Mánudagsblaðið - 13.07.1953, Blaðsíða 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagurinn 13. júlí 1953
veglega búð á Þingvöllusn
Helgasti sögustaður Islands í
niðurníðslu
ar hjá þjóð, sem auglýsir
sig menningarþjóð við
hvert hugsanlegt tækifæri.
Eins og áður hefur verið
getið hér í blaðinu, hafa
mörg bréf borizt varðandi
þá liugmynd að byggja búð
á gamla búðastæðinu á
I'ingvöllum. Bréf þessu eru
birt hér á þessari síðu og
eins og menn sjá eru bréf-
ritarar mjög lilyntir þess-
ari liugmynd.
Eins og allir heilvita menn
sjá, er gjörsamlega ómögu-
Iegt fyrir allan Jtorra
inanna, sem heimsækja
þennan sögustað olíkar að
gera sér í hugarlund hvern-
ig allar aðstæður voru
meðan þing var haldið á
ÞingvöIIum, hvorki á-síðari
árum né á fyrstu ánun Al-
þingis.
Ótal ritgerðlT.
Ótal ritgerðir má finna í
íslenzkum bókmenntum um
búðirnar gömlu. Sagnfræð-
ingar og fornleyfafræðing-
ar vorir hafa bæði staðsett
búðirnar og gert tilraunir
til að lýsa innviðum þeirra,
með hliðsjón af fornritun-
um. Steinar ení í tóftunum
á Þingvöllum, sem skýra
frá því, að þessi og þessi
búð hafi staðið þar og eru
m. a. nafngreindar búð
Snorra goða, Njálsbúð og
enn fíeirí. Svo er að sjá og
liggur enda í augum uppi
að búðir á síðari tímum
liafi verið all miklu minni
cn búðir manna skömmu
efíir að Alþingi var stofn-
sett og á tímum Sturlunga.
Landkynning.
Daglega má sjá í blöðum
bæjarins að ísland hafi ver-
ið kynnt erlendis sem sögu-
eyjan með tilheyrandi Iofs-
yrðum um landslag, fossa,
gjár, hveri og svo f ramveg-
is. Útvarp og blöð auglýsa
nær daglega ferðir á Þing-
velli. Útlendingar, sem hing
að koma, eru umsvifa-
laust teymdir til Þingvalla
„og sýndir sögustaðir."
Ekkert tækifæri er látið ó-
notað til þess að skýra er-
lendum gestum og ferða-
mönnum frá helgi sögu
þessa staðar, enda á stað-
urinn fáa sína líka fj-ótt
víða sé til jafnað.
Óglagsileg aðkoma.
Hpgsum okkur nú komu
útlendingsins á [ænnan
f rægá og heiga stað. Mynd-
in er langt frá því giæsileg.
Strax og gesturinn hefur
notið ágætra veitinga Grön
dals veitingamanns í Val-
höll er hann boðaður til
þess að hlusta á túlk eða
vísindamann í íslenzkum
fræðum af lögréttu. Hann
horfir á sögumanninn
benda á hina ýmsu staði
og segja: Þarna bjó Snorri,
þama börðust Gunnlaugur
og Hrafn, liérna kynntist
Gimnar Hallgerði og hér
reyndú liöfðingjar að
hleypa upp dómum þegar
þeim þótti óvænlega horfa
í deihun, og svona halda
Svæðið ekki friðað
nema að nafninu til
Friðun hins eiginlega
sögusvæðis á Þingvöllum er
ekki f yrir hendi. Kýr Þing-
vallabæjarins vom til
skamms tíma þar á beitinn-
au um búðirnar og skilja ó-
spart eftir sína óhjákvæmi-
legu mykju. Islenzkir ferða
langar, uppfullir af þeirri
Þetta er I stuttu máli á-
standið eins og það er í dag
og tjájir ekki á móti að
mæla.
Þarf skjótra umbóta
Hér þarf skjótra bóta við
Ef landsmenn ætla ekki að
gera helgasta sögustað
þjóðarinnar að skítahaug
ómenningarinnar, þá þurfa
allir að sameinast um að
þrífa staðinn og gera hann
boðlegan íslenzkum jafnt
sem erlendum gestum.
