Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.01.1952, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 27.01.1952, Blaðsíða 6
8 MANUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 27. janúar 1951. VArAVJVWWWWWAVW FRAMHALDSSA'GA'. Efhel M. Ðell: Hin einstaka lipurð og hversu hnitmiðað stökk hans var á óþokkann og umfram allt röddin, smugu svo gegn- um merk og bein Murielar, að hún varð agndofa í nokkrar sekundur, því svo var sem hún þekkti hvort tveggja. En á næsta augnabliki kom hún til sjálfrar sín, þegar skammbyssuskot hljómaði í eyrum hennar. — Annað í við- bót og enn annað. Þeir börð- ust fyrir neðan hana eins og villidýr — tveir menn í inn- fæddra klæðum, börðust og flugust á, ekki 2 metra frá, þar sem hún stóð. Hún gat aldrei seinna fylli- lega skilið, hvernig á því stóð, að þá skildi hún að Nick — Nick sjálfur — var þarna hjá henni og barðist eins og óður væri, barðist eins og hún hafði séð hann berjast fyrir löngu, löngu síðan, þegar allur lík- ami hennar hafði fyllzt af við- bjóði á honum. Hún fann ekki til viðbjóðs núna, heldur trylltrar hræðslu, sem knúði hana nið- ur þrepin og milli hans og mótstöðumanns hans og sneri úr höndum morðingjans skammbyssu, sem hann hafði í hendi sér. Hún lifði þessi hræðilegu augnablik, þar sem konan, fylgir aðeins tilfinningum sín- um 'til þess að verja það, sem hún á. Það skeði aðeins á fáum sekundum, en meðan á þeim stóð var enginn efi í hug hennar. Hún var yfir- náttúrlega viss um sjálfa sig. Hún var algjörlega óhrædd. Þegar þetta var liðið hjá og karlmennirnir komu að og drógu óvin hennar á brottu, þá var hugdirfð hennar horf- in. Hún féll niður á þrepin, ör- magna og fór að gráta. Einhver beygði sig yfir hana, einhver hvíslaði róandi orðum í eyra hennar og tók skammbyssuna frá henni. Þegar hún leit upp sá hún gamla betlarann, sem hún hafði ætlað að gefa ölmusu. „Ó Nick“, stundi hún. „Nick“. Og þá þagnaði hún skyndilega. Var þessi hræðilegi maður virkilega Nick ? Gat það verið — þessi maður, sem setið hafði við hallarhliðið vikum saman, þessi maður, sem hún hafði svo oft kastað ölmusu til? Hún var að verða ringluð, en hún hélt sér við hugsunina eins og druknandi maður í hálmstrá. „Talaðu við mig“, sárbændi NICK RATCLIFFE (THE WAY OF AN EAGLE) hún. „Talaðu aðeins við mig“. En áður en hann gæti svar- að, kom Bobby Fraser skyndi legá, laut yfir hana og lyfti henni upp. „Þú, ert ekki meidd, ungfrú Roscoe?“ spurði hann áhyggjufullur og áhyggjusvipurinn leyndi sér ekki á góðmannlegu andlit- inu. „Helvítis svínið kom ekki við þig? Svona nú. Komdu aftur inn í höllina. Þú ert hug- prúðasta stúlka, sem ég hef kynnzt“.“ Hann fór að hjálpa henni upp þrepin, en þó hún væri spennt og nær magnþrota,, streyttist hún á móti. „Þennan mann“, stamaði hún. „Ekki láta hann fara.“ „Alls ekki,“ sagði Bobby. „Heyrðu hérna fuglahræðan þín, hjálpaðu mér.“ En fuglahræðan hafði sýni- lega annað í huga, því hann var horfinn eitthvað í burtu. „Hann er farinn,“ sagði Muriel. „Hann er farinn. Því var hann látinn fara?“ „Hann kemur aftur,“ sagði Bobby huggandi. „Svona pilt- ar gera það alltaf. Þú hlítur hræðilega út. Haltu í hand- legginn á mér. Það er ekki að líða yfir þig ? Hér er Cathcart, ofursti. Ungfrú Roscoe er ekki meidd, aðeins taugaó- styrk. Getum við ekki komið henni aftur inn í höllina?