Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.10.1953, Side 1

Mánudagsblaðið - 12.10.1953, Side 1
Bleififyvir alla argangwr Mámidagurinn 12. okt. 1953 37. töIablaS Algert öngþveiti í varnarmálunum Verkfall yfirvcfandt á Keflavikurflugvelli Skeíílng ríkjandi innan Framsóknar Eins og; skírt hefur verið frá í dagblöðunum, hefur komið til alvarlegs áreksturs á Keflavíkuiflugvelli. . Hamiltonfélagið hefur sagt þar upp tveim mönnum og er þvi haldið fram að uppsögnin sé ólögmæt. Annar mann- ann.a er í sérstakri trúnaðarstöðu af hálfu verkalýðssamtak- anna. Ennfremur hefur Böðvari Steinþórssyni matsveini verið sagt upp en hann er trúnaðarmaður Alþýðusambands- ins :og nýtur því sérstakrar verndar sem slíkur. • Hefur Alþýðusambandið tekið mjög hart á máli þessu <og krefst þess að mennimir verði teknir aftur að viðlögðu verkfalli ef.ekki verður látið undan. Er orðin mikil ólga út af máli þessu. Sljórnieysi í vaifmáliímtm Talið er að nú sé hið mesta stjórnleysisástand á málum Keflavikurflugvallar og lætur það reyndar að líkum. Varnarmálanefndin þar, sem í áttu sæti þeir Guðmundur I. Guðmundsson, bæjarfógeti, Agnar Kofoed-Hansen, flug- vallarstjóri og Hans Andersen, lögfræðingur, er nú dottin úr sögunni, en ekkert sambærilegt faefur komið í staðinn. Ennfremur er kaup og kjaranefnd sú, sem í áttu sæti fulltrúar frá Félagsmálaráðuneytinu, Alþýðusambandinu og Vinnuveitendasambandinu hætt eða um það bii að hætta störfum. Er því málunum svo komið í bili að þegar að meðtalin eru mannaskiptin í stöðu utanríkisráðherra, þá eru allir þeir menn hættir afskiptum af Keflavíkurmálunum, sem fjallað hafa um þau undanfarið og þekktu þau af nokkurri reynslu hvað sem segja má um störf þeirra að öðru leyti. Hýxkipan — engin skipan Það sem við hefur tekið, stappar nærri fullkomnu stjórnleysi, sem leiðir sumpart af fullkominni vanþekkingu þeirra, sem nú f jalla um þessa hluti. Tómas nokkur, (mun vera Tómasson), frá Akureyri, frambjóðandi Framsóknar í Eyjafirði við síðustu kosningar, mun eiga að vera skrif- stofustjóri í svonefndri varnarmáladeild utanríkisráðuneyt- isins, en hann mun vera álíka kunnugur á flugvellinum og hans málum ,eins og landslaginu á einhverri f jarlægri reiki- stjörnu.. Sú nýskipan, sem Tíminn boðaði í málum varnar- liðsins sýnist, enn sem komið er, vera fólgin í því að á þeim sé engin skipan og er þá ver farið en heima setið. Ráðherrann sjáffur Innan um alla hringiðu varnarmálanna er nú hinn nýji utanríkismálaráðherra flæktur eins og fiskur í neti, og mun nú einskis óska fremur en að hann verði dreginn á þurrt land til ao stytta kvalimar. Mun honum nú vera ljóst að óvarlegt vera að henda lóssinum fyrir borð áður en lagt var að. Þá sem utan við standa furðar þó á því að ráðherrann skyldi láta bjóða sér að verða að setja einhvern og einhvern Fi-amsóknarsóknarungmenni í helztu ábyrgðarstöðu í varn- armálunum, því fæstum dettur í hug að ráðherrann sjái ekki sjálfur hvílíkt óráð slíkt er. En vafalaust hefur hann verið knúinn t.il að halda þeim gamla Framsóknarsið að velja enga menn til starfa aðra en dygga flokksþjóna, þó þeir hafi ekkert vit á því, sem þeir eiga a'ð gera. rrSkelfing og dsuói dvelja langar slundirrr Sklefing hefur nú gripið um sig meðal valdamanna í Framsókn út af því sem er að ske og hafa farið þar fram við- töl. sem sagt er að ekki faafi gengið faljóðalaust af. Hefur þar verið vikið að því að pólitísk dauðsföll gætu hlotizt af vallarmálunum. Einkum mun Hermann Jónasson hafa fengið að heyra það hjá utanríkisráðherranum, að flokkurinn hafi látið ginnast sem þurs til að taka við varnarmálunum og síðan skellt sér í embættið á ekki sem hreinustum forsendum. Er utanrikisráðherranum af þessu hin mesta raun, sem von- legt er, en þeir sem þekkja hann persónulega, munu telja að hann eigi betra hlutskipti skilið. Kabareíí Fegrunarfélagsins í 1)1!!- F ! Ðorothy Neal og Faul Newington. Jonný — býr í Austurbæjarbíó — borðar hjá ToIIa — fær sér morgnkaffi. (Sjá grein á 8. síðu um Sjómanna dagskabarettinn. I kvöld, sunnudag, hefur kabarett Fegrunarfél^gsins frumsýningu. Til landsins er komin Hall- björg Bjarnadóttir, sem fram kemur á kabarettinum og lík- ir þar eftir ýmsum frægum söngvurum, en hún hefur ný- Iega lokið sýningum við skemmtistaðinn Valencia x Höfn, þar sem hún náði mikl- iUfreð Andrésson kynnlr um vinsældum. Hraðteiknarinn Fini teikn- ar á augabragði skemmtilegar myndir, en auk þeirra koma fram dansparið Dorothy Neal og Paul Newington, sem sýna geysilega listfimleika. Alfreð Andrésson, leikari, er kynnir sýningarinnar, sem hefst, eins og fyrr getur í Sjálfstæðishúsinu í kvöld.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.