Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.10.1953, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 12.10.1953, Blaðsíða 5
5 Mánudagurinn Í2. okt. 1953 MÁNUDAGSBLAÐIÐ HÆTTULEGUK SÓÐASHAPUK Það er heldur óhugnanlegt timræðuefnið í dag. En ein- hvern veginn get ég ekki stillt mig um að minnast á þann svívirðilega og stórhættulega sóðaskap, sem á sér stað í Sundlaugunum hér í bænum. íSvo er.nú líka það að.athuga, að ef enginn hef ur uppburðar- lyndi ’ til þess |að mótmæla Ósómanum, þá verður allt lát- :tð sitja við sama. Borgarlæknir á víst að hafa eftirlit með hreinlæti í Sund- laugunum engu síður en Sund höllinni, en þar mun hrein- læti vera í miklu betra lági. En það eftirlit mun vera mjög af skoi'num skammti ef nokkurt er. • Dóttir kunningjakonu minn ar fékk gríðarslæma eyrna- bólgu fyrir skömmu, svo að hijóðhimnan spraltk og vall jnikil vilsa út. Fær telpan að líkindum vart fulla heyrn með eyranu aftur. Það fyrsta sem læknirinn spurði um var það, hvort telp- an færi oft í Sundlaugarnar? Jú, þar hafði hún verið að svamla á hverjum degi, — sér til heilsubótar að því er móð- irin hé'lt. Þá fullyrti læknirinn, að telpan mundi hafa smitazt af jæssum óþverra í Sund- laugunum og sagði að slíkt yæri algengt! Á hverju ári smitast tugir manna af svokölluðum Athletes Foot í Sundlaugun- 'um, en það er sjúkdómur sem lýsir sér þannig, að einskonar sveppir taka sér bólfestu milli tánna á fólki og fylgir þessu kláði mikill og önnur óþæg- indi. .r Þetta vita læknar bæjarins, vita um þessa tvo sjúkdóma að minnsta kosti, sem rekja íná beint til Sundlauganna, en saint er ekkert gert til þess að stemma stigu fyrir ósóm- anum! BAKTERÍUGRAUTUR Hreinlætið í Sundlaugunmn ér fyrir neðan allar hellur. 'Vatnið er oft sjóðandi heitt og þrífast því allskonar bekterí- ur þar ágætlega. Einu sinni í viku er skipt um vatn í laug- unum, en ekki er mér kunnugt um að neitt sé gert til þess að sótthreinsa þær, og er því vatnið eftir vikuna að sjálf- sögðu orðinn einn bakteríu- grautur. Börn er mikið hafa stundað Laugarnar segja, að algengt sé að krakkar geri það af skömm sinni að ganga örna sinna í vatnið. Komi slíkt fyr- ir kemur baðvörðurinn með vatnsfötu og biður einhvern liðtækan að veiða upp við- bjóðinn í fötuna!! En bað- gestum er ætlaö að synda eft- ir sem áður i sama vatninu! Stórar pöddur, einna líkast- ar járasmiðum, bara stærri, (hafa sézt þarna á sundi, og éínu sinni isá ég stjálf tvó eins. og toár- glyttur fljóta ofan á vatninu. Segja má, að slíkur og því- líkur viðbjóður sé baðgestuirt að kenna, er þeir hafa slíkan skrílshátt í frammi, en það breýtir engu um þá stað- réynd, að hreinlæti og eftirlit í Laugunum er mjög ábóta- vant. Sjúkdómurinn Athletes Foot er ákaflega smitandi. Víða í sundhöllum erlendis er grunnt ker, sem baðgestir verða að vaða í gegnum áður en þeir fá að ganga inn að lauginni. I keri þessu er ein- hver sótthreinsandi vökvi, sem á einmitt að fyrirbyggja útbreiðslu þessa hvumleiða kvilla. Einnig geta menn fyrir lítið fé, leigt sér tréskó, sem síðan eru samvizkusamlega