Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.07.1951, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 09.07.1951, Blaðsíða 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 9. júli 1951 MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR AI.I.A Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 100 kr. Afgreiðsla: Tjarnargötu 39. — Símar ritstjórnar: 3496 og 3975. Prentsmiðja Þjóðviijan3. Nýja skólakerfið Nú fyrir fáum árum var samþykkt hér á landi nýskóla- löggjöf, eftir að þar til kjör- in nefnd hafði starfað um hríð að undirbúningi hennar. 1 þessari nefnd sátu ýmsir mætir skólamenn, og enginn vafi er á því, að þeir vildu vel og. höfðu hug. á að gera umbætur í skólamálum. I framkvæmdinni hefur þó hin nýja skólalög- gjöf að ýmsu leytí brugðizt þæim vonum, er menn gerðu sér í upphafi. Hún hefur reynzt óskaplega dýr, og væri það kannske tilvinn- andi, ef árangurinn væri hefur ekki orðið raunin. að sama skapi. En sú Með hinni nýju skólalöggjöf yar ákveðið, að unglingar skyldu skólaskyldir enn í tvö ár, eftir að þeir hefðu lokið brottfararprófi úr barnaskól- um, en sú reynsla, sem nú er fengin, bendir til þess, að þetta hafi verið meira en lít- ið glappaskot. Það er auðvit- að sjálfsagt að gera þeim ung- lingum, sem hug hafa á fram- haldsnámi og hæfileika til þess, námsbrautina sem greið- asta og:styrkja efnilega en fá- tæka unglinga til náms, eftir því sem unnt er. Hitt nær ekki nokkurri átt að vera að pína til framhaldsnáms hundruð eða þúsundir nem- enda, sem hvorki hafa nokkra hæfileika til framhaldsnáms fié áhuga á því, en slíkt á sér nú stað hér á landi. Á hverju hausti er nú smalað í skóla gagnfræðastigsins aragrúa af unglingum, sem vilja ekki læra, eða geta ekkert lært. Stundum eru þeir lélegustu sortéraðir eftir gáfnaprófum eða fullnaðareinkunnum á brottfararprófi úr barnaslcól- xim og settir í sérstaka tossa- hekki. Kennarar, sem lent ihafa í því að kenna í slíkum bekkjum, hafa sagt mér, að þessi kennsla sé alger ldepps- yinna. Nemendurnir ráði ekk- ert við það námsefni, sem þeim er ætlað, annaðhvort vegna gáfnatregðu eða leti, flestir leggja algerlega árar í bát og líta aldrei í bók, eiga jafnvel stundum ekki náms- bækurnar. Þeir fyllast van- máttarkennd og gremju út í allan heiminn, og þetta brýzt svo oft út í hatri á skólanum og kennurum, sem eru að reyna að pína þá til að glíma við verkefni, sem þeir ráða ekkert við. Skrílslætin í slík- um bekkjum keyra oft úr hófi fram, kennaramir heyra stundum varla til sjálfra sín fyrir ólátum nemenda, og þess munu ekki allfá dæmi, að nemendur hafi staðið í áflog- um við kennara sína og jafn- vel gefið þeim á kjaftinn. Strákar, sem þora þetta, verða hetjur í augum félaga sinna og eru kallaðir svalir gæjar. Og þessir krakkar eru að eðiisfari. heldur ekkert ver innrættir en gengur og ger- ist. Það er bara búið að mann- skemma þá á því að ætla þeim verkefni, sem þeir vilja ekki fást við eða geta ekki ráðið við, svo að öll skóla- vistin er orðin þeim prísund og andstyggð. Flestir þessara nemenda gætu orðið góðir starfsmenn og síðar nýtir borgarar, ef þeim væru fengin í hendur verkefni við þeirra hæfi. Þeir mundu þá finna starfsgleði og losna við alla vanmáttarkennd. Sá, sem er húðarletingi og óknyttastrák- ur í skóla, getur