Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 D 3 FORRÁÐAMENN úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í körfuknattleik hafa komist að samkomulagi við banda- ríska leikstjórnandann Taron Bark- er en hann er 24 ára og lék með Cincinnati-háskólanum á sínum tíma. Barker er viðbót í leik- mannahóp Grindavíkur en miðherj- inn Terrel Taylor er í herbúðum liðsins en í desember fékk Darrel Lewis íslenskt ríkisfang, en hann er að hefja sitt þriðja tímabil með Grindavík. Í reglum KKÍ er aðeins leyfilegt að hafa tvo leikmenn utan EES, og gátu Grindvíkingar því bætt einum bandarískum leikmanni í lið sitt þar sem Lewis er nú með tvöfalt ríkisfang. Grindavík var með Justin Miller og Lewis í sínu liði í upphafi keppn- istímabilsins en Miller óskaði eftir því að fá að fara frá liðinu vegna al- varlegra veikinda sem komu upp í fjölskyldu hans. Að auki var talið að Helgi Jónas Guðfinnsson yrði með Grindavík í vetur en meiðsli í baki hafa gert honum erfitt að æfa með liðinu. Kristinn Friðriksson lék og þjálfaði með Grindavík í upphafi leiktíðar en honum var sagt upp störfum og tók Einar Einarsson við þjálfun liðsins.  Borgnesingar hafa sagt upp samningi sínum við miðherjann Nick Anderson en hann lék 8 leiki með liðinu fyrir áramót en hélt til síns heima í jólafrí. Skallagríms- menn hafa ekki enn fengið leik- mann í stað Anderson en leit að eft- irmanni hans stendur nú yfir. Taron Barker í Grindavík – Nick Anderson er farinn vorum manni færri að stórum a í síðari hálfleik og það gerði ur erfitt um vik,“ sagði Viggó urðsson við Morgunblaðið eftir nn. Hann tók sem dæmi um a dómgæslu norska dómarap- ns að Róbert Gunnarsson hefði ð rifinn niður í ákjósanlegu færi nunni á lokakafla leiksins. „Hann bara eftir að skora en þá var md lína á Róbert, þeir bruna fram kora.“ iggó var ánægður með breiddina enska landsliðinu þar sem margir menn létu að sér kveða í sókn- iknum í stað þess að einn maður drægi vagninn. „Það fengu allir að spila í leiknum en við komumst að samkomulagi við Svíana um að nota alla leikmenn hópsins í þessum leik og voru sextán leikmenn því á skýrslu.“ Í dag mun íslenska landsliðið fara yfir leikinn á myndbandi og telur Viggó ágæta möguleika á því að leggja Svía að velli í Skövde. „Að mínu mati lékum við mjög vel. Vörn- in virkaði mjög vel en við verðum að finna lausnir á því að stöðva sænsku hraðaupphlaupin. Að auki eru lyk- ilmenn á borð við Ólaf Stefánsson og Guðjón Val Sigurðsson langt frá sínu besta og þeir geta breytt miklu í síð- ari leiknum. En ég er alls ekki ósátt- ur við leik okkar, það var mjög margt jákvætt í honum, en eins og áður segir átti þetta ekki að falla okkar megin að þessu sinni. Það voru aðrir en við sem stýrðu því,“ sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. ynd/Berndt Wennebrink mörk í leiknum. rgt mjög kvætt“ ði yfirhöndina gegn Svíum í lt þar til í síðustu sókn leiks- kið fimm sekúndum fyrir einum leikmanni fleiri á vell- sað af leikvelli skömmu áður n vallar en Svíar voru alls 6 SKRAUTLEGT mark sem Roy Carroll, markvörður Manchester United, fékk á sig gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld hefur enn og aftur vakið upp umræður um hvort nýta skuli tæknina til að skera úr um vafaatriði í knattspyrn- unni. Pedro Mendes skaut að marki Manchester Unit- ed frá miðjum velli, Carroll missti boltann klaufalega yfir sig og hann var greini- lega kominn langt inn fyrir marklínuna þegar Carroll náði að sópa honum í burtu. Aðstoðardómarinn var ekki nægilega vel á verði og því sluppu Carroll og Manchest- er United með skrekkinn. Leikurinn endaði 0:0, ekki 1:0 fyrir Tottenham eins og niðurstaðan hefði væntan- lega orðið ef markið hefði staðið, því atvikið átti sér stað á lokamínútu leiksins. Knattspyrnustjórar beggja liða, Mart- in Jol hjá Tottenham og Alex Ferguson hjá Manchester United, lýstu því yfir í viðtölum eftir leikinn að þeir vildu að upptökur yrðu notaðar til að skera úr í vafaatriðum eins og þessum. „Ef einhvern tíma hafa komið fram rök fyrir því að nota myndbandsupptök- ur