Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.01.1954, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 18.01.1954, Blaðsíða 6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 18. janúar 1954 Komdu, sagði Kendricks. Við fáum álls ekki borð þar sem ég er vanur að borða, nema að við séum stundvísir. Þeir tæmdu glös in og fóru út. 6. KAFLI Café l'Athénce var i þröngri hliðargötu og var sæmilega stórt herbergi á neðstu hæð, auk margra smærri og voru flest þeirra setin kostgöngurum. Þar voru engir sléttir og felldir hótel yfirmenn til þess að vísa nýju gestunum til borðs, engin lyfta til herbergjanna á efri hæðunum. Kendricks geklc á imdan, því að hann var kunnugur, alla leið upp á fyrstu hæð og hélt áfram fram- hjá sveittum þjónunum, sem námu ekki einu sinni staðar til þess að svara spurningum. Loks náði hann í borð, sem einhverjir tveir menn voru að fara frá, og þeir settust við það. Julien leit á vin sinn. Kend- rieks var enn að reykja pípuná sína. Nú hefur þú rekið þig á Julien og það illilega. Þér finnst að þú eigir ekki eftir ólifaðan nokkurn dag, sem þér er ekki hund sama um. Þú horfir á það, sem þú heldur að séu leifar ævi þinnar, sem nú er öll í molum, og þú í- myndar þér, að þú sért áhorfandi þess sem var og þú hefur ákveðið, að það sé ekki til nokkurs að vera að reyna að safna saman þessum molum. Þvílík bölvuð vitléysá. . Julien. Það getur vel verið, að þú hafir eyðilagt líf þitt sem ráð- herra, en þar með er alls ekki sagt, að þú getir ekki látið þér líða vel sem maður. Heyrðu Carló, bætti hann við og ávarpaði þjóninn, miðdegisverð fyrir tvo, allt heitt. Láttu koma nýtt smér með makkarónuréttinum og eina ilösku af hvítvíni. Já herra, sagði maðurinn og horfði um augnablik á þennan hárprúða náunga, sem talaði mál hans svo ágætlega. Kendricks Iagði frá sér mat s^ðilinn, Ieit á Julien og brosti hálf þreytulega. Auðvitað veit ég, hvernig þér er innan brjósts núna, hélt hann áfram — bölvanlega — svo mundi öllum vera. Reyndu að gleyma því — reyndu að gleyma þér. Líttu í kring um þig. Hvernig fer þetta fólk að hafa ofan af fyrir sér, heldurðu? Þetta fólk var ekki fætt með nafnbót. Það eru engir í þessu herbergi, sem fóru til Eton og Oxford, léku cricket fyrir háskólann eða löbb uðu í hægðum sínum út í lífið eins pg þú gerðir. Athugaðu þá alla. Þessi grannvaxni náungi í horn- inu, á sér rakarastofu. Eg fer þangað stundum til að láta raka mig. Hann lifði í 6 ár á 13 shiíl ingum á viku. Meðan hann var að safna sér peningum til að byrja sjálfur. Það mátti oft ekki tæp ara standa hjá honum. Eftir þrjá mánuði hafði hann misst allt, sem hann átti til. Hann átti konu, sem stóð viS búðarborðið, og vann eins sleitulaust og hann sjálfur, en viðskiptamenn komu 8. FEAMIALDSSAGA E. PHIUPPS OPPENHEIM »SVIK« að fá sér hjálp, og um eitt skeið var um 15 shillings aleiga hans. Eg var þá vanur að láta hann raka mig á hverjum degi, svo að ég vissi, hvernig allt var. Eg heyrði hann, þegar hann hélt, að hann væri einn, kalla upp um stigagatið til konu sinnar: Stofan er full af viðskiptamönnum' Seldi aðra flösku af hármeðali núna, eða eitthvað a£ því tagi. Þvínæst Iánaði einhver honum 5 pund og hann komst yfir örðugasta hjall- ann. Honum gengur vel nú orð- ið. Þetta er konan hans, nokkuð holdug, hún er að Iaga á honum bindið. Þau koma hér á hverju miðvikudagskvöldi og þau hafa efni á því. Samt áttu þau einu sinni í mesta basli, Julien þetta er rétt, líttu á þau, og' sýndu, að þú hafir áhuga. Hann er ósköp hversdagslega útlítandi skepnan, finnst þér ekki, en hann er kjark- góður. Eg., held, sagði Julien, að ég geti gizkað á, hver þáð var, sem gaf honum fimm pundin. ' Þú værir kjáni, ef þú gætir 'pað ekki, svaraði Kendricks. Að gera svona hluti, er það sem hjálpar manni til að brosa, þegar óhappaöldur ríða að. Eg skal segja þér, Julien, að sumt af þessu fólki, eirikum smákaup tnennirnir, verða að heyja harða baráttu til þess að pína út lítils- háttar ánægju handa sér. Ekkert er þeím gjört auðvelt. Þeir vita ekkert urn vestur-London með nýtízku