Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.07.1953, Page 3

Mánudagsblaðið - 13.07.1953, Page 3
Mánudagurinn 13. júlí 1953 MANUÐAGSBLAÐH) 3 FAROUK — þjóShöfðmginn, sem ! að hann gæti ekld sfert rangt hélt Töfrar Nílárinnar . . . i hin merkilega saga Egyptalands í nýtízku búningi . . . Eina lands- ins, sem gaf sprelligosa kórónu . . . Ef til er nokkur persóna í iheiminum, sem ég hef alls enga virðingu fyrir, þá er það fyrrverandi konungur Egypta lands. Hann er hið klassiska dæmi um hvernig völd spilla. ÍVegna þess að völd gerðu þennan fyrrverandi skáta, þennan einu sinni fagra prins, að ömurlegri skopstæl- ingu. Farouk hélt, að konungur gæti ekki gert neitt rangt, og þessi fáránlega trú gerði hann að sérstaklega ofsafullum og yiðurstyggilegum spilagosa og siðleysingja. Þessi „spilagosi Austpr- landa“ bjó í konungshöllinni Abdin í hjarta Kairóborgar ■— þar til hann var neyddur til að afsala sér völdum og fara í útlegð. Ekki síðan á dögum Kleópötru hafði egypskur þjóðhöfðingi valdið slíku hneyksli. Og samt voru fyrri dagar hans dæmi konunglegs ágætis og konunglegrar virð- ingar. Farouk fæddist 11. febrúar 1920, einkasonur Fuads kon- Ungs og Nazli drottningar. Hann er nú 33 ára. Faðir hans yar Soldáni Egyptalands. Árið 1922 lýsti Fuad því yfir oð konungstitilinn gengið að erfð Jim til elzta sonar síns. Ungi prinsinn var sérstak- lega vel menntaður til þess að taka við völdum. Hann var Bendur til Englands þar sem Ihann hafði sérstaka kennara. Hann stundaði nám við kon- Unglega herskólann í Wool- wich. Hann var góður nem- andi og sérstaklega í stærð- ifræði. — Hann liafði mik- inn áhuga á íþróttum, sér- staklega á hnefaleikum og tennis. í æsku var hann sér- lega hrifinn af hreyfingu Skáta. Gamli Fuad konungur var hrifinn af starfi Farouks í þágu skátahreyfingarinnar. Eitt af hamingjusömustu augnablikum í lífi Fúads var árið 1934, þegar .einkasonur hans, þá þriggja álna, sterk- Ur og laglegur, stóð á svölum Abdinhallarinnar og var hyllt- ur.af þúsundum skáta. Prins- inn var þá aðalskáti Egypta- lands. í tilefni þessa sagði piltur- inn, sem átti eftir að verða einskisverður konungur Nílar landa, eina setningu. Hann lýsti yfir: „Ungu menn, ungu skátar, það pr skylda okkar að sveigja likama okkar undir viljann." Effir EL5A HAXWELL Þegar Fuad konungur lézt 28. apríl 1936 varð Farouk fyrsti stjórnandi frjáls Egyptalands í f jórar aldir. — Nafnið Farouk þýðir „sá sem vandlega skilur milli réttlætis og ranglætis.“ Á fyrstu ríkisstjórnarárum sínum var hans hátign önnum kafinn við að sinna skyldum sínum, mæta á fundum ráð- herra sinna, hyggja að hag þegnanna og styrkja fjárhag ríkisins. Það voru líkur til þess að Egyptaland væri að rétta við. En þá skeði nokkuð. Ef til vill sneri andi Kleópötru aftur til hallarinnar. Egyptaland varð aftur tákn ástarleikanna. Farouk gleymdi konungs- störfum sínum og fór að hugsa um ástina. Fyrsta stúlkan, sem hreif hjarta hans var Sasi Naz Zul- fikar, 17 ára dóttir Pasha Zul- fikar. Á einkennandi óheflað- an hátt gaf hann henni ávísun fyrir fimmtíu þúsund dollur- um í afmælisgjöf. Því næst breytti hann nafni hennar í Farida og giftist henni í jan- úar 1938. Þau eignuðust þrjár dætur, en Farouk vildi eign- ast son. Þau skildu í nóvem- ber 1948. Farouk hafði um skamma stund verið ágætur heimilis- maður, en hann hélt skyndi- lega að konungur gæti ekki gert neitt rangt. Og nú er það, að upphaf brjálæðisins hefst hjá Farouk kóngi. Farouk átti fimmtíu mili jón dollara til þess að leika sér með. Hann var nú orðinn feitur og þrútinn í andliti og hárið var farið að þynnast, en augun voru alltaf í leit að hrífandi kvenfólki. Dag einn var Farouk að ferðast um götur Kairoborg- ar ásamt fylgdarliði