Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.10.1953, Side 4

Mánudagsblaðið - 12.10.1953, Side 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagurinn 12. okt. 1953 MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Blaðið kemur út á mánudögum. — VerS 2 kr. í lausasólu. AigreiSsla: Tjarnarg. 39. — Símar ritstj.: 3496 og 3975. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Ölík félagssamtök Bluðamönmim var n;/lega boðið að Reykjalundi SÍBS megna Berklavamadagsins. I Yfimienn SÍBS, læknar og aðrir fulltrúar sýndu stað- ínn, byggingar, vinnuverkstæði, híbýli dvalargesta og ræddu iað þvi loknu framtíðaráform sín. Það er óþarfi að rekja þau hér, en eitt af mörgum áformum þeirra mun hafa vakið einna mesta athygli. Einn fulltrúi SÍBS komst einhvernveg- ínn svo að orði: að, að því væri stefnt, að gera allan rekstur ISÍBS, óháðan því opinbera og þessvegna vildu þeir fá fram- leiðslutæki til handa þeim sjúklingum, sem þyrftu hjúkrunar að einhverju leyti, en gætu samt unnið nýt störf. p Þessi eftirtektarverða og göfuga hugsjón er sannar- lega lofsverð og til eftirbreytni. Hér er hópur manna, sem berst við „hvíta dauðann", en reynir þrátt fyrir allt, að koma starfseminni á heilbrigðan grundvöll. Svona hugsjónir rvilja allir styrkja, enda sýnir almenningur SlBS hug sinn í hvert skipti og það þarfnast hjálpar. I Eji hér á landi er annar félagsskapur, sem þykist berjast fyrir göfugu málefni, en berst raunverulega fyrir byggingu danshalla, fundarstaða og sumarhótela handa gæðingum einum. Rógui' og ósvifiai teaaiplara ' Þessi félagsskapur eru templarar. Forkólfar þessa fé- lagsskapar hafa æ ofan í æ logið fé út úr almenningi, logið fé út úr ríkissjoði, sníkt fé með happdrætti, haft í frammi öll hugsanleg brögð og svik — í nafni málefnisins — en raunverulega til þess eins að reka gróðafyrirtæki og auka tekjur sjálfum sér til framdráttar, en engum til góðs eða gagns. Þeir halda skattfrjálsar skemmtanir, flytja inn skemmtikrafta og halda leiksýningar undir því falska yfir- Bkini að þeir vinni mannúðai’verk. I Blekkingarvefur templara er nú að flækja þá sjálfa. Al- menningur sér i gegnum lygar þeirra, metur að engu yfir- lýsingar þeirra og hefur megnustu óbeit á starfi þeirra og nafninu templari, sem ísienzka grein alþjóðafélagsskaparins hefur svívirt. II Um þessar mundir eru útsendarar þeirra að sniglast um sali Alþingis, hótandi þingmönnum öllu illu ef samþykkt verður áfengisfrumvarp það, sem nú liggur frammi. I stað þess að víkja þessum vesalingum úr þingsölum, þá virðist, sem allmörgum af löggjöfum vorum standi ógn af þessum iýð. Það er alveg óvíst hvort frumvarp þetta, sem er lítill .vísir í menningarátt nái fram að ganga. Þingmannaliðið er mun skárra nú en á síðasta þingi. Þar eru færri Framsóknar- ínenn, þótt enn séu jjeir of margir. Það væri ■sannarlega óskandi að núverandi þingmenn sýndu það sjálfstæði að skella skollaeyrunum við rógi templ- ara og kasta nú atkvæði sínu samkvæmt sannfæringu sinni; sýna hversu lítt þeir meta lygi og áróður manna, sem sýi, sína fjárhagslegu sæng upp reidda, ef ölmusan er af þeim tekin. Það ástand og uppsteyt, sem skapazt hefur í kring , Uffl áfengið, er bein afleiðing þeirra hafta, sem áróður og liótanir templara háfa orsakað. * iÞingaieaa, varpið templaralýðnum og skrumi hans út BTRANDARKTRHTA Um uppruna Strandarkirkju eru sagnir mjög á reiki. Ein er sú sögn, að Gissur hvíti hafi lent í sjávarháska fyrir suðurströnd landsins. Hafi hann þá