Mánudagsblaðið - 18.01.1954, Blaðsíða 4
n
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
■ ; Mánudagur 18. janúar 1954
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
BLAÐ FYRIR ALLA
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Blaðið kemur út á tnánudögum. — Verð 2 kr. í lausasölu.
Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Símar ritstj.: 3496 og 3975.
PrentsmiSja ÞjóSviljans b.f.
Kosningahorfur
í Reykjavík
Framhald af 1. síðu.
Alþýðuflokkurinn.
Spámar, sem ég hefi heyrt um
fylgi Alþýðuflokksitis eru milli
4.500 og 5.700 atkvæði. Hann
missir líklega svolítið af atkvæð-
iim yíir á Þjóðvörn, en fær í
staðinn eitthvað af - Lýðveldis
flokksatkvæðum ög kannske fá-
ein atkvæði frá Kommúnistum.
Hann er öruggur um tvo menn,
en líkumar á þvi, að hann vinni
þriðja sætið eru fremur litlar, þó
að hann geti komizt nærri því,
ef vel gengur.
Þjóðvarnarflokkurinn.
Hann er hið mystiska x í þess-
um kosningum, og erfiðast er, að
spá um fylgi hans, því að hann
er svo nýr af nálinni og laus í
reipunum að' mörgu leyti, en það
er í senn veikleiki og styrkur. Eg
hefi heyrt andstæðing flokksins
spá því að hann fái ekki nema
2000 atkvæði, eða miklu minna
en í sumar, en eg hef líka heyrt
bjartsýna þjóðvamarmenn spá
flokknum 5000 atkv. Um eng-
an ílokk eru spárnar eins á reiki.
Flestir eru þó á því, að flokkurinn
inuni vinna eitthvað á frá því í
sumar. Hann muni draga allveru-
Jegt atkvæðamagn frá kommún-
istum, og eitthvað frá Framsókn
og svolítið frá Alþýðuff kknum
®g jafnvel frá Sjálfstæðisflokkn-
um, auk einhvers atkvæðahraíls
iLýðveldismanna. Eg held nú, að
þetta verði í smærri stíl, en marg-
ir Þjóðvarnarmenn gera sér von-
ir um, en þó tel ég víst, að flokk-
urinn vinni eitthvað á frá því í
sumar. Ýmsir, sem höfðu tilhneig-
ingu til að kjósa flokkinn þá,
þorðu það ekki, því þeir héldu
að hann væri vonlaus, en nú er
ekki því til að dreifa. Auk þess
hefur hann, sem nýr flokkur,
nokkra möguleika til þess að
draga að sér óánægt fólk úr
gömlu flokkunum. Eg gæti trúað,
að flokkurinn fengi nú um 3.600
atkvæði. Hann er öruggur .um
einn mann, en ég held tæplega að
hann geti fengið tvo, þó að hann
Itomist kannske langt upp í það.
Sósíalistaflokkurimi.
Einnig hér eru spárnar nokkuð
á réiki ,þó ekki svo mjög sem
iim þjóðvarnarflokkinn.
Lægsta spáiu, sem ég hefi heyrt
yar írá hörðum andkommúnista
var 5000 atkvæði. Hæsta spáin
sem ég hefi heyrt hjá kommún-
istum sjálfum, er 7.500 atkvæði,
en flestir seg/a kommúnistar að
flokkurinn fái um 7000 atkvæði.
Eg held, að kommúnistar missi
dálítið af atkvæðum frá því í
sumar og sennilega mest til Þjóð-
varnarmanna, en ég held ekki, að
um neitt stórfellt fylgistap verði
að ræða. Eg spái því, að atkvæða-
magn kommúnista verði rúmlega
6000 atkvæði, svpna 6.200—6.400.
Þeir fá þrjá menn kjörna, ég
held ekki einu sinni að þeir trúi
því sjálfir, að þeir fái fjóra.