“ Þeir báru hana inn á milli sín og skildu hana eftir hjá kvenfólkinu til hjúkrunar. Hún var ekki meðvitundar- laus, en áfallið hafði leikið hana illa. Hún lá þarna með lokuð augun og heyrði óljóst raddiriiar í kring um sig, sem ræddu gerðir hennar, en sjálf hugsaði hún bara um, hvað hefði orðið af honum og hvers vegna hann hefði farið burtu. Enginn virtist vita nákvæm lega, hvað hafði skeð, og hún var svo örþreytt að hún gat ekki sagt frá því. Ef til vill hefði hún alls ekki sagt frá því. Það, sem vitað var, var það eitt að reynt hafði verið að myrða brezka fulltrúann, Sir Rcginald Bassett, og það var álitið, að Muriel hefði séð nógu snemma, hvað var í að- sigi til þess að aftra því. Vita- skuld hafði innfæddur maður reynt að hjálpa henni, en þar sem hann var horfinn, þá var ekki álitið að þátttaka hans væri mikils virði. Sannleikur- inp var sá, að það hafði verið svo dimmt og ruglingurinn svo mikill að jafnvel vitni á staðnum gátu ekki greint frá því nákvæmlega, sem skeð hafði. Hugmyndir og áætlan- ir voru misjafnar en enginn kom nálægt sannleikanum. „Elsku Muriel, segðu okk- ur nú hvað skeði,“ sagði Lady Bassett í mjúkum rómi. En Muriel var sú, sem ekk- ert heyrði. Hún vildi ekki einu sinni opna augun fyrr en Sir Reginald kom og kyssti hana á ennið og kallaði hana litlu hugdjörfu stúlkuna sína. 53. KAFLI Hvers vegna hafði hann farið? Það var þessi spurn- ing, sem bjó í sál Murielar löngu stundir, er hún dvaldist í sendiherrabústaðnum. Hún lá vakandi í rúmi sínu og reyndi árangurslaust að finna lausnina. Efi hennar hvað hann snerti var alveg horfinn. Hún var þess algjörlega full- viss að það var Nick og eng- inn annar, sem kallað hafði þessi æstu orð, stokkið eins og pardursdýr; er hafði lotið yfir hana og tekið skamm- byssuna úr hendi hennar og sagt henni h'ljóðlega að gráta ekki. En hvers vegna hafði hann farið einmitt þegar hún þarfnaðist hans mest? Vissulega höfðu boð hennar til hans náð honum núna. Vissulega vissi hann það, að hún vildi hann og að hún hafði lægt það, sem hann kall- aði hið vesæla stolt hennar, til þess að segja honum það. En því var hann þá að kvelja hana svona — leikandi sér að henni eins og köttur að mús ? Var hann að hefna sín fyrir alla beisku fyrirlitninguna, sem hún hafði sýnt honum áð- ur? Vildi hann neyða hana til þess að biðja sig ákveðnar? Já, það var einmitt það. Skyndilega brá fyrir í huga hennar loforði, sem hún hafði gefið honum fyrir löngu, gegn vilja sínum. Og hún vissi að hann ætlaði að halda henni við það loforð — að hann myndi kref jast fórnar, sem það hafði í för með sér — hún skalf af tilhugsuninni — að hann myndi hlæja undarlega hlátr- inum sínum; dularfulla hlátr- inum, og fara svo leiðar sinn- ar. En þetta var óþolandi, ó- hugsandi. Hún myndi fyrr deyja en þola það. Hún myndi fremur — já, jafnvel heldur — rjúfa loforð sitt. Ef hann raunverulega elsk- aði hana, þá myndi hann ekki fara svona með hana. Það myndi ekki vera ánægja fyrir hann, að sjá hana niðurlægja sig. Ef honum þætti vænt um hana, eins og Daisy hafði full- vissað hana um, þá væri hon- um ekki ánægja í að sjá hana kveljast. En svo aftur — ó þessi kveljandi spurning — ef svo væri, myndi hann hafa farið á svona mikilvægu auga bliki, þegar eitt augnatillit eða snerting, hefðu nægt til þess að skapa fullan skilning? Klukkustundirnar liðu hægt. Hitinn var mikill og rétt fyrir birtingu skall þrumuveður á, en leið hjá án þess að regn- dropi félli á jörðina. Þetta rak smiðshöggið á eirðarleysi hennar. Hún stóð upp og klæddi sig til þess að sitja við gluggann með kveljandi hugs- anir sínar og bíða