orðið ágæt- ur verkmaður við sjómennsku landbúnaðarstörf eða ein- hverja iðn, sem hugur hans stendur til. Eins og nú er á- statt, er mjög hætt við því, að hin þvingaða skólavist ali upp í unglingum leti og svik- semi við öll störf, svo að þeir bíði þess kannske ekki bætur, það sem eftir er ævinnar. Þegar nýja skólalöggjöfin var sett, var látið svo heita, að skipta ætti unglingaskól- unum í bók- og verknáms- deildir eftir hæfileikum og á- huga nemenda. Ætlunin var sú, að nemendur, sem ó- hneigðir voru til bóknáms, færu í verknámsdeildirnar og lærðu þar einhver hagnýt störf. I framkvæmdinni hefur þetta farið algerlega út tun þúfur. Aðeins í örfáum ung- lingaskólum hefur komizt nokkurt lag á verknámsdeild- irnar. Til þess að bæta úr þessu, þyrfti ríkið að leggja fram marga tugi eða hundr- uð milljóna, og erigar horfur eru á því, að svo verði á næstu árum eða jafnvel ára- tugum. Til að koma verk- nárninu í sæmilegt horf, þarf hundruð sérmenntaðra verk- námskennara, dýr áhöld og sérstakar vinnustofur við hvern unglingaskóla. Ekkert af þessu er fyrir hendi nema á sárafáum stöðum á landinu, og meðan svo er, hlýtur öll verknámskennsla unglinga-, skólanna að verða algert kák. Og jafnvel þótt komið yrði upp sæmilegum verknáms- deildum með hæfum kennur- um og nauðsynlegum áhöld- um, er ekki allt fengið. Allt- af er mikil hætta af því, að verknámið yrði aðallega ein- skorðað við eitthvert smíða- og hannyrðadútl, sem stend- ur í litlu eða engu sambandi við atvinnulíf þjóðarinnar og kemur nemendum að litlu haldi síðar í lífinu. Menn læra hvort sem er engin störf til hlítar í skólastofum, heldur á vinnustöðvunum sjálfum. Og ósköp er hætt við því, að snobberí Islendinga fyrir bók- legum fræðum mundi leiða til jess, að f jöldi unglinga yrði eftir sem áður látnir fara í bóknámsdeildimar, þó að þeir 'iafi þangað ekkert að gera. Mér er ekki grunlaust um, að verknámsdeildiraar yrðu lengi taldar eins konar tossa- bekkir, þó að það væri með öllu ómaklegt. Þetta vanda- mál væri engan veginn leyst, þó að hér væru starfandi full- komnar verknámsdeildir, en raunar eru litlar eða engar horfur á, að svo verði um næstu áratugi. Yfirmenn fræðslumála hér á landi ættu því að athuga alvarlega, hvort ekki væri réttast að afnema skólaskyldu unglinga í því formi, sem hún er nú, en láta það byggjast á frjálsu vali, hvort þeir fara í framhaldsskóla eða ekki. Það er hvort sem er engin hætta á öðru, en að fjöldi lítt gefinna og áhugalausra unglinga yrði píndur til fram- haldsnáms af metnaðargjörn- um foreldrum, sem .aldrei vilja trúa öðru en að böm sín séu stórgáfuð. En þetta mundi þó áreiðanlega leiða til þess, að hundruð unglinga, sem ekkert hafa við fram- haldsbóknám að gera, mundu hverfa að framleiðslustörfum eða einhverjum störfum, sem eru meir við þeirra hæfi en bóknám, sem þeir hafa and- styggð á og ráða ekkert við. Það hlýtur að enda með skelf- ingu, ef Islendingar halda fast við þann hugsunárhátt að gera flest eða öll börn sín að stúdentum eða embættis- mönnum. Svíarnir léku sér að íslands- meisturunum Ajax. □ Eitt rigningarkvöld í New York, þegar enginn bíll fékkst lagði Montgomery hers- höfðingi af stað niður í neðanjarðarbraut. Þegar hann var kominn niður í miðj- an stigann, skruppu honum fætur, hann rakst á feita