Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 D FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
NORÐLENDINGAR hefja keppn-
istímabilið í knattspyrnunni fyrst-
ir í ár þegar Norðurlandsmótið í
meistaraflokki karla, Powerade-
mótið, byrjar á laugardaginn
kemur. Mótið fer allt fram í
knattspyrnuhúsinu Boganum á
Akureyri og þar taka þátt 1.
deildarlið KA, Þórs og KS, 2.
deildarlið Leifturs/Dalvíkur,
Tindastóls, Hugins og Fjarða-
byggðar og 3. deildarliðið Hvöt
frá Blönduósi.
Það eru KS og Tindastóll sem
mætast í fyrsta leiknum á laugar-
daginn en á sunnudaginn leikur
Þór við Leiftur/Dalvík og Hvöt
við KA.
Boltinn byrjar
að rúlla
á Akureyri
ARSENE Wenger tefldi fram fjór-
um ungum leikmönnum í byrj-
unarliði sínu í leiknum gegn Man-
chester City á Highbury á
þriðjudag og sagði hann ekki hafa
áður teflt fram svo ungum leik-
mönnum í deildarleik – jafnvel
ekki þegar hann var hjá Mónakó í
Frakklandi. „Ég veit það að ungu
strákarnir hjá okkur eru allir til-
búnir að leika,“ sagði Wenger.
Wenger lét hinn 19 ára Sviss-
lending Philippe Senderos taka
stöðu Sol Campbell og lék hann
sinn fyrsta deildarleik. „Senderos
var tilbúinn í slaginn á síðasta
keppnistímabili, þá átján ára, en
hann var frá í langan tíma vegna
meiðsla. Hann er búinn að ná sér.
Ég hef trú á að hann nái að sýna
ýmsa takta sem Tony Adams
sýndi og lék hjá okkur. Hann er
mjög áhugasamur ungur leik-
maður, sem býr yfir miklum og
sterkum persónuleika,“ sagði
Wenger.
Justin Hoyte, 20 ára, er annar
ungur leikmaður, sem hljóp í
skarðið sem hægri bakvörður fyr-
ir Lauren, sem er meiddur eins og
Campbell, Dennis Bergkamp, Jose
Antonio Reyes, Mathieu Flamini,
Pascal Cygan, Gilberto og Edu.
Tveir aðrir ungir leikmenn
voru í sviðsljósinu gegn Man. City
– Cesc Fabregas, 17 ára, sem hef-
ur leikið frábærlega á miðjunni og
þá hefur sóknarleikmaðurinn
ungi Robin van Persie, 21 árs,
staðið sig vel.
Á bekknum voru þeir Jerimaine
Pennart, 22 ára, sem kom inná
sem varamaður, Gael Clichy, 20
ára, Sebastian Larsson, 19 ára og
Quincy Owusu Abeyie, 19 ára.
„Ungu strákarnir eru tilbúnir“
ingar á liðinu fyrir þann leik – ef ég
hef þá einhverja menn til að nota,
en við spilum til sigurs, það er alveg
á hreinu. Við látum engan titil frá
okkur að ástæðulausu.“
Chelsea hefur aðeins fengið á sig
átta mörk í 22 leikjum og Steve
Clarke, aðstoðarstjóri hjá félaginu,
segir að það hafi lagt grunninn að
velgengni Chelsea. „Við getum
ógnað hvaða liði sem er vegna þess
að við erum með góða sóknarmenn,
en allt sem við gerum byggist á
mjög sterkri vörn. Við settum okk-
ur það markmið að ná 12 stigum út
úr jólatörninni og það tókst og við
erum ánægðir. Markmiðið hefur
verið ljóst frá upphafi tímabilsins:
Að verða enskur meistari. Það er
langt í land ennþá en við erum með
forystu og njótum þess og vitum
hvað við þurfum að gera til að ná
markmiðinu,“ segir Clarke.
JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri
Chelsea, segir svo til ómögulegt, al-
tént mjög erfitt, að ná fullu húsi,
það er að segja að verða enskur
meistari, bikarmeistari, deildabik-
armeistari og sigra í Meistaradeild
Evrópu, en félagið er enn með á öll-
um vígstöðum.
Chelsea hefur sjö stiga forystu í
deildinni, er komið í undanúrslit
deildabikarsins og er enn með í
enska bikarnum og Meistaradeild-
inni. „Við viljum endilega vinna ein-
hvern titil, en ég held það sé
ómögulegt að vinna alla fjóra titl-
ana,“ segir Mourinho. „Við erum
með gott lið og við ætlum að reyna
allt sem við getum til þess,“ segir
hann og bendir á að menn hans hafi
skoðað lið Scunthorpe eins og hvert
annað lið, en þau mætast í deilda-
bikarnum á laugardaginn. „Hugs-
anlega geri ég einhverjar breyt-
við v
hluta
okku
Sigu
leiki
slaka
arsin
verið
á lín
átti
dæm
og sk
Vi
í ísle
leikm
arlei
Markús Máni Michaelsson skautað marki Svía er tæpar 25
sekúndur voru eftir af leiknum en
skotið geigaði og tók Ingemar Linn-
éll, þjálfari Svía, leikhlé er 21 sek-
únda var eftir af leiknum. Í viðtali við
sænska ríkissjónvarpið eftir leikinn
sagði Linnéll að hann hefði aðeins
viljað róa sína menn niður en þeir
hefðu í sameiningu ákveðið hvernig
síðasta sókn leiksins yrði.