Samkvæmt þessum spám virð-
ast sennilegustu úrslit bæjar-
stjómarkosnlnganna þau, að ekki
verði önnur breyting á bæjar-
stjóminni en sú, að kommúnistar
missi sitt sæti til Þjóðvarnar. En
auðvitað má ekki gleyma þ\i, að
margt óvænt getur gerzt í kosn-
ingum, og kannske verða úrslitin
á allt aðra lund en nokkum órar
fyrir. Slíkt hefur gerzt oftar en
einu sinni hér á landi, og má
Iminna á úrslit alþingiskosning-
anna 1908 og 1931.
Hverjar eru svo horfurnar um
stjórn bæjarins að kosninguin
loknum? Við skulum líta á
nokkra möguleika.
1. Sjálfstæðismeirihluti í
bæjarst/órn eins og verið hef-
ur. Á þessu virðast einna mest
ar líkur, þó að það sé engan
veginn ömggt.
2. Samstjórn Sjálfstæðis-
manna og Framsóknarmanna.
Ef svo færi, að Fi'amsókn
fengi oddaaðstöðu í bæjar-
stjórninni ætti hún völina og
kvölina. LítiII vafi er á því,
að um þetta yrðu hörð átök í
flokknum. Þórður Björnsson
nxyndi líklega vilja brosa til
vinstri, en Þórarinn Þórarins-
son kannske til hægri. Lík-
lega myndu helztu forráða-
mexm flokksins helzt kjósa
samvinnu við Sjálfstæðisflokk
inn, en á öðru leitinu er gvo
óttinn við Þjóðvörn. En kann-
ske sleppur flokkurinn við að
þurfa að standa í þessum erf-
iðu sporum.
3. Samstjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins.
Á slíkri samvinnu virðast
harla litlar líkur eins og spil-
in liggja nú.
4. Samstjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Sósíalistaflokks-
ins. Fyrir 7—8 árum hefði slík
samvinna ekki þótt nein f/ar-
stæða; og það er ekki cinn
sinni svo langt síðan að þess-
ir flokkar unnu saman á ísa-
firðí. Nú má telja þessháttar
samvinnu nær óhugsandi.
5. Samstjórn Sjálfstæðis-
flokksins, Alþýðuflokksins og
Sósíalistaflokksins. Þessháttar
samvinna mundi hafa þótt í
alla staði eðiileg á árunum
1944—1946, er þessir flokkar
unnu saman í ríkisstjórn. Nú
kemur hún tæplega til greina.
Að vísu mundu Alþýðufl. og
Sósíalistafl. fremur þora að
ganga til samvinnu við Sjálf-
stæðisflokkixui báðir í senn en
hvor í sínu lagi. Og sennilega
mundi enginn Sjálfstæðismað-
ur vera betur fallinn til að
koma á slíkri samvinnu en
Grnxnar Thoroddsen. En þrátt
fyrir það tel ég líkur á slíkri
samvinnu litlar eða engar.
6. Vinstri samvinna, þ. e. a.
s. samvinna Framsóknarfl.,
AlþýðufL, Þjóðvarnarfl. og
Sósíalistaflokksins. Ef svo
færi að Sjálfstæðisfl. missti
meirihlutann, kæmi þesskonar
samvinna til greina, þó að
þessir flokkar xófist upp á
kráft nú í kosningabaráttunni.
En erfítt mundi verða, að
koma slíkri sameiningu á.
Einkum muncli verða sterk
andstaða gegn hexmi í Fram-
sókn, og sennilega einhver í
Alþýðuílokknum líka. Vel má
vera, að gerðar verði tilrauix-
ir í þessa átt, ef til kenxur, en
allt mundi óvíst um árangur
þeirra.
7. Samkomulag um kosn-
ingu ópólitísks borgarstjóra.
Þrátt fyrir allar deilurnar um
borgarstjóraembættið er þó
þetta embætti í eðli sínu fyrst
og fremst ópólitískt, heldur
krefst það sérþekkingar á
fjármálum og atvinnumálum.