sótthreinsaðir eftir hvern leigjanda. Hér í Laugunum eru gólf- dreglar á göngum og bökk- um lauganna og eru þeir allt- af gegnsósa af vatni og efast ég um, að þeir séu nokkurn- tíma sótthreinsaðir. I sturtu- böðunum eru slímugar tré- grindur á gólfunum, sem vafa laust heldur aldrei eru þrifn- ar. Það væri sannarlegh fróð- legt, að taka eins og einn líter af Sundlaugavatni á miðviku- eða fimmtudegi, og láta „ana- lysera“ þá gerlastöppu. — Eins væri líka fróðlegt að vita hve margir tugir milljóna af Athletes Foot-bakteríum eru á hverjum fermillimeter á gólfdreglunum þar. Nei, við Reykvikingar eig- um ekki að láta bjóða okkur annað eins og þetta. Sundlaug arnar eiga að vera heilsubæt- andi en ekki lieiisuspillandi. Og við eigum heimtingu á því, að heilbrigðisyíirvöklin gæti skyldu sinnar á þessu sviði. LOÐSKINNS-SKRAUT En tökum nú upp léttara hjal. I spánnýju blaði, sem ég hef hérna fyrir framan mig, eru rnargar hugmyndir um það hvernig nota megi loðskinn, sem maður kannske á í fórum sinum, t. d. af ga,malli kápu. Loðskinn er notað á ýmsan hátt. T. d. er hér ein stúlkan í fallegum bláum ullarkjól og eru á honum lítil uppslög og kragi úr snöggu íkorna- eða kanínuskinni. Kragann og upp slögin getur hún líka notað við við peysur. Önnur hefur gefið gömlum svörtum hatti nýtt líf með því að sauma Persíanerskinn á börðin á honum. - Hér eru líka allskonar háls- „klútar“ úrlipru löðskinni. T. d. hefur ein búið sér til eitts- kóaar ffþlát-bqóst“ Xdiíkié) úr hermelini. til þess að nota við dragtina sína. Hér eru stór og smá hand- skjól (múffur) úr allskonar loðskinnum, og er þá venju lega sama skinn haft í krag- ann eða á hattinn. Belti eru líka úr loðskinni, en til þess að bera þau þarf maður að sjálfsögðu að vera furðu grannur í mittið. Kápur og jakkar eru fóðruð með loð; skinni og jafnvel regnhlífar- handföng eru skreytt með loð- skinni. Það segir sig þó sjálft, að nota þarf loðskinnið af varúð þannig, að útkoman verði smekkleg en ekki kjánaleg. NÝJASTA NÝTT Nýjasta nýtt! Nú eru þeir líka farnir að búa til eyrna- lolíka, hringi og arnxbönd úr loðskinni! Hér er mynd af einni með heljarstóran hring á hendinni og er sá eins og dúskur úr minnkaskinni, cn stór gimsteinn í miðjunni! Önnur er með hreysikattar- skott hangandi í eyrunum og hefur armband á vinstri liand legg úr samskonar skottum. Læt ég ykkur um það dæma, hvort yklíur finnst slíkir skartgripir smekklegir! Flauel er einnig notað á lík- an hátt og loðskinn. Ein hug- myndin er t. d. sú, að ef þú átt flauelskjól, þá klippirðu kringiótta dulu úr sama efni og límir yfir gamla kringl- ótta eyrnalokka og notar þá síðan við kjólinn. 9999 Karlmennirnir eru sífellt að bauna því á okkur kvenfólkið, að við tölum of mikið og þá venjulegast af litilli rökvísi. Eins segja þeir að við séum oftast ,,catty“ og kvikindis- legar hver 1 annarar garð. Einn húsbóndinn segist hafa heyrt konu sina segja eftirfarandi við eina vinkon- una í símann: „Hún sagði mér að þú hefð- ir sagt henni það sein ég sagði þér að þú mættir ekki segja henni, en ég veit að þú sagðir henni að segja mér ekki frá því að þú hefðir sagt henni þáð, svo að þú mátt ekki segja henni að ég hefi sagt þér að hún hafi sagt mér það . . .