Lindahl fór inn úr horninu rétt
fyrir leikslok og tryggði Svíum
nauman sigur og var það í fyrsta sinn
síðan á 11. mínútu að Svíar voru yfir í
leiknum. Linnéll bætti því við að í
hálfleik hafi ekki verið mikið um ösk-
ur eða læti af hans hálfu eða leik-
manna. „Ég sagði við leikmenn liðs-
ins að það væri í lagi að taka af
skarið og framkvæma hlutina í stað
þess að bíða eftir því að einhver ann-
ar tæki af skarið. Það gekk eftir og
við lékum mun betur í síðari hálfleik
en í þeim fyrri,“ sagði Linnéll.
Viggó Sigurðsson var á því að
markvörður Svía, Fredrik Ohlander
hafi gefið sínum mönnum aukið
sjálfstraust í erfiðri stöðu.
„Það má segja að Fredrik Ohland-
er, markvörður Svía, hafi breytt
gangi leiksins í síðari hálfleik en
hann varði alls ellefu skot og mörg
þeirra úr ákjósanlegum færum. En
Ljósmy
Logi Geirsson þrumar hér að marki Svía í vináttuleik liðanna í gær í Svíþjóð en hornamaðurinn skoraði 3 m
„Mar
ják
Íslenska landsliðið í handknattleik hafð
Borås í gær í fyrri vináttuleik liðanna all
ins er Fredrik Lindahl skoraði sigurmar
leikslok, 29:28. Svíar voru á þeim tíma e
inum en Degi Sigurðssyni hafði verið vís
en Íslendingar voru alls 12 mínútur utan
mínútur utan vallar vegna brota.
JIMMY Calderwood, knattspyrnu-
stjóri skoska úrvalsdeildarliðsins
Aberdeen, sagði við dagblaðið The
Scotsman í gær að Keflvíkingurinn
Þórarinn Kristjánsson væri áhuga-
verður leik-
maður. Þórar-
inn dvelur
þessa dagana
til reynslu hjá
skoska félag-
inu.
Calderwood
er einnig með
enska miðju-
manninn
Jamie Winter
frá Leeds til
skoðunar
þessa dagana
og hann hefur
hug á að fá
báða leik-
mennina í sín-
ar raðir ef
þeir reynast
nægilega sterkir.
„Þórarinn Kristjánsson er miklu
reyndari leikmaður og hefur sýnt
að hann er markaskorari í ágætri
deild. Hann hefur fengið boð frá
norskum liðum en við eigum eftir
að sjá hvort hann stendur undir
væntingum hjá okkur. Hann er
með lausan samning svo það yrði
ekki mjög erfitt að komast að sam-
komulagi ef hann reynist nægilega
sterkur,“ sagði Calderwood við
blaðið.
Aberdeen er í fjórða sæti skosku
úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum
á eftir Hibernian sem er í þriðja
sæti en 18 stigum á eftir toppliði
Celtic. Liðinu hefur þó ekki tekist
að skora mark í síðustu þremur
leikjum sínum og vantar tilfinnan-
lega öflugan sóknarmann.
„Yrði ekki
erfitt að ná
samkomu-
lagi við
Þórarin“
Þórarinn
HANDKNATTLEIKUR
Svíþjóð – Ísland 29:28
Borås, Svíþjóð, vináttulandsleikur karla,
miðvikudaginn 5. janúar 2005.
Mörk Íslands: Róbert Gunnarsson 5, Dag-
ur Sigurðsson 4, Guðjón Valur Sigurðsson
3, Alexander Pettersson 3 , Einar Hólm-
geirsson 3, Logi Geirsson 3, Markús Máni
Michaelsson 2, Arnór Atlason 2, Vilhjálmur
Halldórsson 1, Ólafur Stefánsson 1, Einar
Örn Jónsson 1.
Varin skot: Roland Eradze 19.
Utan vallar: 12 mínútur.
Mörk Svía: Johan Pettersson 5, Martin Bo-
quist 4, Sebastian Seifert 4, Jonas Larholm
3, Stefan Lövgren 3, Kim Anderson 2, Jo-
nas Källman 2, Fredrik Lindahl 2, Kristian
Svensson 2, Marcus Ahlm 1, P. Linders 1.
Varin skot: Tomas Svensson 9, Fredrik
Ohlander.
Utan vallar: 6 mínútur.