í knattspyrnunni, þá komu þau fram í kvöld. Það á að vera hægt að komast að niðurstöðu á hálfri mínútu, svipuðum tíma og það tekur að taka hornspyrnu eða markspyrnu, svo það ætti ekki að tefja leikinn. Í svona tilvikum er ekki hægt að áfellast aðstoðardómarann eða dómarann. Aðstoðardómarinn var á hlaupum í áttina að markinu en sá þetta ekki,“ sagði Ferguson. Hann vildi reynd- ar frekar benda á atvik fyrr í leiknum þar sem Rio Ferdinand var felldur, inn- an vítateigs að mati Fergusons, en dæmd var aukaspyrna utan teigsins. „Þetta er til skammar, nú er árið 2005 og næg tækniþekking til staðar í heim- inum. Það er tími kominn til að nýta sér hana. Við vorum rændir tveimur stig- um,“ sagði Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem um- ræða á borð við þessa kemur upp. Segja má að hún hafi hafist árið 1966 þegar Englendingar skoruðu markið umdeilda í úrslitaleik HM gegn Vestur-Þjóðverj- um á Wembley – mark sem flestir telja eftir endalausar endursýningar að hefði ekki átt að standa. Hún lætur á sér kræla í hvert skipti sem umdeilt atvik á sér stað við marklínurnar – þegar deilt er um hvort boltinn hafi farið allur inn fyrir línuna eða ekki. Vissulega er tæknin til staðar. Það er hægt að fara eftir myndbandsupptökum, og það er líka hægt að koma fyrir raf- eindabúnaði á mörkum, sem segir til um hvort boltinn hafi farið allur inn fyrir marklínuna. En það væri óheillaspor fyrir knattspyrnuna, að mínu mati, að fara inn á þá braut. Knattspyrna er einfaldur leikur með einföldum reglum sem hafa tekið til- tölulega litlum breytingum í gegnum ár- in. Þetta er vinsælasta íþróttin sem stunduð er á jarðarkringlunni og að- dráttaraflið sem hún hefur á unga sem aldna er nánast kynngimagnað. Og stór þáttur í því er öll sú umræða sem á sér stað þegar leik er lokið. Um frammi- stöðu liða og leikmanna, um ákvarðanir dómarans, og um öll þau umdeildu atvik sem eiga sér stað. Ef tæknin verður tekin fram yfir mannsaugað hverfur einn af þessum skemmtilegu vinklum á knattspyrnunni. Þeir sem verða fyrir umdeildu atvik- unum, eins og Tottenham í þessu tilviki, verða að sjálfsögðu sárir á þeirri stundu en til lengri tíma litið jafnast þetta út. Það tapa allir eða græða einhvern tíma á þessu. Dómarar og aðstoðardómarar eiga að hafa úrskurðarvaldið áfram, mistökin sem þeir gera eru ómissandi hluti af leiknum og allri þeirri umræðu sem honum fylgir. Svo gengur ekki að setja reglur eða gera tæknilegar breytingar á dómgæslu sem ekki er hægt að framfylgja á öllum stigum íþróttarinnar. Reglurnar í fót- boltanum eru þær sömu, hvort sem við- komandi leikur er í ensku úrvalsdeild- inni eða í 4. flokki á Íslandi. Þannig á þetta að vera. Það er ekki nokkur leið, og verður aldrei hægt, að koma fyrir upptöku- eða rafeindabúnaði við öll mörk, alls staðar. Víðir Sigurðsson. Mistökin eru hluti af leiknum Á VELLINUM Eins og sést á þessari mynd er knötturinn kominn langt inn í markið hjá Manchester United þegar Roy Carroll krafsar hann út úr markinu í leiknum gegn Tottenham. MIKIÐ er fjallað um markið sem Totten- ham gerði á móti Manchester United í fyrrakvöld en ekki var dæmt. Boltinn fór þá greinilega inn fyrir marklínuna hjá United en aðstoðardómarinn sá það ekki og markið því ekki dæmt. Tals- menn enska knattspyrnusambandsins sögðu í gær að sambandið gæti vel hugs- að sér að komið yrði fyrir einhvers kon- ar sjálfvirkum búnaði við mörkin þannig að hægt væri að sjá strax hvort knöttur fer allur yfir marklínuna eða ekki. Einn- ig væri hugsanlegt að notast við mynd- bandsupptöku ef hægt yrði að koma skilaboðum strax til dómara þannig að leikurinn tefðist ekki af þessum völdum. Tækninefnd Alþjóðaknattspyrnusam- bandsins fundar í lok febrúar og þá verður málið tekið fyrir en á Teamtalk er sagt í gær að þar verði kynntur nýr knöttur frá adidas sem gefi frá sér merki þegar hann er kominn yfir mark- línuna. Þar segir að hugmyndir séu um að prófa hann í úrslitaleik deildabikar- keppninnar en vandamálið er að enska knattspyrnusambandið er með samning við Mitre um að nota knetti frá því fyrir- tæki. Sjálfvirkur búnaður við mörkin?  