrum fyr-
irbærafræðings. Hvernig er hægt að neita
því að vitundin sé til – hver gæti hugs-
anlega gert það vitandi vits? Á vissan hátt
fer fyrirbærafræðin þannig á undan allri
smættarhyggju. Auðvitað geta röksemdir af
þessum toga haft ankannalegan blæ í aug-
um þeirra sem leita efnislegra skýringa á
veruleikanum en ég leyfi mér þó að fullyrða
að margt sé hægt að læra af hinu fyr-
irbærafræðilega viðhorfi, að minnsta kosti
ef ætlunin er að skilja vitundina á hennar
eigin forsendum en ekki bara utan frá. Fyr-
irbærafræðingar líta svo á að þegar reynt
er að skýra vitundina eingöngu út frá efnis-
legum þáttum hljóti alltaf eitthvað afar mik-
ilvægt að fara forgörðum. En þetta „eitt-
hvað“ ber engan veginn að skilja sem
einhvers konar dulrænt fyrirbæri eða guð-
legan þátt – þvert á móti er það hið hvers-
dagslegasta af öllu, sú staðreynd að vitundin
er í heiminum á allt annan hátt en það sem
við kennum við hlutlægan veruleika. Það
sem öðru fremur einkennir vitundina er ein-
mitt að ekkert bil er á milli hennar og
heimsins – vitundin er alltaf um eitthvað,
viðfang hennar, eða heimurinn sjálfur, er
alltaf þegar til staðar, allt frá upphafi ef svo
má segja. Þetta einkenni vitundarinnar, að
hún er alltaf um eitthvað, nefndi Husserl
aðhygli eða ætlun (þ. Intentionalität).“
Kemur ekki fram ákveðin þversögn þegar
manneskja bundin tilteknu sjónarhorni og í
ákveðnum tengslum við heiminn reynir að
greina eigin vitund og samband hennar við
heiminn?
„Ég neita því ekki að gjörvallt ævistarf
Husserls einkennist af athyglisverðri þver-
sögn. Annars vegar er vitundin um það að
við erum alltaf bundin sjónarhorni fyrstu
persónunnar, hvert um sig, og hins vegar sú
háleita hugsjón að með því að taka vitund-
ina til nákvæmrar rannsóknar megi svipta
hulunni af algildum grundvallarformum
reynslunnar. Eftirmenn Husserls, til að
mynda Heidegger og Merleau-Ponty, voru
eindregnari en hann í þeirri afstöðu að við
séum vissulega bundin tilteknu sjónarhorni
og að rannsóknin eigi að miðast við þær
takmarkanir sem af því hljótast. En þegar
fyrirbærafræðin tekur upp samstarf við
náttúruvísindin er hugsjón Husserls komin
aftur á kreik vegna þess að náttúruvísindin
eru vitaskuld að leitast við að uppgötva al-
menn sannindi um vitundina. Í samstarfi
sínu við vísindin hlýtur fyrirbærafræðin að
halda fram sérstöðu sinni en jafnframt er
ekkert því til fyrirstöðu að hún taki vísinda-
legar uppgötvanir fyllilega til greina því
þær stangast að engu leyti á við forsendur
og verkefni hennar.“
Fyrirbærafræði og sálgreining
Hvaða skilyrði eru okkur sett í rannsóknum
á vitundinni? Getum við rannsakað vitund-
ina einfaldlega eins og hún kemur fyrir, eða
þurfum við að leita í einhvers konar inn-
hverfa íhugun eða jafnvel sálgreiningu?
„Mjög mikilvægt er að gera sér grein fyr-
ir því að fyrirbærafræði er ekkert í líkingu
við innhverfa íhugun. Fyrirbærafræðin leit-
ast við að móta kenningu um veröldina,
heim mannsins og tíma mannsins. Hún
snýst alls ekki um sjálfsrækt, en að vísu er
ekki þar með sagt að hún sé mannskemm-
andi!
Persónulega hef ég mestan áhuga á við-
leitni fyrirbærafræðinnar til að lýsa heim-
inum og vitundinni eins og þau eru, án allra
fyrirfram gefinna forsendna. Þar þykir mér
komið afar heilbrigt heimspekilegt viðhorf.