Það virðist því engin f jarstæða
að ætla, að flokkarnir í bæj-
arstjónx sumir eða allir, geti
komiff sér saman um aff kjósa
ópólitískan sérfræðing í em-
bættið. Vera mun völ ýmissa
slíkra manna. En hætt er við,
að pólitísku ofstækismennirn-
ir mundu hver í sínum flokki
reyna að koma í veg fyrir
slíkt samkomulag. Hér er til
allt of margt manna, sem eru
starblindir á allt nema
þrengstu flokkshagsmuni. En
vafalítið er, að merri hluti
Reykvíkinga muxxdi fagna því,
að borgarst/óracmþættið hætti
að vera bitbein pólitísku
flokkanna. Borgarstjórinn á aff
vera fulltrúi allra íbúa bæjar-
ins, hvar í flokki sem þeir
standa, en ekki baráttumaður
ákveðins pólitísks flokks.'Með-
an svo er hlýtur alltaf veru-
legur hluti bæjarbúa að líta
á hann með toi-tryggni og
andúff. Borgarstjóri í Reykja-
vík getur aldiæi hlotið al-
mennar vinsældir, nema hann
sé hafinn yfir hina pólitísku
baráttu. Hltt er svo hlutverk
bæjarstjórxxarinxxar að márka
stefnuna í hverju máli, og auð-
- vitað getur ópólitiskur borgat-
st jóri framkvæmt hana á sama
hátt og ópólitískir skrifstofu-
stjórar í ráðuneytunum fram-
kvæma stefnur rikisstjórnar í
mismunandi póiitiskum lit. En
þó aff þessi breyting á borgar-
stjóraembættinu væri áreiðan-
lega til stórbóta, geri ég mér
litiar vonir um að henni fáist
framgengt. Við erum of tröll-
riðín af flokkshyggju og póli-
tisku ofstæki til þess áð það
megi takast. Þaff má þvi bú-
ast við, að fulltrúamir í bæj-
arstjóm Reyk/avíkur líti hér
eftir sem hingað til á hvert
mál eingöngu frá flokkssjón-
armiffum en ekki með hags-
muni bæjarbúa fyrir augum.
Slíku fólki sem okkur íslend-
ingum verður tæplega bjargað..
Ajax.
Mánudagsblaðið
er self á effirföldum sföðum:
‘iGreiððsöfusfaöir:
mw
Adlon, Laugavegi 11
Óðinsgata 5 — veitingastofa.
Björninn, veitingastofa, Njálsgötu 49
Þröstur, Hverfisgötu 17.
Florida, veitingastofa, Hverfisgötu
Stjörnukaffi, veitingastofa, Hverfisgötu
Sölutuminn, Hlemmtorgi
Adlon, Laugavegi 126
Vöggur, Laugavegi
Bíóbar, Austurbæjarbíói
Tóbaksbúðin, Kolasundi
Lækjartorg, Blaða- og sælgætisturn
West-End, veitingastofa, Vesturgötu
Ögn, veitingastofa, Austurstræti
Pylsubarinn, Austurstræti.
Fjóla, veitingastofa, Vesturgötu
Vesturgata 53, veitingastofa
Hressingarskálinn
Adlon, Aðalstræti
Veitingastofan, Laugavegi 80
Stefánskaffi, Bergstaðastræti
Nönnugata 5, Verzl. Sigfúsar Guðfinsssonar
Hverfisgata 71, Verzl. Jónasar Sigurðssonar
Hiíðarbakarí
Gosi, veitingastofa, Sólavörðust. og Bergst.
Þórsbúð, Þórsgötu 14
Frakkastígur 16, veitingastofan
►§Verzlanir:
Blaðaturn — Eymundsson
Bókaverzlun — Éymundsson
Bókaverzlun Braga Brynjólfssonar
Bókaverzlun fsafoldar
Bækur og rítföng, Austurstræti
Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Skólavörðust.
Ritfangaverzlun fsafoldar
Mál og menning, Laugavegi,
Bækur og ritföng, Laugavegi
Verzlun Axels Sigurgeirssonar, BarmahHð 8
Verzlunin Rangá, Skipasundi
Verzlunin Drífandi, Samtúni
Verzlunin Drífandi, Kaplaskjóli
Verzlunin Krónan, Mávahlíð . ,
Biðskýlið, Álfaskeiði
Verzlunin Fossvogur, Fossvogi i
Biðskýli Iíópavogs, Kópavogi
jHafnarfjörður:
Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði
Sælgætisverzlun, Strandgötu 33.
Biðskýlið. - -