látið heit gera um að byggja kirkju þar, sem hann næði landi heill á húfi. Er sagt að Gissur hafi tekið land að Strönd í Selvogi. Væri þeíta sönn saga, ætti að • hafa verið kirkja að Strönd frá fyrstu kristni hér. Þessi saga mun þó ekki sönn, því fyrsta kirkja í Selvogi mun hafa verið að Nesi, sem síðar varð hálfkirkja, eftir að Strandar kirkja kemur til sögunnar Önnur saga Önnur saga er til um uppruna Strandarkirkju á þessa leið. Árni hét maður. Hann var farmaður. Komst hann í sjávarháska er hann kom frá Noregi, undir suð- urströnd landsins. Gerði hann heit ^>ess efnis, að láta reisa kirkju þar sem hann næði landi. Tók hann land að Strönd í Sel- vogi. Sagnir herma, að þessi maður hafi einmitt verið Árni biskup Þorláksson (Staða-Árni). Hermir sagan, að Selvogssjór hafi oltið mjög, er skip Árna biskups nálg- aðist land. Hafi hann þá látið sigla skipi sínu inn Selvogssund og þótzt sjá engil í hvítum klæð- um í vfkinni, er benti honum á innsiglinguna og nefnt hana Engilvík. Hafi hann síðan látið gera kirkju þar. Báðar eru sagn- ir þessar óvissar. Sagnir segja, að Árni biskup hafi þekkt Selvogssund, sem ör- uggan lendingarstað, enda hafi þá þegar verið komin upp inn- siglingarmerki fyrir Selvogssund. Annað upp í heiði, en hitt niður við sundið. Hafi Selvogssund, á þeirri öld, verið svo öruggt, að rétt lögðu skipi á sundið gæti ekki hlekkst á og að afliðnu nóni dags lægi sjóinn á sundinu vegna sjávarfalla- Litlar sagnir í fornum fræðum eru litlar sagnir um Selvog. Skráð er, að Þórir haustmyrkur hafi numið land í Selvogi. Selvogs er getið í Sturlungu, en hún er skrifuð á 13. öld eins og kunnugt er. Strandasund í Selvogi var fram- an af öldum talin öruggasta höfn- in við suðurströnd landsins. En á síðari öldum fylltist sund þetta af sandi og lagðist niður. Strönd i Selvogi var um marg- ar aldir eitt af landsins mestu höfuðbólum. Voru þar mikil hlunnindi og gnægð fanga. Bjuggu höfðingjaættir þar mann fram af manni. Niðjar Erlendar sterka Ólafssonar lögmanns bjuggu þar óslitið í fullar fjórar aldir, og líkt var fyrr, og'svipað síðar. )■ Girnileghöiuðból HöfúðbóhhStröndogNes í Sel- ar, er þar var. Þar var mikill reki. selveiði, silungsveiði, fiskveiði og hagabeit fyrir kvikfénað. Gerð- ust bændur þessara höfuðbóla uppgangsmenn. Biskupar í Skálholti litu hýru auga til þessara jarða og urðu deilur milli þeirra og jarðeig- endanna. Náði Skálholtsbiskup ítökum undir kirkjuna á Strönd. Snemma rák — Áheit — nytjar Varð hún snemma á öldum rík og átti lendur í Selvogi, rekanytj- ar o. fl. Hvenær sú helgi komst á Strandarkírkju að farið var að heita á hana, til árs og friðar, er með öllu óvíst. Hitt er vitað, að það mun hafa verið árla alda eftir að hún reis af grunni. Talið er að um lok 17. aldar hafi áheit þessi að mestu verið lögð niður. Hve lengi þau hafa legið niðri eða hvórt þau hafa nokkurntíma fall- ið alveg niður er ekki fyllilega Ijóst. Hitt er vitað, að sl. ca. hundrað ár hefur til hennar runnið geysimikið fé vegna á- heita. Er hún ríkasta kirkja lands- ins, enda mun fé hennar lánað til kirkjubygginga vítt um land. Sjálf nýtur Strandarkirkja lítills af öllum þessum áheitum. Er hún gamallt timburhús, lítil um sig. lágreist og hrörlegt hof, standandi á hól umkringdum ægissandi- Lengi var vegur hennar ekki meiri en svo, að henni fylgdi ekki kirkgjugarður, en líkin grafin í sandinn umhverfis hana og graf- irnar merktar með steinhrúgum. Má vera að nú fylgi henni kirkju- garður. Feikna fé Til marks