SPÆNSKI miðjumaðurinn Xabi Alonso og markvörðurinn Chris Kirkland leika ekki með Liverpool í ensku knattspyrnunni næstu þrjá mánuðina. Báðir þurfa þeir að gang- ast undir aðgerðir vegna meiðsla, Alonso vegna ökklabrots og Kirk- land vegna bakmeiðsla. Áður var tal- ið að Alonso yrði tilbúinn í slaginn eftir 5–6 vikur en í gær kom í ljós að fjarvera hans yrði helmingi lengri. Það er mikið áfall fyrir Liverpool því Spánverjinn hefur leikið mjög vel með liðinu í vetur.  ENSKA úrvalsdeildarliðið Charlt- on er á höttunum á eftir Bernardo Corradi, framherja hjá Valencia, en hann hefur ekki átt fast sæti í spænska liðinu í vetur. Umboðsmað- ur Corradi hefur staðfest þessar fregnir en jafnframt látið þess getið að fleiri félög líti hýru auga til fram- herjans vaska sem eitt sinn var á mála hjá Lazio. Valencia mun ekki vera tilbúið til að selja Corradi en viljugt til að ræða lánssamning fram á vor.  VALENCIA heldur því fram að brasilíski miðvallarleikmaðurinn Edu hafi þegar skrifað undir bráða- birgðasamkomulag við félagið um að leika með því frá og með næsta sumri. Ekkert hefur verið staðfest af hálfu leikmannsins sem einnig hefur verið undir smásjá Real Madrid, Barcelona og Manchester United. Edu er laus undan samningi við Ars- enal í vor.  EKKERT verður af því að Barce- lona kaupi Danann Thomas Grave- sen frá Everton eins og leitt hefur verið líkum að. Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir í viðtali við spænska fjölmiðla að skapgerð Gravesen henti Barcelona ekki og því hafi félagið ekki áhuga á honum.  ALEM Techale, unnusta ólympíu- meistarans í 10.000 metra hlaupi karla, Kenenisa Bekele frá Eþíópíu, lést í gær þegar þau voru úti að hlaupa. Techale var 18 ára gömul, millivegalengdarhlaupari og ung- lingalandsliðskona Eþíópíu. Þau ætl- uðu að ganga í það heilaga í maí. Ekki er vitað hver dánarorsökin var, en þjálfari þeirra sagði að hún hefði látist skömmu eftir að þau lögðu af stað í smá hlaupatúr.  CHRISTIAN Olsson þrístökkvari frá Svíþjóð og Kelly Holmes, tvö- faldur ólympíumeistari í hlaupum frá Bretlandi, hafa verið útnefndir frjálsíþróttamenn Evrópu af Frjáls- íþróttasambandi Evrópu, EAA. Þetta er annað árið í röð sem Olsson er efstur í karlaflokki.  OLSSON verður ekkert með í þrí- stökkinu á innanhússtíðinni í vetur. Hann er meiddur á ökkla og verður að hvíla sig en ætlar að ná sér góðum áður en keppnistímabilið hefst utan- húss. FÓLKEINN af þekktustu veðbönkum Bretlandstilkynnti í gær að þeir sem hefðu veðjað á aðPetro Mendes, leikmaður Tottenham, myndiskora í leik gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld, fengju vinning sinn greiddan út. „Þetta er sennilega sérkennilegasta atvik, sem komið hefur upp í úrvalsdeildinni og við teljum, að sá sem veðjaði á að Mendes skor- aði fyrstur í leiknum, eða myndi skora yfir- leitt, teldi sig órétti beittan vegna þess að bæði dómarinn og aðstoðardómarinn virtust staurblindir,“ sagði Graham Sharpe, tals- maður veðbankans William Hill. Hann viðurkenndi að fáir hefðu veðjað á að Mendes yrði fyrstur til að skora í leiknum eða skora yfirleitt. Þeir sem veðjuðu á Mendes vinna SÆNSKA handknattleiksfélagið GUIF frá Eskilstuna hefur sagt upp amningum við alla sína leikmenn vegna mikilla fjárhagserfiðleika. Félagið skuldar á fimmta tug milljóna íslenskra króna og hefur grip- ð til þessa ráðs til að forðast gjaldþrot. Kristján Andrésson er meðal eikmanna GUIF en hann er reyndar frá keppni með slitið krossband, íðan í haust. Kristján lék með íslenska landsliðinu á Ólympíu- eikunum í Aþenu. Forráðamenn GUIF vonast til þess að sumir leik- mannanna haldi áfram hjá félaginu þar sem bróðurpartur þeirra er í hlutastarfi sem handboltamenn. Þrír atvinnumenn eru þó í hópnum, Spyros Balomenos frá Grikklandi og Serbarnir Aleksandar Svitlica g Dane Sijan, og óvíst er hvað verður um þá. GUIF er í sjötta sæti af fjórtán liðum í sænsku úrvalsdeildinni. GUIF gjaldþrota?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.