Vegleg búð
Á búðarstæðinu á Þing-
völlum þarf að rísa upp
Mánudagsblaðinu hafa borizt mörg bréf varðandi Þingvelli, og byggingu þingbúðar þar í lík-
ingu við það sem sagnfræðingar hafa komizt næst, að þær hafi litið út.
Hér fara á eftir nokkur þeirra bréia, en bréfritarar eru beðnir velvirðingar á því, að aðeins
sá hluti úr bréfum þeirra, sem mest skiptir máli, er birtur.
„. . . en það verður að hafa
í huga, að hér koma margir
ferðamenn til þess eins að sjá
þennan sögustað og vilja taka
með sér einhverja hugmynd
xím hvernig elzía lýðveldið
vann þingverk sín. Þessu verð-
ur ekki bjargaö nema búð rísi
upp á rústum hinna gömlu . .“
Finnur.
, f-
Hr. ritstjori.
„Churchill gamli, sagði einu
sinni (á stríðsárunum) eitt-
hvað á þá leið, að nú tækjust
höndum elzta lýðveldi heims
og stærsta lýðveldi hcimsins.
Þetta var rétt. En ólíkt sýna
Bretar meiri umhyggju fyrir
gömlum minjum en íslending-
ar. Okkur ber skylda til að
passa betur, vernda og halda
við öílu því gamla, sem enn
er til í Iandinu. Þingvellir eiga
það skilið að búð rísi upp úr
rústum hinna gömlu. Búð, sem
gefur íslendingum hugmynd
um þingstað okkar og híbýli
þingmanna. Eg þekki fáa, sem
hafa nokkra hugmynd um það
jafnvel þó þeir hafi oft komið
austur til Þingvalla . . .”
Hr. ritstjóri.
„ . . . Trúlegt er að ef grafið
væri í gömlu rústirnar mætti
finna margt frá eldri tímum.
Ef ekki frá fornöld, þá frá
seinni tímuin, meðan þing var
háð fyrir austan. Látum ekki
orð sbáldsins sannast á okkar
kynslóð — „Nú er hún Snorra-
búð stekkur." — Eeztu kveðj-
ur.“
G. J. Árnason.
Mánudagsblaðið.
„ . . . og við erum allir Is-
lendingar sammála um það, að
búðarbygging á Þingvöllum
er sjálfsögð . . .“
Leikari.
Ritstjóri. + :
„Það er miklu betra að halda
þeim stöðum við, sem enn eru
standandi og snúa sér síðan að
byggja upp. Þó er liugmynd
bréfritara mjög góð . .
íslendingur.
Hr. ritstjóri.
„Eg hef með niiklum áhugá
lésið þau bréf með uppá-
stungu um að endurreisa forna
búð á Þingvöllum. Þetta finnst
mér ágæt hugmynd, en mér
sýnist að þar að auki ætti að
setja á viðeigandi stað í AI-
mannagjá líkan af þeim stað
þar sem búðirnar voru, og búð-
irnar reistar á réttum stöðum
ættu þar aff auki aff hafa
númer, svo hægt væri að lesa
á töflu hver átti búðirnar.
Líkanið verður að standa á
stöpli, aff minnsta kosti tveggja
metra löngum. Vera má að
gera megi hann úr sements-
steypu, en þó verða kunnáttu-
menn að ákveða hvaða efni er
hentugast og hri'.dbezt. Yfir
vetrarmánuðina ættu líkönin
að vera vernduð gegn óveðrum
og vindi, með því að hafa
vatnsþétta kassa yfir sér.
Fyrir almennt fólks, sem
ekki hefur óvenjumikið ímynd
unarafl eða kynnt sér sögu
staðarins, er erfitt nú á dögum
að gera sér ljósa grein fyrir
þeirri miklu þýðingu sem Þing
völlur hafði í fornöld. En ég
er sannfærður um að endur-
myndun staðarins í líkani
mundi blátt áfram gera söguna
lifandi og færa hana nær þeim,
sem staðinn skoða — ekki sízt
íslendingum, og það mundi
verða auðveldara fyrir þá að
skilja ástandið í fyrri daga og
að hugsa sér mannf jöldann og
mafgvíslegt líf þar um þing-
tímann.