skemmtunum, þar sem þú vinnur verk þitt með alls kon- ar þægindi við hendina. Því komstu ekki hingað með mig fyrr, Kendricks, spurði Juli- en. Kendricks hallaði sér aftur á bak og fór að hlægja. Spurðu sjálfan þig þessarar spuringar, ekki mig, sagði hann. Þú, sir lulien, sem ert sýndur sem bezt klæddi maðurinn í neðri málstof- unni í skopblöðunum, meðlimur í fínustu klúbbunum, ágætlega mælskur og fremstur í stjórn- málum og á fyrir sér að verða forsætisráðherra. Það veit ekkert um allan þennan hégóma. Þú lifðir of hátt upp í skýjunum, vin- ur minn, til að koma hingað nið- ur. Þú sérð, að ég er ekki að bjóða þér mikla samúð, Júlien. Eg held ekki að þú þurfir þess við. I'ú varst að fljúga um loftin bara af því þú hafði gáfux til þess, að- stöðu og tækifæri. Nú ertu kom- inn niður og þú vorkennir sjálf- um þér afskaplega mikið. Eg get ekki sagt a'ð ég vorkenni þér, ég skal segja þér það eftir svo sem 10 ár. Já, þarna er þessi ljós- *kki. Þá eignaðist hún bam og var hjerði vinur þúuj. hönd sér, var kominn inn og hafði setzt við borð, sem þau höfðu ver- ið að bíða eftir. Julien leit á þau forvitnislega. Já, nú man ég, hélt hann á- fram, og hallaði sér yfir borðið. Eg man eftir honum. Hann er í búð, það er að segja, hann er í fréttaþjónustunni í leyniþjónustu brezka utanríkisráðuneytisins í deildinni nr. 3. Kendricks kinkaði kolli. Ein- mitt maður sem gæti verið hvar sem er án þess að honum sé veitt eftirtekt. Eg' man vel eftir honum, hélt Julien áfram. Hann er auðvitað ekki í minni deild. En ég man, að mér var sagt að hann væri allra duglegasti náungi. Eg mundi ætla, sagði Kend- ricks, að hann væri nú að vinna baki brotnu að öryggi og vel- ferð bretaveldis. Ef þú hefur nú allt í einu kannazt við manninn, þá skal ég segja þér, hver stúlk ari er. Hún er snyrtistúlka hja Milan. Julieri leit við og horfði á þau fórvitnislega. Aftur tók hann eft- ir því, að ungi maðurinn var eins forvitinn um Julien eins og Julien var um hann. j Náunginn hefur auðvitað þekkt mig, sagði hann. Eins og þú veizt Kendricks, þá fengum við fyrir tveimur eða þremur árum mjög merkilegar fréttir og það var snyrtistúlka sem kom með þær. Mig mundi alls ekki furða, svar aði Kendricks. Svona fréttir koma úr öllum áttum, eins og þú mund- ir sjá, ef þú værir blaðamaður. Það var sent eftir henni í her- bergi einhverrar prinsessu, ég held það hafi verið í Claidger gistihúsinu. Á meðan hún var þar koto maður til hennar og sagði nokkur orð á rússnesku. Stúlkan hafði verið í Péturs- borg og skildi þetta. Þetta gerði mikinn mun, og ég man söguna. Þetta hefði getað verið sami maðurinn og sama snyrtistúlkan, svaraði Kendricks. Julien hristi höfuðið. Það var einhver úlfaþytur út af henni, sagði haim, og hún varð að fara úr landi. Hún er núna í Suður- Afríku. Eg get ekki sagt að mér lítist á þennan náunga, sagði Kend- rícks. Slepptu ekki súpunni, Juli-' en, hún er betri en hún lítur út fyrir að vera. Hann er falskur á svipinn. Mér dettur í hug, að nú- tíma Ieyniþjónustumaður sé fjör- legur og hreinskilnislegur á svip. Ef þessi stúlka haettir ekki að Ííta á þig útundan sér, þá kemstu í kröggur við síðasta skrifara þinn. pil verki um tíma og bawr vaið£ Maður, scbje . íeiddi viB - Julien leit yfir é bprðið £ii*una|&ð, taia yið roig, Þetta er yður tíl megin. Hann hafði tekið eftir því, að stúlkan var að gjóta til hans augunum öðru hverju. Af ein- hverjum ástæðum virtist hún vera að reyna til að vekja athygli hans á sér. Þetta er hreinasti sigur, muldr- aði Kendricks, drekktu svolítið meira hvítvín, það er hérna töfr- andi snyrtistúlka, sem langar til að dufla við þig. En þær tennur, en það bi'Qsl Þar sem hún hefur verið að hlusta á sögu mína síðastliðinn stundarfjórðung, þá imynda ég mér, að forvitni hennar sé meiri en aðdáunin, sagði Julien. Senni- lega hefur einhver bent henn á mig sem mesta flón í heimi. Ekki þig, sagði Kendricks, ég fullvissa þig um, að ég hef vit á slíkum hlutum. Hún lítur ú.t, þeg ar ungi maðurinn, sem er með henni er að tala um miðdagsmat inn eða við þjóninn. Eg er