kerlingu, bæði ultu nið- ur og staðnæmdust á neðstu tröppunni, og sat hann þá með kellu á hnjánum. Hann klappaði á bakið á henni, og sagði hvasst: „Afsakið frú, en lengra fer ég ekki“. Annar leikur Svíanna var við íslandsmeistarana frá Akra- nesi og lauk honum með sigri Svía 5 mork gegn engu . Leikurinn var búinn að standa um 15 mínútur er Akurnesingar gerðu mark hjá sjálfum sér. Auðséð var að Svíar ætluðu ekki að tapa aftur og dekkuðu nú Ríkharð þannig, að hann gat sig ekki hreyft. Lið þeirra var gott og léku þeir knettinum á milli sín með stuttum sending- um og nákvæmum. Akurnes- ingar aftur á móti voru lélegir, liðið ósamstætt og vörnin herfi- leg. Þó komust þeir einu sinni í „dauðafæri“. Þá var markmað- ur Svía ekki í markinu, hafði hlaupið út, en hægri bakvörður varði með skalla. Eftir þetta punduðu Svíar fjórum mörkum í rólegheitum í viðbót. Lið ÍBA var eins og áður er sagt lélegt. Driffjöður liðsins Ríkharður, var með Iakasta móti son. og sannaðist þar það, sem svo oft hefur verið sagt, að góðir menn njóta sín ekki nema með öðrum góðum mönntim. Vörnin var lakasti hluti liðsins og miðj- an var sæmileg. Ríkharður, Pét- ur og Þórður linir og kraft- lausir og báðir kantarnir ger- samlega óvirkir. Það var Emmanuelsson sem hélt saman liði Svía og byggði upp sókn þeirra. Var eins og knötturinn bókstaflega segul- magnaðist til hans allan ,leik- inn. Leikurinn var. mörgum áhorf- endum til mikillár gremju og leiðinda. Sanngjörn úrslit hefðu átt að vera 9-11 gegn 1. Sá sem þetta skrifar telur, að Ak- urnesingar hefðu ekki átt að ganga til þessa leiks með ó- styrktu liði, en ,,of seint er að iðrast eftir d^uðann“. Dómari var Hannes Þorsteins- Svíar unnu síðasta leikinn Síðasti leikur Svíanna var við úrval úr Reykjavíkurfé- lögunum og lauk honum með sigri þeirra 2 mörk gegn engu. Leikurinn var í heild góð- ur og endaði fyrri hálfleikur 0-0. Má segja að Islending- arnir hafi staðið sig vel, að halda marki sínu hreiíiu þenn- an hálfleik því, að Svíarnir eru vissulega sterkari og voru nú farair að venjast malar- vellinum. Oft voru bæði mörk- in í hættu, en vörn okkar manna var góð en framlín- an ósamhent og saknaði mað- ur óneitanlega Rikharðs. Seinni hálfleikur var ekki eins skemmtilegur og sá fyrri og fyrsta markið kom fyrir stirðleika Hafsteins, sem gaf ekki strax frá sér knött, sem markmaður sendi til hans og var það Jakobsson,.sem skor- aði. Það var Börjeson, sem skoraöi hitt markið úr þvögu og var það óhreint mark. Is- lendingarnir sóttu á síðast í hálfleiknum en framlínan gat ekki unnið úr þeim boltum sem hún fékk. Beztu menn Reykjavíkurúr- valsins voru 'öll aftasta vörn- in, sem stóð sig með mikilli prýði. I framlinunni var Bjarni virkastur og dugnað- ur hans og nákvæmni vakti athygli. Gunnlaugur, Halldór og Reynir voru ekki sem sterkastir en unnu þó vel og ekki er hægt að ætlast til meira. Hörður var góður en hann vantar eins og hina skothæfni. I liði Svía var Emmanuels- son beztur sem fyrr og byggði ásamt Svensson vel upp. Aðr- ir leikmenn voru jafnari og léku góða „taktik“. Dómari var Hannes Þor- steinsson og tel ég dómara- félagið hafa tekið á sig miklá ábyrgð að láta jafn óreyndan dómara dæma svo mikilvæg- an og harðan leik. auglýsa

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.