Gunnar Róbert Hansen."
skýringamar áfram enda-
laust.
Óþrifalegar tóftir
Og gesturinn lítur í kring
um sig. Jú, þarna mótar fyr
ir búðartóftum — þarna,
sem tóma ávaxtadósin er.
Þetta cr búð Njáls á Berg-
þórshvoli — rétt hjá
brotnu brennivínsflösk-
unni. Og þaraa hófst hið
örlagaríka samband þeirra
Hlíðarendahjóna — rétt
hjá ryðguðu sardínudós-
inni. En er gesturinn
nokkru nær? Þarf hann að
fara alla leið til Þingvalla
til þess að sjá það, sem sjá
má á hverjum sveitabæ, þar
sem fjárhús eða hrútakof-
ar eru í rústum? Sannar-
lega ekki. Þessi Iandkynn-
ing er nákvæmlega einskis
virði. Og meira en það. Hún i
er til háborinnar skamm-_
dásamlegu hugsun „að éta
undir beru lofti“, opna þar
mali sína og matast á tóft-
arveggjunum og skilja svo
umbúðimar eftir eins og
hráviði. Eftirliísmaður hef-
ur ekki sést þar svo Iengi
sem annálar muna.
vegleg búð. Búð sem byggð
er eftir því sem menn næst
geta ímyndaö sér búðir á
dögum Sturlunga. Búðin
þarf að vera vegleg, sterli
svo að hún þoli vetrarveður
— því þetta er sýningar-
gripur, en ekki skýli sem
notast á um stuttan þing-
tíma. Vetrarmánuðina þarf
hún að njóta skýlis, en
sumarmánuðina á hún að
standa opin öllum, íslenzk-
um, sem öðrum, sem stað-
inn sækja heim. Þama þarf
að vera launaður vörður,
sem hefur það eitt starf ao
sjá mn búðina, kunna að
lýsa henni fyrir gestum og
gefa þeim yfirlit yfir þá at-
burði og þá sögu, sem
þarna skapaðist. Sjálf búð-
in verður svo aúðvitað
tjölduð, vopn á veggjum,
öndvegi, drylíkjarhorn,
húðföt og allt það annað,
sem vitað var að forfeður
vorir notuðu yfir þingtím-
ann.
Það er ekki nauðsynlegt
að byggja búðina á þeim
stað, sem vitað er að búð
einhvers forföðurs okkar
hefur staðið, því suníir
kunna að lialda því fram,
að slíkt væri vanhelgi á
staðnum, þó ekki verði í
skjótu bragði séð hvers-
vegna. En búðin verður að
standa á svæðinu sjálfu.
Það er líka ekki minni
nauðsyn til þess að umgang
ur á þessu sv'æði sé þrifleg-
ur. Eins og stendur er hann
óþolandi. Það verður að
banna f ólki að opna matar-
pinkla sína og að vín sé haf t
um hönd á svæðinu sjálfu.
Það má éta og dreklia víða
á Þingvöllum, þótt þessi
staður sé undanþeginn.
Afgirt svæði
Sögusvæðið á Þingvöll-
um á að vera afgirt. Þessi
litii reitur á fslandi v'erður
að vera friðhelgur fyrir bú-
peningi og ágangi manna,
seni haga sér lítt skár en
skynlausar skepnur.
fsland á fátt sögulegra
menja. Mikill hluti þeirra
hefur verið gefinn útlend-
um drottnum ella seldur
ferðamönnum. Sú öld er þó
liðih. Nú er lialdið á öllu
sem finnst og fornar rúst-
ir friðhelgar.
En það er ekki nóg. Við
verðum að lilú betur að
þessum stöðum. Sýna, að
jiótt v'ið séum framfara-
þjóð, þá kimnum við líka að
meta forna menningu. Við
getum værið stoltir af
Framhald á 3. síðu.
/
Vér leyfum oss að vekja athygli yðar á þessum nýju tryggingum, sem öllum eru
nauðsynlegar, atvinnurekendum sem og einstaklingum.
Allar upplýsingar um iðgjöld og skilmála eru yður veittar góðfúslega, án nokkurra
skuldbindinga.
Almennar tryggingar h.f.
Austurstræti 10 — Sími 7700 — Reykjavík.