jafn- vel ekki viss um, að hana langi til að dufla. Eg hugsa að hana langi til að segja eitthvað við þig. Julien hló. Hvað á ég að gera? Kynna mig? Uss, bætti hann við gremju- Iega. Eg vildi að stúlkan vildi líta dökku augunum sínum á ann- an en mig. Eg ætla að segja þér, Kendricks, að þú liefur talað mjög skynsamlega við mig, án þess að leggja mikið á þig. Eg ætla ekki að fara að væla núna eða nokkurntíma síðan, en með- an ég lifi, þá vil ég ekkert eiga saman víð Itvenfólk að sælda. Litli ljóshærði maðurinn hefur verið kallaður út úr herberginu, sagði Kendricks. Eg sá, að yfir- þjónninn kom til hans og hvísl- aði einhverju að honum. Stúlkan er að skrifa bréfmiða og ég skal veðja um, að það er til þín. Júlien hnyklaði brýrnar. Einn- ig hann leit við og mætti augum stúlkunnar. Hún leit á hann for- vitnislega. Það var ekki svipur konu, sem býður manni til sín, heldur líktist það svip stúlku, sem óskar skilnings, sem hefur eitthvað að segja. Hún brosir lít- ið eitt og drepur fingrinum á bréf ið, sem hún stingur í hönd þjón- inum. Svo lýtur hún yfir disk- inn sinn. Maðurinn kom til Juli- en. Þetta er handa yður, herra, sagði hann og Iagði það hjá diski Juliens. Julien opnaði bréfið, þótt ófús væri. Þar voru rituð nokkur orð með blýanti. Herra minn, vinkona mín veíður endilega að finna yð- ur. Spyrjið um númer 17, Avenue de St. Paul og spyrjið eftir Ma- dame Christophor.. Eeynið efcki góðs. Julien var í þanm veginn að eyðileggja bréfið, en Kendricks kom í veg fyrir það. Julien, sagði hann. Hagaðu þér ekki eins og kjáni. Litla stúlkan veit hvað þú heitir. Hún getur ekki látið sér detta í hug að þú sért í skapi til að dufla við hana. Sting þú bréfinu í vasa þinn og heimsæktu hana. Maður veit ekki hvað þetta þýður. Æfi þín hefur verið svo skrýtin, að þú hefur líklega cerið skilinn eftir trúandi á æfintýri utan sögubóka. Mín æfi leiðir mig til annars og ég vanræki aldrei tækifæri lík þessu. Líklega er hún snyrtistúlka, sagði Julien með fyrirlitningu, lófalesari eða eitthvað af því tagi. Kendricks barði í borðið til þess að kalla í þjóninn. Maður á alltaf eitthvað á hættu, sagði hann, en ég trúi ekki að litla stúlkan þarna sé að narra þig. Það er annað í lifinu eins og þú veizt Julien. Þú geymir í höfði þér pólitísk leyndarmál, sem eru mikils virði. Julien leit á hann háðslega. Segðu mér nákvæmlega hvað þú átt við, sagði hann. Kendricks yppti öxlum. Þjónn- inn kom og Kendricks pantaði hátt það sem hann vildi. Hlustaðu nú á, sagði hann. Eg gæti látið mér detta í hug ótal margar ástæður, og hver þeirra ætti að nægja til að fá þig til að kom'a á stefnumótið. Þú férð héðari, við skulúm sjá, með nokk- uð vafasömu mannorði. Þú héf- ur sennilega andstyggð á lífinu og landsstjórninni, sem gefur þér ekkert annað tækifæri, og land- inu, sem hrekur þig burt. Og þú hefur verið utanríkisráðherra. Geturðu ekki látið þér hugsast að þessi kona, sem þú átt að heim- sækja, gæti komið með uppé- stungur, sem þér að minnsta. kosti þætti gaman að? Vertu ekki svona vantrúaður á svipinn, Juli- en. Mundu, að þú hefur lifað í höfðingjaheimi, en það hef ég ekki. Eg trúi á lægri stéttirnar, og þú hlýtur að vita sjálfur, að mik- ið af sannleikanum síast upp frá þeim. Það er alveg satt, svaraði Juli- en. En einhvernveginn —. Við skuluni sleppa því, greip Kend- ricks fram í, en lofaðu mér því, að heimsækja konuna. Julien hló. Eg skal gera það, því lofa ég, Líttu þá til stúlkunnar þarna og kinkaðu kolli. Hún er alltaf að horfa á þig áhvggjufull. Maður- inn er ekki enn kominn aftur. Julien leit við mót vilja sínurii. Stúlkan hallaði sér fram á borð- ið og horfði stöðugt á hann. Hún var með hálfopinn munninn og augbrýrnar lítið eitt hafnar upp, eins og hún væri að spyrja. En jafnskjótt sem Jullen leit til hennar, leit hún niður. Hann. hneigði höfuðið. ÞaS létti yfir svip hennar. Andlitið varð affur eðlilegt, hún lagði írá sér matseð- illnn og saup á vúiglasinu. Kepd*- ricks leit til Juliens og lyftí glas>' '•; ,-jt tj. 'þ •

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.