“ Vinkonan hefur vafalaust skilið það fyiirhafnarlaust hvað við var átt. En vesalings bóndinn var eins og stórt spurningarmerki. Skildi ekki meira en þótt töluð hef ði verið kínverska! ÞRIHJA VÍDDIN , Þá eru nú hinar margum- töluðu 3€> X 3 Demeosiona) myndir komnar til landsins. Auðvitað eru allir spenntir að sjá þessa nýjung, og þeysa því allir sem vettlingi valda til þess að skoða. Margt og mikið hefur mað- ur lesið um þessar kvikmynd- ir, og skrum-auglýsingar um þær hafa verið svo glanna- fengnar, að flestir hafa víst gert sér of háar vonir og því orðið fyrir hálfgerðum von- brigðum. T. d. var einhversstaðar þessi saga: Þetta er i kvikmyndahúsi, þar sem verið ér að sýna þriðjú-víddar mynd. Þá gellur við einn bíó-gest- urinn sem situr aftarlega: „Heyrðu, þú þarna. Hvað á það að þýða að sitja með hattinn á höfðinu ? Maður sér ekkert fyrir þér. Viltu gjöra svo vel að taka ofan“! Sá sem ávarpaður er snýr sér þá við og svarar: „Nú, hvað er þetta maður! Eg sem er að leika í myndinni!“ Af þessu má sjá, að eitt- ■hvað áttu nú 3-D myndir að vera eðlilegar!!! En hvað sem öllu þessu líð- ur, þá ber ekki að neita þvi, að tæknilega er þétta mikii framför. En gerð slíkra kvik- mynda er enn á byrjunarstigi, og er eflaust mikilla framfara að vænta. Ekki get ég neitað því, að mér finnst óþægilegt að sitja með þessi bannsett gleraugu. Sé nefið á manni í minna lagi og maður þarfa að nota sín eigin gleraugu undir 3-D gler- augunum, þá kemst maður í hálfgerð vandræði, og þarf að halda öllum glerjunúm uppi með handaflí, en það er vægast sagt all-óþægilegt. Auk þess var ég rauðeygð og voteygð er út kom af öílu saman. Menn fárast yfir því, að þessar 3-D kvikmyndir sém hér séu sýndar, sérstaklega Vaxmyndasafnið, hafi lítið listagildi og séu hryllilegar og taugaskemmandi að auk. Það mun nokkuð satt vera, en nýung þessi er þó vel þess virði að henni sé gaumur géf- inn. Kr o s s g útíi Mámmdagsblaðsi n s Nr. G4. SKÝRINGAR: Lárétf : 1. Skinn — 5. Litil — 8. Fugl — 9. Félag — 10. Illmælgi — 11. Fara — 12. Sáðland — 14. Trúa ekki — 15. Krefja — 18. Kviksyndi — 20. Kvendýr — 21. Veizla —- 22. Karhn.nafn — 24. Rauða — 26. Fugl — 28. Verkfæri — 29. Lands — 30, Manna. Lóðrétt; 1. Klæðskeri — 2. Kima — 3. Verkur — 4. Forfeðra — 5. Stauta — 6. Dýrahljóð — 7. Mjólkurmat — 9. Villa — 13. Kvemn.nafn — 16. Húsdýr — 17. Einblína —- 19. Dreitlar — 21. Fyrr — 23. Rjóða 25. Karlm.nafn —. 27. Ending. Ráðning á lcrossgátu nr. 63. Lárétt: 1. Skróp — 5. Smá — 8. Kaul 9. Smán — 10. Oks — 11. Spá — 12. Lall —14. Ern —15. Sakna — 18.' Um — 20. Són -— 21. Ok — 22. Nám — 24. Píska—26. Utar — 28. Rórr •— 29. Marra — 30. Rak. Lóðrétt: 1. SkoUmium — 2 Kaka — 3. Rusls — 4. Ö1 •—■ 5. Smára — 6. Má — 7. Ám —9. Spennir — 13. Las —< Jl6. Kóp — 17. Skark— 19. Máta — 21. Oki*a — 23. Masí I 25. Sór — 27. R.R. <’ •'Í » «•*•*£*. «í.4: ■:

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.