Áhorfendur: 2.622.
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna
Njarðvík – Keflavík..............................51:74
Stig Njarðvíkur: Vera Janjic 15, Jamie
Woudstra 11, Ingibjörg Vilbergsdóttir 8,
Sigurlaug Guðmundsdóttir 7, Petrúnella
Skúladóttir 6, Sæunn Sæmundsdóttir 4.
Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 24,
Reshea Bristol 15, Anna María Sveinsdótt-
ir 8, Bryndís Guðmundsdóttir 6, María Er-
lingsdóttir 6, Svava Stefánsdóttir 6, Rann-
veig Randversdóttir 5, Kristín Blöndal 4.
Grindavík – KR.....................................77:63
Stig Grindavíkur: Myriah Spence 34, Erla
Reynisdóttir 13, Sólveig Gunnlaugsdóttir
10, María Guðmundsdóttir 5, Theódóra
Káradóttir 5, Svandís Sigurðardóttir 4,
Elva Sigmarsdóttir 2, Ólöf Pálsdóttir 2,
Guðrún Guðmundsdóttir 2.
Stig KR: Natasa Marinkovic 23, Helga Þor-
valsdóttir 16, Gréta Grétarsdóttir 9,
Georgia O. Kristiansen 6, Sigrún Skarp-
héðinsdóttir 3, Eva Grétarsdóttir 2, Halla
Jóhannesdóttir 2, Lilja Oddsdóttir 2.
Staðan:
Keflavík 11 11 0 925:639 22
Grindavík 11 8 3 688:642 16
ÍS 10 6 4 654:597 12
Haukar 10 4 6 623:697 8
Njarðvík 11 3 8 650:730 6
KR 11 0 11 583:818 0
NBA-deildin
Úrslit í fyrrinótt:
Washington – New Jersey................. 112:88
Indiana – Milwaukee.......................... 116:99
New York – Sacramento.................... 98:105
Minnesota – Phoenix........................ 115:122
San Antonio – LA Lakers.................. 100:83
KNATTSPYRNA
England
Úrvalsdeild:
Southampton – Fulham ...........................3:3
Kevin Phillips 21., 29. Liam Rosenior
(sjálfsm.) 71. - Papa Bouba Diop 20., Steed
Malbranque 43., Tomasz Radzinski 50. -
27.343.
Staðan:
Chelsea 22 17 4 1 43:8 55
Arsenal 22 14 6 2 52:24 48
Man. Utd 22 12 8 2 33:13 44
Everton 22 13 4 5 27:23 43
Liverpool 22 11 4 7 36:22 37
Middlesbro 22 10 5 7 34:28 35
Tottenham 22 9 6 7 29:21 33
Charlton 22 9 4 9 24:32 31
Man. City 22 7 7 8 27:23 28
Aston Villa 22 7 7 8 23:26 28
Bolton 22 7 6 9 29:31 27
Portsmouth 22 7 6 9 26:30 27
Birmingham 22 6 8 8 25:25 26
Newcastle 22 6 8 8 33:39 26
Fulham 22 6 4 12 28:39 22
Blackburn 22 4 10 8 20:33 22
Cr. Palace 22 4 6 12 23:34 18
Norwich 22 2 10 10 19:39 16
Southampton 22 2 9 11 22:37 15
WBA 22 1 10 11 17:43 13
Stöðurnar í úrvalsdeild og 1. deild í
blaðinu í gær voru ekki réttar. Í þær vant-
aði leikina sem fram fóru í fyrrakvöld.
Spánn
Real Madrid – Real Sociedad..................2:1
Zinedine Zidane, vsp. 89. - 72.000.
Sjö síðustu mínúturnar voru spilaðar í
gærkvöld.
Staða efstu liða.:
Barcelona 17 13 3 1 35:11 42
Valencia 17 9 5 3 27:12 32
Real Madrid 17 10 2 5 26:13 32
Sevilla 17 9 4 4 21:18 31
Espanyol 17 9 3 5 18:12 30
Real Betis 17 7 6 4 22:20 27
Osasuna 17 8 3 6 26:25 27
Atl. Madrid 17 7 4 6 18:14 25
Bilbao 17 7 3 7 24:20 24
Villarreal 17 5 7 5 21:14 22
Real Sociedad 17 6 4 7 22:21 22
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin:
Ásvellir: Haukar - Fjölnir.....................19.15
Ísafjörður: KFÍ - UMFN .....................19.15
Keflavík: Keflavík - Tindastóll .............19.15
DHL-höllin: KR - Hamar/Selfoss........19.15
Seljaskóli: ÍR - Skallagrímur ...............19.15
Stykkishólmur: Snæfell - UMFG ........19.15
1. deild kvenna:
Ásvellir: Haukar - ÍS.............................21.15
Í KVÖLD
Mjög erfitt að
ná fullu húsi
S
sa
F
ið
le
sí
le
m
h
S
o