um það hvílíkt feikna fé rennur til Strandarkirkju eru Morgunblöðin, fimmtudaginn 24. sept. 1953, en þar eru áheitatekjur hennar birtar, sem nýfallnar til hennar, samtals kr. 13 574,00 og sama blað, þann 26. sept. 1953, en þar eru nýinnkomnar áheitatekj- ur samtals kr. 12.178.88 eða sam- anlagt, kr. 25.752,88. Er þárna ærnum peningi fleygt út í bláinn áf vitleysu einni. Furffuleg heimska Er mikil furða, ef að er gætt. hve þjóðin er enn mitt í mennt- un og margvislegri þekkingu, barmafull af hjátrú og hindur- vitnum. Það þarf mikla heimsku í mannanna brjósti -til að halda, að þetta einstæða og steindauða hús og niðurnídda af tímans tönn, hafi áhrif á örlög manna, höpp' og veraldargengi. Örlög þessarar þjóðar, einstaklinga eða þjóðar- innar í heild, verða ekki úr skorð um færð með svo mikilli mann- legri einfeldni, að biðja Strandar- kirkju að afstýra misfellum. Allt, sem Strandarkirkjar halar á, •mundi hafa sinn sama gang, þótt eigi væri á hana heitið. Kjátrú og hindurv itni . Það er aUt gott og blessaö 'imí géfist fé: Hitt er annað verra,;að þessar gjafir skuli gefnar vegna þess að fólk hallist svo mjög að jarðteiknum, hjátrú og liindpr- vitnum, að gjafirnar séu gefnar af einfaldlegri eigingirni og hé- gómadýrð hálfvitans. : Fyrir þremur til fjórum árum komst Selvogur í vegasambatid, er Krísuvegurinn varð akfjer. Kynntust menn þá Strandar- kirkju af eigin raun. Tóku pre.st- ar upp pílagrímsferðir til kirkj- unnar og fluttu messur þar ;og ýmsir slæptust með. Gekk þetta svo víst eitt til tvö, sumur. Féll þetta svo niður, því Selvogsbænd um fannst lítil búbót að þessum tíða messulestri og afsögðu hann. Þau kynni sem menn fengu þá; af Strandakirkju var niðurnýðsla á sjálfu húsinu,. botnlausum sand- vaðli í kring'um kirkjuna og ;að orgel kirkjunnar er eitt hið aum- asta gargan, sem leikið er á við messur í landinu. Það er víst eitthvað annað gert við fé það, sem kirkjunni áskotn- ast, en að byggja hana upp-.og hennaj' umhverfi. Sýnist þó sya, að hún væri bezt að þessu . á- heitafé komin og ætti það :að skína á henni. Þjóðin full af hjátrú Á öllum öldum hefur þjóðin trúað á hindurvitni og verið full af hjátrú. Má minna á, að Gúð- mundur góði Hólabiskup tók sér fyrir hendur að vígja vatnsbóL í landinu. Hann var það á hærra menningarstigi en samborgarar hans, að hann hafði vit á vatni- Annars virðist svo, að fólkið hafi verið á svo lágu menningarstigi, að það hafi svalað þorsta snurn í hvaða forarpolli, sem fyrir því varð. Hann Guðmundur sálugi vígði aðeins bergvatnsbrunna eða lindir af því tagi, sem fyrir voru hið ágætasta vatn, enda munu for arkeldur hafa verið sjálfum sér líkar þótt biskupinn hefði lesið bænir sínar yfir þeim. Af þessari vatnsvigslu o.g fleiri hégiljum var Stöffvaði hraunflóðið? Guðmundur tekinn í helgra manna tölu-. Reynt hefur verið að telja fólki trú um, að Jón Steingríms- son hafi með ræðu sinni í staðar- kirkju Kirkjubæjarklausturs stöðvað hraunflóðið, sem þá rann fram. Það þarf nokkuð mikla heimsku til þess að trúa því, að þarna hafi orðið jarðteikn fyrir áhrif messunnar. Held ég bezfe fyrir alla þá, sem elcki vilja leika fífl, að trúa því, að hraunflóðið hafi stöðvast af náttúrlegum á- stæðum, en ekki af ói’ðagjálfri dauðlegs manns- Þrumur og eklingar Það eru til margar sagnir ,um þrumur og eldingai', sem hafi átt að; íramganga af munni kenni- jnanna og um tákri og stórmerki, sem þeim átti ,að birtast hvaðan-

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.