sínu og datt honum þá skyndilega í hug að fara inn í skartgripa- verzlun. Þar var fyrir Narri- man Zadek, 16 ára skólatelpa og Zaki Sashem, kærastinn hennar, 27 ára gamall, og starfsmaður Egyptalands hjá Sameinuðu þjóðunum. Farouk varð ástfanginn af Narriman strax á stundinni. Hvernig hann fór að fá Zaki, hinn hámenntaða Harward- mann, til þess að gefa upp kærustuna, er leyndarmál hallarinnar. Árið 1951 var Narriman Zadek drottning Egyptalands. En Farouk var ekki ham- ingjusamur. Hann var reiður út í móður sína, Nazli ekkjudrottningu, og tvær systur sínar, prinsess- urnar Faitha og Faika. — Ekkjudrottningin og dætur hennar höfðu farið til Banda- ríkjanna 1946 til þess að drottningin gæti lagzt inn á Mayo-sjúkrahúsið til aðgerð- ar. Faitha giftist Riad Gholi, trúarfrávillingi (kristinn), er hún hafði kynnzt í Marseilles. Hann var egypzki vararæðis- maðurinn þar. Ghali var stjórnmálalegur ráðgjafi ekkj udrottningarinnar. I Ameríku giftist Faika Foud Sadek. Bæði brúðkaupin voru árið 1950. Allt þetta skeði án vitund- ar, blesstmar og hjálpar Fa- rouks. Hann sleppti sér al- gjörlega. Hann tók alveg fyr- ir frekari peningasendingar til ekkjudrottningarinnar og gerði hana arflausa. Þegar Farouk var ekki upp- tekinn af f jölskylduvandamál- um, þá rússaði hann 1 hinni geysidýru jakt sinni milli Kai- ro og Cannes. — Farouk og fylgdarlið hans tóku alltaf 32 herbergi, sem kostuðu 2 þús- und dollara á dag. Farouk var líka góður gest- ur í spilahúsum í Cannes. — Alltaf var hægt að finna hann við „tout va“ (Engin tak- mörk) -borðin, þar sem hann stjórnaöi spilunum og rak upp hlátursrokumar, þegar hann vann. En svo er nú komið að kon- ungurinn er ekki lengur neitt eftirsóttur. í París var hon- um tilkynnt að hann fengi ekki lengur af greiðslu á nætur klúbb þar. Enn fleiri opinber- ir staðir hafa látið slíkar skoð- anir í Ijós. Nú er drottningin hans stokkin frá honum, en hann flytur á milli spilavítanna og næturklúbbanna og lætur létt- lyndar stúlkur skemmta sér. Ofsinn er enn hinn sami, en það er ekki tekið eins mikið tillit til ofsans í manni, sem einu sinni var konungur eins og ofsans í manni, sem enn er konungur. Búð á Þingvöllum mörgu í sögu okkar og við höfum upp á margt að bjóða, bæði sögulega og í fornum gripum, sem aðrar þjóðir hafa ekki. Þingvellir fyrst Þingvellir eiga að koma fyrst. Síðan aðrir sögustað ir eftir því sem aðstæður leyfa. En þjóðin hefur ekki efni á því að láta þennan stað liggja í vanvirðu leng- ur. Við stílum þessa grein til Þingvallanefndar, því slík nefnd er til þótt fáir muni hana nú. Henni ber, eftir ráðum og þekkingu þjóð- minjavarðar, að láta hend- ur standa fram úr ermuni og sýna ÞingvöIIum þann sóma sem staðurinn á skil- ið. ÖU þjóðin, án tiUits til stjórnmála, krefst þess að forráðamenn hennar Ijái þessu máU lið sitt. Látið ekki íslendinga búa við þá skömm að helgasti staður hennar sitji í svívirðingu og niðurlægingu. AlUr farseðlar seldir Áit aukagjalds Ferðaskrifsfofan ORLOF H.F. Hafnarstræti 21 Sími 82 265 s* £. 5000 vinningar árlega, að upphæð kr. 2.400.000.00. Söluverð hvers miða er 10 krónur. Endurnýjunargjald 10 krónur. i Ársmiði 120 krónur. Dregið 12 sinmun á ári. 1. dráttur fer fram 10. janúar. 1 öðrum flokkum er dregið 3. hvers mánaðar. Hæsti vinningur happdrættisins er 150 þúsund krónur Næsthæsti vinningur er 75 þúsund krónur Auk þeirra eru 10 vinningar á 50 þúsund krónur hver og 4988 vinningar frá 150 kr. upp í 10 þús. krónur. Gegn 10 kr. gjaldi á mánuði getur happdrættíð veitt heppnum viðskiptamanni svo mikið f jármagn tíl eignar, að það leggi tryggan grundvöU að efnalegri velmegun, sem staðið getftr ævilaiigt. 'W'

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.