Ef heimspekin er leitin að sannleikanum þá
hlýtur þetta leiðarljós að teljast fullgilt inn-
an hennar. Sama gildir raunar um vísindin
almennt. Í þessu viðhorfi felst sú hugsjón að
þrátt fyrir allt sé hægt að stunda einhver
fræði og vísindi sem séu ekki einber hug-
myndafræði þegar öllu er á botninn hvolft –
þjóni ákveðnum „annarlegum“ hagsmunum,
meðvituðum eða ómeðvituðum – eða, með
öðrum orðum, að hægt sé að iðka fræði sem
sannarlega eru í þjónustu sannleikans eða
„þess sem er“ í raun, handan allra blekk-
inga og sjónarspils. Varðandi sálgreininguna
er skoðun mín sú að hún sé í raun á sama
báti og fyrirbærafræðin í þessu efni með því
að markmið hennar er að hugsa sig í gegn-
um þær ómeðvituðu forsendur sem móta
sýn okkar á heiminn og komast þannig nær
einhvers konar hreinni vitund um veru-
leikann sem síðan megi ganga út frá. Að
mínu mati eru þarna á ferðinni tvær ná-
skyldar, en vissulega einnig ólíkar, aðferðir
til að bregðast við arfleifð Upplýsingar-
innar.“
Freud gagnrýnir fyrirbærafræðinga fyrir
að gefa ekki hinu dulvitaða gaum. Er dulvit-
undin í mótsögn við kenningar fyrirbæra-
fræðinnar?
„Til eru fræðimenn sem sérhæfa sig í
tengslunum milli heimspeki Husserls og sál-
greiningar Freuds. Í hugsun þessara
tveggja sómamanna sjáum við sömu við-
leitni að verki, sömu trú á að hægt sé að
varpa ljósi á þá þætti sem við tökum ekki
eftir við fyrstu sýn en marka engu að síður
sýn okkar á afgerandi hátt. En innan fyr-
irbærafræðinnar má einnig finna þá skoðun
að hugmyndin um dulvitundina sé á ein-
hvern hátt óþolandi. Sartre var til dæmis á
þeim buxunum. Góðvinur hans Merleau-
Ponty var hins vegar dyggur lesandi Freuds
og gerir grein fyrir því í verkum sínum
hvernig sálgreiningin getur unnið með fyrir-
bærafræðinni. Ég sé enga óyfirstíganlega
mótsögn þarna á milli.“
Um og eftir miðja 20. öld fara fyrirbæra-
fræðingar, Merleau-Ponty og aðrir, að beina
sjónum sínum að líkamanum og leggja
áherslu á upplifun okkar sem líkamlegra
vera. Má ekki segja að þar með hafi orðið
til nýtt heimspekilegt sjónarhorn?
„Þegar litið er yfir heimspekisöguna má
halda því fram að heimspekingar hafi lengi
bundið trúss sitt við andann en vanrækt lík-
amann. Hugsuðir allt frá dögum Platons
hafa litið á líkamann sem einhvers konar
hulstur sem markmiðið er að losna úr, en
andinn sé á hinn bóginn hið eðlislæga í okk-
ur, hið mannlega. Fyrirbærafræðin greinir
ekki þarna á milli heldur gengur hún að
hinni mannlegu veru eins og hún er í lík-
amleika sínum og af hafa hlotist ýmsar
merkar athuganir á sambandi vitundar og
líkama, á því hvernig vera okkar í heiminum
er bundin líkamanum, hvernig upplifun okk-
ar af heiminum er líkamleg, hvernig við er-
um kynbundnar verur og þar fram eftir göt-
unum. Í þessum efnum er margt spennandi
framundan og mikið starf óunnið. Hin fyr-
irbærafræðilega greinargerð fyrir veru okk-
ar í heiminum var að hefjast.“
Leitin að hreinni sýn
Í dag flytur Björn Þorsteinsson heimspek-
ingur sjötta fyrirlesturinn í fyrirlestraröð-
inni „Veit efnið af andanum? Af manni og
meðvitund.“ Björn er doktor í heimspeki frá
Université Paris 8, hann er stundakennari
við heimspekiskor Háskóla Íslands og rit-
stjóri Hugar – tímarits Félags áhugamanna
um heimspeki. Í fyrirlestri sínum, sem nefn-
ist ,,Vitund og viðfang: Ágrip af grunn-
hugtökum fyrirbærafræðinnar“, mun Björn
leitast við að varpa ljósi á það hvernig fyrir-
bærafræði geti komið að notum við rann-
sóknir á mannlegri vitund í nútímanum. Fyr-
irlesturinn hefst kl. 14 í stofu 101 í Odda. Hér
á eftir fer viðtal við Björn.
Eftir Steinar Örn
Atlason og
Þórdísi Helgadóttur
thordith@hi.is
Steinar Örn er heimspekinemi
og Þórdís er BA í heimspeki.
Morgunblaðið/Sverrir
Björn Þorsteinsson „Þegar litið er yfir heimspeki-
söguna má halda því fram að heimspekingar
hafi lengi bundið trúss sitt við andann en van-
rækt líkamann.“