þess að dag- ur rynni. Þegar birti sáust dimm og þungbúin ský, sem hengu lágt yfir jörðinni. Staðvindatím- inn var mjög að nálgast. Eng- inn léttir í andrúmsloftinu var væntanlegur unz hann kæmi. Hún lagði höfuðið við glugg ann. Hún var örmagna og hana verkjaði í höfuðið. Staðvindurinn nálgaðist. — Birtan jókst og allt varð bjart. Dauðaþögn næturinnar var rofin af hundgá, hanagali og rifrildinu í páfagaukunum. Einhversstaðar í nágrenninu byrjaði einhver að blístra — þýtt eins og lítill þröstur, sem reynir raddbönd sín. Muriel var hreyfingarlaus og tók vart eftir því að blístr- ið barst smátt og smátt inn í meðviund hennar. Hún varð varla vör við það, þar til skyndilega það hreif hana og hún hrökk við af undrun — trylltur grunur greip hana og hún stóð upp og hlustaði á- kaft. Óreglulegu nóturnar voru að verða að lagi — vals, sem hún þekkti, seiðandi, hríf- andi, — valsinn sem hafði rofið hræðilegu þögnina um nóttina fyrir löngu síðan, þeg ar hún hafði barizt svo von- laust til sigurs og sigrað. En hafði hún sigrað ? Hafði hún ekki verið fangi síðan? En valsinn hélt áfram, nú nálægt, nú langt í burtu — komandi, hverfandi. Hún stóð og ríghélt sér í gluggatjöldin, þar til hún gat ekki þolað það lengur, og þá afréð hún að fara út á svalirnar og þaðan niður í garðinn. Lagið hætti mjög skyndi- lega, og hún hélt áfram í þögn inni. Hún vildi ekki nerna staðar. Garðurinn var alveg mannlaus. Hún nam staðar hikandi, utai\ við sig. Á sama augnabliki, hinum megin við gerðið, byrjaði kærulaus rödd að söngla — hrjúf rödd, lagláus, rödd, sem ekki var hægt að villast á og hjartsláttur hennar ætlaði að kæfa hana. * „Nick,“ sagði hún og næst- um því hvíslaði. Hann heyrði sýnilega ekki til hennar. Raulið hans hélt áfram eins og ekkert hefði í skorizt. „Nick,“ sagði hún aftur. Ekkert svar. Hún beið, þar til hann komst að þægilegum stað, og þá áð- ur en hann gæti byrjað á lag- inu aftur, greip hún í gerð- ið. Hún kallaði til hans og í röddinni var örvænting. „Nick, Nick, komdu og tal- aðu við mig í öllum bænum. Kærulaus röddin heilsaði henni glaðlega. „Er þetta þú, Muriel?“. Hún sefaðist. Ekkert gat verið eðlilegra en þessi spum- ing. „Já“, svaraði hún. „Hvers vegna ertu þarna? Hvers vegna kemurðu ekki inn.“ „Góða mín, á þessum tíma dags?“ Það var umvöndun í röddinni. Nick var sýnilega hneykslaður á uppástung- unni. Muriel missti þolinmæðina undireins. Var það fyrir þetta, sem hún hafði liðið alla þessa stund? Hégómagimd hans var verri en háðið.. Hann var óþolandi. „Þú kemur strax inn“, sagði hún skipandi röddu. „Vegna hvers?“ spurði Nick. „Vegna þess — vegna þess —“ hún hikaði og hætti kaf- rjóð í framan. Vegna þess —“, sagði Nick hvetjandi. 0, láttu ekki svona“, sagði hun vandræðalega. „Hvernig í ósköpunum get ég talað við þig hér?“ „Það er valdast hvað þú vilt tala um við mig,“ sagði Nick. „Ef það er eitthvað sérstakt einkamál —“, hann þagnaði. „Nú?“ sagði hún. hh-i-h-h-i-i-h-h-h-h-h-h-h-h-h-h-h-h-i-i-i-i-h-i-i-h-h-H; $ •* Ný námskeið í ** I ENSKU og ÞfZKU | s? ss % byrja um næstu mánaðamót. — Upplýs- s| ingar daglega kl. 3—6. Sími 4895. I Máíaskólinn MÍMIR ►8 s Túngötu 5, II. hæð. 5« •l-l-H-l-l-l-l-I-l-I-l-l-l-l-l-l-l-H-l-l-l-l-l-l-l-l-l-l-H-l-l-l-l-l-l-l-H-l-H-H-H Ég annast kaup og sölu fasteigna, framtöl til skattstofunnar, geri lögfræ'ðisamningan'a haldgóðu. Pétur Jakobsson löggiltui’ fasteignasali, Kárastíg 12 — Sími. 4492.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.